Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 24. ágúst 2011 MIðvikudagur
U
ppreisnarmenn náðu höf-
uðstöðvum Muammars
Gaddafi á sitt vald í gær,
þriðjudag, eftir snögga árás
þar sem sprengjum var
varpað. Uppreisnarmenn telja það
lykilskref að ná höfuðstöðvunum á
sitt vald og sjá nú loks fram á að sex
mánaða átökum í landinu fari að
ljúka. Þó vilja leiðtogar uppreisnar-
manna ekki fagna endanlegum sigri
fyrr en Gaddafi verður handsamaður.
Þegar þetta var skrifað veittu stuðn-
ingsmenn Gaddafis enn harða mót-
spyrnu og þá var óttast að Gaddafi
myndi beita efnavopnum. Þá er Rix-
os-hótelið, þar sem erlendir blaða-
menn hafa aðstöðu sína, enn und-
ir stjórn stuðningsmanna Gaddafis.
Uppreisnarmenn hafa reynt að ná
byggingunni á sitt vald en hana not-
ar stjórn Gaddafis til að koma áróðri
sínum á framfæri. Ekki fékkst stað-
fest frá talsmönnum Nató að banda-
lagið hefði átt þátt í að gera árásir á
höfuðstöðvarnar. Nató var í óða önn
að búa sig undir lokaárás á hersveitir
Gaddafis en hlé var gert á loftárásum
þar sem uppreisnarmönnum virtist
ganga betur að vinna Trípolí en bú-
ist var við.
Ekki er vitað nákvæmlega hvar
Gaddafi heldur sig. Þó er talið að
hann sé enn í borginni. Kirsan
Ilyumzhinov, forseti Alþjóðaskák-
sambandsins, sagðist hafa átt sím-
tal við Gaddafi, hann væri við góða
heilsu og hefði engin áform um að
yfirgefa Trípolí. Sagt er að leynigöng
liggi frá höfuðstöðvum Gaddafis og
einnig að flókið net neðanjarðar-
ganga liggi undir borginni. Hafi Gad-
dafi verið í höfuðstöðvum sínum
gæti hann því vel hafa fundið sér leið
út og þá er líka mögulegur eltinga-
leikur fram undan um göngin. Hins
vegar þykir líklegast að Gaddafi hafi
ekki verið í höfuðstöðvum sínum þar
sem hann átti von á árás. Ljóst er þó
að Gaddafi er ekki lengur við stjórn-
völinn.
Amnesty lýsir yfir áhyggjum
Það kom mörgum á óvart hversu
auðveldlega uppreisnarmönnum
virtist ganga að vinna Trípolí og hve
lítilli mótspyrnu þeir mættu fyrst
þegar þeir hófu innreið sína í borg-
ina. Hins vegar hófu stuðningsmenn
Gaddafis að veita mikla mótspyrnu á
mánudaginn. Blóðugir skotbardagar
hafa geisað um borgina og lýsti Am-
nesty International yfir áhyggjum
sínum af ástandinu. Samtökin vör-
uðu við því að enn frekari hætta væri
á að átökin myndu bitna á óbreyttum
borgurum og að fleiri féllu, því leng-
ur sem bardagar héldu áfram. Ekki
væri nóg með að íbúar gætu orðið
fyrir byssuskotum í miðjum átök-
unum heldur gætu þeir líka beðið
tjón vegna skorts á vatni, mat og raf-
magni. Nú þegar hafa borist fréttir
af alvarlegu ástandi á eina starfandi
sjúkrahúsinu í Trípolí. Þar lágu með-
al annars þriggja ára stúlka og önn-
ur 11 ára sem börðust fyrir lífi sínu.
Báðar höfðu orðið fyrir skoti leyni-
skyttna. Sjúkrahúsið var yfirfullt og
þurftu sumir sjúklingarnir að haf-
ast við á göngum spítalans þar sem
sjá mátti ruslahrúgur í hverju horni
og blóðug sárabönd á víð og dreif.
Starfsmenn sjúkrahússins þorðu
margir hverjir ekki að mæta til vinnu
af ótta um líf sitt. Þó hafa ekki enn
borist tölur um mannfall í átökun-
um.
Sonur Gaddafis birtist
Stuðningsmönnum Gaddafis barst
í gær, þriðjudag, óvænt hvatning
til að berjast áfram þegar Saif al-Is-
lam, sonur Gaddafis, birtist öllum
að óvörum með sigurmerki á lofti.
Fréttir höfðu borist af því að upp-
reisnarmenn hefðu hneppt hann í
varðhald og fengust þær fréttir stað-
festar. Alþjóðastríðsglæpadómstóll-
inn í Haag var til dæmis byrjaður að
búa sig undir vinnu við að fá hann
framseldan en dómstóllinn hafnaði
því þó að hafa staðfest fréttirnar eins
og áður hafði komið fram.
„Ég er hér til að hrekja lygarnar,“
sagði Saif við al-Jazeera fréttastof-
una. „Þetta var gildra,“ sagði hann
enn fremur. Hann segir Trípolí hafa
verið í höndum stjórnarmanna all-
an tímann og að þeir væru að sigra.
