Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Qupperneq 46
Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademi.is Sjónvarp Áramótaskaup RÚV 38 Menning 6.–8. janúar 2012 Helgarblað FJARNÁM Skráning á vorönn fer fram 7.-14. janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam Þetta var gott skaup! S jaldan lýgur almanna- rómur, segir máltækið, og almannarómur var að þessu sinni mjög skýr, heyrðist mér, þegar hann kvað upp sinn dóm í sjónvarpsfréttunum: Þetta var gott skaup! Dirfist einhver að vera á móti þeim dómi? Jú, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hann hafði ekki húmor fyrir þessu, talar um „háð án ádeilu“, reynir ekki einu sinni að láta sem sér hafi staðið á sama. Sem er, þegar á allt er litið, besta umsögn sem höfundar skaupsins gátu fengið. Já, þetta var gott skaup, eitt besta skaup sem ég man eft- ir fyrr og síðar. Skeytin fljúg- andi í allar áttir, auðvitað fyrst og fremst að pólitíkusum og öðrum handhöfum Valdsins, traðkandi á varnarlausum al- menningi, ljúgandi og svíkj- andi allt og alla. Í engum aftur- bata eftir allt sem á undan er gengið, nákvæmlega engum. Leikræn útfærsla oftast mjög góð, leikstjórn, myndataka, klipping, allt til fyrirmynd- ar. Einstaka hugmynd bráð- snjöll, nefni bara af handa- hófi staðgöngufeðrunina eða rokkbandið Skarið. Rennsl- ið þétt og hratt, ef nokkuð var fullhratt, maður hafði ekki undan að meðtaka brandar- ana þegar á leið; ég hef orð- ið þess var að sumt, og jafn- vel margt, fór fram hjá ýmsum. Það er mest yngra fólk, sem að þessu stendur; það gleymir því stundum að ekki eru allir jafn fljótir að fatta og það sjálft, að gamla fólkið þarf að öðru jöfnu meiri tíma til að meðtaka og melta en myndbandakynslóð- in. Og að RÚV á nú einu sinni að vera útvarp okkar allra. Auðvitað voru atriðin mis- jöfn, persónulega fannst mér þau úr Hörpunni einna þynnst. En það stafar kannski í og með af því hversu vel heppnaður aðalþráður verks- ins var: hin stefnulausa og auðnuleysislega bílferð Stein- gríms og Jóhönnu um íslenska vetrarvegi. Og ekki batnaði það þegar Jón Bjarnason var sestur í aftursætið, fyrst veif- andi riffli, svo að Jóhanna keyrði nú örugglega í rétta átt, síðan með syndahafur, feng- inn frá biskupi, í fanginu – ís- lenskan hafur til allrar lukku. Þetta var þrælfyndið, einhvers konar sambland af vegamynd og absúrdleikriti, og rann að lokum saman við Hörpuþráð- inn, sem einnig var fitjað upp á í byrjun. Og ekki spillti lokakór barnanna, atriði sem var í senn sorglegt og beitt: æska lands- ins streymandi fram um götur og torg á meðan Harpan sigldi til hafs undir norskum fána. Ég sé að þetta og fleira er komið á jútjúb, þið getið skoðað það þar, ef Sjónvarpið endursýnir ekki hið fyrsta. Gunnar Björn Guðmunds- son hefur með þessu skaupi staðfest það sem mann var farið að gruna: að hann er að verða einn af sterkustu leik- stjórum okkar af sinni kyn- slóð. Hann velur leikendur af glöggskyggni, blandar saman gömlum kröftum og nýjum, reyndum og minna reyndum, atvinnufólki og áhugamönn- um; þorir að veðja á yngra fólk sem kom sumt einkar ánægju- lega á óvart: ég nefni bara þau Önnu Svövu Knútsdóttur og Kára Viðarsson, bæði upp- rennandi stjörnur ef allt er með felldu. Efst í leikflokkn- um trónuðu þau þó, Sigrún Edda og Stefán Jónsson, ger- samlega óborganleg sem hinir vegalausu og ráðvilltu