Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Qupperneq 20
20 | Fókus 24. ágúst 2011 MIðvikudagur Leikverk um netið Leikverkið School of Trans- formation er gagnvirkt leik- verk um netið. Leikverkið er sýnt í Tjarnarbíói og þar eru áhorfendur virkir þátttakendur í verkinu. Áhorfendur setjast á skólabekk þar sem þeir verða leiddir í allan sannleikann um hinn hnattræna leikvöll sem netið er, þar sem sviðsetning, neysluhyggja og langanir stýra hegðun manna. Samkvæmt að- standendum verksins verður áhorfendum kennt að skilja betur afleiðingar þess sem hann kýs um leið og frumstæð- ar hvatir hans og kraftar veita honum færi á að nýta mennt- un sína tafarlaust. Sýningin er samvinnuverkefni netleik- hússins Herbergi 408 og norska leikhópsins Mobile Homes. Sýningin er fjórir og hálfur tími með tveimur hléum og boðið er upp á veitingar. Nokkrar sýningar verða í Tjarnarbíói dagana 24. ágúst til 1. sept- ember og miðaverð er 3.200 krónur. Skjaldbakan sett á svið Gamansami einleikurinn Skjaldbakan verður sýnd- ur á Norðurpólnum mið- vikudagskvöldið 24. ágúst klukkan 20. Leikari í Skjald- bökunni er Smári Gunnars- son og leikstjórn er í höndum Árna Grétars Jóhannssonar. Verkið er byggt á því þegar risaskjaldbaka kom að landi í Hólmavík 1963. Þetta þótti nokkuð merkur atburður enda skjaldbakan gríðar- stór að vexti og er þetta í eina skiptið sem vita er til þess að slíkt dýr hafi komið að landi á Íslandi. Verkið fjallar um samband ungs manns við veiðimann dýrsins en milli þeirra myndast órjúfanlega bönd. Verkið hefur verið sýnt við góðan orðstír á Hólmavík og einnig á einleikjahátíðinni Act Alone á Ísafirði. Miðaverð er 2.000 krónur. Innrásarvíkingar með uppistand Innrásarvíkingarnir Beggi blindi, Rökkvi Vésteins og Elva Dögg Gunnarsdóttir standa að baki nýjum uppistandshópi. Beggi og Rökkvi eiga báðir að baki dágóðan feril í uppistandi. Beggi, sem er blindur eins og viðurnefnið gefur til kynna, var valinn fyndnasti maður Menntaskólans við Hamrahlíð 2004 og hefur skemmt víða um land. Rökkvi hefur verið með uppistand á Íslandi, Írlandi, Englandi, Hollandi, Belgíu og Kanada. Elva Dögg er frekar ný í uppistandsheiminum en þyk- ir hafa skarpan og beinskeyttan húmor. Hún er eini uppistand- arinn á Íslandi með Tourette- heilkenni og gerir óspart grín að sjálfri sér. Sýningin fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akur- eyri, fimmtudaginn 25. ágúst og hefst klukkan 20. Miðaverð er 1.500 krónur. M aður kaupir ekki hálfan heiminn fyr- ir lánsfé eitt, sagði roskinn maður við mig um útrásina,“ segir Stefán Snævarr. Hann seg- ir í formála bókar sinnar, Kredda í kreppu, að hún sé skrifuð með hjartablóði og að hann hafi ekki getað sofið vegna hrunsins. „Efni þessarar bókar hefur ver- ið mér ofarlega í huga í mörg ár. Þegar hrunið varð þá rann mér blóðið til skyldunnar. Ég sett- ist einfaldlega niður og einsetti mér að klára verkið.