Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 16
V ið kynntum kröfuhöfunum þá tímalínu sem við telj- um okkur geta klárað þetta á. Og við teljum okkur geta gert það á tólf til átján mán- uðum,“ segir Steinunn Guðbjarts- dóttir, formaður slitastjórnar Glitn- is, sem á kröfuhafafundi í desember síðastliðnum skýrði kröfuhöfum frá þeim áformum slitastjórnarinnar að klára vinnu við nauðasamninga bankans á þessu ári. Þegar bankinn fer í nauðasamninga lýkur slitastjórn þeim störfum sem hún hóf árið 2009 og kröfuhafar taka við bankanum sem féll haustið 2008. Frá bankahruni hafa skilanefndir og slitastjórnir stóru bankanna ver- ið mikið í sviðsljósinu. Hefur þeirri umræðu jafnan fylgt umfjöllun um ofurlaun nefndar- og stjórnarmanna og gagnrýni á hversu langan tíma þetta slitaferli hefur tekið. Nú sér loks að einhverju leyti fyrir endann á þeirri vinnu hjá Glitni og margmillj- óna króna mánaðarlaunaveislu slita- stjórnarmanna. Þó gæti slitastjórnin þurft að fylgja eftir útistandandi dómsmálum og öðrum verkefnum fyrir Glitni. Eftir nauðasamninga og þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem þeim fylgir verður skipuð ný stjórn Glitnis og bankinn verður á ný eins og hvert annað fyrirtæki. Kröfuhafar setja ekki tímamörk Í samtali við DV segir Steinunn verk- efnið við Glitni gríðarflókið og að í mörg horn sé að líta. „Þetta er gríð- arlega stórt, eitt stærsta gjaldþrot í heimi, og þessu verður ekki hent upp á viku.“ Þrátt fyrir að Steinunn hafi kynnt tólf mánaða tímalínu fyr- ir kröfuhöfum segir hún enn margt geta komið upp á, vonandi taki loka- hnykkurinn styttri tíma, en hann gæti líka tekið lengri. Aðspurð segir hún kröfuhafana ekkert hafa um það að segja hversu langan tíma slitastjórn- in telji sig þurfa til að ljúka verkefn- um sínum. „Auðvitað vilja kröfuhaf- arnir alltaf að þetta gangi hraðar fyrir sig og við látum þetta ganga eins hratt og við getum. En þeir hafa haft mik- inn skilning á því við hvað sé verið að fást og eru sammála því uppleggi okk- ar að það sé betra að gera þetta vel og tryggja að hlutirnir gangi upp í stað þess að kasta til þess höndunum.“ Þrátt fyrir að þeir níu þúsund kröfuhafar, sem lýst hafa 3.600 millj- arða króna kröfum í þrotabú Glitnis, geti ekki sett tímamörk segir Steinunn það af og frá að slitastjórnin sitji og starfi án aðhalds. „Þetta er hópur sem hefur mikilla hagsmuna að gæta. Við erum meðvituð um að við erum að vinna að því að koma þessum eignum og peningum til þeirra.“ „Veiðiferðin“ kostaði sitt Ein af opinberustu orrustunum sem slitastjórn Glitnis hefur háð er mál- sóknin í New York gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum úr eigenda- og stjórnendahópi bank- ans. Slitastjórnin hugðist þar sækja umtalsverðar bætur frá sjömenning- unum sem gefið var að sök að hafa með glæpsamlegum hætti náð hundr- uð milljörðum úr Glitni á góðæristím- anum. Á miðvikudag var greint frá því að málið hefði verið látið niður falla. Samdægurs sagði Jón Ásgeir á DV.is að hann ætlaði að krefjast skaðabóta frá þrotabúi Glitnis vegna aðfaranna sem hefðu kostað hann margar milljónir á mánuði í lögfræðikostnað. „Stein- unn hefur eytt 18 milljónum dala af fé kröfuhafa Glitnis en ekki ein króna hefur komið í kassann í þessari ótrú- legu veiðiferð,“ sagði Jón Ásgeir. „Sú tala er algjörlega „gripin upp úr hatti“. Ég hef aldrei séð þá tölu áður. Ég veit ekki hvaðan hann fær hana en hún er ekki rétt,“ segir Steinunn að- spurð um fullyrðinguna en hún kveðst þó ekki geta upplýst hvað málaferlin í New York kostuðu. Hún viti þó að það var hvergi nærri 18 milljónum dala. New