Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 12
12 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is ÚTSALA allt að 50% afsláttur www.lindesign.is T alið er að Eiður Smári Guð- johnsen hafi þénað í kringum sex milljarða króna á glæsileg- um ferli sínum sem atvinnu- maður í knattspyrnu. Þetta kemur fram í samantekt áramótablaðs Viðskiptablaðsins um tekjur knatt- spyrnumannsins á ferlinum. Trúlega hafa fáir Íslendingar þén- að jafn ríkulega síðustu 10 ár og Eiður Smári. Viðskiptablaðið rekur hvern- ig laun hans tuttugufölduðust frá því hann fékk sinn fyrsta samning hjá Bolton með 30 milljónir króna á ári og þar til hann skrifað undir hjá stór- liðinu Chelsea árið 2000 með 600 milljónir króna í árslaun. Í millitíð- inni hafði hann reyndar hækkað um helming í launum hjá Bolton, upp í 60 milljónir á ári. Eftir sex farsæl ár hjá Chelsea var Eiður smári seldur til Barcelona árið 2006. Þar hækkaði hann enn meira í launum og er hann sagður hafa þén- að 750 milljónir króna á ári. Hann lék með Barcelona í þrjú ár og miðað við þær forsendur þénaði hann 2.250 milljónir króna á meðan hann lék með liðinu. Malaði gull Eftir dvölina hjá Barcelona fór hann til AS Monaco í Frakklandi haustið 2009, þar sem hann lækkaði heldur í launum, en þó ekki svo mikið að hann þyrfti að sýna ráðdeild við matarinn- kaup til heimilisins. Hjá Monaco fékk hann um 540 milljónir króna í árs- laun. Hann entist þó ekki nema hálft ár þar áður en hann var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Totten- ham Hotspur. Haustið 2010 gekk hann til liðs við Stoke City á Englandi. Þar mun hann hafa fengið um 286 milljónir króna í árslaun og hélt þeim launum á með- an hann var í láni hjá Fulham í sömu deild. Hann leikur nú með AEK í Grikk- landi og fær um það bil 100 milljónir króna í árslaun. Háar skuldir Á ferli sínum hefur Eiður Smári tapað háum upphæðum í fjárhættuspilum. Hann viðurkenndi árið 2003, þá 24 ára leikmaður Chelsea, að hann hefði tapað um það bil 76 milljónum króna í fjárhættuspilum. Hann byrjaði að spila aðallega vegna þess að honum leiddist. Árið 2009 sagði DV frá því að Eið- ur Smári skuldaði rúmar 1.200 millj- ónir króna á móti rúmlega 800 millj- óna króna eigum. Stærsti lánveitandi Eiðs var Banque Haviland í Lúxem- borg, áður Kaupþing í Lúxemborg, en Eiður skuldaði bankanum tæpar 830 milljónir króna. Þá skuldaði hann Ís- landsbanka um 385 milljónir króna á sama tíma. Ástæðan fyrir skuldum Eiðs Smára var að hann hafði skuldsett sig með fjárfestingum sem höfðu ekki skilað honum miklu. Þeirra á meðal voru fasteignaverkefni í Hong Kong og Tyrklandi, auk fjárfestinga hér á landi. Knattspyrnumanninum líkaði hins vegar ekki þessi umfjöllun og stefndi ritstjórum og blaðamanni DV fyrir að fjalla um fjármál hans. Hann gerði ekki efnislegar athugasemdir við fréttirnar en taldi að þarna væri með ólöglegum hætti fjallað um hans einkafjármál. Héraðsdómur Reykja- víkur tók undir með Eiði Smára og dæmdi DV til að greiða honum skaða- bætur. Hæstiréttur Íslands snéri hins vegar dómnum við og sýknaði DV og starfsmenn þess af öllum kröfum Eiðs Smára. Með því má líta svo á að um- fjöllun um fjármál hans sé ekki refsi- vert brot, eins og hann vildi meina. Hefur haft það gott Eiður Smári hefur þénað meira en flestir Íslendingar síðustu 10 ár, en hefur þrátt fyrir það skuldað bönkum háar fjárhæðir. „Þar hækkaði hann enn meira í launum og er hann sagður hafa þénað 750 milljónir króna á ári. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is n Eiður Smári Guðjohnsen hefur malað gull n Sagður hafa verið með 750 milljónir á ári hjá Barcelona n Illa við að fjallað sé um fjármál hans Talinn hafa þénað um 6 milljarða Fjáröflunartónleikar: Hinsegin kór safnar fyrir Færeyjaferð „Við þurfum ekki að óttast for- dóma, því Færeyingar eru gott fólk, en það er mikilvægt að við sýnum Færeyingum stuðning í þessum málum,“ segir Ásta Ósk Hlöðversdóttir, formaður Hin- segin kórsins. Kórinn heldur tónleika í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 16.00. All- ur ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð vegna ferðar kórsins á Gay Pride í Færeyjum 2012. Rétt- indabarátta Færeyinga er ef til vill ekki eins langt á veg komin og Íslendinga en því til stuðn- ings má nefna að Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Fær- eyjum, taldi heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur og sambýliskonu hennar til Færeyja haustið 2010 vera ögrun. Ásta Ósk segir að ný og öflug hreyfing hafi sprottið upp í Fær- eyjum og sé í mikilli sókn. Gam- an sé að geta lagt þeirra baráttu lið. Ásta Ósk var í skiptinámi í Þýskalandi þar sem hún kynnt- ist sams konar kórstarfi. Hún ákvað, þegar hún kom aftur heim, að láta reyna á að stofna hinsegin kór á Íslandi og fékk strax góðar viðtökur. „Við byrj- uðum strax að æfa í sumar en í október fengum við kórstjóra til liðs við okkur, Helgu Margréti Marzellíusardóttur. Síðan höfum við æft af krafti,“ segir hún og bætir aðspurð við að þau séu orðin nokkuð góð. Kórinn sam- anstendur ekki bara af homm- um og lesbíum heldur eru þar einnig tvíkynhneigðir, transfólk og gagnkynhneigðir, jafnt karlar sem konur. Ásta Ósk tekur fram að allir sem haldið geta lagi séu velkomnir í kórinn, en kórinn æfi í húsnæði Samtakanna 78 á mánudagskvöldum klukkan átta. Dagskráin á tónleikunum í Norræna húsinu verður fjöl- breytt að sögn Ástu Óskar, um sé að ræða eins konar þrettánda- tónleika þó tónleikarnir verði haldnir fjórtánda janúar. „Þetta verður blanda af ýmsum kórlög- um; nýárslögum og jafnvel jóla- lögum,“ segir hún glaðbeitt. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.