Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Side 23
Erlent 23Helgarblað 6.–8. janúar 2012
n Japanskur hryðjuverkamaður gaf sig fram við lögreglu eftir 17 ár á flótta
N
ú um stundir reyta margir
gyðingar, jafnvel strangtrú-
aðir, í Ísrael eflaust hár sitt
og skegg. Í það minnsta hef-
ur fjöldi gyðinga sem lifðu af
helförina og pólitískir leiðtogar látið í
ljósi forundran og reiði vegna aðgerða
öfgasinnaðra, strangtrúaðra gyðinga
(e. ultra-orthodox Jews) sem gripu til
þess ráðs í nýlegum mótmælum að
klæðast fatnaði sem líkist þeim sem
gyðingar í útrýmingarbúðum nasista
klæddust og flagga davíðsstjörnu í
anda sama tíma.
Mótmælin, sem þúsundir öfgas-
innaðra gyðinga tóku þátt í, fóru fram
um áramótin og tilgangur þeirra var
að sögn þátttakenda að mótmæla
lífsstíl gyðinga í Ísrael og berjast fyrir
ströngum reglum varðandi aðskilnað
kynja – skoðun sem á ekki upp á pall-
borðið hjá meginþorra ísraelskra gyð-
inga.
Í tímaritinu Newsweek er sagt frá
konu að nafni Rachel Weinstein sem
upplifði nýlega það sem hún nefnir
Rosu Parks-andartakið sitt með skír-
skotun til Rosu Parks, bandarískrar
blökkukonu sem neitaði að standa
upp fyrir hvítum manni í strætisvagni
í Montgomery í Alabama árið 1955.
Þá voru fremstu sætin ætluð hvítu
fólki og þeldökkum farþegum var gert
að færa sig aftar í strætisvagna ef þörf
krafði. Rosa var ákærð og dæmd til að
greiða sekt, en málið hratt af stað öldu
mótmæla og blökkumenn sniðgengu
strætisvagna í Montgomery.
Húðskömmuð fyrir virðingarleysi
En áðurnefnd Rachel steig, einu sinni
sem oftar, upp í strætisvagn og hugð-
ist fara í verslunarmiðstöð í heimabæ
sínum. Vissi hún ekki fyrr en maður
vatt sér að henni og benti henni á að
fara aftur í vagninn þar sem hún sá að
sátu konur eingöngu.
„Reyndar beindi hann máli sínu
að eiginmanni mínum, sem var með
mér,“ segir Rachel í viðtali við News-
week. Í stað þess að verða við fyrir-
mælunum tók Rachel sér sæti rétt
fyrir aftan bílstjórann og varð ekki
hnikað. Reyndar gerði ein kona sér
ferð fram í vagninn og húðskammaði
Rachel fyrir virðingarleysi.
Það er kaldhæðnislegt að Rachel,
sem telur sig hófsaman strangtrúar-
gyðing, er upprunnin í New York-borg
en flutti til Ísrael fyrrihluta síðasta árs
til að vera í samfélagi við gyðinga sem
væru „líkt þenkjandi“ og hún. Atvikið
hafði mikil áhrif á Rachel sem yfirgaf
strætisvagninn eftir nokkrar mínútur
og brast í grát.
Háðsglósur og hrákar
Öfgasinnaðir gyðingar hafa gengið
svo langt að veitast að stúlkum með
háðsglósum ef þeir telja klæðnað
þeirra blygðunarlausan. Sá háttur öf-
gasinnaðra gyðinga hefur ekki orð-
ið málstað þeirra til framdráttar og
þeir fengið bakslag í seglin fyrir til-
raunir sínar til að koma á aðskilnaði
kynjanna í strætisvögnum og á opin-
berum stöðum.
Í einum bæ gengu þeir svo langt
að láta ekki nægja að svívirða stúlk-
ur á leið til skóla með orðum heldur
létu hráka rigna yfir þær. Sök stúlkn-
anna var að klæðnaður þeirra fór fyr-
ir brjóstið á hinum öfgasinnuðu gyð-
ingum.
Fyrrnefnd mótmæli áttu sér stað
á síðasta degi nýliðins árs og sagði
talsmaður Yad Vashem, sem heldur
minningu fórnarlamba helfararinn-
ar í síðar heimsstyrjöldinni á lofti, að
aðferðir öfgasinnaðra gyðinga væru
„smánarlegar“. Aðferðin sem skírskot-
að er til var notkun minna frá valdatíð
nasista og fannst mörgum sem lifðu
helförina af og stjórnmálamönnum
að þeir sem stóðu að mótmælunum
hefðu lagst helsti lágt; börn með hefð-
bundna hárlokka voru íklædd rönd-
óttum fötum sem tíðkuðust í útrým-
ingarbúðum nasista. Til að bæta gráu
ofan á svart var eitt barn með upprétt-
ar hendur sem tákn um uppgjöf og
var þar skírskotað til einnar frægustu
ljósmyndar þeirra myrku tíma – sem
sýnir skelfdan gyðingadreng á götu í
Varsjá.
