Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2012, Síða 23
En ég er sátturÉg komst ekki á lista Höskuldur Þórhallsson segir framsóknarmenn halda glaða út í kosningabaráttuna. – RíkisútvarpiðJónína Ben þakkar fyrir áhuga á framboði sínu. – DV Verðmætasköpun varðar leiðina Spurningin „Já, að sjálfsögðu“ Hrafnhildur Skúladóttir 52 ára ferðaráðgjafi „Nei.“ Guðný Eik Arnardóttir 18 ára nemi „Ég er jafnréttissinni.“ Ragnar Bjarni Stefánsson 20 ára tölvunarfræðingur „Ég er mikill femínisti.“ Einar Arnaldur Melax 50 ára atvinnulaus „Já.“ Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir 58 ára lífefnafræðingur Ertu femínisti? 1 „Ég hélt að hann ætlaði að bíta höndina af“ Höfrungur beit átta ára stúlku í Sea World í Bandaríkjunum. 2 Gerði sex konur að kynlífs-þrælum í dýflissu Kínverjinn Li Hao var sakfelldur, meðal annars fyrir morð, og dæmdur til dauða. 3 „Ég er listamaður en ekki áróðurspípa eða fyrirmynd“ Erpur Eyvindarson svarar umræðu í kjölfar greinar Evu Hauksdóttur. 4 „Gert til að koma höggi á viðkomandi tamningamann“ Aganefnd Félags tamningamanna gerir ekki athugasemdir við aðferðir ungrar tamningakonu sem sökuð var um grófa meðferð á hesti. 5 „Umboðið sem Bjarni Bene-diktsson var að bíða eftir að fá“ Aðalmeðferð um Vafningsmálið fór fram í héraðsdómi á mánudag og þriðjudag. 6 „Þetta er leynifélag sem ég vissi ekkert um“ Steingrímur Wernersson sagðist fyrir dómi ekki hafa vitað neitt um Vafning. 7 „Við sátum þarna í fundarherberginu og biðum og vonuðum“ Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, í skýrslutöku í Vafningsmálinu. Mest lesið á DV.is E ina leiðin upp úr samdrætti í efnahagslífinu, sem skilar bætt- um lífskjörum til frambúðar, er aukin verðmætasköpun. Hér á landi þurfum við að leggja sérstaka rækt við útflutningsgreinarnar og framleiðslu sem stuðlar að bættum gjaldeyrisjöfnuði. Ríkisstjórnin hef- ur stigið mikilvæg skref í þessa átt og boðar fleiri í framkomnu fjárlagafrum- varpi. Stærsta einstaka hagsmunamál atvinnulífsins er ábyrgð og festa í ríkisrekstrinum. Stöðvun á frekari skuldasöfnun ríkissjóðs og svigrúm til að hefja endurgreiðslu lána skapar traust til hagkerfisins og lækkar fjár- magnskostnað. Bætt lánshæfi íslenska hagkerfisins stuðlar þannig að aukinni fjárfestingu í atvinnulífinu en hún er forsenda frekari verðmætasköpunar á næstu árum. Hvatt til fjárfestinga Hvorki ríkisstjórn né Alþingi skapa í sjálfu sér störf. Okkar hlutverk er að skapa skilyrði til vaxtar og nýsköpunar. Vexti okkar mikilvægustu auðlinda- greina eru náttúruleg takmörk sett svo til framtíðar þurfum við í auknum mæli að reiða okkur á virkjun hug- vitsins, einu raunverulega ótæmandi auðlindina. Stefna ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og auðlindamálum tekur mið af þessu og í því fjárlagafrumvarpi sem nú er til afgreiðslu á Alþingi felast frek- ari tíðindi. Fyrsta rammalöggjöfin um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi var sett sumarið 2010. Í kjölfarið hófst ítarleg úttekt á því hvernig staðið hefur verið að því að laða hingað til lands beina erlenda fjárfestingu. Útkoman varð fyrsta stefnumótun stjórnvalda um beinar erlendar fjárfestingar, samþykkt sem þingsályktun, sem nú er unnið að því að fylgja eftir. Þar er stefnan sett á