Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13MIðvikudagur 24. ágúst 2011 Brenndu barnæskuna burt ­viðtöl­vildu­ekki­kannast­við­að­hafa­ verið­ beittir­ harðræði­ á­ Kumbara- vogi.­Þessir­einstaklingar­sögðu­for- stöðuhjónin­almennt­hafa­verið­góð­ og­hugsað­vel­um­vistmenn.­ „Fósturbræður­okkar­margir­hafa­ verið­ fastir­ í­ þessu­ Stokkhólmheil- kenni­ og­ vilja­ ekkert­ um­ þetta­ tala,“­ segir­María.­„Þó­þeir­hafi­viljað­við- urkenna­ það­ þá­ finnst­ þeim­ öðrum­ bara­ekki­koma­það­við,“­skýtur­Erna­ inn­ í.­ „Þeir­ vilja­ bara­ þögn,“­ bætir­ hún­ við.­ „Það­ er­ samt­ einkennilegt­ að­ það­ eru­ einhverjir­ sex­ af­ þeim­ sem­hafa­sótt­um­bætur­en­þeir­hafa­ látið­Kristján­halda­það­að­þeir­séu­á­ hans­bandi.­Það­eru­þeir­svo­sannar- lega­ekki,­enda­eru­þeir­að­sækja­um­ bætur­fyrir­illa­meðferð,“­segir­María.­ „Það­er­bara­sorglegt­ fyrir­þá­að­ lifa­ með­ þessu­ og­ vilja­ ekkert­ vinna­ úr­ þessu.­ Halda­ bara­ áfram­ lífinu­ og­ þetta­er­alltaf­að­naga­þá,“­segir­Erna. Töldu ástandið eðlilegt Kumbaravogssystur­ vilja­ ekki­ fara­ mikið­ út­ í­ lýsingar­ á­ dvöl­ sinni­ á­ Kumbaravogi.­Þeim­kafla­í­lífi­þeirra­ er­lokið­„Nú­getum­við­snúið­baki­við­ fortíðinni­ og­ farið­ að­ líta­ fram­ veg- inn,“­ segir­ Erna.­ Þær­ benda­ þó­ á­ að­ sem­ börn­ hafi­ þær­ verið­ svo­ sam- dauna­aðstæðunum­sem­þær­bjuggu­ við­ að­ þær­ gerðu­ sér­ ekki­ grein­ fyr- ir­ því­ að­ eitthvað­ væri­ að.­ Það­ var­ ekki­ fyrr­en­þær­ fóru­að­ lýsa­vinnu- skyldum­ sínum­ fyrir­ öðrum­ börn- um­ í­ skólanum­ að­ þeim­ varð­ ljóst­ að­svona­væri­þetta­ekki­á­eðlilegum­ heimilum.­ Börnum­ var­ ekki­ þrælað­ út­í­vinnu,­líkt­og­þær­töldu­eðlilegt.­ „Þegar­ég­fór­að­segja­frá­þá­varð­al- veg­ steinþögn­ og­ börnin­ stóðu­ sem­ lömuð,“­ segir­ Jóhanna­ um­ viðbrögð­ skólasystkina­ sinna.­ „Svo­ sagði­ ein­ stelpan:­Jóhanna,­svona­er­ekki­kom- ið­fram­við­börn.“ Jóhanna­og­Erna­stigu­báðar­fram­ í­DV­á­sínum­tíma,­eftir­að­Elvar­fóst- urbróðir­ þeirra­ hafði­ greint­ frá­ kyn- ferðisofbeldinu­sem­hann­var­beittur.­ Þær­ sögðust­ báðar­ hafa­ verið­ áreitt- ar­af­Karli­Vigni.­Þær­lýstu­því­hvern- ig­hann­mætti­ítrekað­með­sælgæti­á­ Kumbaravog­og­náði­þannig­að­lokka­ börnin­til­sín. Gott að geta farið Það­ er­ um­ mánuður­ síðan­ Erna,­ Jó- hanna­ og­ María­ tóku­ sameiginlega­ ákvörðun­ um­ að­ ljúka­ málinu­ með­ gjörningi.­Þær­líta­á­brennuna­sem­sitt­ síðasta­verk­gagnvart­Kumbaravogi­og­ eru­allar­sammála­um­að­það­hafi­ver- ið­mjög­góð­tilfinning­að­sjá­líkanið­af­ Kumbaravogi­brenna­til­ösku.­„Það­var­ ofsalegur­ léttir­ þegar­ þetta­ var­ farið­ burtu,“­segir­Erna.­ „Mér­ fannst­ það­ líka­ svo­ góð­ til- finning­að­geta­farið­í­burtu.