Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Blaðsíða 38
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 6.–8. janúar 2012 Helgarblað I ngólfur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til 1949 en síðan í Mosfellsbæ. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykja- vík, lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1964, lauk meistaranámi í rafvirkjun í Danmörku 1967 og öðlaðist lands- löggildingu 1968. Ingólfur lærði rafvirkjun hjá Raf- geisla 1964, Sigurði Kjartanssyni, starfaði í Leomotor A/S í Kaup- mannahöfn 1964–65, Axel Aker- mann A/S í Óðinsvéum 1966, hjá Gunnari Jónssyni 1967, Fosskrafti, Búrfellsvirkjun 1967–69 og hefur stundað eigin atvinnurekstur í Mos- fellsbæ frá 1969, Mosraf ehf. Ingólfur stofnaði fyrirtækið Nano- tækni ehf. árið 2005, sem sérhæfir sig í innflutningi á efnum til yfirborðs- meðhöndlunar á steinsteypu, gleri og ýmsum öðrum efnum. Ingólfur hefur verið formaður Landssambands íslenskra rafverk- taka, hefur setið í byggingarnefnd Mosfellsbæjar, í byggingarnefnd íþróttahúss Mosfellsbæjar, verið varamaður í hreppsnefnd Mosfells- bæjar og formaður handknattleiks- deildar Aftureldingar og formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 20.9. 1964 Kristjönu E. Friðþjófsdóttur, f. 20.1. 1945, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Friðþjófs Björnssonar, f. 1.9. 1920, d. 31.8. 2001, og Ingibjargar Jónu Marelsdóttur, f. 29.8. 1925, d. 8.11. 1994. Dætur Ingólfs og Kristjönu eru Ingibjörg Bryndís, f. 3.12. 1965, dag- vistarráðgjafi en maður hennar er Haraldur Magnússon, f. 4.8. 1964 og eru börn þeirra Árni Gunnar Har- aldsson, f. 18.11. 1983, rafvirki, Silja Haraldsdóttir, f. 27.10. 1989, nemi og Signý Haraldsdóttir, f. 28.8. 1993 nemi, en dóttir Silju er Sandra Guðbjarts- dóttir, f. 19.5. 2008; Hlín Ingólfsdóttir, f. 10.8. 1968, skrifstofumaður en sonur hennar er Ingólfur Örn Sigurbjörns- son, f. 9.6. 1994. Systkini Ingólfs eru Auður Árna- dóttir, f. 26.6. 1936, d. 13.10. 1910, var verslunarmaður í Hafnarfirði, gift Her- manni Þórðarsyni; Svala Árnadóttir, f. 1.12. 1939, húsmóðir á Kjalarnesi, gift Birni Kjartanssyni; Hlín Árnadóttir, f. 15.8. 1945, íþróttakennari, búsett í Garðabæ, gift Katli Árnasyni; Einar Árnason, f. 26.6. 1948, erfðafræðingur í Reykjavík, kvæntur Katrínu Halldórs- dóttur; Páll Árnason, f. 18.6. 1951, raf- tæknifræðingur í Danmörku, kvæntur Kristínu Önnu Einarsdóttur. Foreldrar Ingólfs eru Árni Yngvi Einarsson, f. 17.1. 1907, d. 5.4. 1979, framkvæmdastjóri Reykjalundar 1948–1977 og Hlín Ingólfsdóttir, f. 20.9. 1909, d. 8.11. 1993. Ingólfur verður að heiman á af- mælisdaginn. Þ orbjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi, lauk síðan prófi sem snyrtifræðingur og prófum frá Póstskólan- um. Þorbjörg starfaði við snyrtiversl- unina Hygea, var yfirpóstafgreiðslu- maður í Póststofunni í Reykjavík, gjaldkeri við Landsbanka Íslands, Múlaútibú, og hefur síðan stundað skrifstofu- og sölustörf hjá XCO ehf. Þorbjörg hefur verið gjaldkeri, ritari og forseti málfreyjufélagsins, hefur verið ritari og formaður Hvíta- bandsins, varaformaður Vinafélags Blindrabókasafnsins og verið forseti og setið í stjórn Inner Wheel Reykja- vík í Breiðholti. Fjölskylda Þorbjörg giftist 19.9. 