aukna fjölbreytni og fjárfestingar sem flytja með sér nýja þekkingu og tækni til landsins. Endurgreiddur þróunarkostnaður og efling samkeppnissjóða Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa verið lyftistöng fyrir fjölmörg fyrirtæki og stuðlað að vexti þeirra. Hvatning til fjármögnunar nýsköpunarfyrirtækja gegnum skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa er í vinnslu eftir athugasemdir ESA við fyrri útfærslu. Efling Tækni- þróunarsjóðs og Rannsóknarsjóðs um 750 milljónir króna á ári og 500 milljónir króna til markáætlana gefa fjölmörgum frumkvöðlum og nýsköp- unarfyrirtækjum tækifæri til að þróa verðmæta vöru og þjónustu. Við sjáum mikilvægi stuðningsins við hugverka- geirann m.a. í vexti skapandi greina á borð við kvikmyndaiðnaðinn og tölvuleikjageirann. Efling stoðkerfis atvinnulífsins Sameining smærri ráðuneyta í eitt öflugt ráðuneyti atvinnuvega og ný- sköpunar skapar ný sóknarfæri til að einfalda og efla stoðkerfi atvinnulífs- ins og hvetur okkur til að líta á allar atvinnugreinar sem sóknarfæri til framtíðar. Í gegnum sóknaráætlanir landshluta er með fjárlögum verið að verja 400 milljónum króna til verk- efna sem heimamenn þróa sjálfir og ákveða forgangsröðun á í samræmi við stefnumótun sem unnin er með fagráðuneytunum. Við erum að leggja 500 milljónir króna í sjóð til fjárfestinga í fyrirtækj- um sem falla undir græna hagkerf- ið en þar liggja mörg af sóknarfærum atvinnulífsins til frambúðar. Þá verður 200 milljónum króna var- ið til að styðja fyrirtæki við að þróa umhverfisvænni og grænni lausn- ir. Slíkt fellur að hinni verðmætu ímynd Íslands sem landi ósnortinn- ar náttúru, hreinnar orku og fyrsta flokks hráefnis í matvælageiranum. Þetta tengist meðal annars verkefn- inu Grænu orkunni sem miðar að því að draga úr innflutningi kolefna- eldsneytis vegna samgangna og auka hlut innlendrar visthæfrar orku, m.a. með skattalegum hvötum m.a. skatta- afsláttar af rafmagnsbílum. Tjaldað til fleiri en einnar nætur Heildstæð auðlindastefna og orku- stefna miðar að því að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti og tryggja að auðlindaarðurinn renni til efl- ingar innviða og fjölbreyttara atvinnu- lífs. Markmið um ábyrgð í ríkisrekstri, niðurgreiðslu skulda og gjaldeyrisjöfn- uð miða að því að skapa jákvæð skilyrði fyrir fjárfestingu og verðmætasköpun. Þetta samhengi útgjalda, tekna og áhrifa á allt atvinnu- og efnahagslíf er mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að deila um einstök útfærsluatriði í því mikla verkefni sem ríkisstjórnin hefur tekist á við allt frá hruni. n Jólasveinn Borgarstjórinn Jón Gnarr birtist okkur hér sem jólasveinninn Geðgóður. Hann brá á leik í verslunarmiðstöðinni í Mjódd til þess að vekja athygli á átakinu Geðveikum jólum fyrir samtökin Hugarafl. Mynd SigTryggur AriMyndin Umræða 15Miðvikudagur 5. desember 2012 „Lög um endur- greiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa verið lyftistöng fyrir fjölmörg fyrirtæki og stuðlað að vexti þeirra. Aðsent Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra Sara Lind er sam- býliskona mín Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, segir ekkert leyndarmál að Sara Lind sé kærastan hans. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.