“ Frjálshyggjumenn eru hættulegir Bókin er nýkomin í verslanir á Íslandi og í henni gagnrýn- ir Stefán frjálshyggjumenn fyr- ir ofstæki og kreddutrú og líkir þeim við kommúnista. „Já, ég er óhræddur við að líkja frjálshyggjumönnum við kommúnista. Þeir eiga sér draumsýn, útópíu, rétt eins og kommúnistar. Þeirra blæti er frjáls markaður og þeim yfir- sést að hann er ekki framkvæm- anlegur. Frjáls markaður er draumsýn vegna þess að það geta ekki allir haft fullkomna yfirsýn yfir kosti og jafnt aðgengi að upplýsingum. Auðmenn og aðrir valdsmenn hafa að jafn- aði mesta yfirsýn og oft hafa þeir líka betra aðgengi að upp- lýsingum. Tilraunir til þess að raungera frjálsan markað hafa oft leitt til mikilla hörmunga í heiminum. Frjálshyggjumenn eru stundum varhugaverðir, al- veg eins og kommarnir forðum. Ég tek dæmi um skelfilegar afleiðingar blindrar frjálshygg- jutrúar í bókinni. Á Nýja-Sjá- landi voru til að mynda allir þættir raforku einkavæddir með hörmulegum afleiðingum, Auckland var rafmagnslaus í fimm vikur og þurfti að láta her- inn bjarga málunum. Niðurstaðan er í megin- atriðum sú að tilraunir til þess að raungera frjálsan markað leiða oft til samþjöppunar auðs á fárra hendur. Þeir sem mest þéna á viðskiptum geta notað auðinn til að afla sér valda, samanber ástandið á útrásar- árunum. Þeir geta líka til að taka markaðinn úr sambandi, sé það þeim í vil. En það þýðir ekki að markaðurinn hafi enga kosti, síst vil ég mæla með allsherjar- þjóðnýtingu. Blandaður mark- aðsbúskapur er illskásti kostur- inn.“ Hagfræðin er aum vísindi Stefáni ofbýður einnig oftrú frjálshyggjumanna á vissum hagfræðikenningum. „Frjáls- hyggjumenn á Íslandi eru margir blindir á að fræðileg- ur grundvöllur hagfræðinnar er ekki ýkja sterkur. Þeir eru óskiljanlega trúaðir á illpróf- anlegar kreddur vissra hag- fræðinga og lítið meðvitaðir um gagnrýni á þessar kreddur. Þetta er séríslenskt,“ telur Stef- án. „Í Bandaríkjunum, landi frjálshyggjunnar að margra mati, er gagnrýni á frjálshyggj- una mikil og harðskeytt. Frjáls- hyggjumenn eru líka með- vitaðir um hana og taka hana til greina. Hér á landi taka ís- lenskir frjálshyggjumenn gagnrýni á kreddur ekki til sín. Þeir eru margir hverjir óskap- lega hrokafullir og miklir bet- urvitrungar rétt eins og komm- únistar voru á sínum tíma. Það gerir þá sérstaklega hættu- lega.“ Kommúnistar líka hættulegir Stefán gefur vinstrisósíalist- um einnig á baukinn. „Það er engu minna hættuspil að reyna að framkvæma lýðræðislegan sósíalisma og frjálsan markað. Ég gagnrýni bæði frjáls- hyggjumenn og vinstrirót- tæklinga. Móteitrið við báðum er hörð miðjustefna og mjúk hentistefna. Ég skýt skildi fyrir velferðarríkið og hugmyndina um samræðulýðræði. Sú síðar- nefnda sýnir heldur betur ágæti sitt í stjórnlagaráði.“ Stefán bendir á að íslenskir vinstrimenn hafi verið afskap- lega óduglegir við það í gegn- um tíðina að halda uppi rök- ræðum við frjálshyggjumenn. „Þegar frjálshyggjan fór að láta á sér kræla fyrir rúmum ald- arþriðjungi voru sjálfstæðis- menn taldir jarðbundnir og lítið fyrir pælingar. Kommarn- ir voru meira fyrir pælingarn- ar. Voru íslenskufræðingar og ljóðskáld upp til hópa,“ seg- ir Stefán í gamansömum tón. „Þeir voru vanir menningar- legri orðræðu um stjórnmál og sniðugheitum og orðskrúði frá Halldóri Laxness. Þegar Hannes fór að kynna Milton Friedman gáfust vinstri- menn hreinlega upp. Það var svolítið ömurlegt hjá þeim greyjunum.