Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 24. ágúst 2011 MIðvikudagur Þ ví miður þá eru fjöl- mörg dæmi sem sýna að Umhverfis stofnun stendur ekki undir nafni og skyldum þegar kemur að eftirliti með mengandi fyrirtækjum,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þing- flokks VG. Bændur í Kjósahreppi hafa áhyggjur af því að ekki sé allt með felldu þegar kemur að mengunareft- irliti við álver Norðuráls á Grundar- tanga. Benda margir þeirra á að erfitt sé að treysta niðurstöðum úr meng- unareftirliti þar sem álverið sjái sjálft um mengunareftirlit. Samdóma álit þeirra sem DV hefur rætt við og þekkja til málsins er að eftirliti hér á landi sé verulega ábótavant sé miðað við samskonar eftirlit í nágrannalöndum. DV ræddi nýlega við Sigurbjörn Hjaltason, bónda á Kiðafelli og fyrr- verandi sveitarstjóra Kjósahrepps, en hann telur líkur á því að flúormengun frá álverinu á Grundartanga hafi vald- ið veikindum og dauða sauðkinda í sinni eigu. Hann hefur farið fram á að bein verði send í óháða rannsókn. Hann segir að honum sé ómögulegt að líta á mengunareftirlit Umhverf- isstofnunar sem óháð eftirlit þar sem álverið sjái sjálft um að ráða skoðun- araðila. Samkvæmt umhverfisvöktun- arskýrslu frá síðasta ári mælist sauðfé frá einum tólf bæjum í Hvalfirði vel yfir hættumörkum hvað flúormeng- un varðar. RÚV fjallaði í vetur um mál Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, hrossa- bónda við Kúludalsá í Hvalfirði, sem telur að tengja megi dularfull veikindi hesta hennar við flúormengun frá ál- verinu. Mikil aukning flúormengunar hefur orðið á svæðinu með tilkomu álvers Norðuráls á Grundartanga. Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir eftirlit full- nægjandi. Mengunarvaldar velja skoðunaraðila Samkvæmt upplýsingum frá Um- hverfisstofnun er umhverfiseftir- liti með Norðuráli þannig háttað að álverið sér sjálft um að semja við skoðunaraðila. Það er svo í hönd- um Umhverfisstofnunar að votta og viðurkenna niðurstöður skoðunar- aðilanna. Aðspurður hvort ekki sé óheppilegt að fyrirtækið sjái sjálft um að semja við þann aðila sem fenginn sé til að sinna mengunareftirliti seg- ir Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, að það sé alvana- legt. „Sko, mælingarnar eru sjálfvirk- ar. Ég veit ekki hvort þeir gætu breytt niðurstöðum með því að hakka sig inn í tækin eða gera eitthvað, en ég sé ekki að það sé hagur í því fyrir þá.“ Að- spurður hvort ekki komi til greina að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt, þannig að óháðir aðilar stýri rannsóknum og eftirliti, segir Krist- ján: „Þetta hefur verið til umræðu en við höfum aldrei séð rök fyrir því að breyta þessu.“ Kristján bendir enn fremur á að samkeppnissjónarmið komi í veg fyr- ir að ríkið stýri því hverjir geri úttektir á fyrirtækjum, auk þess sem það gæti orðið óhagstæðara fyrir fyrirtækin. Fyrirtæki sem vöktuð eru af Umhverf- isstofnun senda árlega frá sér svokall- að „Grænt bókhald“ sem unnið er af ráðgjafarfyrirtæki sem fyrirtækin sjálf velja sér. Eftirlitsaðilar á vegum stofn- unarinnar gera ekki úttektir í fyrir- tækjum óumbeðnir en Umhverfis- stofnun hefur eingöngu farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit á síðustu sex árum. Í öll skiptin vegna utanað- komandi ábendinga en aldrei að eigin frumkvæði. Stofnunin hefur eftirlits- skyldu með 120 fyrirtækjum í landinu sem flest hver eru stærri verksmiðjur eða iðnaðarfyrirtæki þar sem unnið er með mengandi eða hættuleg efni. Þá hefur stofnunin framselt hluta þess eftirlits til heilbrigðiseftirlitsstofnana landsins. Lítið traust „Hún gat ekki nærst lengur og drapst að lokum úr hor,“ sagði Sigurbjörn Hjaltason í samtali við DV á dögun- um. Hann tók eftir því síðasta vetur að óeðlilega mikið af kindum dróg- ust upp og áttu erfitt með að nærast. Við nánari skoðun kom í ljós að þær voru margar hverjar með mikil þykk- ildi og bólgur í kjálkabeinunum. Að lokum fór svo að ein þeirra drapst úr hungri en hann geymir hauskúpu hennar sem hann vonast til að fari í óháða rannsókn í haust. Sigurbjörn telur líkur á því að flúormengun frá álverinu á Grundartanga hafi valdið veikindum kindanna. Hann bendir meðal annars á að kindin sem drapst hafi verið fædd árið 2006, en sama ár varð mengunarslys í álverinu með þeim afleiðingum að mikið magn flúors slapp út í umhverfið. Samkvæmt upplýsingum frá Um- hverfisstofnun tvöfaldaðist magn flúors í sauðfé og öðrum langlífum dýrum í kjölfar slyssins. Sigurbjörn sagðist allt eins búast við því að sömu örlög biðu fleiri kinda sem nú eru uppi á fjöllum. Aðspurður hvort hann telji að rannsókn á hauskúpunni muni leiða í ljós að flúormengun hafi grandað kindinni sagði Sigurbjörn: „Ég veit það ekki, einhvern veginn treystir maður ekki þeim rannsóknum sem gerðar eru á vegum iðjuveranna sjálfra. Betra væri að bíða þess að um- hverfisvöktunin fari úr þeirra hönd- um til óhlutdrægs aðila á vegum um- hverfisráðuneytisins eins og ég held að vilji umhverfisráðherra sé. Það er auðvitað bara della að láta álverið sjá um rannsókn á sjálfu sér.