Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 24. ágúst 2011 MIðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þjóðernissinninn Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Bókstaflega Björn fattaði samsærið n Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er afar næmur á pólitískt baktjaldamakk, enda var hann lengi í fram- línu íslenskra stjórnmála. Björn fullyrðir á heimasíðu sinni að Guðmundur Steingrímsson hafi nýtt meint sam- bönd sín til að tryggja að fréttir af úrsögn hans úr Framsókn myndu ýta fréttum af óorðnu falli Gaddaf- is Líbíuleiðtoga til hliðar. Auk þess hefði verið tryggt að afsögnin kæmi samflokksmönnum hans í opna skjöldu, þegar hún var sögð í kvöld- fréttum RÚV. Það eina sem skemm- ir samsæriskenninguna er að DV greindi fyrst fjölmiðla frá málinu, og það löngu fyrir kvöldfréttir, eða rétt eftir hádegi. „Enginn leki af þessu tagi er tilviljun,“ skrifar Björn hins vegar. Vera má að hann hafi reynslu af því að nýta sér RÚV, sem aðrir hafa ekki, enda þykir hin svokallaða „skrímsladeild“ Sjálfstæðisflokks- ins standa öllum öðrum framar í almannatengslum. Vel fóðraður formaður n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var tiltölulega grannur og spengilegur þegar hann byrjaði í Framsóknar- flokknum. Í byrjun vikunnar var honum hins vegar orðið nóg um, enda orðinn 108 kíló að þyngd. Á Facebook-síðu Sigmundar má sjá myndasafn sem sýnir formann- inn misgildan við íslensk náttúru- undur, við ræðuhöld og svo í ýmsu flokksstarfi Framsóknar. Þar kemur í ljós að flokksstarf Framsóknar felur gjarnan í sér vöfflubakstur, trakteringar, matarveislur og neyslu ýmissa kræsinga, enda eru bændur landsins þekktir fyrir að veita vel. Þetta gæti útskýrt mikinn þvermáls- vöxt formannsins í embætti. Mynd- irnar varpa hins vegar ekki grun á erlend matvæli. Orðljótur sjónvarpsstjóri n Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarps- stjóri ÍNN, hefur vísað því á bug að hann hafi sýnt fordóma með því að kalla Guðmund Steingríms- son flóttaþing- mann „fram- sóknarhomma“. „Hvernig datt ykkur það í hug?“ svaraði hann út- varpsmönnum Bylgjunnar, sem spurðu. Þeir sem þekkja til sögu Ingva Hrafns vita að uppnefni hans beinast að öllum þjóðfélagshópum. Hann kallaði Ólaf Ragnar Grímsson „forsetafíflið“ á sínum tíma fyrir að synja fjölmiðlalögum staðfestingar. Í nærmynd DV af Ingva Hrafni fyrr í sumar kom fram að honum hefði verið kennt í æsku að blóta ekki, en fljótlega eftir að hann hóf sjó- mennskuferil umbreyttist orðfæri hans. Minnisstæð var beiðni hans við matarborðið er hann kom heim af sjó 17 ára gamall, en þá sagði Ingvi við fróman föður sinn: „Slak- aðu helvítis tómatsósunni.“ Sandkorn O ft gerist það í barnaskóla að vinsælustu krakkarnir ákveða að gera eitthvað, en vilja ekki að hinir fái að vera með. Þess vegna ljúga þeir að hinum krökkun- um og villa um fyrir þeim þegar þeir spyrja. Þ egar tónlistarhöllin Harpa var formlega opnuð um síðustu helgi og milljarða króna gler- hjúpurinn tendraður ákváðu stjórnendur Hörpu að leigja sérstakt veisluskip til þess að sjá herlegheit- in frá nýju sjónarhorni, enda byrgði múgurinn uppi á landi þeim sýn. Blaðamaður DV ákvað að hringja í Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, síðla dags á sunnudeginum og spyrja hana hvernig málunum hefði verið hátt- að, það er að segja hverjir fengu að fara með í veisluskipið og svo fram- vegis. Hann gerði þetta í veikri