“ Rótgróin frjálshyggja Stefán segir allt aðra sögu af uppgangi frjálshyggju í Noregi. „Það kom frjálshyggjubylgja í Noregi en hún hjaðnaði nið- ur. Í Noregi var hörð gagnrýni á frjálshyggjuna og vinstrimenn stunduðu öðruvísi orðræðu en hér heima. Þar í landi voru vinstrimenn ekki síður hag- fræðimenntaðir en hægrimenn og ekki eins einsleitir sem þjóð- félagshópur.“ Stefán telur að þessi magn- aði uppgangur frjálshyggjunn- ar hafi haft ákveðin áhrif á það hversu rótgróin frjálshyggjan er hér á landi. „Í öllum siðmennt- uðum löndum er greint á milli frjálslyndisstefnu og frjáls- hyggju. Hér á landi er þessu slegið í einn bálk. Allt sem er kennt við frelsi og frjálslyndi er blandað frjálshyggju. Hér vantar að aðgreina þetta tvennt.“ Munaðarlausir íhaldsmenn á Íslandi „Fullkomlega óhugsandi, eng- an áhuga á því. Ekki nokkurn einasta,“ segir Stefán aðspurður um það hvort hann gæti hugs- að sér að taka þátt í stjórnmál- um. Hann er skráður í Samfylk- inguna. „Enn sem komið er,“ segir Stefán því hann sagði sig úr flokknum þegar hann mynd- aði stjórn með Birni Bjarnasyni. „Þá sendi ég flokknum harð- orðan póst þar sem ég gagn- rýndi daður sumra leiðtoga Samfylkingar við útrásarauð- valdið. Ég gekk svo aftur í flokk- inn árið 2009.“ Hann hefur verið í Samfylk- ingunni síðan þótt hann seg- ist hallur undir íhald. Þá helst menningarlegt íhald. Hann segist hallast að því að íhaldið sé hálfmunaðarlaust hér á landi og segir rúm fyrir íhaldsflokk á Ís- landi. „Þetta lið sem lá fyrir útrásar- víkingunum er góðu heilli ekki við völd,“ segir Stefán spurð- ur um hvernig honum hugnist stjórnarhættir Samfylkingar í dag. „Ég lafi nú ennþá í flokknum en tek ekki bakföll af hrifningu,“ bætir hann við. „Samtal við sjálfan mig“ Stefán er prófessor í heimspeki og því er ef til vill viðeigandi að bókin sé skrifuð í formi vanga- veltna. Þær segir Stefán hvetja til umhugsunar. Vangaveltur séu ekki endilega til að fá les- endur til að samsinna skoðun- um hans. „Þessi bók er svona svolítið samtal við sjálfan mig. Það er hefð fyrir því innan heim- spekinnar, aðalmálið er ekki að fá lesandann til að verða sam- mála mér um allt heldur benda á möguleika. Mjög margar setn- ingar enda á spurningamerki. Það er hefðin frá Sókratesi, þetta er samræða en ekki einræða.“ Stefán er einnig ljóðskáld og segir að í raun megi líka segja að hin ljóðræna samtalslist gangi aftur í bókinni. „Það er einkenni ljóðanna að ljóðskáldið býður lesandanum í samtal þar sem honum er boðið að túlka.“ Frjálshyggjumenn varhugaverðir „ Í öllum sið- menntuðum löndum er greint á milli frjálslyndis- stefnu og frjáls- hyggju. Hér er þessu slegið saman í einn bálk. n Bók Stefáns Snævarr hörð gagnrýni á frjálshyggju jafnt sem kommúnisma n Rótgróin frjálshyggja hér á landi Kommúnistar og frjáls- hyggjumenn „Ég er óhræddur við að líkja frjálshyggjumönnum við kommúnista. Þeir eiga sér draumsýn, útópíu, rétt eins og kommúnistar. Þeirra blæti er frjáls markaður og þeim yfirsést að hann er ekki fram- kvæmanlegur.“ Skráður í Samfylkinguna „Ég lafi nú ennþá í flokknum, en tek ekki bakföll af hrifningu.“ Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.