Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur M enntaskólinn Hraðbraut tekur inn í nýnema í skól- ann í trássi við tilmæli menntamálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur ítrekað tilkynnt Ólafi Johnson, eiganda og skólastjóra Hraðbrautar, að skólinn hafi einungis viðurkenningu til að kenna á öðru námsári. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytis- ins við fyrirspurn DV um stöðuna á málefnum Hraðbrautar. Ólafur Johnson hefur ekki farið að tilmælum ráðuneytisins og held- ur áfram að taka nýja nemendur inn í skólann þrátt fyrir að menntamála- ráðuneytið hafi ekki heimilað hon- um að gera það. Ekki liggur því fyrir hvort þeir nemendur sem teknir eru inn á fyrra skólaárið í Hraðbraut geti lokið námi sínu við skólann. Hraðbraut er einkaskóli sem út- skrifar nemendur með stúdentspróf á tveimur árum í stað fjögurra. Skól- inn er að mestu fjármagnaður með opinberu fé en að litlum hluta með skólagjöldum. Skólinn er því ekki rekstrarhæfur nema hann fái fram- lög frá hinu opinbera á fjárlögum. Kolsvört skýrsla Líkt og DV greindi frá í júní í fyrra hefur Ólafur tekið tugi milljóna í arð út úr skólanum á liðnum árum, lánað tugi milljóna út úr honum til fasteignaverkefna sem hann hef- ur sjálfur komið að, auk þess sem kennarar skólans hafa fengið laun sem eru langt undir kjarasamnings- bundnum töxtum. Fjáraustrið út úr skólanum var svo mikið að viðlíka mál hefur aldrei áður komið upp í íslenskri skólasögu. Ríkisendurskoðun gerði ítarlega úttekt á skólanum eftir umfjöllun DV og var skýrsla stofnunarinn- ar áfellisdómur yfir Ólafi og rekstri hans á Hraðbraut. Vegna hátternis Ólafs ákvað menntamálaráðuneytið að endurnýja ekki þjónustusamn- ing við Hraðbraut heldur einungis veita skólanum leyfi til að kenna eitt skólaár til viðbótar. Með því móti átti að verja hagsmuni þeirra nem- enda sem luku fyrri hluta námsins á síðasta skólaári. Ólafur hefur hins vegar ákveðið, þrátt fyrir þetta, að taka inn nýja nemendur þó svo að ekki liggi fyrir að þeir geti lokið námi í skólanum. Á annað hundrað nýnemar sóttu um inngöngu í skól- ann. Bent á að upplýsa nýnema um stöðuna Í svari menntamálaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hafi sent Hraðbraut bréf þann 8. júní síðast- liðinn þar sem skólinn var hvattur til að láta þess getið á heimasíðu sinni að starf hans eftir skólaárið 2011–2012 væri ekki tryggt þar sem menntamálaráðuneytið hefði ekki endurnýjað samstarfssamninginn við skólann. Ástæðan fyrir því að bréfið var sent var sú að ráðuneyt- inu höfðu borist fyrirspurnir vegna innritunar nýnema á fyrra skóla- ár í Hraðbraut, samkvæmt svari menntamálaráðuneytisins. Orðrétt segir um þetta í bréfinu: „Á heimasíðu Menntaskólans Hrað- brautar er nú boðið upp á innritun nýnema á fyrra námsári en athygli vekur að ekki er gerð grein fyrir framangreindu, þ.e. að skólinn hafi ekki viðurkenningu ráðuneytisins til slíks náms. Ráðuneytið mælist til þess að skólinn veiti skilmerki- lega þær upplýsingar í hvers konar kynningu og opinberri umfjöllun um nám á fyrra námsári að það hafi ekki hlotið viðurkenningu ráðu- neytisins.“ Óskaði eftir skýringum Ólafur Johnson var ekki sáttur við þetta erindi menntamálaráðuneyt- isins og óskaði eftir skýringum á inntaki bréfsins. Ráðuneytið svar- aði honum bréfleiðis í lok júní. Í bréfi ráðuneytisins kom fram að menntamálaráðuneytið sæi sér ekki fært að veita Hraðbraut viðurkenn- ingu til kennslu á fyrra námsári, meðal annars þar sem Ólafur hefði ekki sýnt fram á að rekstraröryggi skólans væri tryggt. Orðrétt segir um þetta í bréfinu til Hraðbrautar sem menntamálaráðuneytið vísar til í svari sínu við fyrirspurn DV: „Að mati ráðuneytisins hefur Hrað- braut ehf. ekki uppfyllt skilyrði um rekstraröryggi þannig að tryggt sé að nemendur sem hefja nám á fyrra námsári geti lokið stúdentsprófi eft- ir tvö ár.“ Inntakið í bréfinu er því það að Hraðbraut starfi í reynd án viður- kenningar menntamálaráðuneytis- ins og að starfsemi hans sé því ekki lögum samkvæm. Orðrétt segir um þetta í bréfinu: „Skólar geta starf- að án viðurkenningar en starfsemi þeirra fellur þá ekki undir undir lög um framhaldsskóla, aðalnámskrá framhaldsskóla eða aðrar reglur sem stoð eiga í lögunum.