Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur
V
ið erum að ljúka þessu máli.
Fyrir okkur þýðir þetta að við
erum búin að sigra stjórn-
sýsluna, við erum búin að
sigra hvítþvottanefndina
sem skrifaði bara vitleysu um Kumb-
aravogskrakkana, peninga mafíuna
og svo auðvitað okkur sjálf,“ segir
Erna Agnarsdóttir sem var vistuð á
Kumbaravogi þegar hún var barn og
sætti þar vinnuþrælkun og illri með-
ferð. Í mars árið 2010 var samþykkt
lagafrumvarp á Alþingi sem kveður á
um að sanngirnisbætur skuli greidd-
ar út vegna misgjörða á stofnunum og
heimilum fyrir börn. Kumbaravogur
var þar á meðal.
Brenndu barnæskuna burt
Á heimilinu dvöldu þrjár stúlkur
lungann úr barnæsku sinni. Ásamt
Ernu voru þetta þær Jóhanna Agn-
arsdóttir og María Haraldsdóttir. Allt
stórglæsilegar konur sem, þrátt fyr-
ir erfiða barnæsku, snauða af ást og
hlýju, hafa hvorki látið brjóta sig né
buga. Kumbaravogssysturnar, eins og
þær kalla sig, lokuðu málinu á tákn-
rænan hátt síðastliðinn föstudag. Þær
hittust í fjörunni á Stokkseyri fyrir
neðan Kumbaravog og kveiktu bál.
„Við gerðum líkan af Kumbaravogi og
fórum með skjölin okkar og brennd-
um barnæskuna að baki okkur,“ segir
Erna.
Gjörningurinn var einnig fram-
kvæmdur til að heiðra minningu Ein-
ars Þórs Agnarssonar, bróður Ernu,
sem dvaldist á Kumbaravogi í tíu ár.
Hann lést á voveiflegan hátt í Daní-
elsslipp þann 1. mars árið 1985, 25 ára
að aldri. DV hefur fjallað um baráttu
ættingja hans fyrir því að fá andláts-
málið tekið upp aftur, enda staðfest af
lögregluyfirvöldum að rannsókninni
hafi verið ábótavant.
Börnin misnotuð kynferðislega
Vistheimilið Kumbaravogur var rekið
á grundvelli leyfisbréfs menntamála-
ráðherra á árunum 1965 til 1984.
Heimilið átti að vera úrræði fyrir
barnaverndarnefndir til að vista börn
ef ástæður komu upp sem kröfðust
þess að þau væru tekin af heimil-
um sínum vegna bágra uppeldisað-
stæðna. Til dæmis vegna veikinda
foreldra, vanrækslu, ofbeldis eða
áfengisneyslu. Á þeim tíma sem
Kumbaravogur starfaði voru þar vist-
aðir 20 einstaklingar af hálfu barna-
verndaryfirvalda. Fjórir þessara ein-
staklinga eru nú látnir.
Börn og unglingar á Kumbaravogi
máttu sæta illri meðferð. Þau voru
beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi
og misnotuð kynferðislega. Það hefur
verið staðfest og viðurkennt af stjórn-
völdum. 18 kröfur um sanngirnis-
bætur bárust vegna dvalar á Kumb-
aravogi
Litlar líkur taldar á ofbeldi
Vistheimilisnefnd skilaði skýrslu um
starfsemi Kumbaravogs, Bjargs og
Heyrnleysingjaskólans í september
2009. Niðurstaða nefndarinnar var að
ekki þætti ástæða til að álykta að meiri
líkur en minni væru á að börn og ung-
lingar sem vistuð voru á Kumbaravogi
hefðu sætt illri meðferð eða ofbeldi af
hálfu forstöðuhjónanna. Hins vegar
voru taldar meiri líkur en minni á að
hluti barnanna hefði sætt kynferðis-
legu ofbeldi. Strax eftir að skýrslan var
birt bað Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra þá einstaklinga sem á
vistheimilunum dvöldu og aðstand-
endur þeirra opinberlega afsökunar
fyrir hönd stjórnvalda. Hún ítrekaði
að málið væri svartur blettur á þjóð-
félaginu.
