Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 27
Viðtal 27Helgarblað 6.–8. janúar 2012 tamningamann á Hofi sem sér um hestana á meðan. Þá erum við með ráðsmann sem sér um búið meðan við erum í burtu. Það eru miklar framkvæmdir á Hofi. Við erum að gera upp gamla bæinn sem er spennandi verkefni.“ Gæti ekki verið heppnari Ástríða hans fyrir kvikmynda- gerð og leiklist er ekki nærri eins mikil og þegar kemur að ástríðunni milli hans og eigin- konunnar Lilju. „Lilja átti svo mikið í bygg- ingu og hönnun heimilis okkar að Hofi og ég er stoltur af henni. Það sem vel er gert og er gert af ástríðu vekur alltaf athygli. Það hefur verið fjallað um Hof úti um allan heim. Og sund- laugina, henni má ekki gleyma. Lilja er einstök kona. Það sem hún er búin að gera fyrir norð- an. Byggja upp eitthvað sem er einhvers virði. Hún setur allan kraft í allt það sem hún ákveð- ur að gera og sækist aldrei eft- ir athygli eða að vera metin að verðleikum. Það er virkilega fallegur eiginleiki. Hún er með mikið egó eins og ég. Það er mjög gaman hjá okkur. Við erum skapstórar manneskjur. Við erum ekki auðveld hvort öðru og við höfum bæði miklar skoðanir. Við eigum náið sam- band finnst mér. Við erum búin að vera saman í 16 ár, ég hefði ekki haldið að það væru mín ör- lög að vera með sömu konunni í svo langan tíma. Sambandið er kraftaverk. Ekki vegna þess að ég eða hún höfum haft það svona erfitt heldur vegna þess að það urðu örlögin að ég lenti á manneskju eins og henni. Ég gæti ekki verið heppnari,“ segir Baltasar. Lilja kemur inn í þessum töluðu orðum og heilsar. Hún er íklædd grænni hermanna- kápu og með stóran loðkraga um hálsinn. Ungleg og falleg að vanda. „Æi, má hann ekki koma inn?“ spyr hún Baltasar og horfir út á Bingó sem enn sit- ur og horfir fast á Baltasar. Lilja bíður ekki svars og nær í Bingó. „Hérna, karlinn, fáðu þér smá beikon,“ segir hún og teygir sig í nokkrar beikonsneiðar af diski Baltasars sem Bingó tekur feg- inn við meðan hann virðir fyrir sér blaðamann og ljósmyndara sem hafa rænt hann mikilvæg- um tíma með pabba. Lilja segist aðspurð sakna sveitarinnar. „Ég verð fegin þegar ég kemst þang- að aftur,“ segir hún. Ræturnar eru hjá Lilju„Já, þetta er fallvalt og getur runnið út í sandinn á einu auga- bragði Baltasar og Bingó Baltasar segist heppinn að eiga konu eins og Lilju að. „Við erum búin að vera saman í 16 ár, ég hefði ekki haldið að það væru mín örlög að vera með sömu konunni í svo langan tíma. Sambandið er kraftaverk. Ekki vegna þess að ég eða hún höfum haft það svona erfitt heldur vegna þess að það urðu örlögin að ég lenti á manneskju eins og henni.“ myndir siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.