Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Qupperneq 17
Erlent | 17MIðvikudagur 24. ágúst 2011 Ferill Gaddafis M uammar Gaddafi fæddist í tjaldi í eyðimerkurbænum Sirta árið 1942 og er kom- inn af bedúínum, arabísk- um hirðingjum. Gaddafi þótti afburðanámsmaður á sínum yngri árum. Hann útskrifaðist úr há- skóla í Líbíu árið 1963 og fjórum árum síðar útskrifaðist hann úr herskóla auk þess að hljóta herþjálfun í Bret- landi. Að vísu náði nám hans yfir lít- ið meira en kóraninn og hernaðarlist. Ungur að árum varð hann heittrúað- ur múslimi og aðhylltist samarabíska þjóðernisstefnu auk þess að berjast gegn nýlendustefnu Evrópu í Líbíu. Hann var undir miklum áhrifum frá Gamal Abdel Nasser, þáverandi for- seta Egyptalands sem leiddi byltingu í Egyptalandi árið 1952 og náði völd- um yfir Súesskurðinum. Gaddafi komst til valda árið 1969 eftir að hafa leitt valdarán hersins og steypt Idris I, konungi Líbíu, af stóli án mikilla blóðsúthellinga. Eitt af hans hjartans málum eftir að hann komst til valda var að ná yfirráðum yfir olíulindum í landinu en gróðinn af þeim fór alfarið til vestrænna ríkja. Hann hótaði að loka á olíuframleiðsl- una og sagði fólkið hafa getað lifað í 5.000 ár án olíu og gæti lifað nokk- ur ár í viðbót án hennar. Hann fékk sínu framgengt og fékk Líbía alfarið yfirráð yfir olíulindunum og auðgað- ist verulega í kjölfar þess. Árið 1975 gaf hann út græna kverið sem felur í sér nokkurs konar kennisetningu hans sem átti að vera þriðji valkostur til móts við kapítal- isma og kommúnisma. Samkvæmt kverinu á hann að stjórna á toppn- um en almenningur á líka að eiga aðgang að stjórnkerfinu í gegnum borgaraþing. Hins vegar varð raun- in sú að þeir sem andæfðu Gaddafi á þingunum áttu á hættu að verða fangelsaðir. Gaddafi var einnig hall- ur undir hugmyndir um Bandaríki Afríku og kallaði hann sig „konung konunganna“ á ráðstefnu Afríkuríkja árið 2008. Samskipti hans við Vesturlönd voru oft mjög stirð en Gaddafi studdi uppreisnar- og skæruliðahópa víða þar sem þeir börðust gegn heims- valdastefnunni. Meðal þeirra sam- taka sem Gaddafi hefur stutt eru IRA, Írski lýðveldisherinn, og FARC, skæruliðasamtökin í Kólumbíu. Árið 1986 var sprengjuárás gerð á skemmtistað í Berlín sem banda- rískir hermenn vöndu komur sínar á. Tveir hermenn og einn óbreyttur borgari létu lífið og svaraði Ronald Reagan, þáverandi forseti Banda- ríkjanna, árásinni með loftárásum á Tripoli og Bengazi, þrátt fyrir að ekki væri sannað að líbískir útsend- arar stæðu á bak við árásina. Tveim- ur árum síðar versnuðu samskiptin enn frekar í kjölfar Lockerbie-tilræð- isins þegar farþegaflugvél var skot- in niður með þeim afleiðingum að 270 manns fórust. Gaddafi neitaði að framselja mennina sem grunaðir voru um tilræðið og var refsiaðgerð- um beitt gegn Líbíu af þeim ástæð- um. Árið 1999 náðist hins vegar sátt þegar hinir grunuðu gáfu sig fram og hægt var að rétta yfir þeim. Samskipti Gaddafi og Vestur- landa bötnuðu í kjölfar lausnarinn- ar á Lockerbie-málinu og þá hvarf Gaddafi frá öllum kjarnorkuáætlun- um og viðskiptabanni var aflétt. Við- skipti á milli Gaddafi og hins vest- ræna heims blómstruðu í kjölfarið og vestrænir þjóðarleiðtogar áttu fund með Gaddafi í tjaldinu hans. Eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli töldu sumir að Gaddafi hefði lært að harðstjórn yrði ekki liðin en aðrir bentu á að hann sæi sér ein- faldlega hag í að eiga góð samskipti við Vesturlönd. Ólíkt hinum vest- ræna heimi var Gaddafi hins vegar ekki vel liðinn í löndum Araba. Það var svo ekki fyrr en með Arab- íska vorinu sem Gaddafi féll úr náð- inni hjá vestrænum leiðtogum. bjornreynir@dv.is 17. febrúar Mótmæli hefjast gegn stjórn Gaddafi 24. febrúar til 6. mars Upp- reisnarmenn ná völdum í nokkrum borgum og bæjum en eru hraktir til baka 17. mars SÞ heimilar loftferðabann yfir Líbíu og aðrar „nauðsynlegar aðgerðir“ til að vernda óbreytta borgara 19. mars Fyrstu loftárásir banda- rískra, breskra og franskra flugvéla 30. mars Moussa Koussa, utanríkis- ráðherra Líbíu, yfirgefur Gaddafi 16.