Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Qupperneq 18
18 Lífsstíll 10. desember 2012 Mánudagur Stærðin skiptir víst máli n Konur sem fá leggangafullnægingu vilja stór typpi S amkvæmt nýlegri rannsókn skiptir stærð limsins máli, en aðeins fyrir konur og aðeins fyrir sérstakar tegundir af full- nægingu. Fram kemur að konur sem fá leg- gangafullnægingu eru líklegri en aðr- ar til þess að fá það þegar þær hafa samfarir með karlmanni með stóran lim og í grein í The Journal of Sexual Medicine kemur fram að konur sem velja samfarir (e. penetration) fram yfir aðrar tegundir ástarleikja hafa sömu sögu að segja. Stuart Brody, sem kom að rann- sókninni, sagði við vefritið LiveSci- ence að margir karlmenn hafi áhyggj- ur af typpastærð sinni. Nú sé komið í ljós að þessar áhyggjur séu réttmæt- ar, á sama hátt og áhyggjur karla yfir greind sinni, húmor, vinnu, hæð, ríkidæmi og öðrum viðurkennd- um breytum, þegar menn stunda stefnumótamarkaðinn. En aðrir vísindamenn eru ekki jafn sannfærðir. „Það er svo mik- ill breytileiki á því sem konur hafa dálæti á,“ segir Barry Komisaruk kyn- lífsfræðingur við Rutgers-háskólann sem segir vel geta verið að konur sem fái helst fullnægingu með samför- um vilji frekar stór typpi en lítil. Hins vegar fái ekki allar konur fullnægingu þannig. Brody og félagar spurðu 323 konur persónulegra spurninga um síðustu kynmök, stellingar og hvort lima- stærð skipti máli. Þeir ákváðu meðal- limalengdina sem 14,9 sentimetra en allt yfir 15,5 sem stóra limi. Í ljós kom að 160 af konunum höfðu fengið leggangafullnægingu og höfðu átt nægilega marga ból- félaga til að geta gert samanburð á stærð. Af þeim sögðust 33,8 prósent kjósa stærri typpi, 60 prósent sögðu stærðina ekki skipta máli og 6,3 pró- sent vildu frekar njóta ásta með karl- mönnum með lítil typpi. indiana@dv.is Offita greind við fæðingu Vísindamenn við Imperial College í London segja að ef marka megi niðurstöður nýrra rannsókna þeirra þá sé hægt að greina við fæðingu hvort börn hafi tilhneigingu til að glíma við offitu síðar á lífsleiðinni. Þeir benda á að offita barna sé vaxandi vanda- mál á Vesturlöndum og geti leitt til ýmissa alvarlegra kvilla eins og sykursýki 2 og hjartasjúkdóma. Það sé því nauðsynlegt að koma auga á vandann nógu snemma til að hægt sé að fyrirbyggja hann. Vísindamennirnir segja í raun mjög auðvelt að greina hvort ung- börn séu í áhættuhópi hvað offitu varðar. Fæðingarþyngd barnsins og hvort móðirin reykti á með- göngunni getur til að mynda haft mikið að segja. Fram að þessu hef- ur verið talið að áhrif erfða væru mikil varðandi offitu en miðað við niðurstöður rannsóknarinnar á það aðeins við í einu af hverju tíu tilfella. Foreldrarnir mikilvægastir Samkvæmt rannsókn ríkishá- skólans í Norður-Karólínu, Brig- ham Young-háskóla og ríkishá- skólans í Pennsylvaníu er aðild foreldra mikilvægari þáttur en skóla umhverfi þegar kemur að forvörnum vegna áfengis- og vímuefnanotkunar barna. Foreldrar hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að ákvarðanatöku barna þeirra varðandi áfengi og kannabisnotk- un. Þetta segir dr. Toby Parcel, prófessor í sálfræði, sem tók þátt í rannsókninni. „Að sjálfsögðu leika námsfög sem taka á áfengis- og vímuefnanotkun mikilvægt hlut- verk, en tengsl foreldra við börnin eru mikilvægari. Sem betur fer er hægt að hafa hvort tveggja.“ Vita meira um bíla en líkama sinn Flestir karlmenn vita meira um bílana sína en eigin líkama, sam- kvæmt könnun sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Þannig sögðust 90 prósent karlmanna geta bent á olíukvarðann und- ir húddinu á bílnum sínum og 89 prósent hvar vatnskassann er að finna. Að sama skapi gátu einungis sex prósent karlmanna nefnt algengustu ástæður ris- vandamála hjá karlmönnum. Til marks um það nefndi þriðjungur að helsta ástæðan væri að karl- menn gengju í of þröngum bux- um. Þá gátu einungis 52 prósent þeirra sem spurðir voru bent á hvar mikilvæg líffæri manns- líkamans væri að finna. n Nokkur atriði sem pör ættu að hafa í huga til að bæta sambandið Þ ú getur ekki farið aftur í tímann og lagað allt sem misfarist hefur í ástar- samböndum þínum hing- að til. En þú getur forðast að endurtaka sömu mistökin. Ekki láta þrjósku eyðileggja góða hluti. Skoðaðu