Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur Afskrifa milljarða skuld hjá Róberti R úmlega 15,5 milljarðar króna af skuldum eignar- haldsfélags Róberts Wess- mann, Salt Investments, gjaldféllu í fyrra. Þetta kem- ur fram í ársreikningi eignarhalds- félagsins fyrir árið 2009 sem skilað var til ársreikningaskrár í lok mars á þessu ári. Heildarskuldir félags- ins námu þá tæpum 19 milljörðum króna. Eigið fé félagsins er neikvætt um 12,5 milljarða króna. Róbert er fyrrverandi forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Actavis og auðgaðist umtalsvert sumarið 2007 þegar hann seldi hlutabréf sín í lyfjafyrirtækinu til Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir meira en 10 milljarða króna. Um þessar mundir starfar Róbert að uppbyggingu bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvo- gen Group. Keypti í Glitni fyrir rúma 12 milljarða Salt Investments er móðurfélag nokkurra annarra eignarhalds- félaga í eigu Róberts, svo sem eins og Salt Properties og Salt Financi- als. Salt Financials er meðal annars þekkt vegna fjárfestingar félagsins í Glitni árin 2007 og 2008. Glitnir fjár- magnaði hlutabréfakaupin. Félagið keypti meðal annars hlutabréf í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna þann 26. september 2008, nokkrum dög- um fyrir fall bankans, og varð í kjöl- farið sjöundi stærsti hluthafi hans. Félagið hafði fyrr á árinu, í janúar 2008, einnig keypt hlutabréf í Glitni. Í ársreikningi Salt Financials fyrir árið 2009 kemur fram að kaupverð bréfanna í Glitni hafi verið tæplega 12,5 milljarðar króna. Þar kemur einnig fram að við fall Glitnis hafi félagið afskrifað þennan eignarhlut sinn í bankanum. „Við þetta afskrif- aði félagið eignarhlut sinn í bank- anum að fullu,“ segir í ársreikningn- um. Eftir stóðu umræddar skuldir við Glitni. Afskrifað eftir fall Glitnis Í ársreikningi Salt Financials kem- ur fram að félagið skuldi rúmlega 20 milljarða króna og að allar þessar skuldir séu gjaldfallnar. „Skuldir við lánastofnanir eru allar gjaldfallnar,“ segir í skýringu í ársreikningnum. Eigið fé Salt Financials er neikvætt um sömu upphæð. Salt Financials bíður því fátt annað en að fara í gjald- þrot á næstunni. Þá kemur fram í ársreikningnum að tengd félög hafi gengist í ábyrgð- ir vegna skulda Salt Financials að fjárhæð tæplega þriggja milljarða króna. Önnur félög í eigu Róberts er því ábyrg fyrir hluta af skuldum Salt Financials og deila því ábyrgðinni á þeim. Stærsta eignin lán til tengds aðila Á móti þessum milljarða skuldum þessara tveggja félaga Róberts eru litlar eignir sem eru mikils virði. Salt Investments er skráð fyrir eignum upp á tæplega 6,2 milljarða króna en rúmlega 6,1 milljarður af þeim er lán til tengdra aðila. Þá á Salt Fin- ancials eignir upp á um 900 þúsund krónur á móti þessum rúmlega 20 milljarða króna skuldum. Ljóst er út frá þessum ársreikn- ingum Róberts að félaga hans bíður fátt annað en gjaldþrot með tilheyr- andi tugmilljarða króna afskriftum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Róbert Wessmann keypti í Glitni fyrir rúma 12 milljarða n Eignarhaldsfélög hans skulda tugi milljarða n Litlar sem engar eignir eru á móti skuldunum Félögum Róbert bíður gjaldþrot Tvo af stærstu eignarhaldsfélögum Róberts Wessmann fjárfestis eru tæknilega gjaldþrota með tugmilljarða skuldir á bakinu.