Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur S igling á vegum stjórnenda Hörpu sem haldin var fyrir arkitekta, valda starfsmenn og erlenda blaðamenn á Menningarnótt um síð- astliðna helgi kostaði 990 þúsund krónur. Þetta kemur fram í skrif- legu svari frá Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur, tónlistarstjóra hússins, við fyrirspurn DV. „Leigan á bátn- um kostaði kr. 400.000. Veitingarn- ar kostuðu samtals um 490 þúsund krónur m/vsk. Annar kostnaður kr 100.000,“ segir í svarinu. Stein- unn Birna staðfestir að Totus ehf., eignarhaldsfélag sem stofnað var utan um eignarhald, fjármögnun og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins, hafi staðið straum af kostnað- inum. Eigandi þess félags er Reykja- víkurborg og íslenska ríkið. Kínverskir loftfimleikamenn Steinunn Birna segir að ekki hafi ver- ið haldið nákvæmlega utan um það hverjir af þeirra sem voru á boðslista vegna siglingarinnar hafi mætt. Seg- ir hún að um það bil 100 manns hafi verið í siglingunni. „Tilgangurinn var að gefa þessum hópi sem unnið hefur að hönnun og byggingu Hörpu ásamt erlendum fjölmiðlamönnum kost á að skoða húsið frá sjó og taka mynd- ir. Siglingin var hluti af kynningarpró- grammi sem sett var upp fyrir erlenda fjölmiðla, en mikilvægt þótti að nýta vel þá athygli sem erlendu fjölmiðl- arnir sýndu vígslu glerhjúpsins,“ segir Steinunn Birna. Íslenskum fjölmiðl- um var ekki boðið að taka þátt í þess- ari kynningardagskrá. Þeir sem voru á gestalista fyrir sigl- inguna, auk Ólafs Elíassonar, stjórn- enda hússins og fulltrúa hönnuða og arkitekta hússins, voru fulltrúar Faxa- flóahafna, Menningarnætur, Reykja- víkurborgar og Menntamálaráðu- neytisins. Fulltrúum Beijingborgar, höfuðborgar Kína, var einnig boðið en þeir sendu kínverska loftfimleika- menn sem einnig skemmtu gestum og gangandi í Reykjavík á Menningar- nótt. Gestir frá Færeyjum voru einnig í skipinu en þeir sendu listamenn til landsins vegna Menningarnætur. Hráslagaleg sigling Í samtali við Pressuna á mánudag sagði Steinunn Birna að siglingin hefði verið örstutt og hráslagaleg. Í svari við fyrirspurn DV um helgina, þar sem Steinunn Birna var beðin að staðfesta að siglingin hefði átt sér stað, sagði hún að siglingin hefði tek- ið 30 mínútur. Heimildir DV herma þó að hún hafi verið aðeins lengri en sjónarvottar segja siglinguna hafa verið glæsilega og að nóg hafi verið af veitingum og víni. „Stór hluti hópsins í bátnum var hönnuðir sem hafa unnið árum saman að verkefninu og eru nú að skila því af sér. Einnig voru fulltrúar erlendra ríkja sem hafa lagt til við- burði inn í vígslu hússins og á Menn- ingarnótt. Allt þetta fólk var hér á eigin kostnað og var þetta eina hófið sem Harpa bauð til,“ segir Steinunn Birna. Hún bendir einnig á að engar móttökur voru í Hörpu í tilefni vígsl- unnar. Nætursiglingin kostaði milljón n Miðnætursigling í boði stjórnenda Hörpu kostaði milljón n Kínverskir loftfimleikamenn meðal gesta í siglingunni n Siglingin örstutt og hráslagaleg, sagði tónlistarstjórinn Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Siglingin var hluti af kynningarpró- grammi sem sett var upp fyrir erlenda fjölmiðla. Kostnaður Veitingar: 490.000 kr. Sigling: 400.000 kr. Annað: 100.000 kr Samtals: 990.000 kr. Miðnætursigling Menningarnætursigling stjórnenda Hörpu kostaði 990 þúsund krónur. Steinunn Birna sagði í samtali við Pressuna að siglingin hefði verið örstutt og hráslagaleg. Móðir kærði son sinn til lögreglu fyrir þjófnað: Sýknaður af því að ræna móður sína Fimmtugur maður var á þriðjudag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavík- ur af ákæru um fjárdrátt, en honum var gefið að sök að hafa án heimildar millifært 2,7 milljónir af bankareikn- ingi móður sinnar. Maðurinn var prókúruhafi á reikningnum en móð- ir hans hafði búið lengi erlendis og sá hann um að greiða reikninga fyr- ir hana. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að hann hefði millifært peninginn í leyfis- leysi og auðgunarskyni en dómurinn var byggður á afdráttarlausri neitun mannsins og framburði vitna. Maðurinn hélt því fram að um væri að ræða fyrirframgreiddan arf og hann hefði millifært peninginn með fullu samþykki móður sinnar. Í samtali við DV eftir að dómur féll sagði móðirin að ekkert sam- þykki hafi verið fyrir slíku og sonur hennar hefði einungis haft leyfi til þess að borga þá reikninga sem ekki færu inn á heimabanka henn- ar. Hún vildi meina að sonur hennar væri í hefndarhug gegn sér en hann ólst upp hjá föðurafa sínum eftir að móðir hans flutti til útlanda í von um betri atvinnutækifæri en buðust í smábænum þar sem þau bjuggu á sínum tíma. „Hann er búinn að segja þetta vera lán, hann er búinn að segja þetta vera fyrirframgreiddan arf. Hann hafði umboð til að borga reikninga en að taka út svona háa fjárhæð er ekki að borga reikninga og það er ekkert sett í staðinn,“ seg- ir móðirin sem segist hafa treyst á að nota þennan pening til að fram- fleyta sér á efri árum. „Ég hef rétt efni á að framfleyta sjálfri mér, ég er ekki í þeirri stöðu að geta borgað einhverj- um fyrirframgreiddan arf. Þar að auki á ég tvö önnur börn sem ættu þá líka að fá fyrirframgreiddan arf, ekki bara hann.“ Hún ásakar líka bankann sem hún var í viðskiptum við um að hafa ekki athugað málið betur þegar svo há fjárhæð var tekin út af reikn- ingi hennar. „Mér finnst ekki eðlilegt að svona geti átt sér stað.“ hanna@dv.is Fjölskyldudeila Maður var sýknaður af að hafa millifært í leyfisleysi 2,7 milljónir af bankareikningi móður sinnar. Sendu RÚV hamingjuóskir Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent fréttastofu RÚV ham- ingjuóskir í tilefni af tilnefningu fréttastofunnar til Emmy-verðlauna. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins segir: „Stjórn BÍ óskar fréttastofu RÚV til hamingju með þá miklu viðurkenn- ingu sem fólgin er í því fyrir frétta- menn og fréttamyndatökumenn fréttastofunnar að fréttaflutningur af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi verið tilnefndur til Emmy-verðlauna. Það er glæsilegur árangur af starfi frétta- og fréttamyndatökumanna frétta- stofunnar um árabil, en fréttaflutn- ingur fréttastofunnar var einnig verðlaunaður af EBU, samtökum evrópskra útvarps- og sjónvarps- stöðva, síðastliðið haust.“ Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilnefningin sé sérstaklega gleðileg viðurkenning fyrir fréttamyndatöku- menn, en þeir þurfi oft að leggja á sig mikla erfiðleika og jafnvel leggja sig í hættu til að geta sýnt sjónvarps- áhorfendum sem best myndir af fréttnæmum atburðum. Tekin ölvuð á reiðhjóli Kona um fimmtugt var stöðvuð í miðborginni um helgina en sú var á reiðhjóli og þótti lögreglu- mönnum aksturslagið heldur einkennilegt, að því er segir í til- kynningu frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Konan var afar ósátt með þessi afskipti, hreytti út úr sér fúkyrðum og hrækti á lag- anna verði. Hún var látin blása í áfengismæli en niðurstaðan stað- festi grunsemdir lögreglu um að konan væri með öllu ófær um að vera á reiðhjóli í þessu ástandi. Hún var því næst flutt á lögreglu- stöð en síðan sleppt fljótlega úr haldi þegar hún hafði róast og sýnt þótti að hún færi sér ekki að voða. Fór konan þá sína leið fót- gangandi. Makríll í vinnslu 91% af veiddum makríl hér á landi fer til vinnslu, en aðeins um 9% fara til bræðslu. Þetta kemur fram í töl- um sem Fiskistofa hefur tekið saman að ósk Jóns Bjarnasonar, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Í yfirliti Fiskistofu kemur fram að eftirlit með veiðum, vigtun og skrán- ingu makríls hefur gengið vel. Eftir- lit með löndunum svokallaðra upp- sjávarskipa hefur náð til helmings allra landana. Að auki hefur verið fylgst sérstaklega með makríllönd- unum annarra skipa og fylgst með veiðum og vinnslu þeirra skipa sem vinna afla um borð. Af um 150 þús- und tonna heildaraflamarki Íslands á árinu 2011 voru 99 þúsund tonn komin að landi 10. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.