Vildu tæta skýrsluna
Kumbaravogssysturnar voru þó ekki
sáttar við niðurstöðu skýrslunnar.
Þær hafa aldrei kallað vistheimilis-
nefndina annað en hvítþvottanefnd,
enda var tilgangur hennar eingöngu
að hvítþvo heimilin, að þeirra mati.
„Við urðum brjálaðar,“ segir María.
„Við vildum helst bara láta tæta þessa
skýrslu, en það var ekki hægt. Við ætl-
uðum ekki að gefast upp og við gátum
ekki sætt okkur við svona niðurstöðu.“
Að þeirra mati var gert lítið úr því of-
beldi sem þær höfðu lýst í viðtölum
sínum við nefndina. Þær kærðu nið-
urstöðuna til umboðsmanns Alþingis
og fóru jafnframt með málið fyrir alls-
herjarnefnd Alþingis. „Eftir að alls-
herjarnefnd hafði fjallað um málið
þá var viðauka bætt við frumvarpið.
Viðaukinn var viðurkenning á vinnu-
þrælkuninni. Í skýrslunni segir að
minni líkur en meiri hafi verið á of-
beldi, en í frumvarpinu segir bara
beint út að ofbeldi hafi viðgengist
og að það hafi verið vinnuþrælkun,“
segir Jóhanna. Í viðtali við vistheim-
ilisnefndina fullyrti fyrrverandi for-
stöðumaður Kumbaravogs, Kristján
Friðbergsson, að börnin hefðu ekki
verið látin vinna meira en almennt
viðgekkst á þessum tíma. Kumbara-
vogsbörnin voru frekar látin vinna
minna en önnur börn, að hans sögn.
Kumbaravogssystur fullyrða að
vinskapur sé á milli Róberts Spanó,
sem var formaður vistheimilanefnd-
arinnar, og Halldórs Jóns, sonar Krist-
jáns. „Hann hringdi sérstaklega í
mig til að tilkynna mér að formaður
nefndarinnar væri vinur sinn,“ seg-
ir Jóhanna og á þar við Halldór Jón.
Þær vilja meina að þessi tengsl hafi
haft áhrif á niðurstöðu nefndarinn-
ar. Þessum ásökunum var þó vísað á
bug.
Fyrirvari settur á frásögn Jóhönnu
Kumbaravogssystur segjast hafa það
eftir lögfróðum mönnum að miðað
við niðurstöðu skýrslunnar þá hafi
Kumbravogsbörnin ekki átt að fá
neinar bætur. „Það var ekki hlustað
á frásagnir okkar af þessu öllu saman
heldur var honum trúað,“ segir Erna
og á þar við Kristján. Í skýrslunni var
jafnframt settur fyrirvari á frásögn Jó-
hönnu því hún hafði staðið í deilum
við Kristján út af arfi sem hún taldi
hann hafa hirt af sér. „Þetta var mjög
mikil barátta og mjög erfitt að koma
sannleikanum á kortið,“ heldur Erna
áfram. „Það tók mikið á að gera það.
Það voru margar hindranir á leiðinni
og margt sem við þurftum að gera til
að þetta tækist, en þetta tókst.“ Bar-
átta þeirra stóð í fjögur ár. Hún hófst
árið 2007 og henni lauk formlega síð-
astliðinn föstudag.