„Skuldir við lánastofnanir eru allar gjaldfallnar Jón Gnarr borgarstjóri vill afnema skólaskyldu. Í Morgunútvarpi Rásar 2 á þriðjudaginn sagðist hann vilja afnema skólaskyldu og sagði börn vera þvinguð til að gera það sem þau hefðu ekki áhuga á og það skil- aði engu. Umræðan í þættinum hófst á því að Jón Gnarr sagði grunnskólana geta verið leiðinlega. „Það hentar ekki öllum,“ sagði Jón sem sagðist hafa átt gífurlega erfitt í skólakerf- inu frá ellefu ára aldri. „Þá fór þetta að verða mér alveg gríðarlega erfitt og lagðist gríðarlega þungt á sálina í mér. Mér leið ofboðslega illa,“ sagði Jón Gnarr sem hafði ekki áhuga á neinu í skólanum nema að vera í frí- mínútum. „Ég fékk kvíðahnút vegna þess að mér fannst ég standa frammi fyrir verkefnum sem ég gæti ekki leyst. Ef ég gat ekki leyst þau þá væri ég einskis virði og væri mánudags- barn. Það er vont fyrir barn að líða þannig. Mér var sagt að ég yrði að læra þetta og hitt, annars yrði ekk- ert úr mér. Ég var í mikilli mótstöðu gegn skólakerfinu,“ segir Jón Gnarr „Ég er ekki að segja að skólakerf- ið sé lélegt, það er margt mjög gott í því. Ef við ætlum að laga og bæta það þá verðum við að vera heiðar- leg í því hvernig við tölum um það. Þetta skiptir öllu máli um framtíð okkar að skólakerfið sé gott,“ sagði Jón Gnarr.  Þegar Jón var spurður hvern- ig væri hægt að laga það ástand að drengjum liði illa í skóla sagði hann: „Bara gefa þetta frjálst. Það á að gefa skólakerfið algjörlega frjálst og með svipuðu sniði og það er víðs veg- ar um Bandaríkin. Að foreldrum sé boðið upp á heimakennslu. Þú mátt vera með heimakennslu ef annað foreldrið er með kennaramenntun. Leggja niður skólaskyldu.“ Jón Gnarr „Ég er ekki að segja að skólakerfið sé lélegt, það er margt mjög gott í því. Ef við ætlum að laga og bæta það þá verðum við að vera heiðarleg í því hvernig við tölum um það.“ Jón Gnarr kynnir róttækar skoðanir á skólamálum: „Gefa skólakerfið algjörlega frjálst“ Össur blæs á kenningar Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hefur vísað á bug sögusögnum þess eðlis að hann eða aðrir í ríkis- stjórninni hafi haft áhrif á ákvörðun Guðmundar Steingrímssonar um að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta kom fram á RÚV. Össur segir að Guðmundur sé velkominn í Sam- fylkinguna, en Guðmundur hyggst hins vegar stofna nýjan frjálslyndan og grænan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur hafði sjálfur lýst því yfir að hann hefði hvorki talað við Össur né aðra ráð- herra um að styðja ríkisstjórnina. Tóku sér stöðu í ráðuneytinu Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands tóku sér stöðu í anddyri mennta- og menningarmálaráðuneytisins á þriðjudag. Hópurinn ákvað að taka sér mótmælastöðu til að berjast fyrir því að samningar náist um áfram- haldandi rekstur skólans. Þegar kom að því að vinnudeg- inum lyki hjá starfsfólki ráðuneytis- ins segir Ari Birgir Ágústsson, nemi í skólanum, að starfsfólkið hafi lokað á eftir sér og kvikmyndaskólanem- endur sitji þar enn. „Við erum læst inni. Það kemst enginn út né inn,“ sagði Ari við DV á þriðjudagskvöld- ið. „Okkur var sagt að það kæmi maður frá Securitas síðar í kvöld til að tékka á okkur.“ Ari Birgir segir aðspurður að Svandís Svavarsdóttir, settur mennta- og menningarmálaráð- herra, og aðstoðarmaður mennta- málaráðherra hafi rætt við hópinn fyrr um daginn en hann undirstrikar þá afstöðu nemenda að það sé ekki þeirra að standa í samningavið- ræðum. „Við erum hér til að vekja athygli á þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin.“ Ölvaðir og próflausir Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæð- inu um helgina að því er segir í til- kynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópa- vogi og Garðabæ. Sex ökumenn voru teknir á laugardag og níu á sunnu- dag. Þetta voru tíu karlar á aldrinum 20–62 ára og fimm konur, 24–58 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þeg- ar verið sviptir ökuleyfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.