“ Veldur ekki hlutverki sínu „Eftirlit Umhverfisstofnunar hefur alla tíð verið frekar lélegt,“ segir Bergur Sig- urðsson í samtali við DV og tekur fram að undanfarin misseri hafi komið upp mál sem benda til þess að eftirliti hjá stofnuninni sé ábótavant. Í mars fjöll- uðu fjölmiðlar til að mynda mikið um að gögn og sýni úr aflþynnuverk- smiðju Becromal á Krossanesi við Ak- ureyri hafi sýnt að mun meira magn af vítissótamenguðu vatni færi í sjóinn en starfsleyfi verksmiðjunnar gerði ráð fyrir. Þetta viðgekkst til lengri tíma án athugasemda frá Umhverfisstofn- un. Verksmiðja Becromal tók til starfa í ágúst 2009 en Gauti Hallsson, fram- kvæmdastjóri Becromal á Íslandi, staðfesti að umframlosunin hefði átt sér stað allar götur síðan. Þá vakti annað mengunarmál mikla athygli í vetur þegar díoxínmengun sem upprunnin var frá sorpbrennslu- stöðinni Funa á Ísafirði mældist í mjólkursýni. Matvælastofnun stöðv- aði í kjölfarið sölu búfjárafurða, bæði mjólkur og kjöts, frá Engidal þegar þrávirk aðskotaefni greindust yfir leyfi- legum viðmiðunarmörkum í mjólkur- sýni frá bænum. Brennslustöðin var í sjö ár undanþegin reglum um losun eiturefnisins. Díoxín er krabbameins- valdandi og getur valdið sjúkdómum í fólki. Fyrirspurnir íbúa á Ísafirði urðu til þess að Mjólkursamsalan (MS) á staðnum réðst í að gera mælingu á þrávirkum aðskotaefnum í afurðum. Umhverfisstofnun var í kjölfarið gagn- rýnd harðlega fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu. Í kjölfarið gaf ríkisendurskoðun út skýrslu þar sem fram kom að Umhverfisstofnun hefði ekki valdið hlutverki sínu að fullu og brotið reglugerðir ítrekað er varða eft- irlit með sorpbrennslustöðvum. Lélegt eftirlit á stefnuskrá Fyrr í vetur sagðist Umhverfisstofnun stefna á heildstæða úttekt og skoðun á því hvort og þá við hvaða aðstæður gætti skaðlegra áhrifa flúormengunar. RÚV hefur fjallað um Ragnheiði Þor- grímsdóttur í Hvalfirði sem sendi Um- hverfisstofnun erindi vegna óþekktra veikinda sem hrjáðu hross hennar. Taldi hún að mikið magn flúors í bein- um hrossanna væri ástæða þess að hrossin virtust finna fyrir verkjum í fót- um og vera með hnúða og stirðleika í makka. Konan hafði gert samanburð á flúormagni í sínum hrossum og hross- um á Norðurlandi sem sýndi fram á að flúormagn í þeim fyrrnefndu mældist mun meira. Það tók Umhverfisstofnun tvö ár að komast að þeirri niðurstöðu að veikindi hrossanna samræmdust ekki skaða af flúormengun. Var sú nið- urstaða fengin frá sérgreiningarlækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Í bæklingnum „Lowest energy pri- ces“ (Lægsta orkuverðið) sem gefinn var út af markaðsdeild iðnaðarráðu- neytis og Landsvirkjunar árið 1995 og sendur á erlend stórfyrirtæki var með- al annars tekið fram að starfsleyfi fyrir stóriðju hérlendis væri vanalega sam- þykkt með lágmarkskröfum til um- hverfismála (e. the operating licence is usually granted with a minimum of environmental red tape). Þeir sem DV hefur rætt við og þekkja vel til meng- unareftirlits hér á landi eru sammála um það að opinber stefna hér á landi hafi orðið til þess að eftirlit með stór- iðju og mengandi fyrirtækjum hér á landi er eins aftarlega á merinni og raun ber vitni. Svandís Svavarsdóttir, núverandi umhverfisráðherra, hefur sagt að hún telji að eftirlitskerfi umhverfismála hér á landi þarfnist skoðunar rétt eins og eftirlitskerfi fjármálamarkaðarins. n Bændur í Kjósahreppi eru uggandi yfir flúormengun n Álverið stýrir því hver sér um eftirlitið n Bóndi segir ómögulegt að líta á slíkt mengunareftirlit sem óháð Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Álver velja sér skoðunarmenn Lélegt eftirlit „Eftirlit Umhverfisstofn- unar hefur alla tíð verið frekar lélegt,“ segir Bergur Sigurðsson í samtali við DV. Mengunarslys Ærin sem drapst fæddist sama ár og gríðarlegt magn flúors slapp út í nær- liggjandi umhverfi, en þá voru fyrstu jaxlar hennar á viðkvæmu þroskastigi. Semur við skoðunaraðila Samkvæmt upplýsingum frá Um- hverfisstofnun er umhverfiseftirliti með Norðuráli þannig háttað að álverið sér sjálft um að semja við skoðunaraðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.