Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 4
Svava Johansen
NTC ætlaði að klára
skuldaviðræður við
Landsbankann fyrir
áramót. Ekki liggur
fyrir hvort félagið
hafi klárað það en
hundruð milljóna
eru í húfi.
4 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað
Poppari ákærður í dópmáli
n Ákært vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls
R
íkissaksóknari hefur gefið
út ákærur á hendur tveimur
mönnum, á fimmtugs- og sex-
tugsaldri, sem handteknir voru
í október vegna gruns um aðild að
umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ríkissaksókn-
ara hefur annar mannanna nú þegar
hafið afplánun vegna aðildar að öðru
máli en gæsluvarðhald yfir hinum hef-
ur verið framlengt til loka janúar. Sá
hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því
hann var handtekinn þann 10. október
síðastliðinn.
Fíkniefnin fundust í gámi merktum
innflutningsfyrirtæki í Reykjavík sem
hann starfaði hjá, en gámurinn kom
hingað með gámaflutningaskipi frá
Hollandi. Um var að ræða tæplega 10
kíló af amfetamíni, 8.100 e-töflur, mörg
þúsund steratöflur, steralyf í vökva-
formi og 200 grömm af kókaíni.
Fram kom á blaðamannafundi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu um
miðjan nóvember að götuvirði efn-
anna væri mörg hundruð milljónir
króna. Um var að ræða mjög sterk efni
sem hefði mátt drýgja töluvert.
DV hefur greint frá því að eldri
maðurinn sem flæktur er í málið
sé þekktur poppari sem einnig hef-
ur starfað sem umboðsmaður. Sam-
kvæmt heimildum DV var hann ný-
orðinn afi þegar hann var handtekinn
vegna málsins. Maðurinn hefur sjálf-
ur haldið því fram að hann hafi verið
svikinn í málinu. Hann hafi einungis
átt að flytja inn stera. Hann hafði aldrei
komið við sögu lögreglu áður.
Hinn maðurinn sem flæktur er í
málið hefur komið við sögu lögreglu
áður og hlotið dóma í fíkniefnamál-
um. Á blaðamannafundi lögreglunnar
kom fram að hann væri talinn höfuð-
paur í málinu.
Samkvæmt upplýsingunum frá rík-
issaksóknara hafa ákærurnar ekki ver-
ið birtar mönnunum.
iess
járnsmíði
Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is
E
nn er allt á huldu varð-
andi samningaviðræður um
skuldaniðurfellingu tísku-
verslanaveldisins NTC, sem
er í eigu Svövu Johansen, við
Landsbankann. Hins vegar má búast
við því að erlendar skuldir félagsins
lækki um mörg hundruð milljónir
króna þegar útreikningur á leiðrétt-
ingu ólöglegra lána hefur farið fram.
NTC, sem rekur margar af vinsæl-
ustu tískuverslunum landsins, hef-
ur verið að sligast undan erlendum
skuldum undanfarin ár.
Í nýjasta ársreikningi félagsins
er gerður fyrirvari um að vafi leiki
á framtíðarrekstrarhæfi félagsins
nema stjórnendur NTC nái sam-
komulagi um nýja fjármögnun
félagsins við Landsbankann. Tekið er
fram í ársreikningnum að stjórnend-
ur hafi stefnt að því að ljúka viðræð-
um við bankann undir lok síðasta
árs. Félagið skuldaði alls um 1.733
milljónir króna og þar af um 1.361
milljón í erlendum gjaldmiðlum.
Talsmaður Landsbankans vill ekki tjá
sig um það hvort skuldauppgjörinu
sé lokið því bankinn tjáir sig ekki um
einstök mál en segir að í tilfellum þar
sem aðilar tóku erlend myntkörfu lán
fyrir hrun, geti þeir búist við að fá að
meðaltali um 40 prósenta niðurfell-
ingu af lánunum. Það myndi þýða
að erlendar skuldir verslanaveldis-
ins myndu lækka um 544 milljónir
króna.
Tók erlent lán vegna skilnaðar
Í skýringum í nýjasta ársreikningi
NTC segir: „Á árinu 2011 er fyrir-
hugað að samningsaðilar geri sam-
komulag um nýja fjármögnun
félagsins, þar sem útreikningur á
leiðréttingu ólöglegra lána fari fram,
endurgreiðslutími lána verði lengdur
og lánum breytt úr erlendum gjald-
miðlum í íslenskar krónur. Hlutafé
félagsins verður aukið í tengslum við
þetta samkomulag við bankann.“
Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir
hefur Svava Johansen forstjóri NTC
ekki látið DV ná í sig. Því liggur ekki
fyrir hvort skuldauppgjöri NTC við
Landsbankann sé lokið og hversu mik-
ið af skuldum félagsins verður fellt nið-
ur. Þá er heldur ekki ljóst hver kemur
með nýtt hlutafé inn í NTC.
Svava hefur áður sagt að erlendu
skuldirnar séu tilkomnar vegna
skilnaðar hennar við Bolla Kristins-
son árið 2005. Hún keypti hlut hans
í fyrirtækinu og tók fyrir kaupunum
lán í erlendri mynt. NTC gerði síðan
gjaldeyrisskiptasamning við Lands-
bankann árið 2008, rétt fyrir hrun.
