Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 19
Í slendingar munu aldrei geta stjórnað sér sjálfir,“ var fróðleiks- moli frá gamla sögukennaranum mínum í Verzló eftir ritgerðarskrif um lýðveldisstofnunina 1944. Ekki veit ég hvort hann var því sammála, en þessi óflatterandi spádómur átti að hafa komið frá breskum diplómötum eftir skipti þeirra við íslenska embætt- ismenn á stríðsárunum. Ég verð að gefa Bretunum kredit fyrir að hafa verið svona glöggskyggn- ir. Skoðanakönnun gerð í byrjun síð- asta mánaðar sem sýndi að Blágræni flokkurinn nýtur stuðnings 53% kjós- enda bendir til þess að meirihluta Ís- lendinga skorti þá dómgreind sem þarf til þess að reka sjálfstætt, lýðræð- islegt ríki. Hvers vegna kjósendur styðja stjórnmálaflokka sem leynt og ljóst vinna gegn hagsmunum þeirra er ráð- gáta og viðfangsefni margra lærðra spekinga. Ljúga, ljúga, ljúga Pólitíkusar hafa mörg ráð í poka- horninu til að fá fólk til að kjósa gegn eigin velferð. Mugabe, yfirníðingur Simbabve, hótar t.d. fólki ofbeldi og eignaupptöku. Á Vesturlöndum verð- ur þó að nota fágaðri aðferðir, en vin- sælasta aðferðin þar er einnig sú ein- faldasta: ljúga og endurtaka lygina. „Ef þú lýgur nógu mikið og endurtek- ur lygina mun fólk fyrr eða síðar trúa lyginni,“ sagði Joseph Göbbels, áróð- ursráðherra Hitlers. Fjölmiðlar, í eigu bestuvinafélaga flokkanna, bergmála svo lygarnar athugasemdalaust. Önnur árangursrík aðferð er að skrapa saman svokallaðar smjör- klípur, mál sem draga fólk í dilka og skipa því á bak við einn einfaldan mál- stað – þú ert annað hvort með eða á móti – svo fólk missir sjónir af heild- armyndinni eða mikilvægari atriðum og kýs samkvæmt afstöðu stjórnmála- flokksins til smjörklípunnar, en ekki afstöðu flokksins til mikilvægari hags- munamála kjósandans. Fullkomið dæmi um þetta er Icesave-ruglið sem Sjálfgræðis- og Framsóknarflokkar kokkuðu upp til að draga athyglina frá tilraunum þeirra til að skríða upp úr fúlum fenjapytti bankahrunsins. Stokkhólmssyndróm hefur verið nefnt, en það er sálfræðilegt fyrirbæri þar sem gíslar þróa með sér jákvæðar tilfinningar í garð fangara sinna. At- hyglisvert er einnig að skoða sálfræð- ina að baki heimilisofbeldi, þegar of- beldisþolandinn snýr sífellt til baka í faðm níðingsins. Karakterlýsingar á níðingum – taka ekki ábyrgð á eig- in gjörðum, orð og athafnir fara ekki saman, loforð þeirra oft of „góð“ til að geta verið sönn – og aðferðirnar sem þeir nota til að viðhalda valdi yfir þol- endum má ágætlega heimfæra upp á pólitík. Kenna öðrum um ófarirnar Meðal aðferðanna sem níðingurinn notar til að tryggja vald sitt yfir þol- andanum, er að láta sem ekkert hafi í skorist, láta sem allt sé „eðlilegt.“ Þolandinn, sem ekki skilur hvernig hægt er að láta sem ekkert hafi gerst, fer að efast um eigin dómgreind og stutt er þá í varnarhætti, eins og afneitun og réttlætingu, á gjörð- um níðingsins: „Kannski var þetta bara smáræði...? Á ég ekki bara að gleyma þessu...vera jákvæð?“ Níðingurinn kennir einnig öðr- um um allt sem miður fer – ef X eða Z hefði gert eða ekki gert A eða B væri ástandið öðruvísi og þol- andinn fer að trúa að ofbeldið sé í raun X og Z, en ekki níðingnum, að kenna. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú, samkvæmt fyrrnefndri könnun, stuðn- ings 43.4% kjósenda. Þetta er flokk- urinn sem sérhannaði þær aðstæður er leiddu til hrunsins og kreppunnar; sem sérsaumaði löggjöf er löghelgar gjaldþrotasvik, skattsvik og kennitö- luflakk. Þetta er flokkurinn sem ásamt Framsókn hefur staðið fyrir skipu- lögðu þjóðararðráni frá stofnun lýð- veldisins, flokkur sem hefur í gegnum tíðina laðað að sér siðlausustu, gráð- ugustu og ófyrirleitnustu einstaklinga sem þjóðin hefur alið. Flokkur sem í áratugi stóð fyrir persónunjósnum, kosningaeftirliti, og atvinnuofsókn- um gagnvart þeim sem ekki hlutu náð hjá flokksklíkunni. Þetta er flokkurinn sem nær helmingur landsmanna vill að stjórni landinu. Eitthvað er rotið í – ekki Danmerkurríki Danski hagfræðingurinn Carsten Valgreen, annar höfunda Geysi- sskýrslu Danske Bank frá árinu 2006 sem gaf til kynna að eitthvað væri rotið í – ekki Danmerkurríki – held- ur íslenska bankakerfinu (Valgreen var úthrópaður af íslenskum hæg- indastólahagfræðingum og nafla- spekúlöntum, sem sögðu „Carsten“ hafa „fallið á prófinu“), sagði í viðtali eftir bankahrunið að ef Íslendingar gerðu ekki stórkostlegar breytingar á uppbyggingu stjórnkerfis landsins – sem hefur ávallt verið eftir stjórn- sýsluuppskrift Blágræna flokks- ins, þ.e. í gegnum náhirðarpólitík, flokkshygli og hagsmunapot – muni „lexíur þessa hruns verða til einskis og Íslendingar munu eftir 10–15 ár standa frammi fyrir endurholdgun þess.