1968 Sigtryggi Rósmar Eyþórssyni, f. 8.7. 1941, framkvæmdastjóra. Hann er son- ur Eyþórs Magnúsar Bæringssonar kaupmanns og Fjólu Jósefsdóttur húsmóður. Börn Þorbjargar og Sigtryggs eru Fjóla Guðrún, f. 22.8. 1969, verk- fræðingur, gift Eggert Vilberg Val- mundssyni, f. 24.5. 1969, verkfræð- ingi og eru börn þeirra Þorbjörg Gróa, f. 9.12. 2009, og Valmundur Rósmar, f. 9.12. 2009; Magnús Rósmar, f. 6.3. 1972, flugmaður, kvæntur Helenu Gylfadóttur, f. 19.10. 1969, leikskólastjóra og eru dætur þeirra Margrét Rósa, f. 22.1. 1998, og Ásta Halldóra , f. 2.1. 2002; Guðmundur Rósmar, f. 14.11. 1974, sölustjóri en kona hans er Brynja Stephanie Swaan, f. 4.11. 1975, lög- fræðingur og eru börn þeirra Þor- björg, f. 15.5. 2001, og Edward Dag- ur, 13.8. 2004. Systkini Þorbjargar eru Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 16.8. 1945, fyrrv. skrifstofustjóri hjá Ríkisút- varpinu, búsett í Kópavogi; Sigríð- ur Björg Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1948, starfsmaður við hjúkrunar- og dvalarheimilið í Búðardal, bú- sett í Búðardal. Foreldrar Þorbjargar: Guð- mundur Kristjánsson, f. 21.11. 1909, d. 29.3. 1998, skipamiðlari í Reykjavík, og Gróa Ólafsdóttir, f. 5.7. 1916, d. 31.10. 2007, verslunar- maður. Ætt Guðmundur var bróðir Helgu, móð- ur Gerðar G. Bjarklind útvarpskonu. Bróðir Guðmundar var Magnús skrifstofustjóri, faðir Jóns Hákonar, framkvæmdastjóra, fjölmiðlamanns og fréttaritara Financial Times um árabil. Guðmundur var sonur Krist- jáns, verslunarstjóra Ásgeirsverslun- ar og síðar Sameinuðu verslananna á Flateyri Ásgeirssonar, b. á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi við Djúp Ólafs- sonar og Steinunnar Jónsdóttur, b. í Grænanesi, bróður Daða fróða og Sveins, prófasts á Staðastað, föð- ur Hallgríms biskups og afa Sveins Björnssonar forseta, Ólafs Björns- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Haralds Níelssonar prófessors. Móðir Guðmundar var Þorbjörg kennari Guðmundsdóttir, b. í Höll í Dýrafirði Eggertssonar sem var ætt- aður frá Ingjaldssandi, og Elínborgar Jónsdóttur, b. á Sveinseyri Hákon- arsonar, prófasts á Eyri í Skutuls- firði Jónssonar, hreppstjóra, dbrm. og ættföður Deildartunguættar Þor- valdssonar. Gróa var systir sr. Eggerts Ólafs- sonar, pr. á Kvennabrekku í Dölum. Gróa var dóttir Ólafs Kristins, báts- manns á bv. Skallagrími og síðar Reykjaborginni Teitssonar, útvegsb. á Vatnsleysuströnd Þorleifssonar. Móðir Ólafs Kristins var Gróa Árna- dóttir. Móðir Gróu Ólafsdóttur var Vilborg Magnúsdóttir, b. á Innri- Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd Magnússonar, b. þar Sigurðsson- ar. Móðir Magnúsar Magnússonar var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. að Suðurkoti á Vatnsleysuströnd Guð- mundssonar, b. á Reynivöllum í Kjós Jónssonar. Móðir Sigurðar var Margrét