Hann sagði jafnframt föður sinn vera
óhultan í borginni. Þegar hann var
spurður um Alþjóðastríðsglæpa-
dómstólinn hafði hann þetta að
segja: „Fjandinn eigi stríðsglæpa-
dómstólinn!“
Muhammad, elsti sonur Gaddaf-
is, er einnig sagður hafa flúið úr haldi
uppreisnarmanna. Í viðtali við ástr-
ölsku fréttastofuna ABC sagði upp-
reisnarmaðurinn Ibrahim Sahad að
Muhammad hefði verið skilinn eft-
ir heima hjá sér til að sjá siðmenn-
ingu byltingarinnar með eigin aug-
um. Nokkrir verðir hafi gætt heimilis
hans en þeir hafi mátt sín lítils þeg-
ar stuðningsmenn Gaddafis gerðu
skotárás.
Áróðursstríð Gaddafis og
uppreisnarmanna
Óljóst er hvort Saif hafi sloppið úr
haldi uppreisnarmanna eða hvort
uppreisnarmenn hafi einfaldlega
logið til um handtöku hans. Upp-
reisnarmenn hafa áður beitt því
bragði að dreifa fölskum fréttum í
því skyni að hvetja andstæðinga sína
til að gefast upp. Þannig hefur Gad-
dafi nú þegar verið sagður látinn. Þá
standa Gaddafi og hans menn fast
við þann framburð að hann hafi enn
yfirhöndina í styrjöldinni og að „rott-
urnar“ verði fljótt sigraðar. Að sama
skapi hefur hann haldið því fram að
Nató og al-Kaída stæðu saman að því
að koma honum frá völdum.
Þannig geta fréttir sem berast frá
Líbíu verið mjög óljósar enda segja
báðir aðilar stríðsins fréttir sér í vil.
Sigur fyrir vestræna leiðtoga
Leiðtogar Líbíska þjóðarráðsins hafa
lýst því yfir að ríkisstjórn Gaddafis sé
fallin. Þjóðarráðið nýtur nú alþjóð-
legrar viðurkenningar sem lögmæt
stjórn og hefur meira að segja Ba-
hrein, þar sem uppreisn almennings
var kæfð í fæðingu, viðurkennt þjóð-
arráðið sem lögmæta stjórn. Það er
helst Hugo Chavez, forseti Vene-
súela, sem tekur upp hanskann fyrir
Gaddafi og segir enga aðra stjórn en
hans vera lögmæta.
Þá þykir sigurinn einnig léttir fyrir
Barack Obama Bandaríkjaforseta og
Nicolaz Sarkozy Frakklandsforseta
sem báðir berjast fyrir endurkjöri á
næsta ári. Báðir sáu þeir ástæðu til
að beita loftárásum á Líbíu en þær
þykja hafa spilað stóran þátt í árangri
uppreisnarmanna. Þó eru ekki allir
á eitt sáttir um loftárásirnar. Banda-
ríski þingmaðurinn Dennis Kuc-
inich, sem hefur alla tíð verið and-
vígur loftárásunum, vill láta reyna á
að láta Nató svara fyrir alþjóðadóm-
stóli vegna dauða óbreyttra borgara
sem samtökin hafa valdið.
Óljóst hvað tekur við
Sérfræðingar eru þegar farnir að
velta fyrir sér framtíð Líbíu án
stjórnar Gaddafis. Mustafa Abdel
Jalil, leiðtogi Líbíska þjóðarráðsins,
og Mahmoud Jibril forsætisráherra
þykja líklegastir til að taka við sem
leiðtogar landsins. Jalil starfaði sem
dómsmálaráðherra í tíð Gaddafis en
sagði af sér í febrúar þegar byrjað var
að beita ofbeldi gegn mótmælend-
um. Hann hefur hlotið lof samtak-
anna Human Rights Watch fyrir um-
bætur í refsilöggjöf.
Sumir hverjir óttast þó að Líbía
gæti glímt við sömu vandræði og
Írak eða Afganistan þar sam ástand
hefur verið óstöðugt eftir fall einræð-
isstjórna. Líbía gæti setið uppi með
veika og ólýðræðislega miðstjórn,
notið stuðnings Nató en þurft að láta
undan herflokkum íslamista. Upp-
reisnarmenn hafa þó gefið það út
að hlutverki Nató skuli lokið þegar
fullnaðarsigur yfir Gaddafi hefur ver-
ið unninn. Að sama skapi hefur Nató
lýst því yfir að bandalagið muni ein-
ungis taka þátt í uppbyggingu Líbíu
óski stjórnvöld þess.
Ljóst er að mikil áskorun bíður
þeirra sem byggja munu upp nýtt
ríki í landi 140 ættbálka. Margir bú-
GADDAFI FALLINN
„Ekki er vitað ná-
kvæmlega hvar
Gaddafi heldur sig.
n Uppreisnarmenn í Líbíu bíða með að fagna þar til Gaddafi verður handsamaður n Sonur Gaddafis birtist óvænt þegar hann var
sagður í haldi uppreisnarmanna n Alvarlegt ástand á sjúkrahúsi í borginni n Óvíst hvað tekur við í Líbíu eftir fall stjórnar Gaddafis
Með sigurmerkið á lofti Saif al-Islam, sonur Gaddafis var öruggur með sig þegar hann
birtist, öllum að óvörum, á Rixos-hótelinu þar sem blaðamenn hafa aðstöðu.
Björn Reynir Halldórsson
bjornreynir@dv.is
Líbía