Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Page 10
10 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað RÚV útskýrði brandarann n Atriði í skaupinu fór fyrir brjóstið á sumum V ið tókum þessu ekki eins og það væri verið að gera grín af fjöldamorðunum“ segir sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter, en í einum af bröndurunum í áramótaskaupi Sjónvarpsins 2011 var skírskotað til fjöldamorða Anders Breivik, sem áttu sér stað í Noregi síðastliðið sumar. Atriðið sem um ræðir sneri að fólksflótta Íslendinga til Noregs. Brandarinn fór fyrir brjóstið á mörg- um en í atriðinu lýsti kona, sem kynnti búsetu og störf í Noregi fyrir Íslendingum, því hversu gott væri að búa í Noregi. Því næst setur sam- starfsmaður hennar fyrirvara:  „Við tökum þó ekki ábyrgð á innfædd- um, sinnissjúkum karlmönnum á miðjum aldri, sem skjóta þig, og eða sprengja húsið þitt í tætlur með áburðarsprengju.“ Dag Wernø Holter segist hafa heyrt að mörgum Íslendingum hafi blöskrað grínið, en sendiráð- ið hefur ekki fengið kvartanir frá Norðmönnum. Skiljanlegt sé þó að sumir telji þetta óviðeigandi því at- burðirnir veki sterkar tilfinningar í brjósti Norðmanna. „En á hinn bóg- inn teljum við þetta ekki vera at- riði sem tengist hryðjuverkunum og það er ekki sanngjarnt að segja þetta vera brandara um þau. Við höfum því ekki brugðist við á neinn hátt vegna þessa,“ segir Dag en RÚV hafði engu að síður samband til að árétta að þetta væri ekki brandari um fjöldamorðin. „Við fengum sím- tal frá RÚV þar sem það var útskýrt að atriðið var ekki sett fram af ljót- um ásetningi og við tókum mið af því,“ segir hann. astasigrun@dv.is Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Þ etta er mikil tækni og við erum afar ánægð með þetta. Farþegar eru greinilega ánægðir með þetta líka, því síðan lagðist á hliðina fyrsta daginn,“ segir Einar Kristjánsson, hjá Skipulags- og þróunarsviði Strætós, um nýja rauntímakortið sem sett hefur verið á laggirnar. Rauntímakortið virkar á þann hátt að hægt er að fylgjast með ferð- um strætisvagna í rauntíma. Þannig geta strætófarþegar með hjálp nýj- ustu tækni séð hvar vagninn sem þeir ætla að taka sér far með er staddur á hverjum tíma. Fyrsta skref af nokkrum Settur hefur verið GPS-búnaður í alla vagnana sem gerir farþegum kleift að fylgjast með ferðum þeirra en stað- setning þeirra uppfærist á um það bil 10 sekúndna fresti. „Þetta er fyrsta skrefið hjá okkur af nokkrum. Næsta skref er að á þessum kortum munu vagnarnir birtast með litakóða. Þá mun liturinn segja til um hvort bíll- inn aki samkvæmt áætlun. Ef hann er orðinn aðeins of seinn gæti litur- inn til dæmis verið gulur. Ef hann er á undan áætlun, sem hann á alls ekki að vera, gæti liturinn verið blár.“ Skrefið þar á eftir sé að koma með sérstakt forrit fyrir farsíma. Einar seg- ist vonast til þess að það verði komið í notkun í mars en með því geti fólk farið inn á snjallsímann sinn og séð hvaða biðstöðvar eru nálægt og hve- nær vagninn kemur þangað. Þetta sé hægt þar sem allir snjallsímar séu út- búnir GPS-tengingum. Styttir biðtíma Slík tækni hefur verið notuð í strætis- vögnum erlendis og hefur reynst vel, að sögn Einars. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni leiða til þess að fleiri Íslendingar noti strætó segist hann ekki viss um að einungis þessi breyting verði til þess. „Þetta auð- veldar hins vegar notkunina og gef- ur miklu betri upplýsingar til okkar notenda. Kosturinn hér innanbæjar er að fólk sér hvar vagninn er stað- settur. Þetta mun einnig vera hentugt fyrir þá sem taka vagninn sem keyrir um Suðurlandið. Segjum svo að þú sért staddur á bóndabæ milli Hellu og Hvolsvallar. Þá getur þú séð hvar vagninn er nákvæmlega á netinu í far- símanum í stað þess að labba niður að afleggjara og bíða þar. Þetta styttir væntanlega biðtíma hjá fólki þar.“ Einar segir enga byrjunarörðug- leika eða hnökra hafa komið upp, fyrir utan að hin gríðarlega notkun á vefnum fyrsta daginn hafi komið þeim á óvart og sett vefinn úr skorð- um um tíma. „Það ætti að vera búið að leysa það núna,“ segir Einar. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Hægt að fylgjast með staðsetningu strætisvagna í símanum Ný tækni styttir biðtíma farþega „Næsta skref er að á þessum kortum munu vagnarnir birtast með litakóða. Þá mun liturinn segja til um hvort bíllinn aki samkvæmt áætlun. Einar Kristjánsson Er ánægður með þessa nýju tækni. Rauntímakort Mun segja til um hvar vagninn er stað- settur hverju sinni. Fór fyrir brjóstið á sumum Sendiherrann hefur ekki fengið kvartanir frá Norðmönnum. Hætta á vatnstjónum: Varað við asahláku Ef veðurspár fyrir helgina ganga eftir má búast við mikilli hláku um allt land, þá sérstaklega á sunnudag. Á vef tryggingafélags- ins VÍS má finna góð ráð til að fyrirbyggja tjón af völdum vatns- skemmda en talsverður snjór er nú um allt land og víða mikill klaki. Töluverð hætta er á vatns- tjónum þegar hlýnar og rignir og því beinir VÍS þeim tilmælum til fólks að vera meðvitað um þá hættu sem kann að skapast. Mest hætta er á að leki inn í kjallara og frá þökum og svölum. Nauðsynlegt er tryggja að vatn eigi greiða leið. Meðal þeirra ráða sem VÍS bendir á er að hreinsa frá öllum niðurföllum sem eru nærri húsinu, hreinsa snjó frá anddyrum kjallara og niðurföllum þar, hreinsa frá rennum og niðurföllum þaka, sér í lagi flatra þaka. Það verður þó að gera með mikilli varúð og tryggja öryggi viðkomandi. Þá bendir VÍS á að mikilvægt sé að moka rásir meðfram húsum til að vatn eigi greiða leið burt en safnist ekki í tjarnir. Oft bráðn- ar snjórinn fyrst upp við hús- veggi og leitar þá inn í húsið eftir sprungum í veggjum ef það á ekki greiða leið burt. Þá er gott að hreinsa allan snjó af svölum og tryggja að niðurfall virki. Ef svo er ekki er hægt að hella heitu vatni ofan í niðurfallið. Ef vatn safnast fyrir á svölum er hætta á að það fari inn með plötuskilum og leki síðan niður á næstu hæð. Slíkt tjón getur verið erfitt að laga því oft kemst talsvert vatn inn í sprunguna. Tryggingafélögum er ekki skylt að bæta öll vatnstjón, til dæmis ekki vegna vatns sem kemur inn frá þökum, þakrenn- um eða frárennslisleiðslum þeirra eða frá svölum. Þá er þeim ekki skylt að tryggja tjón vegna vatns sem þrýstist upp um frárennslislagnir nema ef leiðsl- an stíflast eða springur innan húss. Jafnframt er mikilvægt að átta sig á því að við þessar aðstæður sem verða um helgina þá verður mun meiri þungi í snjónum. Þá er hætta á að þök og þakkantar gefi sig ef snjór er ekki hreinsað- ur af þökum og nú þegar hefur verið tilkynnt um slík tjón til VÍS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.