10 ár í þrælkunarvinnu
Frá því að þær sluppu af Kumbara-
vogi og til ársins 2007 töluðu þær
aldrei um heimilið. Það var ekki fyrr
en Breiðavíkurdrengirnir fóru að stíga
fram, hver á fætur öðrum, og lýstu of-
beldinu sem þeir máttu þola í Breiða-
vík, að Kumbaravogssysturnar fóru
að fara yfir sín mál ásamt fósturbróð-
ur sínum Elvari Jakobssyni, eða Ella
bróður, eins og þær kalla hann. Þau
hafa alltaf talað um sig sem systkini.
Þau áttuðu sig á því þegar þau heyrðu
lýsingar Breiðavíkurdrengjanna að
æska þeirra á Kumbaravogi hafði ver-
ið svipuð. „Við vorum þarna í tíu ár í
þrælkunarvinnu,“ segir Jóhanna. „Við
þekktum ekkert annað,“ bætir hún
við.
Elvar var fyrstur til að stíga fram í
viðtali í DV í maí árið 2007. Þar lýsti
hann kynferðisofbeldi sem hann
mátti þola af hálfu heimilisvinar for-
stöðuhjónanna á Kumbaravogi.
Hann hafði þá nýlega lagt fram kæru
á hendur gerandanum, Karli Vigni
Þorsteinssyni, eftir rúmlega 30 ára
þögn um málið. Karl Vignir var boð-
aður í yfirheyrslur hjá lögreglu þar
sem hann viðurkenndi að hafa mis-
notað Elvar. Hann var þó ekki sak-
felldur í málinu vegna þess að það
var fyrnt. Elvar sagðist vita til þess
að Karl Vignir hefði misnotað fleiri
drengi á Kumbaravogi, þar á meðal
Einar, bróður Ernu.
Tók Einar fyrir
Jóhanna segir Einar ekki aðeins hafa
mátt þola kynferðislega misnotkun
heldur hafi hann einnig verið beitt-
ur óvenju miklu harðræði af Krist-
jáni. Mun meiru en hin börnin máttu
þola. Hann var duglegur að svara for-
stöðumanninum fullum hálsi, sagði
alltaf meiningu sína og mátti líða fyr-
ir það. „Enda tók karlinn hann marg-
oft úr axlarlið og þegar hann dó var
hann einmitt í fatla vegna aðgerðar
á öxlinni. Hann var aldrei hræddur,
við hefðum aldrei þorað þessu. Við
skulfum svoleiðis á beinunum,“ seg-
ir María. „Það var ofsalegur dugur í
honum og honum var alveg skítsama
þó hann fengi refsingu og væri hent
inn á bað eða tekinn úr axlarlið,“
bætir hún við.
Ætlaði að opinbera málið
Einar var fyrsti einstaklingurinn sem
var vistaður á Kumbaravogi sem
gerði tilraun til að fjalla um málið
opinberlega. Svipta hulunni af því
sem hann og fóstursystkini hans
höfðu mátt þola. Kumbaravogssyst-
ur fullyrða að Einar hafi skrifað grein
í samstarfi við blaðamann fyrir tíma-
ritið Samúel sem átti að birtast í lok
árs 1984. Að sögn þeirra kom umrætt
tölublað þó aldrei út og telja þær að
Kristján sjálfur hafi keypt upplagið
áður en það kom fyrir sjónir almenn-
ings. Einar mun þó hafa farið í að
skrifa aðra grein í byrjun árs 1985 en
hann lést áður en hann náði að ljúka
verkinu. Jóhanna sá fyrri greinina
þegar hún fyrir tilviljun kom inn á
heimili blaðamannsins sem aðstoð-
aði Einar við skrifin. „Greinin hét
Þrælabúðir barna og þar var verið
að lýsa vinnuþrælkuninni og þessu
harðræði, eins og við höfum verið
að gera,“ segir Jóhanna. „Blaðamað-
urinn sagðist hafa verið að aðstoða
Einar við að skrifa aðra grein þegar
hann dó,“ bætir hún við.
