Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Síða 8
8 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
• Michael Chekhov tækni
• Senuvinna
• Textagreining
• Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur
• Hugleiðsla og slökun
• og margt fleira...
Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar.
Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmark 18 ára.
"Frábært námskeið, ég lærði helling"
- Steindi jr.
Nýtt námskeið frá 28. janúar - 3. mars. 2012.
Kennsla fer fram á laugardögum frá kl. 13.00 - 16.30
Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara
sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við
leikhús, kvikmyndir og sjónvarp.
Námskeið í hagnýtri
og skapandi leiklist
• Michael Chekhov tækni
Senuvinna
• T xtagreining
Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur
• Hugleiðsla og slökun
og margt fleira...
Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar.
Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Ald rtakmark 18 ára.
"Frábært námskeið, ég lærði helling"
- Steindi jr.
Nýtt námskeið frá 28. janúar - 3. mars. 2012.
K nnsla fer fram á laugardögum frá kl. 13.00 - 16.30
Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara
si nar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við
l khús, kvikmyndir og sjónv rp.
Námskeið í hagnýtri
g skapandi leiklist
tt námskeið frá 5. mars – 9. apríl 2012
Kennsla fer fra á mánudögu frá kl. 19.30 – 23.00
Í hrakningum á hálendinu:
Hringdi í
pabba sinn
eftir aðstoð
Alex Hibbert, 25 ára Breti sem lenti
í hrakningum á Vatnajökli á mið-
vikudag, hringdi í föður sinn til að
biðja um aðstoð þegar hann lenti
í vandræðum. Alex var á ferð um
jökulinn ásamt Finn McCann en
tjaldið þeirra fauk og tjaldsúlurnar
brotnuðu. Í samtali við breska dag-
blaðið The Daily Mail lýsir Hibbert
tjaldi þeirra sem lítilli gröf.
Eftir að tjaldið eyðilagðist fóru
þeir að óttast um öryggi sitt. Raf-
hlaðan á gervihnattasíma þeirra var
nánast tóm og ákvað Hibbert því að
hringja í föður sinn í Portsmouth
á Englandi. Faðir hans hafði sam-
band við bresk yfirvöld sem komu
skilaboðunum áleiðis til Íslands.
„Þegar hann hringdi var hann
afar rólegur. Hann hefur upplifað
ýmislegt á ferðalögum sínum og er
því afar reyndur. Ég sagði honum
að við myndum kalla eftir hjálp,“
segir faðir hans í samtali við The
Daily Mail.
Alex sagði við The Daily Mail að
þeir hefðu ferðast um fimmtíu kíló-
metra um Vatnajökul og var hann
vonsvikinn að geta ekki klárað ferð-
ina. Hann vonast til að geta farið
aftur sem fyrst.
Jón Gnarr setti
vetrarhátíð
Jón Gnarr borgarstjóri setti
Vetrar hátíð í gærkvöldi. Setn-
ingin fór fram á Skólavörðu-
holti í Reykjavík en í kjölfarið
tók við Rafmögnuð náttúra, verk
arkitektsins Marco Zotes. Hann
hefur umbreytt Hallgrímskirkju
í „stórbrotna upplifun ljóss, lita
og hreyfingar við lifandi flutning
hljómsveitarinnar For a Minor
Reflection“, eins og segir í tilkynn-
ingu. Verkið er byggt á frumefn-
unum fjórum – vatni, jörð, eldi og
vindi. Hluti verksins inniheldur
upptökur frá geimskipi NASA,
SDO, og af sólargangi dagana rétt
fyrir Vetrarhátíðina. Verkið mun
standa út Vetrarhátíð eftir að
rökkva tekur.
