Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3MIðvikudagur 24. ágúst 2011 Þ að þarf eiginlega að flytja á fimm ára fresti.“ Þetta sagði Sigurður Guðmunds­ son árið 2003 þegar hann gegndi stöðu landlæknis. Hann lét þessi orð falla í tilefni þess að þá var Landlæknisembættið að flytja starfsemi sína í húsnæði við Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi. Um síðustu mánaðamót flutti Land­ læknisembættið hins vegar úr um­ ræddu húsnæði og hefur nú aðsetur í Heilsuverndarstöðinni við Baróns­ stíg ásamt Lýðheilsustöð. Húsnæðið við Austurströnd stendur því tómt, en heilbrigðisráðuneytið gerði leigusamning sem gildir til ársins 2027 – sem hlýtur að teljast óskiljan­ legt í ljósi ummæla landlæknisins fyrrverandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í Morgunblaðinu á mánudag að það væri „sárgrætilegt að horfa upp á“ bruðl velferðarráðuneytisins – sem borgar nú leigu af tveimur fast­ eignum. Guðbjartur Hannesson, ráðherra velferðarmála, játaði að það væri „skelfilegt að lifa við þetta“ en sagði jafnframt óskiljanlegt að upprunalegur leigusamningur hefði verið gerður til 25 ára. Tengsl við Sjálfstæðisflokkinn Húsnæðið við Austurströnd er í eigu einkahlutafélagsins Neshúss, sem er í eigu Péturs Kjartanssonar lög­ fræðings. Pétur hefur gegnt trúnað­ arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina og var á sínum tíma í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, ásamt Geir H. Haarde – en hann var fjár­ málaráðherra þegar leigusamn­ ingurinn var undirritaður – og Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstarétt­ ardómara. Samningurinn, sem var undirritaður árið 2002, er óupp­ segjanlegur og gildir til 25 ára. Það þýðir að leigukostnaðurinn mun að óbreyttu falla á ríkissjóð til ársins 2027, en hann hljóðar nú upp á um það bil tvær milljónir króna á mán­ uði – eða 24 milljónir á ári. Blaðamaður ræddi við Pétur, sem sagði að allt við leigusamning­ inn hefði verið uppi á borðum á sín­ um tíma. Það hefði jafnframt verið vegna kröfu heilbrigðisráðuneytis­ ins sem samningurinn var gerður til 25 ára. „Allt uppi á borðum“ Pétur segir ekkert óeðlilegt hafa ver­ ið við samninginn og að pólitískar ástæður hafi því ekki spilað inn í þá staðreynd að samið var við hann. „Mér er óskiljanlegt hvern­ ig er hægt að sjá eitthvað óvenju­ legt við þetta. Þegar samningurinn var gerður var húsið hálfklárað og var það því sniðið nákvæmlega að þörfum Landlæknisembættisins. Fjármálaráðuneytið og heilbrigð­ isráðuneytið unnu að gerð samn­ ingsins og þar var allt uppi á borð­ um. Ég hef reynt að forðast að ræða þetta mál. Ef menn myndu frekar skoða útboðsskilmálana sem voru gerðir vegna leigusamningsins við Heilsuverndarstöðina, þá myndu menn sjá að þar var farið fram hjá öllum reglum. Allar reglur um út­ boð voru þverbrotnar.“ Ónotað rándýrt hús Eftir stendur að húsnæðið við Austurströnd 5 stendur nú tómt. Guðbjartur Hannesson sagði við Morgunblaðið á mánudag að ráðu­ neytið væri að vinna í að semja sig úr þessum vandræðum og að til greina kæmi að framleigja húsið. Húsnæðið við Austurströnd 5 er um 700 fermetrar að flatarmáli og kostar hver fermetri því um það bil 2.900 krónur, sem verður að teljast nokkuð hátt. Ólíklegt verður því að teljast að margir muni hafa áhuga á að leigja atvinnuhúsnæði á því verði. Þegar blaðamaður spurði Pétur Kjartansson hvort einhver frá velferðarráðuneytinu hefði haft samband við hann sagði hann svo ekki vera. n Gerðu óuppsegjanlegan samning til 25 ára n Kostar um tvær milljónir á mánuði n Eigandinn starfaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Samið við sjálfstæðis- menn Leigusamningurinn óuppsegjanlegi var gerður við Pétur Kjartansson sem unnið hefur trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat í stjórn Heimdallar með Geir H. Haarde á sínum tíma. Geir var fjármálaráðherra þegar samningurinn var gerður. „Allar reglur um útboð voru þverbrotnar Engin starfsemi fyrir tvær milljónir á mánuði Húsnæðið við Austurströnd 5 er nú tómt, en leigusamningurinn við heilbrigðisráðuneytið gildir til 2027. Milljarða króna tap fé og fór því ekki út í stórar lántök­ ur til þess.