forystu- menn. Nú skulum við vona að leik- hússtjórar, dagskrárstjórar og aðrir stjórar hafi vit á að tryggja sér sem fyrst krafta Gunnars Björns og annarra sem hér eiga hlut að máli, skapi þeim aðstöðu til að halda sínu mikil- væga starfi áfram. Því að þetta er spéspegill sem við megum ekki vera án. Hvernig fannst þeim skaupið? É g sat með fullt af fólki og horfði á þessa árlegu rev- íu sem virðist alltaf skipta þjóðina jafn miklu máli. Merkilegt nokk stökk hvorki mér né öðrum gestum eitt ein- asta bros allan tímann. Kannski dofnaði stemning- in þar sem ég missti of snemma áhugann og fór að rabba meira við afa minn sem skildi heldur ekki grínið í þessu. Ætli það sé ekki mikilvægt að byrja skaup- ið strax á besta brandaranum til að koma fólki í stuð? Það tókst ekki í þetta skiptið hvað okkur varðar. Ég tók reyndar strax eftir því hvernig gert var grín að nokkr- um einstaklingum sem eru kenndir við ákveðinn lífsstíl. Fannst það leiðinlegt, líklegast vegna þess að mér finnst löngu komið gott af þessu opinbera „lífsstílsstríði“ sem minnir á ríginn sem var á milli MH og Versló í gamla daga. Með öðr- um orðum, „Lopatreflar“ gegn „Skinkum“. Vissulega má gera grín að öllu og öllum, það er næstum því skylda... en þetta var bara eitthvað hálfenda- sleppt og mjög klént. Svo var endirinn á skaupinu næstum nákvæmlega eins og í fyrra nema bara mikið yngri söng- kona. Það fannst mér spes. Það er til svo mikið af hrika- lega sniðugu fólki á landinu. Leikurum og fólki sem stúd- erar grín alla daga. Ég hefði viljað fá fleiri þeirra í þessa vinnu. Til dæmis Steinda og Bent ásamt Ladda, einhverj- um úr Spaugstofunni, Ósk- ari Jónassyni, Hugleiki Dags, Mið-Íslandi, Ágústu Evu, Þór- unni Antoníu, Brynhildi Guð- jóns og Eddu Björgvins eða Helgu Braga svo einhverj- ir séu nefndir. Við eigum úr- val snillinga sem hafa helgað starfsorku sína því að fá Ís- lendinga á öllum aldri til að skella upp úr. Þegar hefðin er svona sterk fyrir því að allir horfi á sjónvarp þetta kvöld er ábyrgðin mikil hjá stjórn- endum að velja fólk sem hef- ur sýnt það og sannað að það fær okkur til að hlæja. Þetta er þó og hefur alltaf verið flókið mál því fólk hefur jú misjafnan húmor og klárt mál að það gengur víst aldrei að fá heila þjóð til að hlæja að því sama. Það gengur von- andi bara betur næst hvað mig og afa minn varðar. Við bíðum spennt. Enginn brosti Fannst skaupið lélegt Margrét Hugrún Gústavsdóttir, ritstjóri veftímaritsins Pjattrófna. M ér fannst skaupið mjög gott þetta árið. Þar sem ég var mjög ánægður með skaupið í fyrra þá voru væntingarnar nokkuð mikl- ar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, nema kannski með lokalagið. Þó það hafi verið gott þá náði það ekki að fanga mann jafn vel og lagið í fyrra. Að öðrum leikurum ólöstuðum voru Hjálmar, í hlutverki Gísla Rúnars, og Þor- steinn Bachmann, í hlutverki biskups, tví- mælalaust senuþjófar kvöldsins. Þó að pólitíkin hafi ávallt verið stór hluti af skaupinu þá finnst mér einhvern veginn eins og hún hafi verið fyrirferðar- meiri en oft áður, sem sýnir kannski bara hversu mikið „djók“ hið pólitíska landslag er þessa dagana. Orðasambandið „funny because it’s true“ kemur manni svo í hug þegar ákveðnir stjórnmálamenn gagn- rýna „háð án ádeilu“. Fyndið, því það er satt Ársæll Níelsson Leikari og hótelstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.