þessi fimm ráð sem eru fengin á vefsíðu spjallþáttadrottn- ingarinnar Opruh Winfrey. Fáðu hlutina á hreint Ef gaurinn sem þú ert spennt fyrir hættir við stefnumót ykkar á síðustu stundu skaltu spyrja hann hreint út hvað hann meini. Biddu hann vingjarnlega um að útskýra af hverju hann komist ekki svo þú vitir nákvæmlega hvar þú stendur. Ef hann hefur ekki áhuga á að hitta þig aftur kemst hann ekki hjá því að koma hreint fram. En ef hann er einfaldlega upptekinn kemur sannleikurinn í veg fyrir að viðbrögð þín skemmi sambandið. Mundu að svarið þarf ekkert endi- lega að verða þér að skapi; en það heitir að „lifa í raunveruleikanum“. Horfðu á þöglu myndina hans Það er ekki alltaf það sem hann segir heldur hvað hann gerir sem skiptir máli. Kærasti þinn til sjö ára hefur kannski oft minnst á hjóna- band en gjörðir hans segja eitt- hvað allt annað. Reyndu að horfa á hann eins og þú horfir á þögla, svarthvíta kvikmynd frá 1920 þar sem látbragð og svipir gefa þér vísbendingu um það sem hann hugsar. Þessi aðferð virkar best þegar hann sjálfur gerir sér ekki grein fyrir bilinu á yfirlýsingum sín- um og lífi ykkar saman. Ef svitinn sprettur fram á andliti hans í hvert skipti sem einhver spyr hvenær þið ætlið eiginlega að láta pússa ykkur saman er það ekkert endilega góðs viti. Horfðu á þína þöglu mynd Þið elskið bæði gamanmyndir. Þið starfið bæði í bankageiranum. Þið elskið bæði að ferðast. Þegar hann færir þér nýbakað brauð í rúmið og segist elska þig svarar þú að þú elskir hann. Af því að þú gerir það, ekki satt? Þú ert líka dugleg að til- kynna öllum sem vilja heyra hvað þið eigið vel saman, hvað þið séuð góðir vinir og þar fram eftir götum. Ef þú staldrar örlítið við sérðu þá eitthvað skrítið við heildar- myndina? Eins og að geyma að borða brauðið sem hann bakaði þar til það er of hart svo þú getir hent því í ruslið? Eða gengið fram hjá fágæta bjórnum í ríkinu sem er í algjöru uppáhaldi hjá honum og þú veist hversu ánægður hann yrði ef bjórinn biði hans í ísskápnum eftir vinnu? Það er ekki hvað þér finnst um svona lítil atriði heldur hvort þú framkvæmir þau. Það er alveg jafn mikilvægt að horfa á eigið líf sem svarthvíta, þögla kvikmynd eins og hans. Að blekkja sjálfan sig er enn sársaukafyllra en að blekkja aðra. 4 Ekki afsaka lélegt kynlífÞað koma tímabil í lífinu þar sem kynlífið er einfaldlega slæmt – og það geta legið margar ástæður að baki. Til að mynda vandræða- legt fyrsta skipti, of mikil þreyta til að njótast og kynlíf eftir rifrildi sem þið vonið að muni laga allt en vitið að mun ekki ganga ekki eftir því þið eruð bæði ennþá of reið, og jafnvel kynlíf inni á heimili tengda- foreldranna sem þið vitið að á eftir að leiða til vandræðalegs morgun- verðar. Svo ekki sé minnst á klúð- urslegan sturtuástarleik, mis- skildar fantasíur eða truflun vegna barna. Líklega myndi enginn með réttu ráði segja þessar aðstæður bjóða upp á fullkomið kynlíf. En sem betur fer eru slíkar að- stæður sjaldgæfar. Þær koma ekki upp í hverri viku, ekki á hverj- um degi. Þær afsaka ekki þetta eina skipti í mánuði sem er svo óspennandi að þú hættir smám saman að hafa áhuga. Alveg sama hversu fyndinn, kynþokkafullur eða klár makinn er þá þarftu ekki að sætta þig við glatað kynlíf. Lag- aðu það eða hugsaðu þér til hreyf- ings. Viðurkenndu þín 0,000000167395% Þegar þú talar við sjálfa þig eða vinkonu þína um virkni ástar- sambandsins sérðu það fyrir þér kristaltært; þetta er allt honum að kenna. Þú eldar matinn, þú þrífur, hjálpar börnunum að læra og kem- ur þeim í baðið. Hann borðar mat- inn! Það er það eina sem hann ger- ir. Og kannski les sögu fyrir börnin og slekkur ljósið inni hjá þeim. Með öðrum orðum; þú gefur, hann þiggur. Nema hvað sannleikurinn er aldrei nákvæmlega þannig. Kannski er þetta allt honum að kenna upp að 98% (vegna fram- hjáhaldsins) eða 77% (vegna rifrildisins um daginn) eða 2% (vegna vasksins sem hann hafði lofað að laga) en þú verður að taka á þig allavega 20–30% (og jafnvel þótt það væri ekki nema 0,000000167395%). Ef hlutföllin væru virkilega 100% á móti 0% myndu engin pör haldast saman. Viðurkenndu þína ábyrgð og ræðið hreinskilið um vandann. n Fimm nauðsynlegar lexíur um ástina 1 2 3 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.