Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 24
heima. „Hann horfði á mig með þennan glampa í augun- um áður en hann réðst á mig. Ég vissi ekki hvað hann var að fara að gera.“ Barnið ætlaði að þrífa blóðið Við höggið sprakk bláæð í nefinu á henni auk þess sem hún nefbrotnaði. Þá rak dóttir hennar hann út. „Það var allt í blóði. Hann hefur orðið eitt- hvað hræddur því hann fór. Ég var líka hrædd. Ég leit í spegil og sá stóra kúlu á enninu á mér og áttaði mig ekki á því hvað hann hafði gert. Ég óttaðist um líf mitt.“ Hún kallaði á dóttur sína sem hafði horft á þetta allt saman. Litla stelpan fór bein- ustu leið inn á klósettið að sækja klósettpappír og reyndi að þrífa blóðið upp. „Ég reyndi að hughreysta hana og segja henni að hafa ekki áhyggjur. Mér er svo illt í hjartanu út af henni,“ segir hún með kökkinn í hálsinum. „Hún er bara lítið barn sem hann segist elska en honum er alveg sama þótt hún þurfi að horfa upp á þetta.“ Rétt eftir að hann fór sendi hann henni skilaboð: „Allt út af einum brjóstahaldara. Piff.“ Engin áfallahjálp fyrir barnið Dóttir hennar hjólaði beint til systur konunnar sem býr rétt hjá. „Hún var alveg stjörf þeg- ar hún sagði systur minni að hann hefði barið mig og það væri allt í blóði heima, hún ótt- aðist að ég myndi deyja. Systir mín róaði hana niður og ræddi málin. Þá kom í ljós að hún óttast það raunveru- lega að hann komi næst með hníf til að drepa mig.“ Hún hefur því talað við bæði lækni og lögregluna og beðið um áfallahjálp fyr- ir barnið. „Mér er sagt að hjálpa henni sjálf en ég er andlegt flak eftir árásina og er í þokkabót slösuð þannig að ég get ekki séð hvernig ég gæti mögulega verið í aðstöðu til að hjálpa henni. Ég er búin að reyna það en næ ekki al- veg í gegn. Hún hlýtur að vera hrædd inni í sér.“ Alveg að guggna á kærunni Lögreglan kom aftur heim og í þetta skiptið var það alveg yndislegur lögregluþjónn sem sýndi henni mikinn skilning. „Hann hringdi meira að segja aftur til að athuga hvernig ég hefði það.“ Seinna í vikunni fór hún niður á stöð og óskaði eftir nálgunarbanni. „Hann sagði mér nefnilega að minn fyrr- verandi fengi strax að vita af því ef ég legði fram kæru. Og ég veit ekkert hvort hann mun þá endanlega tapa vitinu eða hvort það verður til þess að hann haldi sig á mottunni. En mér var sagt að það þyrfti meira að ganga á svo hægt væri að fá nálgunarbann en hann tók niður símanúmerið mitt og lofaði því að lögreglan myndi bregðast skjótt við ef eitthvað kæmi upp.“ Hún var þó ekki í neinum vafa varðandi það hvað hún vildi gera, enda búin að kæra manninn. „Ég er samt alveg að guggna á þessari kæru. Ég er alltaf hrædd og á erfitt með svefn. Það er hræðilegt að lifa í svona ótta. Hvað gerir hann nú þegar ég er búin að kæra hann? Ég er rosalega hrædd við hann. Ef hann hefði kýlt mig upp í nefið þá hefði hann getað drepið mig fyrir fram- an barnið mitt. En ég verð að stoppa þennan mann af, það þarf að gera eitthvað til að stöðva hann. Eiga svona menn bara að ganga um lausir þar til þeir drepa einhvern?“ Óttaslegin og ráðalaus Nú er hún allavega búin að fá nóg. Hún getur ekki meir. „Ég er ekki að fara lifa svona lífi. Ég er ekki vitlaus og veit að oft er erfitt að komast út. Þessir of- beldismenn geta verið æðis- legir inn á milli. Kerfið virð- ist heldur ekki bjóða upp á neina lausn. Konum er bent á Stígamót eða Kvennaathvarfið. Dóttir mín er í skóla og ég verð að vera heima hennar vegna. Ég vil sem minnsta röskun á hennar lífi. Þessir menn geta líka alltaf komið aftur. Og hvað á ég að gera? Á ég að flytja úr hverfinu og hreinlega flýja? Ég á dóttur sem elskar þetta hverfi.“ Frá því að þetta gerðist hef- ur hún því verið umvafin fólki. Fyrst fór hún og var hjá vin- um í nokkrar nætur. Á meðan heyrði hún ekkert frá honum. Um leið og hún kom aftur heim fékk hún SMS: „Ertu heima? Ég er að koma.