“ Þrátt fyrir þetta fór skólasetning Menntaskólans Hraðbrautar fram 11. ágúst síðastliðinn og hófst skóla- starf í byrjun síðustu viku. Tveir bekkir verða á fyrra námsári og þrír á því síðara. Ekki er útséð með að nemendurnir í bekkjunum tveimur á fyrra ári geti lokið námi í skólan- um ef marka má svör menntamála- ráðuneytisins. Nýnemar teknir inn Menntaskólinn Hraðbraut, sem er í eigu Ólafs Johnson, tók inn tvo bekki af nýnemum í trássi við fyrirmæli menntamálaráðuneytisins. Ekki er útséð með að nýnemarnir geti lokið námi í skólanum. n Ólafur Johnson fór ekki að fyrirmælum menntamálaráðuneytisins n Tveir bekkir nýnema teknir inn í skólann n Kolsvört skýrsla um Hraðbraut„Að mati ráðuneyt- isins hefur Hrað- braut ehf. ekki uppfyllt skilyrði um rekstraröryggi. Ólafi bannað að taka inn nýnema Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mikil ólga er í grasrót Framsóknar- flokksins eftir að Guðmundur Stein- grímsson þingmaður sagði sig úr honum á þriðjudag. Hugmyndir Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu munu hafa verið eins blaut tuska í andlit margra flokks- manna. Þetta segir heimildarmaður DV innan úr Framsóknarflokknum. Guðmundur er sömu skoðunar og voru þessi ummæli Sigmundar korn- ið sem fyllti mælið hjá honum. Fleiri munu fylgja Guðmundi úr flokknum á næstunni en varaformaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, Hlini Melsteð Jóngeirsson, sagði sig úr flokknum skömmu eftir fund Guð- mundar og Sigmundar. „Andstaðan við frjálslyndi er með- al annars forræðishyggja, sérhags- munagæsla og þjóðernishyggja. Þetta þrennt veður uppi í þjóðfélaginu að mínu mati. Ég tel því miður Fram- sóknarflokkinn vera orðinn um of vettvangur slíkra afla,“ skrifar Guð- mundur á vefsíðu sína á þriðjudag. Guðmundur afhenti Sigmundi Dav- íð Gunnlaugssyni úrsagnarbréf sitt úr Framsóknarflokknum á fundi sem þeir áttu á þriðjudag. Guðmundur og Sigmundur ræddu á lokuðum fundi um hugsanlegt samstarf Guðmund- ar við Framsóknarflokkinn í einhverj- um málum á þinginu. Guðmundur segir að hann hafi ekki séð sér fært að ganga aftur til liðs við Samfylk- inguna. Áður en hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn var hann vara- þingmaður Samfylkingarinnar. Telur hann sig ekki getað unnið að mark- miðunum sem hann vill vinna að inn- an Samfylkingarinnar. Fyrir fund Guðmundar og Sig- mundar sagði Guðmundur að hann vissi um marga flokksmenn Fram- sóknarflokksins sem ætluðu sér á næstu dögum að segja skilið við flokkinn. Aðrir þingmenn Framsókn- arflokksins sögðust koma af fjöllum þegar upplýstist um úrsögn Guð- mundar. Margir innan flokksins vilja meina að það sé lýsandi fyrir vanda- mál flokksins að þingmenn hans viti ekki hvað er að gerast bæði innan flokksins og í kringum hann. adalsteinn@dv.is Ólga í grasrót Framsóknarflokksins: Margir munu fylgja Guðmundi Fyrsti þingmaðurinn Guðmundur er fyrsti þingmaðurinn sem segir sig úr flokknum núna en fjölmargir framsóknarmenn sem starfað hafa með flokknum í áraraðir hafa sagt skilið við flokkinn. MyNd SIgTryggur ArI Eldur í gámi í Sundahöfn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti eld í safngámi á gámasvæði milli Samskipa og Eimskipa í Sunda- höfn á fimmta tímanum á þriðju- dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var dekk í ruslahrúgunni. Þegar það brann lagði mikinn reyk yfir svæðið en engin hætta var á ferðum. Elds- upptök eru ókunn og var slökkviliðið ekki lengi að slökkva eldinn. Tap á Rocky Horror Sjötíu milljóna króna halli varð á rekstri Leikfélags Akureyrar síðasta leikár. Þetta hefur Akureyri vikublaði eftir heimildarmanni sínum sem er kunnugur fjármálum leikfélagsins. Í samtali við vikublaðið sagðist leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar, María Sigurðardóttir, ekki geta svarað fyrir- spurn blaðsins um þetta mál á þess- um tímapunkti. Hún neitaði að tjá sig þegar hún var spurð hvort heim- ildir blaðsins væru rangar. Akureyri vikublað greinir frá að tap hefði verið á hverri einustu sýn- ingu á söngleiknum Rocky Horror á síðasta leikári vegna launakostnaðar og umfangs sýningarinnar. Þá er greint frá því að mun minni innkoma hafi fengist af farsa sem settur var upp hjá leikfélaginu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Segir vikublaðið að kostnaðurinn af starfseminni hafi verið hátt í annað hundrað milljónir króna, sé tekið tillit til 92 milljóna króna opinbers framlags og stuðnings hollvina og tekna af miðasölu.  Útskýrðu hvað „framsóknar- hommi“ þýðir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna ´78, og Anna Jonna Ár- mannsdóttir varaformaður, hafa óskað eftir því að sjónvarpsmaður- inn Ingvi Hrafn Jónsson útskýri hvað hann átti nákvæmlega við þegar hann kallaði Guðmund Steingríms- son alþingismann „framsóknar- homma“ í útvarpsviðtali í vikunni. Í pistli á heimasíðu samtakanna spyrja þau: „Hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?“ Þau telja Ingva Hrafn reyna að gera lítið úr karlmennsku Guðmundar. „Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.“ Ekki náðist í Ingva Hrafn til að gefa honum tækifæri til að útskýra hvað hann átti við með því að kalla Guðmund „framsóknarhomma“. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.