–25. apríl Stórskotaárás á Mis- rata, borg í haldi uppreisnarmanna Maí–júlí Pattstaða í styrjöldinni. Herir beggja aðila eiga í minni háttar átökum 16. maí Alþjóðastríðsglæpadómstóll- inn lýsir eftir Gaddafi og Saif al-Islam syni hans 29. júlí Uppreisnarmaðurinn Abdul Fatah Younis drepinn, ókyrrð í röðum uppreisnarmanna Miður ágúst Uppreisnarmenn ná lykilborgum fyrir utan Trípolí á sitt vald 21. ágúst Uppreisnarmenn ráðast inn í Trípolí Atburðarás n Einræðisherra sem náði að ríkja í meira en 40 ár Arabíska vorið breiðist út: „Gaddafi er á brott, nú er komið að þér, Bashar.“ Þúsundir mótmælenda í Sýrlandi mótmæltu á götum úti í kjölfar fregna frá Trípolí og kröfðust þess að Bashar al- Assad viki sem forseti. „Gaddafi er á brott, nú er komið að þér, Bashar,“ hrópuðu mótmælendur. Fréttirnar frá Trípolí hafa orðið fólki hvatning til að halda áfram að mótmæla og gefið von um að hægt verði að koma al-Assad frá völdum. Al-Assad situr sem fastast á forsetastóli þrátt fyrir ítrekaðar kröfur mótmælenda og alþjóðasamfélagsins um að hann stígi til hliðar. Hann tók þó ákvörðun um að hleypa fulltrúum Sameinuðu þjóðanna inn í landið í þeirri von að fá góða fjöl- miðlaathygli. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti hins vegar enn frekar óánægju í garð al-Assad. „Ég held að Sýrland muni nú njóta meiri athygli frá umheiminum. Við erum að sjá frelsi aftur á ný,“ sagði 30 ára mótmæl- andi sem gladdist mjög yfir fréttunum frá Trípolí. Sumir erindrekar óttast þó hernaðaríhlutun af hálfu vesturveldanna. Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa hins vegar áður lýst því yfir að þeir vilji enga hernaðaraðstoð og ekki hefur komið til tals af hálfu Vesturlanda að senda her þangað. Fallinn úr náð Gaddafi og Obama árið 2009 þegar Gaddafi var í náðinni. Fer hvergi Bashar al-Assad neitar að víkja. GADDAFI FALLINN n Uppreisnarmenn í Líbíu bíða með að fagna þar til Gaddafi verður handsamaður n Sonur Gaddafis birtist óvænt þegar hann var sagður í haldi uppreisnarmanna n Alvarlegt ástand á sjúkrahúsi í borginni n Óvíst hvað tekur við í Líbíu eftir fall stjórnar Gaddafis ast við því að langan tíma muni taka íbúa Líbíu að byggja samfélagið upp. Í því samhengi bendir John McCa- in, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, á að það hafi tek- ið Bandaríkin meira en heila öld og blóðuga borgarastyrjöld að ákveða hvernig ríki þau vildu vera. Vill afvopna uppreisnarhópa Uppreisnarmenn eru af fjölbreyttu tagi og má þar nefna arabíska þjóð- ernissinna, íslamista, veraldar- hyggjumenn, sósíalista og kaupa- héðna. Lið uppreisnarmanna þykir mjög brotakennt, bardaga- menn segjast flestir berjast fyrir þetta þorp eða hitt en fáir fyrir Líb- íu. Margir ættbálkar hafa samein- ast gegn Gaddafi en þegar Gaddafi verður úr sögunni er óvíst hvað geti sameinað þá. Uppreisnarmenn hafa nú þegar sýnt merki sundrungar. Eitt besta dæmið um það er morðið á Ab- dul Fatah Younis, hershöfðingja og fyrrverandi innanríkisráðherra, sem yfirgaf Gaddafi. Íslamistasamtökin Abu Ubaidah bin Jarrah þykja líkleg- ir sökudólgar en Younis átti þátt í að kæfa harkalega niður uppreisn ísl- amista um miðjan tíunda áratuginn. Þá er einnig talið vel hugsanlegt að vantraust hafi átt stóran þátt en upp- reisnarmenn töldu margir að Younis væri enn hliðhollur Gaddafi. Bandalagið stóð þá tæpt og var óttast að ættbálkur Younis, Obeidi- ættbálkurinn sem er sá stærsti í bandalagi uppreisnarmanna, myndi kljúfa sig út úr bandalaginu. Ja- lil greip til þess ráðs að reka alla stjórnina, að Jibril undanskildum, eftir mikinn þrýsting frá Obeidi- ættbálknum. Það þykir heldur ekki traustvekjandi að Saif al-Islam hefur lýst yfir hollustu við íslamista og sagt að Líbía eftir Gaddafi eigi að vera ísl- amskt ríki. „Það fyrsta sem mín sveit mun gera er að koma upp eftirlitsstöðv- um til að afvopna alla, líka aðra upp- reisnarhópa, því annars sjáum við fram á blóðbað. Allir uppreisnarhóp- arnir munu vilja stjórna Trípolí. Þörf verður á skipulagi og reglu,“ sagði uppreisnarmaðurinn Husam Hajjair sem hefur meiri áhyggjur af sundr- ung uppreisnarmanna en hersveit- um Gaddafis. „Ég er hér til að hrekja lygarnar. Uppreisnarmenn fagna Við höfuð- stöðvar Gaddafis. Á myndinni sést golf- kerra sem Gaddafi ferðaðist oft um á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.