Þóroddsdóttir, b. á Ingunn- arstöðum í Brynjudal Sigurðssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, ættföður Fremra-Hálsættar Árnasonar. Móð- ir Þorbjargar var Helga Jónsdóttir. Móðir Vilborgar var Ingibjörg, dóttir Jóns Teitssonar, og Vilborgar Eiríks- dóttur. Þorbjörg Guðmundsdóttir Skrifstofumaður í Reykjavík Ingólfur Árnason Rafverktaki í Mosfellsbæ 70 ára á laugardag 70 ára á laugardag K ristín fæddist í Grísatungu í Borgarfirði og ólst þar upp til 1926 en síðan í Akurholti á Snæfellsnesi. Kristín og eiginmaður hennar starfræktu gróðrarstöðina Sólvang í Fossvogi um árabil frá því á stríðsárunum og fram yfir 1970 og voru þá búsett í Fossvoginum. Gróðr- arstöðin var lögð niður er Kringlu- mýrarbrautin var lögð. Þau stofnuðu síðan blómabúðina Dögg í Álfheim- um og starfræktu hana til margra ára auk þess sem þau ráku blómabúð í Hafnarfirði í nokkur ár. Kristín hefur starfað mikið með St. Georgs-skátum. Fjölskylda Kristín giftist 12.12. 1942 Jónasi Sig- urði Jónssyni, f. 9.7. 1917, d. 30.5. 1987, garðyrkjumanni og fram- kvæmdastjóra. Hann var sonur Jóns Jónassonar, bónda á Vestra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, og k.h., Ingveldar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Kristínar og Jónasar eru Magnús Jónasson, f. 15.7. 1944, fram- reiðslumaður og garðyrkjumað- ur, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Sigur björgu Kristjánsdóttur verslun- armanni og eru börn þeirra Anton, f. 19.3. 1966, Jónas, f. 24.10. 1968, Krist- ján, f. 4.2. 1970, Rut, f. 21.4. 1971 og Jónas Trausti, f. 26.9. 1965; Kristján Jónasson, f. 4.5. 1947, bókagerðar- maður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Brynjólfsdóttur skrifstofu- manni og eru börn þeirra Kristín Halldóra, f. 28.5. 1966, Bryndís Björk, f. 17.7. 1968 og Elmar Freyr, f. 25.5. 1974; Ásmundur Jónasson, f. 21.12. 1948, blómaskreytingarmeistari og framkvæmdastjóri, búsettur í Hafn- arfirði, kvæntur Halldóru Hermanns- dóttur húsmóður og eru börn þeirra Hermann Smári, f. 7.3. 1970, Marín, f. 21.12. 1972, og Bjarki Reyr, f. 6.9. 1975; Jón Ingvar Jónasson, f. 25.7. 1958, skrúðgarðyrkjumeistari, bú- settur á Seltjarnarnesi, kvæntur Hall- dóru Gröndal hjúkrunarfræðingi og eru börn þeirra Þóra Hrund, f. 22.11. 1988, og Kristinn Ingi, f. 18.6. 1993, auk þess sem dóttir Halldóru er María Kristín, f. 29.10. 1980, og sonur Jóns Ingvars er Gunnar Ingi, f. 26.5. 1981. Sambýlismaður Kristínar var Þórður Sigurðsson, f. 2.9. 1920, d. 6.11. 2006, útgerðarmaður og stýri- maður á Akranesi. Systkini Kristínar; Guðmundur Kristjánsson, f. 5.6. 1924, fyrrv. bóndi í Hofgörðum í Staðarsveit; Narfi Kristjánsson, f. 8.4. 1926, fyrrv. bóndi í Hoftúnum í Staðarsveit; Þuríður Kristjánsdóttir, f. 19.5. 1929, húsmóð- ir í Ólafsvík; Guðbjartur Kristjáns- son, f. 26.2. 1932, d. 18.3. 1992, bóndi á Lækjamóti í Miklaholtshreppi; Oddný Kristjánsdóttir, f. 2.2. 1935, d. 2.4. 2009, húsfreyja í Rauðanesi í Borgar hreppi; Gunnar Kristjánsson, f. 4.12. 1936, bóndi á Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi; Sigurvin Kristjáns- son, f. 4.12. 