„Aðrir hafa verið drepnir“
Það var því ekki fyrr en 22 árum síð-
ar að almenningur fékk að heyra
um það sem börnin á Kumbaravogi
máttu þola. Það var Anna Kristine
Magnúsdóttir, sem þá var blaða-
maður á DV, sem hóf að rannsaka
starfsemi Kumbaravogs í byrjun árs
2007. Það var henni ekki auðvelt verk
enda mátti hún meðal annars þola
líflátshótanir á meðan hún vann að
greinaröð um málið.
„Í símanum var maður, mjög æst-
ur, og segir mér að hann viti að ég sé
að skrifa um Kumbaravog og að ég
skuli ekki halda að ég komist upp
með það. Hann viti hvar ég búi, hann
viti á hvernig bíl ég aki, gefur upp
bílnúmerið á bílnum mínum og til-
kynnir mér að ég verði drepin. Hann
segir að þessi grein muni ekki birtast.
Þeir muni sjá til þess, og að aðrir hafi
verið drepnir áður sem hafi verið að
ljúga upp á þennan yndislega, gamla
mann, Kristján á Kumbaravogi.“
Þannig lýsti Anna Kristine líflátshót-
un, sem hún fékk, í viðtali í DV árið
2009. Hún kærði þó aldrei málið.
Kumbaravogssystur telja að
einn fósturbróðir þeirra hafi ver-
ið þarna að verki og vegna þessa
atviks hafa þær viljað tengja sam-
an voveiflegt andlát Einars í Daní-
elsslipp og skrif hans um heimilið.
„Þess vegna erum við náttúrulega
að tengja þetta saman, þegar þessi
tiltekni fósturbróðir okkar hringdi í
Önnu Kristine. Um hvað er hann að
tala? Í hvað er hann að vísa?“ spyr
Jóhanna. Hún veit að svörin liggja
ekki fyrir því þær hafa engar sann-
anir í höndunum.
Þjást af Stokkhólmsheilkenni
Erna og Jóhanna voru strax í kjölfar
Breiðavíkurumræðunnar tilbúnar
að taka slaginn og berjast ásamt Elv-
ari fósturbróður sínum fyrir viður-
kenningu á því sem þau máttu þola
á Kumbaravogi. María var tilbúin að
styðja þau en vildi í upphafi halda
sig fyrir utan baráttuna. Það var ekki
fyrr en blaðaskrif ákveðinna fyrrver-
andi vistmanna, í þeim tilgangi að
upphefja heimilið hófust, að henni
var nóg boðið. Hún vildi að sann-
leikurinn fengi líta dagsins ljós.
Sjö einstaklingar af þeim tólf
sem vistheimilanefndin fékk til sín í
Brenndu barnæskuna burt
n Kumbaravogssystur hittust á Stokkseyri og brenndu líkan af
Kumbaravogi n Sættu tíu ára vinnuþrælkun n Finna nú loksins
frið í sálinni n Tengja saman andlát og greinaskrif um Kumbaravog
„Við vildum helst
bara láta tæta
þessa skýrslu, en það var
ekki hægt. Við ætluðum
ekki að gefast upp.
Konurnar
Erna Agnarsdóttir
Kom á Kumbravog:
1965
Aldur: 9 ára
Fór: 1974 eða 5
Bróðir Ernu, Einar Þór
Agnarsson, kom á sama
tíma á Kumbravog.
Hann var aðeins 5 ára gamall.
Jóhanna
Agnarsdóttir
Kom á Kumbravog:
1965
Aldur: 7 ára
Fór: 1975
María
Haraldsdóttir
Kom á Kumbravog:
1967
Aldur: 9 ára
Fór: Strauk árið 1975
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Úttekt
Kumbaravogssystur Hittust á Stokks-
eyri, fyrir neðan Kumbaravog, og brenndu
líkan af heimilinu. MyndIr gunnAr gunnArSSon
Í ljósum logu Líkanið brennur til ösku með Kumbaravogsheimilið í bakgrunni.