von, enda höfðu stjórnendur Hörpu með- al annars neitað að gefa upp hverjir fengu frían aðgang að opnunarhátíð Hörpu í vor. S teinunn heyrði fyrstu spurn- inguna og svaraði svo: „Já, heyrðu, ég er að rjúka hérna bara inn á smá fund, en ég skal senda þér smálínu sem þú mátt nota, bara upplýsingar til baka á net- fangið,“ svaraði hún blaðamannin- um fróðleiksfúsa. Örstutt stund leið. Steinunn byrjaði að tala við einhvern annan og virðist hafa haldið að hún hefði slitið símtalinu. „Núna nota ég trikkið sko,“ sagði hún ábúðarfull við þann nærstadda um blaðamanninn hnýsna. „Þeir eru að fara að blása þetta upp, að það hafi verið eitthvað elítuboð á Hafsúlunni,“ sagði hún hálfhneyksluð. „Hvort þetta sé rétt, þessi orðrómur,“ hélt hún áfram. „Þá nota ég trikkið sem Andrés kenndi mér, bara að segja þeim að senda þér, að þú sért að rjúka inn á fund, bara að senda tölvupóst.“ Hún var sem sagt ekki á leið á fund, heldur vildi hún ekki þurfa að svara spurn- ingunum. Þ að er gott að vita að stjórnend- ur Hörpu eru búnir að æfa sig í því að svara almenningi um útgjöld í tengslum við Hörpu, útgjöld sem almenningur borgar á endanum, ofan á allt annað. Hug- hreystandi er að hugsa til þess að Steinunn Birna býr yfir brellum til að villa um fyrir þeim sem spyrja hverjir fá sérstaka þjónustu, sem almenningur borgar fyrir. Var þetta ekki nákvæmlega það sem talað var um eftir hrun, að við þyrft- um að fá fólk til áhrifa, sem kann að villa um fyrir öðrum þegar það er spurt hvað efsta lag samfélagsins aðhefst á kostnað almennings? Nú kemur í ljós hvort yfirvöld staðfesti að þetta sé þeirra stefna, með því að halda henni að störfum. Á sama tíma á öðrum stað: Gler- höllin Perlan auglýst til sölu. Almenningur í Reykjavík þarf að niðurgreiða rekstur henn- ar. Tekjur af Perlunni duga ekki einu sinni til að borga fasteignagjöld. Svo virðist sem það hafi verið galin hug- mynd hjá Davíð Oddssyni að reisa rándýra diskóhálfkúlu ofan á hitaveitutönkum í Öskjuhlíðinni. Algerlega mis- heppnað glys. En sendið okkur endi- lega reikn- inginn og segið ekki orð! H ann er hættur að borða útlensk- an mat. Hann vill hætta við- ræðum við Evrópusambandið. Honum finnst tíðarandi breyt- inga vera hættulegur. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson hefur stigið fram fyr- ir skjöldu sem óskoraður forsprakki íslenskra þjóðernissinna. Hugmyndafræði Sigmundar er ekki ný hjá formanni Framsóknar- flokksins. Jón Sigurðsson, sem var for- maður í tæpt ár frá 2006 til 2007, þar til hann náði ekki kjöri á þing, kynnti til sögunnar svokallaða „þjóðhyggju“. Hún var ekki ólík stefnu Sigmund- ar, nema hvað hún var ótímabær því stríðið um Evrópusambandið var ekki byrjað. Áður hafa frammámenn í Framsóknarflokknum verið áber- andi þjóðræknir, allt frá tímum Jón- asar frá Hriflu. Guðni Ágústsson tjáði ást sína á öllu íslensku við flest tilefni. Meðal annars tók hann þátt í að borða stærstu pylsu heims, sem var íslensk. Nokkru síðar var hann fluttur á sjúkra- hús með verki í kviðarholi. Sigmundur Davíð hefur kunn- gjört að hann muni einungis borða íslenskan mat, af heilsufarsástæðum. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá holl- asti í heimi,“ útskýrði hann á heima- síðu sinni. Þetta var næsta færsla á eftir áskoruninni „Leggjum ESB-um- sóknina til hliðar“. Hann kallar þetta „íslenska kúrinn“. Þótt Sigmundur hljóti að vera að grínast, upp að ein- hverju marki, eru skilaboðin einhver mesta þjóðernishyggja sem um getur í íslenskri pólitík. Þessar öfgar eru hins vegar eins og toppurinn á ísjakanum á hugmyndafræði þjóðernissinna, sem nú kraumar í fullri mótun í andsvari við alþjóðahyggju sambandssinna. Ræðan sem Sigmundur hélt fyrir kirkjunnar menn á Hólum á dögun- um var gagnárás íhaldsmanna á þau breytingaöfl sem urðu ríkjandi á Ís- landi við hrunið. Sigmundur talaði gegn nýrri stjórnarskrá, varaði við því að tíðarandinn væri hættulegur og út- málaði núverandi ástand sem hálf- gerða upplausn gilda og grunnstoða samfélagsins. Önnur sýn væri að hug- myndafræðileg gerjun hefði aldrei verið jafnmikil meðal almennings. Hún brýst fram í áherslu á grundvall- aratriði eins og lýðræði, gegnsæi, rétt- læti og réttindi almennings. Krafan er að almenningur ráði meiru og fái að vita meira um það sem valdafólkið að- hefst. Sjálfur er Sigmundur holdgerv- ingur hins gamla valds – auðmaður og stjórnmálamaður – og sér fyrst og fremst skrílshegðunina í byltingunni. Hann segir að nú sé við völd tíðarandi sem „stuðlar að, og þrífst á, tortryggni, andúð, heift, rógburði og gremju, og vegur að grunnstoðum samfélagsins“. Þjóðernis- eða sjálfstæðissinnar treysta gömlu, íslensku valdastéttinni best til að halda utan um mál þjóðar- innar. Þeir trúa því að hagsmunir for- ræðismanna gömlu atvinnuveganna séu leiðin að hagsmunum almenn- ings. Framsóknarflokkurinn, bænda- stéttin, Landssamband íslenskra út- vegsmanna og Sjálfstæðisflokkurinn eru hjartað í hagsmunaneti þjóðernis- sinna. Gömlu, íhaldssömu valdaöflin kunna bestu brelluna til að vinna gegn breytingum. Hún er að spila á þjóð- ernishyggjuna. Hún er límið sem fest- ir almenning við gömlu valdaöflin. Árangursríkustu skilaboðin eru að Ís- land sé sjálfu sér nægt og raunar betra en önnur lönd. Ísland sé best. Þess vegna er Sigmundur meira að segja hættur að borða útlenskan mat. Svarthöfði „Hann langaði að spila með mér og það var vel þegið. Hann var bara fínn þarna en það er vonlaust að syngja þar sem er sígarettureykur.“ n Árni Johnsen þvertekur fyrir að hafa rekið tónlistarmanninn Helga val Ásgeirsson af sviðinu á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði um síðustu helgi. – DV „Þetta var bara alveg hræðilegt og um tíma mér leið svo illa að ég var farin að íhuga að enda þetta allt saman.“ n Katrín Aðalsteinsdóttir þjáist af sjúkdómnum HS sem lýsir sér í kýlamynd- un á líkamanum. – DV „Lífið er stutt, ekki koma þér eða öðrum í hættu að óþörfu. Það eina sem þú þarft að gera er að hægja á þér, fylgjast vel með öllu í kringum þig og vera alltaf í bílbelti, það bjargar.“ n Jónína Bríet Jónsdóttir missti systur sína, guðrúnu jónsdóttur, í bílslysi en guðrún var aðeins átján ára þegar hún lést. – DV „Þetta hljómar ógeðslega illa, eins og starfsfólkið hafi verið blindfullt við störf en þannig var það ekki.“ n Karen Elísabet Særún Ingadóttir, eigandi skemmtistaðarins Langa Manga, segir af og frá að starfsfólk hennar hafi verið ölvað við vinnu. – DV Er þetta ekki efni í góðan söguþráð? „Þetta er algjört bíó.“ segir Ari Birgir Ágústsson, nemandi í kvikmynda- skólanum Nemendur og kennarar skólans hafa mótmælt aðgerða- leysi ríkisstjórnarinnar með ýmsum hætti og á þriðjudag neituðu nemendur að yfirgefa menntamálaráðu- neytið fyrr en samningar næðust. Spurningin Lygar í Hörpu „Þess vegna er Sig- mundur meira að segja hættur að borða útlenskan mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.