“ Orkuveitan er því ekki skuldsett vegna byggingar Perlunnar. Sorgleg örlög Hjálmar Sveinsson, varaborgar­ fulltrúi Samfylkingarinnar, sem er sérstakur áhugamaður um skipu­ lagsmál, er að hluta til sammála því mati Eiríks og Kjartans að fjárhags­ legar ástæður hafi ekki verið hvatinn að byggingu Perlunnar á sínum tíma. „Ég skil alveg að menn hafi séð þessa möguleika á sínum tíma: Að byggja veitingastað ofan á þessa hitaveitu­ tanka. Ég veit það sjálfur, því ég starf­ aði sem leiðsögumaður í mörg ár, að útlendingar voru mjög hrifnir af Perl­ unni og því hvernig Íslendingar nota heita vatnið. Upphaflega hafði ég því sympatíu með þessari hugmynd, hún var djörf og flott.“ Varaborgarfulltrúinn segir hins vegar að notkunin á húsinu hafi ekki verið góð síðastliðin ár. „Perlan hef­ ur svolítið verið eins og tóm skel utan um ofboðslega lítið. Það er sorglegt að sjá svona flotta og metnaðarfulla hugmynd verða að skel utan um út­ sölu á gömlum geisladiskum og bók­ um, einhver útsölumarkaður. Bara það finnst mér sýna, eins og stund­ um er, að eitthvað virkar flott þeg­ ar dregnar eru upp myndir og menn láta sig dreyma um flott kennileiti en reynslan af rekstri hússins hefur sýnt að þetta er ekki alveg að ganga upp,“ segir Hjálmar. Hann telur að ein af þeim álykt­ unum sem hann dregur af sögu Perl­ unnar sé að íbúar borga ættu frek­ ar að líta sér nær og einbeita sér að annars konar uppbyggingu en því að koma sér upp ofboðs­ lega flottu kennileiti, til að mynda eins og Óperuhúsinu í Sydney eða Guggenheim­safninu í Bilbao á Spáni. „Auðvitað höfum við nýtt kennileiti sem er Harpan en ég held að við ætt­ um frekar að líta okkur nær varðandi framtíðaruppbyggingu í Reykjavík og reyna að gera götur og torg borg­ arinnar skemmtilegri og fallegri, og borgina þéttari og mannvænni. Þessi kennileitaarkitektúr – ég skil alveg að menn hrífist af hugmyndinni – en veit ekki hversu heppilegt það er ef hann nær yfirhöndinni.“ Áhugasamir kaupendur hafa haft samband Ef marka má orð Eiríks eru einhverj­ ir áhugasamir um að kaupa Perluna þrátt fyrir þessa ólánssögu hennar á síðastliðnum árum. „Það hefur ver­ ið haft samband við okkur í gegn­ um fasteignasala. Þetta var gert fyrir hönd áhugasams aðila sem var ekki nafngreindur. Þetta hefur gerst oft­ ar en einu sinni,“ segir Eiríkur. Hann segir að ekki hafi verið tilgreint hverj­ ir hinir áhugasömu kaupendur væru. Kjartan segir alveg ljóst að yfir­ völd í Reykjavík muni ekki selja Perl­ una hverjum sem er. „Ég er hlynnt­ ur því að selja húsið en menn þurfa að hafa í huga hvaða almannahlut­ verki hún gegnir fyrir ferðaþjónustu í borginni.“ Líklega má ætla að borg­ aryfirvöld muni því hafa talsverð af­ skipti af því hver fær að kaupa Perl­ una þar sem reksturinn í henni þarf að vera þess eðlis að byggingin geti áfram verið vinsæll áningarstaður ferðamanna auk þess sem Orkuveita Reykjavíkur mun áfram eiga og reka hitaveitutankana í Öskjuhlíð sem Perlan hvílir á. Óháð þessum sjónarmiðum, og rökum fyrir tilvist Perlunnar sem snúast um ferðaþjónustu, má fast­ lega reikna með því að nokkurra milljarða króna tap verði af byggingu og rekstri Perlunnar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur þegar og ef hún verður seld á næstunni. Tapið af Perlunni verður því á endanum tap Reykvík­ inga, skattgreiðenda, sem eru eig­ endur hússins í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur. Hvort þetta tap af fjár­ festingunni leiði til þess að litið verði á byggingu Perlunnar sem glapræði, eða eðlilegan fórnarkostnað til að lappa upp á ímynd Reykjavíkur, í framtíðinni á eftir að koma í ljós. 8. október 1999 Davíð Oddsson heldur veislu til heiðurs Hillary Clinton í Perlunni en hún mætir of seint vegna fundar með forsetanum, sem ekki er boðið í veisluna. 2000 Vinna hefst við opnun safns í einum hitaveitutankanna í Perlunni. 2. nóvember 2001 Alfreð Þor- steinsson, formaður Orkuveitu Reykjavíkur, leggur til að Perlan verði seld. 30. júní 2002 Sögusafn opnað í einum hitaveitutankanna í Perlunni. 23. júní 2011 Áform um sölu á Perlunni kynnt á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur. Þjónaði hlutverki sínu Kjartan Magnússon segir að Perlan hafi þjónað hlut- verki sínu þrátt fyrir tapreksturinn. Fannst hugmyndin flott Hjálmar Sveinsson skildi hugmyndina um Perluna en fannst sorglegt að sjá í hvað húsið var notað.„Ég held að menn hafi náð þeim markmiðum sem þeir stefndu að með bygging- unni á sínum tíma. Húseigandinn tengist Sjálf- stæðisflokki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.