Um sex milljónir gyðinga voru
drepnar af þýskum nasistum og sam-
verkamönnum þeirra í síðari heims-
styrjöldinni og um 200.000 þeirra sem
lifðu helförina af búa í Ísrael.
Tíu prósent ísraelsku þjóðarinnar
Greinarhöfundur Newsweek, Dan
Ephron, telur að áhrif þeirrar þróun-
ar sem á sér stað í Ísrael muni með tíð
og tíma teygja anga sína upp fyrir ná-
grannaþrætur um aðskilnað í strætis-
vögnum eða klæðnað stúlkna.
Í heimabæ Rachel Weinstein, Beit
Shemesh, og víðar í Ísrael hafa öf-
gasinnaðir, strangtrúaðir gyðingar
reynt að koma á laggirnar samfélög-
um guðsótta – ströngum hegðunar-
reglum sem meðal annars taka til að-
skilnaðar kynja á opinberum stöðum.
Þessi áform, segir Ephron, ganga
í bága við þær hugmyndir sem stofn-
endur Ísraelríkis höfðu. Þeir voru ver-
aldlega sinnaðir og sáu fyrir sér ríki
sem byggði á nútímalegum þanka-
gangi og jafnrétti, segir Ephron. Ísra-
el býr að því sama og önnur frjálslynd
ríki; framsæknum lögum, framúr-
skarandi háskólum, bikiníklæddum
konum á ströndinni og konum í
stjórnmálum og viðskiptum. En þeim
hefur farið fjölgandi sem hugnast
ekki það sem nýmóðins er og öfgas-
innaðir gyðingar – haredi-gyðingar
– eru nú um tíu prósent þjóðarinnar
og tuttugu og eitt prósent allra grunn-
skólanema. Að mati lýðfræðinga
mun fimmtungur ísraelsku þjóðar-
innar teljast til þessa hóps árið 2034
og byggist matið á þeirri staðreynd að
tíðni barneigna innan þessa hóps er
þreföld miðað við aðra ísraelska gyð-
inga.
Sem dæmi má nefna Modiin Il-
lit, þar sem búa um 60.000 haredi-
gyðingar, sem liggur miðja vegu milli
Jerúsalem og Tel Aviv. Sú borg er ein
þeirra sem stækka örast í Ísrael og
talsmaður samfélagsins, Yehiel Sever,
segir: „Í fjölskyldum hér eru að með-
altali tíu börn, eða fleiri.“
Sami þriðjungurinn
Í grein Ephrons segir að flesta öfga-
trúaða gyðinga skorti hæfileika til að
starfa í nútímasamfélagi, þá skorti
stærðfræði- og vísindaþekkingu um-
fram það sem kennt er í grunnskól-
um. Af því leiðir að 60 prósent haredi-
gyðinga eru undir fátæktarmörkum
samanborið við tólf prósent annarra
gyðinga.
Flestir haredi-gyðinga kjósa að
sleppa herþjónustu, sem öðrum Ísra-
elum er skylt að sinna, og fyrir vikið
hvíla byrðar herkvaðningar og skött-
unar á sífellt færri herðum. Frelsi ha-
redi-gyðinga undan herskyldu má
rekja til stofnunar Ísraelsríkis þegar
David Ben-Gurion tryggði sér stuðn-
ing rabbína með heilmikilli tilslök-
un sem heimilaði átján ára haredi-
gyðingum að halda áfram trúarlegu
námi í stað þess að sinna herskyldu.
Þá var fjöldi þeirra haredi-gyð-
inga sem kusu nám umfram her-
þjónustu einhver hundruð en hefur
nú margfaldast og þeirri þróun getur
reynst erfitt að breyta. Í stað launaðr-
ar vinnu sitja haredi-gyðingar með
augun límd við Tóra-fræði á styrk frá
hinu opinbera.
Að sögn Ephrons hafa veraldlegir
gyðingar ástandið í flimtingum, en þó
ekki án gremju; þriðjungur þjóðar-
innar sinnir herskyldu, þriðjungur er
á vinnumarkaði og þriðjungur greiðir
skatta – en það er allt sami þriðjung-
urinn.
Öfgar valda
ólgu í ísrael
n Öfgasinnaðir, strangtrúaðir gyðingar í Ísrael valda reiði n Vilja hertar reglur um samgang kynjanna
á opinberum stöðum n Hrákum og háðsglósum rignir yfir „ósiðlega“ klæddar skólastúlkur
Kolbeinn Þorsteinsson
blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is
„ Í einum bæ gengu
þeir svo langt að
láta ekki nægja að sví-
virða stúlkur á leið til
skóla með orðum heldur
létu hráka rigna yfir þær.
Mótmæli haredi-gyðinga Íklæddust
fangabúningum í anda helfararinnar.
Í uppgjöf Skírskotun til frægrar myndar sem tekin var í
Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni.
Aðskilnaður Haredi-gyðingar vilja meðal annars aðskilnað kynjanna í strætisvögnum.