Allt að 70 prósenta niðurfelling
Sem fyrr segir er ekki ljóst nákvæm-
lega hversu mikið skuldir NTC munu
lækka eftir samninga við Landsbank-
ann, en ef fyrirtæki hafa ekki tekjur í
erlendri mynt geta þau breytt lánum
sínum í íslenskar krónur. Þeir sem
tóku erlend lán, sérstaklega í jap-
önskum jenum, árið 2008, fá jafnan
mestu skuldaniðurfellinguna, enda
stökkbreyttust slík lán mest af öll-
um. Dæmi eru um að einstaklingar
hafi fengið allt að 70 prósent af lán-
um sínum felld niður í slíkum til-
fellum. Hins vegar er um að ræða
myntkörfu lán í nokkrum ólíkum
gjaldmiðlum hjá NTC og slík lán
lækka ekki jafn mikið.
Reka fataverslun á annarri
kennitölu
Þó að NTC berjist við gífurlegar
skuldir reka Svava og Björn K. Svein-
björnsson, maður hennar, annað fé-
lag sem heitir BS-trading ehf. Það
fyrirtæki var stofnað utan um rekst-
ur tískuvöruverslananna. Félagið er í
mjög góðum rekstri og var hagnaður
þess um 32 milljónir króna árið 2010.
Félagið kaupir gömul föt af tísku-
verslunum NTC og selur í Outlet-
verslun í Faxafeni.
n Erlendar skuldir sliga NTC n Ætluðu að ljúka viðræðum við Landsbankann fyrir
áramót n Að meðaltali 40% skuldalækkun n Mynda þýða 544 milljónir hjá NTC„Á árinu 2011 er fyr-
irhugað að samn-
ingsaðilar geri samkomu-
lag um nýja fjármögnun
félagsins, þar sem út-
reikningur á leiðréttingu
ólöglegra lána fari fram.
Svava semur um
skuldalækkun
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Ákært Ríkissaksóknari hefur gefið
út ákærur á hendur tveimur mönnum
vegna gruns um aðild að umfangsmiklu
fíkniefnasmygli.
Hross aflífað
eftir óhapp
Umferðaróhapp varð um hálf sex
leytið að morgni fimmtudags á
Laugarvatnsvegi við Brúará á móts
við bæina Efri-Reyki og Syðri-
Reyki er hross varð fyrir pallbif-
reið. Hrossið slasaðist það mikið að
ekki var hjá því komist að aflífa það.
Í tilkynningu frá lögreglunni á
Selfossi kemur fram að hrossastóð
hafi verið á og við veginn og er talið
að það hafi fyrr um nóttina eða
kvöldið fælst vegna notkunar skot-
elda í sumarhúsabyggð við Syðri-
Reyki og ruðst í gegnum girðingu
við veginn.
Lögreglan á Selfossi biður þá
sem kannast við eða geta veitt
upplýsingar um skoteldanotkun á
umræddu svæði á miðvikudags-
kvöld eða aðfaranótt fimmtudags
að hafa samband í síma lögreglu
480 1010. Um leið vill lögreglan
koma því á framfæri við almenn-
ing að fylgja eftir lögum og reglum
um skotelda og taka sérstakt tillit
til dýra. Þess skal getið að notkun
skotelda er bönnuð við gripahús og
meðferð þeirra er alltaf bönnuð frá
miðnætti til klukkan 09.00 að und-
anskilinni nýársnótt.
Héraðsdómur Reykjaness:
Dæmdur fyrir
að ræna úrum
Karlmaður á átjánda aldursári hef-
ur verið dæmdur í fimm mánaða
skilorðsbundið fangelsi í héraðs-
dómi fyrir mörg afbrot. Maðurinn
játaði meðal annars að hafa þriðju-
daginn 7. desember 2010 farið inn
í verslun Leonard í Kringlunni og
spennt upp læstan glerskáp með
kúbeini. Tók hann sex Breitling-
armbandsúr úr skápnum og komst
undan á hlaupum. Áætlað verð-
mæti úranna er rúmar 4,6 millj-
ónir króna. Aðeins tvö úr komust
til skila.
Þá var maðurinn dæmdur
fyrir að aka bifreið án ökuréttinda,
framvísa við lögreglu ökuskírteini
annars aðila í blekkingarskyni. Þá
var maðurinn loks dæmdur fyrir
líkamsárás fyrir að sparka í konu
í Grindavík og slá lögregluþjón í
andlitið í júní í sumar. Ungi mað-
urinn játaði brot sín skýlaust fyrir
dómi en hann á talsverðan sakafer-
il að baki. Dómari tók tillit til ungs
aldurs mannsins og þess að breyt-
ingar hafi orðið á lífi hans. Hann
stundi nú nám og íþróttir og hafi
tekið sig á. Þótti dómara því rétt að
skilorðsbinda refsinguna til þriggja
ára. Þá var honum gert að greiða
141 þúsund krónur í sakarkostnað.