Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Miðvikudagur 24. ágúst 2011 Enn selur Arsenal n Arsenal samþykkti í gær, þriðju- dag, kauptilboð Manchester City í Frakkann snjalla Samir Nasri. Þetta staðfesti félagið á vefsíðu sinni. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að leikmaðurinn gengi til liðs við City áður en félagaskiptaglugg- anum yrði lokað um mánaðamótin. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þverskallaðist við væntan- legum málalyktum en ljóst hefur verið að Nasri vildi burt frá félaginu. Á sunnudaginn sagði Wenger: „Hann er ánægður hér og er ekki á leiðinni burt eins og er.“ Arsenal hefur nú selt tvo lykilmenn liðsins til City en varnarmaðurinn Gaël Clichy gekk til liðs við Manchester liðið á dögunum. Þá er skemmst að minnast þess að Arsenal seldi Barcelona Cesc Fabregas fyrir skemmstu. Rándýrir leikmenn n Kaup Manchester City á Samir Nasri eru að sögn Roberto Manch- ini síðasta púslið í leikmannahóp félagsins. Samkvæmt vefsíðunni transfermarket.co.uk saman- stendur leikmannahópurinn af 29 leikmönnum. Fjölmargir þeirra hafa verið keyptir til félagsins fyrir háar upphæðir. Heildarmarkaðs- virði leikmannanna 29 er hvorki meira né minna en 75,6 milljarð- ar íslenska króna. Það er meira en markaðsvirði leikmanna Manches- ter United sem nemur 66,5 millj- örðum íslenskra króna. Þess má til gamans geta að heildarvirði leik- mannahóps Norwich City er 4,7 milljarðar króna. Tíu milljarða maðurinn n Kamerúnski framherjinn Samuel Eto’o mun ganga til liðs við rúss- neska félagið Anzhi Makhachkala frá Inter Milan að lokinni læknis- skoðun sem fram á að fara í dag, miðvikudag. Eto’o verður launa- hæsti knattspyrnumaður verald- ar þegar hann skrifar undir. Anzhi mun greiða Inter rúmlega 4,1 millj- arð króna fyrir framherjann knáa en ítalskir fjölmiðlar segja að hann fái rúmlega 3,3 milljarða í árslaun hjá nýja félaginu eftir skatta. Hinn þrí- tugi Eto’o fær þriggja ára samning hjá Anzhi og mun því þéna rétt tæp- lega 10 milljarða króna á samnings- tímanum sem, þrátt fyrir allt sem þekkist í ofurlaunaheimi fótboltans, er fáheyrt. Molar n Ný kynslóð tekur við á Old Trafford n Miðvörður United var ekki fæddur þegar Ryan Giggs sló í gegn n 22 ára meðalaldur í mögulegu byrjunarliði Undrabörn Sir Alex David De Gea fæddur 7. nóvember 1990 Javier Hernandez fæddur 1. júní 1988 Danny Welbeck fæddur 26. nóvember 1990 Rafael da Silva fæddur 9. júlí 1990 Phil Jones fæddur 21. febrúar 1992 Chris Smalling fæddur 22. nóvember 1989 Fabio da Silva fæddur 9. júlí 1990 Luís Nani fæddur 17. nóvember 1986 Tom Cleverley fæddur 12. ágúst 1989 Anderson fæddur 13. apríl 1988 Ashley Young fæddur 9. júlí 1985 Meðalaldur: 22,2 ár Þ að dettur víst engum fram- ar í hug að slengja því framan í Sir Alex Ferguson að hann geti ekki unnið titla með eintóma krakka í byrjunarliði sínu. „Þú vinnur ekk- ert með krökkum,“ sagði Alan Han- sen svo eftirminnilega þegar unga gullkynslóðin á Old Trafford, með David Beckahm, Neville-bræður, Nicky Butt, Ryan Giggs, Paul Scho- les og fleiri, var að stíga sín fyrstu spor. Nú þegar þessir menn eru flestir komnir á aldur, virðist Sir Alex ætla að leika sama leikinn aft- ur. Evra langelstur Manchester United átti frábæran leik