“ Meira en helmingur íslenskra kjós- enda vill ekki heilbrigt samfélag og stjórnarhætti. Þeir vilja áframhaldandi græðgiræði, gerræði, þjófræði og fá- ræði ættar- og vinasamfélagsins þar sem verstu óvinirnir eru lýðræði og fagleg vinnubrögð. Að meirihluti kjósenda skuli vilja í Stjórnarráðið afturgöngu valdaklík- unnar sem steypti landinu í glötun er ekki aðeins vísbending um að Ís- lendingar séu ófærir um að stjórna sér sjálfir. Þeim er ekki heldur treystandi til þess. Umræða | 19MIðvikudagur 24. ágúst 2011 Hvernig mun flokki Guðmundar Steingrímssonar ganga? „Ég hef fulla trú á Guðmundi.“ Axel Kaaber 26 ára nemi í arkitektúr „Ég að held að það byggi svolítið á hvaða fólk hann fær í lið með sér. En hann sjálfur stendur fyrir sitt og ég held að hann eigi möguleika með tilvísun til óánægjufylgis inna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokks, og auðvitað Framsóknarflokks líka.“ Kristín Dýrfjörð 50 ára lektor „Svo lengi sem það er sexí en ekki sóðalegt.“ Sigurður Ingi Sigurðsson 29 ára kvikmyndagerðarmaður „Ég hef fulla trú á þessum framsóknar- homma.“ Þórhallur Þórhallsson 28 ára uppistandari „Vá, hvar á maður að byrja? En í einni setningu, einu orði: Katastrofik!“ Þorsteinn Magnússon 27 ára kvikmyndatökumaður Mest lesið á dv.is Myndin Hættur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fór sér að engu óðslega og hellti upp á kaffi áður en hann settist á fund með Guðmundi Steingrímssyni. Sá síðarnefndi sagði sig úr flokknum á þriðjudag. MynD SIgtryggur ArI Maður dagsins Yndislegt að lyfta bikarnum Málfríður Sigurðardóttir Málfríður Sigurðardóttir, knattspyrnukona og fyrirliði Vals, tók við bikarnum um helgina þegar Valskonur unnu KR og eru því bikarmeistarar ársins 2011. Málfríður var níu ára þegar hún byrjaði að æfa fótbolta og stefnir á að ná langt með Val í Evrópu- keppninni. Hver er maðurinn? „Málfríður Sigurðardóttir knattspyrnukona.“ Hvar ertu alin upp? „Ég er alin upp í Reykjavík í hundrað og einum.“ uppáhalds erlendi íþróttamaður- inn? „Michael Jordan.“ uppáhalds íslenski íþróttamaður- inn? „Laufey Ólafsdóttir í Val.“ uppáhaldsleikari? „Líklega bara Tom Hanks.“ uppáhaldskvikmynd? „Pretty Woman.“ Áttu þér fyrirmynd? „Það eru hinir og þessir í samfélaginu sem maður fylgist með og svo er mamma líka mín fyrirmynd.“ Hvað varstu gömul þegar þú byrj- aðir að æfa fótbolta? „Ég var níu ára.“ Með hvaða liði heldurðu í enska? „Tottenham.“ Af hverju fótbolti? „Af því að hann er skemmtilegastur.“ Hverjir verða Íslandsmeistarar? „Örugglega Stjarnan frekar en við. Þær eru með svo mikið forskot.“ Hvernig var að lyfta bikarnum eftir leikinn? „Það var alveg yndislegt að lyfta bikarnum.“ Hvað er næst á dagskrá? „Að klára allt sem er hér heima og fara svo í Evrópukeppnina og reyna að ná langt þar.“ Dómstóll götunnar Kjallari Íris Erlingsdóttir 1 „Ótrúlegustu hlutir búnir að gerast“ Lára Bryndís Pálmarsdóttir byrjaði að greiða inn á höfuðstól lána sinna 2007. 2 Lét húðflúra á sér bossann fyrir iPad Sigurður Steinþórsson hefur látið húðflúra merki útvarpsstöðvarinnar Kanans á aðra rasskinnina. 3 Hljóp fyrir systur sína og safnaði 870 þúsundum Diljá Mist Einarsdóttir hljóp hálfmaraþon fyrir Styrktarsjóð Susie Rutar. 4 Laus við stríðni eftir að rauður blettur var fjarlægður Í þrjú ár mátti Connie Lloyd þola stríðni vegna nefsins, sem varð rautt nokkrum vikum eftir að hún fæddist. 5 „Það loguðu allar símalínur heimilisins í gær“ Guðmundur Steingrímsson er formlega hættur í Framsóknarflokknum. 6 Nýaldarhommar Skopmynd Henrýs Þórs var vinsælt lesefni á vefnum í gær, fimmtudag. Þar gerði hann grín að Ingva Hrafni á ÍNN. 7 Kate Winslet bjargaði níræðri móður Richards Branson Á mánudagsmorgun kviknaði í húsi milljarðamæringsins Richards Branson þegar eldingu laust niður í það. Treystandi fyrir sjálfsstjórn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.