Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 24. ágúst 2011 Miðvikudagur Litríkur Bingi „Nei, ég er ekki kominn með neinn nýjan stíl. Ég hef oft verið í ansi skrautlegum fötum í gegnum tíðina. Ég er nú orð- inn öllu vanur þegar kemur að því að fólk sé að velta því fyrir sér hvað ég sé að gera,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, fyrr- verandi borgarfulltrúi og nú- verandi eigandi Vefpressunn- ar, aðspurður hvort hann væri kominn með nýjan fatastíl. Björn Ingi vakti athygli gesta Menningarnætur er hann spígsporaði um bæinn, reffi- legur í litríkum fötum. Haft var á orði að hann væri búinn að breyta um fatastíl en hann hlær að þeim orðrómi í sam- tali við DV og svarar að bragði: „Nei, ég er bara ég.“ Ekki náð- ist mynd af borgarfulltrúanum fyrrverandi í Menningarnæt- ur- „dressinu“ en á meðfylgj- andi mynd má sjá Björn Inga í hressilegri bleikri peysu sem er einkennandi fyrir litríkt fataval hans. Lögleg á mótorhjóli Kvikmyndagerðar- og söng- konan Vera Sölvadóttir er komin með mótorhjólapróf. Þetta tilkynnti hún á Face- book-síðu sinni á mánudag- inn. Vera er mikill töffari og óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur þó ekki fjár- fest í eigin hjóli ennþá en býr svo vel að búa nánast við hliðina á Ingólfstorgi þar sem mótorhjólakappar borgarinn- ar koma jafnan saman með hjólin sín. Það eru því hæg heimatökin fyrir Veru að skella sér út og fá ef vill að bregða sér á bak á einhverju tryllitækinu. Selja aleiguna Litríka parið Jói Kjartans ljós- myndari og Hildur Her- manns, grafískur hönnuður, selja aleiguna í Kolaportinu um helgina í tilefni af flutning- um þeirra til Óslóar.  Á markaðnum segjast þau selja heilt fjall af fatnaði, heil- an hól af húsbúnaði, heila brú af bókum, vörðu af veggmynd- um, mergð af myndavélum, dyngju af DVD og sæti af CD. Þ etta var skemmtilegasta æfing sem ég hef farið á lengi,“ segir veðurfrétta- og hlaupakonan Soffía Sveinsdóttir sem tók þátt í rosa- legri bootcamp-æfingu á dög- unum þar sem hópurinn var látinn stinga sér til sunds í Naut- hólsvík. „Annan hvern laugar- dag er tveggja tíma útiæfing allt árið um kring. Þetta er við- bótaræfing en ég reyni að mæta þegar ég get því þetta eru upp- áhaldsæfingarnar mínar. Þær eru miserfiðar, á meðan sum- ar eru sjúklega erfiðar eru aðr- ar léttari. Þarna vorum við látin mæta í sundfötum innan undir og áttum svo að koma okkur yfir víkina eins hratt og við gátum,“ segir hún og bætir við að sumir hafi synt á meðan aðrir hafi gengið í vatninu sem náði alla leið upp að brjóstum. Aðspurð segir hún æfinguna í sjónum hafa kveikt löngun til að fara í sjósund. „Sjósund hef- ur verið á stefnuskránni lengi og vonandi verður af því fljótlega. Þetta var meiriháttar skemmti- legt. Ekki beint erfitt en það var talsverð áskorun að demba sér út í kalt vatnið.“ Soffía tekur undir að það ríki ákveðið lík- amsræktaræði á Íslandi í dag. „Það eru allir að hreyfa sig sem er frábært og ég held að þessi aukning sé meðal annars ár- angri Annie Mistar að þakka. Hún veitir fólki hvatningu til að byrja að hreyfa sig.