“ „Ég hef því beðið vini mína um að vera hjá mér en ég get auðvitað ekki haft fólk hérna á hverju kvöldi. Ég þori bara ekki öðru. Ég reyndi að vera ein í gær en óttinn náði tökum á mér og ég gat það ekki svo ég varð að fá vin minn yfir. Ég er alltaf hrædd um að hann sé að fylgjast með mér.“ Í síðustu viku kom hann klukkan eitt að næturlagi og bankaði á dyrnar. Nágrönn- unum stendur heldur ekki á sama. Hún fékk viðvörun, er komin á síðasta séns og fær þrjá mánuði til að sanna sig fyrir leigusalanum með því skilyrði að hann komi ekki aft- ur. „Fólkið í blokkinni er orðið hrætt. Það vill ekki hafa hann hér.“ Grét á skurðarborðinu Síðustu dagar hafa því verið hreinasta martröð. En í gær fór hún og kærði manninn til lögreglunnar. Talaði líka við félagsráðgjafa og fékk leið- beiningar um næstu skref fyrir dóttur hennar. Hún er rétt farin að jafna sig, í það minnsta far- in að sjá að það mun takast á endanum. En það er ekki auð- velt. Ekki síst vegna þeirrar ákvörðunar sem hún þurfti að taka í síðustu viku. Hún var komin tíu vikur á leið og fór í fóstureyðingu. „Mér fannst rosalega erfitt að leika ein- hvern Guð. Frá því að ég vissi að ég væri barnshafandi las ég mér til um það sem var að gerast inni í mér á doktor.is og ljosmodir.is. Stundum leyfði ég mér að þykja vænt um þetta barn en þess á milli reyndi ég að ýta því frá mér. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta var erfitt. Ég grét á skurð- arborðinu. Þrátt fyrir allt þá var þetta líka mitt barn,“ segir hún grátandi en bætir því við að hún hafi fengið mikinn stuðn- ing frá starfsfólki spítalans. „Ég veit að ég gerði rétt. Því ég hefði aldrei losnað við þennan mann ef ég hefði átt þetta barn. En þetta var mér mjög erfitt.“ Fékk taugaáfall Eftir allt sem á undan er geng- ið hefur hún fengið taugaáfall þrisvar sinnum á þessu ári. Síðast rétt eftir að hún henti manninum út fyrir rúmum mánuði. „Ég fann að hjartslátt- urinn var ör og flöktandi. Ég hélt ró minni en fór til læknis sem mældi mig með of háan blóðþrýsting og sendi mig heim með þau skilaboð að ég ætti að slaka á vegna streitu. Seinna um kvöldið átti ég orðið erfitt með andardrátt og varð hrædd þannig að ég fór aftur upp á heilsugæslu. Þar hitti ég aftur á sama lækni sem skrif- aði upp á kvíðastillandi lyf fyrir mig, sagði mér að taka þau og koma aftur næsta morgun. Ég gerði það og fékk þá að heyra að ég hefði fengið taugaáfall.“ Hún er núna komin á kvíða- stillandi lyf. „Ég er að verða taugasjúklingur en ég vil ekki verða svona gella.“ Maðurinn ætlar samt ekki að láta hana í friði. Síðustu daga hefur hún verið með slökkt á farsímanum en þá hringir hann bara í vinnuna og gerði það stöðugt þar til vinnu- veitandi hennar greip inn í og bað hann vinsamlegast að veita henni vinnufrið. Hann sendir líka ljót skilaboð og hót- aði því einu sinni að mæta með handrukkara til hennar. „Hann hefur ítrekað hótað mér því að koma og sendir mér skila- boð á fullu. Hann er reyndar pínu hræddur því ég hef látið hann vita af því að ég þekki til þekkts handrukkara, sem er náttúrulega ekkert eðlilegt. Ég mun aldrei launa ofbeldi með ofbeldi en ég er svo hrædd við hann að ég veit ekki hvað ég á að gera.“ 24 | Viðtal 24. ágúst 2011 MIðvikudagur 16. júní 2011 Maðurinn sendi þessi skilaboð eftir að hann hafði rústað íbúð konunnar. 17. ágúst 2011 Hótun sem hann sendi eftir að hann nefbraut konuna. 13. ágúst 2011 Þessi skilaboð sendi hann sama dag og hann hafði lúbarið hana. 19. júlí 2011 Þegar hún spurði hvort hann hefði haldið fram hjá sér fékk hún þessi svör. „Hún var alveg stjörf þeg- ar hún sagði syst- ur minni að hann hefði barið mig og það væri allt í blóði heima, hún óttaðist að ég myndi deyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.