­Við­vor- um­alltaf­læstar­inni­á­lóðinni­og­feng- um­ ekki­ að­ leika­ okkur­ við­ einn­ eða­ neinn­ eða­ fara­ eitt­ né­ neitt.­ Það­ var­ svo­góð­tilfinning­að­vera­þarna­frjáls- ar­og­geta­bara­farið,“­segir­María. Líkanið­ var­ nokkuð­ líkt­ íbúðar- húsinu­ á­ Kumbaravogi­ en­ þó­ aðeins­ dekkra­ yfirlitum­ og­ fyrir­ gluggunum­ voru­ rimlar.­ Þá­ var­ textinn­ „Arbeit­ macht­frei“­eða­vinnan­frelsar­yður,­rit- aður­á­líkanið.­En­það­er­sami­texti­og­ stóð­fyrir­ofan­hlið­ýmissa­útrýmingar- búða­ nasista,­ meðal­ annars­ í­ Ausch- witz-útrýmingarbúðunum­í­Póllandi.­ Styrkti þær mikið Kumbaravogssystur­vilja­að­það­komi­ skýrt­ fram­ að­ barátta­ þeirra­ hafi­ ekki­ snúist­um­peninga.­Einnar­krónu­bæt- ur­ hefðu­ nægt.­ Vðurkenningin­ skipti­ öllu­máli.­Að­ljóst­yrði­hvernig­farið­var­ með­börnin­á­Kumbaravogi. Þær­ vilja­ koma­ á­ framfæri­ þakk- læti­ til­ allra­ sem­ studdu­ þær­ í­ þessu­ erfiða­ máli,­ en­ þeim­ bárust­ þúsund- ir­ stuðningsyfirlýsinga­ meðan­ á­ bar- áttunni­stóð.­„Við­ finnum­svo­mikinn­ mun­ á­ okkur,­ hvað­ við­ erum­ sterkar.­ Þetta­ hefur­ styrkt­ okkur­ mjög­ mikið,“­ segir­Erna.­Þær­telja­það­hafa­gert­sér­ gott­að­gera­málið­upp­á­þennan­hátt.­ Nú­finna­þær­loksins­frið­í­sálinni,­eitt- hvað­sem­þær­upplifðu­ekki­áður.­„Nú­ snúum­ við­ okkur­ bara­ til­ framtíðar.­ Þetta­er­ farið­og­endaði­vel,“­segir­ Jó- hanna­og­hinar­samsinna­því. Mátti þola ýmislegt þegar hún skrifaði um Kumbaravog: Líflátshótanir og korti lokað Ýmsar hindranir urðu á vegi Önnu Kristine þegar hún vann að greinaröð um Kumbaravogs- málið. Henni var ekki bara hótað lífláti, heldur varð hún fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera þjófkennd eftir að kreditkortið hennar var tilkynnt stolið að henni forspurðri. Hún hafði verið í viðskiptum við Landsbankann en svo vildi til að annar bankastjóri bankans á þeim tíma, Halldór Jón Kristjánsson, er sonur Kristjáns Friðbergssonar, fyrrverandi forstöðumanns á Kumbaravogi. Anna Kristine fékk aldrei neinar skýringar á því af hverju kortið hennar hafði verið tilkynnt stolið þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Hún hafði ætlað að nota kortið til að greiða fyrir matvöru þegar upp kom tilkynning um að taka ætti kortið af henni. Verslunarstjórinn tilkynnti henni jafnframt að hann ætti í raun að kalla til lögreglu. Það var þó ekki gert en skömmin var mikil engu að síður. „Við vildum helst bara láta tæta þessa skýrslu, en það var ekki hægt Allt farið Erna, Jóhanna og María segja það hafa verið góða tilfinningu að sjá Kumbaravog brenna til ösku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.