“ Svo var frábært hve margir tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, það var fjölgun í öllum flokkum,“ segir Soffía sem sjálf fór tíu kíló- metra í hlaupinu á Menningar- nótt en hún er að koma sér aft- ur af stað eftir nokkurra mánaða meiðsli og stefnir á hálft mara- þon í Torontó í október. Æfing í köldum sjónum n Veðurfréttakonan Soffía Sveinsdóttir synti í sjónum á bootcamp-æfingu Sundfataæfing Veðurfrétta- konan Soffía sést hér fremst í flokki en myndin var tekin á bootcamp- æfingu í Nauthólsvík. Hlaupagikkur Soffía stefnir á að taka þátt í hálfmaraþoni í Torontó í október. É g er að flytja til Suð- ur-Afríku eftir 10 daga og var að borga flug- miðann, hann kost- aði hálfa milljón,“ segir sunddrottningin Ragn- heiður Ragnarsdóttir sem er á leiðinni í þjálfunarbúð- ir í Pretoríu í Suður-Afríku. Ragnheiður undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana á næsta ári og þjálfunarbúðunum í Pretoríu fær hún góðan und- irbúning fyrir leikana. „Þarna er virkilega góð aðstaða, góð þjálfun og ég trúi að þetta sé það sem til þarf til að ná góð- um árangri,“ segir hún. Ragnheiður þarf að fjár- magna þjálfun sína fyrir Ól- ympíuleikana að mestu sjálf en hún er á svokölluðum B- styrk hjá ÍSÍ. Sá styrkur dug- ar henni til að keppa á fáein- um mótum á ári. Hún þarf þó alltaf að velja og hafna. Nú er það allt eða ekkert „Það er dýrt að sinna at- vinnumennsku í sundi,“ seg- ir Ragnheiður. „Ég þarf að borga fyrir keppnisferðir og ég þarf að æfa alla daga og því get ég ekki stundað laun- aða vinnu. Mamma og pabbi standa þétt við bakið á mér. Ég hefði aldrei náð svona langt án þeirra. Atvinnu- mennskunni fylgja miklar fórnir. Ég er þeim afskaplega þakklát fyrir stuðninginn. Nú er ég að fara út og það verður mjög dýrt. Ég get ekki treyst alfarið á stuðning foreldra minna mikið lengur. Það er hreinlega of mikið. Ég ræddi þetta við foreldra mína og mamma sagði einfaldlega: Nú er það allt eða ekkert. Við gerum allt sem þarf. Þú selur bílinn þinn og allt sem þú átt og þú ferð út. Ekki það að ég eigi miklar eigur. Ég hef eytt öllu mínu fé í sundið. En ég mun gera allt sem þarf.“ Hlakkar til að flytja Ragnheiður segist ekki setja það fyrir sig að sitja fyrir til þess að afla fjár til þjálfun- ar. „Sundið er mín ástríða og mig langar til þess að ná langt á Ólympíuleikunum. Úti í heimi er það algengt fyrirkomulag að íþróttafólk tryggi sér auglýsingasamn- inga, bakhjarla og að það sitji fyrir. Það er ekkert athuga- vert við það að íþróttamenn sem hafa ástríðu fyrir íþrótt- inni leiti sér styrkja með öll- um ráðum. Ég fæ töluvert af styrkjum, mest í formi vöru- úttekta en þá styrki er ég líka þakklát fyrir. Því þá minnka fjárútlátin. Ég hlakka til þess að flytja út og takast á við æf- ingarnar sem eru framund- an. Ég er viss um að þetta fer allt saman mjög vel.“ n Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning flytur til Suður-Afríku n Fer í hágæða- þjálfunarbúðir n Flugmiðinn kostaði hálfa milljón n Situr fyrir til að afla fjár Hefur eytt öllu sínu fé í sundið M y N d S ig tR y g g u R A R i Stefnir á góðan árangur á Ólympíuleikunum Ragnheiður segist gera allt sem þarf til að standa sig vel á Ólympíuleikunum. Hún safnar nú fé til þess að komast í þjálfunarbúðir í Suður-Afríku. MyNd guNNAR guNNARSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.