Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Þriðjudagur 24. ágúst 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Skiptu út óholla matnum *Vörur og Verð í Bónus Hreinir ávextir í stað sulta Ert þú einn af þeim sem færð þér ristaðar brauðsneiðar með osti og marmelaði á morgnana? Ef þú vilt tileinka þér heilsusamlegri lífsstíl væri ekki úr vegi að borða hreina ávexti eða hreinar sultur í stað þeirra sykruðu. Margar tegundir sultu eru yfirfullar af sykri og sætu- efnum en í ávöxtum er aðeins náttúrulegur ávaxtasykur, sem gefur þér þó sæta bragðið sem þú ert að leita að. Hitaeiningarnar eru færri og í ávöxtum eru engin rotvarnarefni. Sætar kartöflur í stað hefðbundinna Jafnvel þó kartöflur séu ágætlega næringarríkar eru sætar kartöflur líklega betri valkostur. Sykurstuðull sætra kartaflna er mun lægri en hefðbundinna og þú upplifir því síður nístandi sykurþörf eftir að hafa borðað sætar kartöflur. Þær innihalda flókin kolvetni og eru hlaðnar steinefnum og vítamínum, meðal annars beta-karótíni sem rannsóknir benda til að geti minnkað líkur á sumum krabbameinum. Þess má þó geta að ekki hefur verið staðfest að andoxunarefni ein og sér geti komið í veg fyrir sjúkdóma. Prófaðu að baka sæta kartöflur eða skera þær niður í báta og elda. Brún hrísgrjón fyrir hvít Brún hrísgrjón sem ekki hafa verið afhýdd hafa fjölda æskilegra næringar- og steinefna fram yfir hvít hrísgrjón. Þau þurfa reyndar lengri suðu en hvít (hýðislaus) grjón og meira vatn þarf á þau. Í hýðinu eru prótín, járn, kalk og B-vítamín sem tapast ef grjónin eru afhýdd. Bragðið er nánast eins. Frystu jógúrt eða ávexti fyrir rjómaís Ís er einn vinsælasti eftirréttur sem völ er á en er því miður inniheldur rjómaís mikinn sykur og mikla fitu. Ef þú getur ekki án eftirréttar verið en þarft að passa hitaeiningarnar ættir þú að prófa að frysta fitusnauða jógúrt sem þú hefur blandað berjum og sítrusávöxtum saman við. Gott er að bæta einnig við ósöltuðum hnet- um. Slíkur eftirréttur er ekki aðeins gómsætur heldur einnig auðmeltan- legur, fitusnauður og sykurlítill. Ávextir í stað súkkulaðistykkis Eins og áður sagði er morgunkorn gjarnan kynnt sem megrunar- fæði og það sama gildir um mörg kornstykki sem seld eru við hlið hefðbundinna súkkulaðistykkja og annars sælgætis. Þau eru oft yfirfull af sykri, maíssýrópi og mettaðri fitu og innihalda sjaldnast færri hitaeiningar en súkkulaðistykki eða kexpakki. Ferskir ávextir eru miklu hollari valkostur og fullnægja oftar en ekki sykurþörfinni sem fólk finnur fyrir. 77 kr.* Poppkorn í stað snakks Ef einhver hefur velkst í vafa þá er rétt að upplýsa að hefðbundnar kartöfluflögur eru alls ekki hollur valmöguleiki þegar þig langar í eitthvað á milli mála eða á kvöldin. Þær eru oftast ríkar af mettuðum fitusýrum, sem geta meðal annars aukið líkur á hjartakvillum, þær eru oftast mikið saltaðar og innihalda nánast engin næringarefni. Ef þig dauðlangar í eitthvað bragðgott eftir kvöldmat skaltu skipta út kartöfluflögunum og velja poppkorn. Gættu þess bara að velja ekki örbylgjupopp sem er stútfullt af salti og fitu. Best er að poppa sjálfur og skera saltið heldur við nögl. Úr poppmaís færðu andoxunarefni, trefjar og næringarefni. Þú getur „sparað þér“ um 200 hitaeiningar á 25 gramma skammti. 249 kr.* 198 kr. * 345 kr/kg.*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.