gegn Tottenham á mánudags- kvöldið þegar liðið vann afar sann- færandi 3–0 sigur á Lundúnaliðinu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema þegar byrjunarlið United í leiknum er skoðað nánar. Langelsti leikmaðurinn í byrjunar- liðinu var hinn þrítugi bakvörður Patrice Evra. Næst á eftir honum komu ensku landsliðsmennirnir Ashley Young og Wayne Rooney, sem báðir eru fæddir árið 1985. Yo- ung varð 26 ára í júlí en Rooney er enn 25 ára. Spænski markvörðurinn David de Gea er enn vægast sagt ungur að árum. Hann er fæddur þann 7. nóvember 1990 og var því um það bil þriggja vikna gamalt kornabarn þegar Ryan Giggs skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannssamning á Old Trafford 29. nóvember sama ár. Giggs orðin stjarna þegar Jones fæddist Meiðsli turnanna tveggja í varnar- línu Manchester United, Rio Ferd- inand og Nemanja Vidic, hafa gert að verkum að Ferguson þarf að setja traust sitt á tvo unga miðverði. Annar þeirra heitir Phil Jones og er fæddur í 21. febrúar 1992. Þremur mánuðum eftir fæðingu Jones var Ryan Giggs valinn efnilegasti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar. Jones ber ekki ungan aldur með sér heldur stjórnar hann vörninni af feiknalegu öryggi. Hinn mið- vörðurinn var Jonny Evans, sem er fæddur árið 1988 og er því 23 ára, en á samt að baki þrjú tímabil með aðalliði United. Í hægri bakverðin- um var svo hinn ungi Chris Small- ing sem er fæddur 22. nóvember 1989 og er því enn gjaldgengur með U-21 liði Englendinga. Fullþroskuð karldýr þrátt fyrir ungan aldur Ekki er hægt að segja að miðju- og kantmenn hjá Manchester United í leiknum á móti Tottenham hafi ver- ið að sligast úr elli. Portúgalinn Luís Nani er fæddur 17. nóvember árið 1986 og fagnar því 25 ára afmæli sínu í vetur. Á miðjunni var Brassinn And- erson sem er fæddur 13. apríl árið 1988 og er því rétt farinn að teljast til fullorðinna. Við hlið hans var ungstirnið Tom Cleverley, sem hef- ur byrjað inni á í báðum leikjum í deildinni og í leiknum um Sam- félagsskjöldinn. Hann hefur átt feiknalega góða leiki á miðjunni hjá Manchester United og þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára hefur hann slegið hinn reynslumikla Michael Carrick út úr liðinu. Við hlið Rooney í framlínunni var hinn tvítugi Daniel Nii Tac- kie Mensah Welbeck, betur þekkt- ur sem Danny Welbeck. Hann er fæddur og uppalinn í Manches- ter-borg og er því sérstaklega vin- sæll hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Manchester United árið 2005, þá 15 ára. Enn yngra lið mögulegt Jafnvel þó meðalaldurinn hafi ekki verið hár í byrjunarliðinu á móti Tottenham, þá hefði Sir Alex auð- veldlega getað stillt upp byrjunar- liði þar sem meðalaldurinn væri enn lægri. Í leiknum á móti Tot- tenham voru nefnilega ekki hinir 21 árs gömlu tvíburabræður Fabio og Rafel da Silva. Þá var mexí- kóska stjarnan Javíer Hernandez ekki í byrjunarliðinu. Á meðfylgj- andi mynd má sjá mögulegt byrj- unarlið Manchester United, skipað eintómum unggæðingum. Ekkert pláss er fyrir stórstjörnur á borð við Wayne Rooney, Ryan Giggs, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Micha- el Carrick, Michael Owen og Di- mitar Berbatov. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.