1936, d. 22.6. 2007, bóndi á Fáskrúðarbakka; Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1939, d. 2.2. 1943; Jóhann Sigurður Kristjánsson, f. 29.4. 1943, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Kristínar voru Kristján Guðmundsson, f. 16.11. 1892, d. 1.2. 1961, bóndi í Akurholti og á Fáskrúð- arbakka, og k.h., Veronika Narfadóttir, f. 1.1. 1899, d. 30.4. 1985, húsfreyja. Ætt Kristján var sonur Guðmundar Þór- arinssonar, í Kolviðarnesi og Hauka- tungu, og k.h., Oddnýjar Kolbeins- dóttur húsfreyju. Veronika var dóttir Narfa Jóns- sonar, b. í Grísatungu, og k.h., Þuríð- ar Jónsdóttur húsfreyju. Kristín Halldóra Kristjánsdóttir Húsmóðir og fyrrv. verslunarmaður 90 ára á sunnudagE inar fæddist á Seyðisfirði. Að loknu barna- og unglinga- námi stundaði hann iðn- skólanám og lauk sveins- prófum í vélvirkjun og rafsuðu frá Iðnskólanum á Seyðis- firði. Einar hefur stundað verkamanna- störf, sjómennsku, verið verslunar- maður, vélvirki og rafsuðumaður. Hann var lagermaður hjá Varnarlið- inu og síðan vagnstjóri hjá Hagvögn- um til 2010. Einar hefur verið búsettur á Seyð- isfirði, Egilsstöðum, í Reykjavík, á Akranesi og er nú búsettur í Reykja- nesbæ. Fjölskylda Eiginkona Einars er Mariena Mar- grét Einarsson, f. 1.10. 1952, hús- móðir. Hún er dóttir Gregorio Oyod og Cenalitu Sarchez Siney Oyod sem eru bændur. Börn Einars eru Rúdolf Franc- is Einarsson, f. 13.4. 1974, búsettur í Reykjanesbæ en kona hans er Aileen Einarsson og eru börn hans Helgi Francis, Rodielen Rós og Rúdolf Francis; Einar Mark Einarsson, f. 12.7. 1976, búsettur í Garðinum, kvæntur Kalayaan G. Mercado, f. 21.12. 1972 og eru börn þeirra Niel Einar Christi- an Troy Einarsson, Tómas og Einar- ína Angela Elisabeth; Aiddy Krist- ín Einarsdóttir, f. 18.9. 1979, búsett í Reykjanesbæ en sambýlismaður hennar er Eyj- ólfur Leos Leos- son, og eru börn hennar Hafrún Ólöf Karlsdóttir, Sebastian Freyr Karlsson, Karl Diego Karlsson og Mariena Mist Eyjólfsdóttir; Vala Grand Gregory Einarsdóttir, f. 19.4. 1986, búsett í Kópavogi en sam- býlismaður hennar er Eyjólfur Krist- insson. Bræður Einars eru Hallgrímur Már Einarsson, f. 4.3. 1943, búsettur á Seyðisfirði en kona hans er Stein- unn Eldjárnsdóttir, f. 15.8. 1950 og er sonur þeirra Eldjárn Már Hall- grímsson, f. 16.4. 1977; Guðmundur Örn Einarsson, f. 7.8. 1945, búsettur í Reykjanesbæ en sambýliskona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir og eru börn hans Einar Sveinn Guðmunds- son, f. 27.1. 1967, og María Guð- mundsdóttir, f. 11.7. 1971. Foreldrar Einars: Einar Sveinn Pálsson, f. 8.8. 1916, d. 27.7. 1984, vélstjóri í Keflavík, og Margrét Hall- grímsdóttir, f. 21.8. 1918, d. 19.8. 2005, húsmóðir í Keflavík. Ætt Einar var sonur Páls Sigurðssonar bónda og Jónu Sigurbjargar Guð- mundsdóttur. Margrét er dóttir Hallgríms Óla- sonar, útvegsb. á Skálanesi á Seyðis- firði, og Maríu Guðmundsdóttur. Einar Valur Einarsson Járnsmiður í Reykjanesbæ 60 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.