Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Page 23
Viðtal | 23MIðvikudagur 24. ágúst 2011 Ofsótt af óðum kærasta hvítt hyski sem léti þetta yfir sig ganga, eins og ég þyrfti að verja það hvað ég hefði verið að gera og af hverju hann gerði þetta gagnvart mér. Mér var sagt að lögreglan yrði að tala við barnavernd en börnin voru ekki einu sinni heima þar sem þetta var pabbahelgi. Síðan var sett út það að það væri drasl heima hjá mér, jú, það var drasl en maðurinn hafði líka gengið berserksgang heima hjá mér og ég hafði farið út kvöldið áður og kastað einhverjum föt- um á sófann. En þetta var ekk- ert sem ég gat ekki tekið saman á nokkrum mínútum. Þannig að ég upplifði hroka gagnvart mér.“ Seinna fór hún svo upp á lögreglustöðina í Breiðholti og ræddi við lögreglumann á vakt. Hann var mjög almennilegur en varaði hana þó við því að ef hún legði fram kæru á hendur manninum væri viss hætta á því að hann myndi æsast enn frekar upp. „Ég gaf skýrslu en var ráðlagt að kæra ekki því ég var hvort eð er ekki stórslös- uð, ég var ekki brotin eða neitt slíkt.“ „Vona að þú fáir frið í hjarta“ Nokkrum dögum seinna sendi hann henni svo SMS: „Þú ert svo falleg, yndisleg og frábær bið fyrir ykkur og vona að þú fáir frið í hjarta og líði betur með sjálfa þig og þá sem þér þykir vænt um <3<3<3“ Hann ætlaði ekkert að gef- ast upp og var í stöðugu sam- bandi við hana, með ýmiss konar játningar og yfirlýsing- ar. Þann 20. desember sendi hann til dæmis: „Æj S mín :-* við elskum hvort annað svoo heitt!!! En viljum við halda áfram í stríði við ástina, eða gefa henni frið svo hjartað slái amk rétt?? Því ég get ekki meir af reiði og áhyggjum yfir þér sem ég elska svo heitt <3<3<3“ Hún fór til ráðgjafa sem hjálpaði henni að takast á við afleiðingarnar og vera sterk en með endalausum ástarjátn- ingum og fögrum orðum tókst honum að vinna hana aftur. „Maður verður háður þess- um fögru orðum,“ segir hún og andvarpar um leið og hún hristir husinn af vanþóknun. Þráði fjölskyldulíf Hann stóð sig síðan vel í allan vetur en þegar skólanum lauk í vor byrjaði ballið aftur. „Síð- ustu fjóra mánuði var hann hjá mér, einstæðri móður í lág- launavinnu, án þess að leggja sitt af mörkum til heimilisins. Þannig hefur það verið, mynstrið, síðan við kynnt- umst, hann var góður í þrjá mánuði en sprakk svo. Hann er tifandi tímasprengja og hagaði sér oft eins og vitleys- ingur. Það fór auðvitað í taug- arnar á mér en svona menn eru snillingar í því að eigna sér konur, fyrst með því að ýta vinum mínum frá mér og síð- an fjölskyldunni. Ég veit það, að ef ég hefði haldið þessu áfram hefði ég ekki átt neinn að nema hann.“ Fyrir rúmum mánuði fékk hún svo nóg og henti honum út. Viku síðar komst hún að því að hún væri ólétt. Hann lét sér ekki segjast og hélt áfram að reyna. „Þegar ég sagði honum að ég væri ófrísk en vildi ekki taka við honum aftur þá hringdi hann í barnaverndarnefnd og sagð- ist vera hræddur um að ég væri farin á fyllerí og í dóp. Ég fór ekki á fyllerí. Aftur á móti fór ég strax að taka fólín- sýrur þó að ég vissi ekki hvort ég gæti ekki átt þetta barn. Ég þráði þetta fjölskyldulíf en vissi það innst inni að ég gæti ekki leyft þessum manni að fylgja mér allt mitt líf. Ég var því rosa- lega viðkvæm.“ „Með geðveikisglampa í augunum“ Í síðustu viku kom hann svo heim til hennar og gekk beint inn á bað þar sem hann klippti brjóstahaldarann hennar í sundur. Morguninn eftir sá hún þetta, reiddist og bað hann að fara. „Þá fór hann inn í fataherbergi og reif niður kjól- ana mína. Ég sagði honum að fara út en hann brjálaðist, tók í höndina á mér með þennan geðveikisglampa í augunum.“ Dóttir hennar var heima og vegna hennar hélt hún ró sinni en var ákveðin í því að hann yrði að fara. Hann lét ekki segj- ast og reyndi að henda óhreina tauinu ofan í klósettið. „Ég var orðin svo hrædd að ég tók skæri sem ég gæti not- að mér til varnar í ein- hverri geðshræringu. Ekki það, ég hefði ekki notað þau gegn honum. Hann sló þau síðan úr höndunum á mér og kýldi mig síðan.“ Óttinn og sárs- aukinn tóku völd- in og það sem gerð- ist næst er í þoku. „Dótt- ir mín segir að hann hafi kýlt mig ítrekað en ég er nán- ast viss um að hann hafi bara kýlt mig einu sinni í andlitið en tekið á mér víðar. Ég er allavega marin og blá bæði á hálsinum og líkamanum.“ Gæti hann drepið? „Ég sá það að hann var tilbú- inn til að drepa mig.“ Hún seg- ir að þegar morð var framið á Íslandi um daginn hafi hann sagt að það væri ekki skrýtið að menn færu þessa leið því af- plánunin er svo stutt. „Ég var sammála því og við ræddum þetta aðeins. Seinna velti ég því fyrir mér hvort hann væri jafnvel maður til þess að gera þetta sjálfur. Hann virðist ekki hafa stjórn á sér svo það gæti endað illa þegar hann byrjar. Hann er svo eigingjarn á mig að ég held að hann sé til- búinn til að gera ýmislegt til að missa mig ekki.“ Henni stóð allavega ekki á sama þegar hún stóð frammi fyrir honum í eldhúsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.