York-málið til Íslands Það er gríðarlega kostnaðarsamt að reka svona stór dómsmál í Bandaríkj- unum og með undirbúningsvinnu og öðru er ljóst að þrotabúið hefur varið talsverðum fjármunum í málið sem engu skilaði. „Það hefur verið kynnt fyrir kröfuhöfum hvað þetta kostaði og aldrei neinar athugasemdir verið gerðar við það,“ segir Steinunn. Að- spurð hvort „veiðiferðin“ njóti stuðn- ings kröfuhafa segir hún þá gera sér grein fyrir því að ein af skyldum slit- astjórnarinnar sé að rannsaka og endurheimta eftir bestu getu. Slit- astjórnin virðist þó hvergi nærri hætt að sækja málið því næsta skref er að fara með það fyrir íslenska dómstóla að sögn Steinunnar. „Það hefur alltaf legið fyrir. Við erum bara að undir- búa það,“ segir Steinunn. 16 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað Innritun stendur yfir Á skrifstofutíma mánudag- fimmtudag kl. 14:00-18:00 Kennslan hefst 17. janúar 2012 Nánari upplýsingar í síma: 564 1134 og 564 1195 og á heimasíðu skólans www.myndlistaskoli.is Minnst ár í að veislunni ljúki n Tólf mánaða tímalína kynnt kröfuhöfum Glitnis n Slitastjórnin telur sig geta klárað nauðasamninga á þeim tíma n „Veiðiferðin“ í New York færð til Íslands Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Ofurlaunin eru umdeild n Fengu 287 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins Þ eir sem sitja í slitastjórnum hafa engan hag af því að ljúka vinnu sinni hratt og vel,“ skrifaði hæstaréttarlög- maðurinn Jón Magnússon á blogg- síðu sína í nóvember síðastliðnum. „Þvert á móti hefur slitastjórna- fólkið hag af því að draga þetta sem lengst af því að meðan svo er getur það haldið áfram að skammta sér starfskjör eins og ekkert hafi í skor- ist,“ bætti Jón við. Þessi skoðun lög- mannsins er lýsandi því laun slit- astjórnarmanna hafa frá upphafi verið afar umdeild eftir að fyrstu fréttir bárust af þeim upphæðum sem þar er um að ræða. Jón og fleiri hafa líkt greiðslunum við sjálftöku. Samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir árið 2010 fengu skilanefnd og slitastjórn bankans, sem á þeim tíma taldi fimm manns, samtals 348 milljónir króna í þóknanir það ár. Sé meðaltalið skoðað var hver þeirra með tæplega 70 milljónir króna í árslaun, eða tæpar 6 milljónir á mánuði. Þó voru eflaust formenn- irnir á hærri launum en hinir. Sam- kvæmt uppgjöri Glitnis fyrir þriðja ársfjórðung 2011 námu laun sama hóps 287 milljónum króna fyrstu 9 mánuði ársins. Að því gefnu að síð- asti ársfjórðungur hafi verið svip- aður fengu fimmmenningarnir hátt í 380 milljónir á síðasta ári. Launa- greiðslur sem þessar eru fáheyrðar á Íslandi eftir hrun og hafa oftar en einu sinni orðið til þess að Stein- grímur J. Sigfússon, þáverandi fjár- málaráðherra, hefur, meðal ann- arra, gagnrýnt þær opinberlega og talað um að þessu yrði að breyta. Ekkert hefur þó orðið af því. Í dag heyrir skilanefnd Glitnis sögunni til í kjölfar lagabreytinga. Eftir standa Steinunn og Páll Eiríks- son í slitastjórninni sem hefur tek- ið yfir verkefni nefndarinnar. Þau munu þiggja sambærileg ofurlaun út næsta árið hið minnsta. Formaðurinn Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis. Minnst ár í viðbót Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, hefur kynnt þau markmið fyrir kröfuhöfum að nauðasamningar bankans verði kláraðir á næstu 12–18 mánuðum. „Veiðiferðin“ ekki búin Jón Ásgeir er meðal sjömenninganna sem stefnt var fyrir dómstól í New York af slitastjórninni. Hann mun krefjast bóta en slitastjórnin mun reyna aftur fyrir íslenskum dómstólum. MYNd SiGTrYGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.