Á
tta milljarða króna viðskipti
eignarhaldsfélags Pálma Har-
aldssonar, Fons, við Glitni árið
2008 voru afgreidd án löglegr-
ar heimildar með tölvupóst-
um og í símtölum hans eða fjármála-
stjóra Fons, Guðnýjar Reimarsdóttur,
við starfsmenn bankans. Um var að
ræða afleiðusamninga um framvirk
hlutabréfaviðskipti sem Fons gerði
við Glitni upp á samtals umrædda
upphæð. Engar undirskriftir af þeirra
hálfu lágu fyrir sem staðfestu viðskipt-
in. Afleiðusamningarnir voru fram-
lengdir sjö sinnum með þessum hætti
á árinu 2008.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
komist að því með dómi að hvorki
Pálmi Haraldsson né Guðný hafi haft
heimild til að skuldbinda félagið með
þessum hætti þar sem ekki liggi fyr-
ir að stjórn félagsins hafi veitt þeim
heimild til þess. Glitnir höfðaði mál á
hendur þrotabúi Fons þar sem bank-
inn krafðist þess að kröfur hans í bú
Fons vegna samninganna yrðu við-
urkenndar sem almennar kröfur í bú
Fons. Skiptastjóri Fons, Óskar Sigurðs-
son, hafði áður hafnað kröfum Glitnis
á þeim forsendum að skort hefði gögn
um samþykki Fons í viðskiptunum.
Pálmi og Glitnir
Dómurinn í málinu sýnir fram á
þann mun sem virðist hafa verið á
reglum Glitnis um slík viðskipti fyrir
hrunið 2008 og svo aftur framkvæmd
þessara reglna, að minnsta kosti í til-
felli einstakra viðskiptamanna eins
og Pálma og Fons. Dómurinn sýnir
enn betur fram á hversu óeðlileg við-
skipti Pálma Haraldssonar voru við
Glitni, en áður hefur komið fram, í
svokölluðu Aurum-máli, að Pálmi
hafi í reynd lagt línurnar í milljarða-
viðskiptum sínum og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar við Glitni árið 2008.
Tölvupóstar sem birtir eru í stefnu
slitastjórnar Glitnis í Aurum-málinu
sýna fram á þetta.
Dómurinn sýnir fram á að Glitn-
ir braut í raun skilmála sem bankinn
setti sjálfur um viðskiptin við Fons
áður en þau hófust árið 2007.
Starfsmenn Glitnis
voru í vondri trú
Í dómnum segir að skilmálar bank-
ans vegna viðskiptanna við Fons frá
árinu 2007 hafi ekki verið undirrit-
aðir af stjórn Fons og því hafði Pálmi
og Guðný í reynd ekki haft heimild til
að skuldbinda félagið. Um þetta seg-
ir í dómsorðunum: „Þá er jafnframt
til þess að líta að samkvæmt hinum
almennu skilmálum vegna markaðs-
viðskipta sóknaraðila og Fons hf. frá
12. september 2007, sem undirritaðir
eru af hálfu sóknaraðila, var af hálfu
sóknaraðila gerð sú krafa að stjórn
Fons hf. myndi undirrita skilmálana
og undirrita umboð til handa starfs-
mönnum Fons hf. til að eiga viðskipti
við sóknaraðila um markaðsviðskip-
in og rita undir samningana fyrir
hönd félagsins. Það var ekki gert.“
Hvorki Pálmi né Guðný höfðu því
þetta umboð til að skuldbinda félagið
með þeim hætti sem þau gerðu með
tölvupóstum og símtölum. Í dómn-
um segir að starfsmenn Glitnis hafi
því átt að vita betur – þeir hafi verið
„grandsamir“ – en að heimila Pálma
og Guðnýju að skuldbinda félagið
án heimildar og með áðurnefndum
tölvupóstum og símtölum eingöngu.
Símtölin spiluð fyrir dómi
Í dómnum er rakið hvernig afleiðu-
samningarnir voru endurnýjað-
ir á árinu 2008. Samtals var um að
ræða sjö samninga. Einungis einn
af samningunum var undirritaður af
Pálma. Hinir sex samningarnir voru
framlengdir með tölvupóstum þann
29. ágúst 2008. Pálma hafði verið
sendur tölvupóstur þar sem hann var
spurður hvort hann vildi framlengja
samningana. Pálmi svaraði því til um
hluta samninganna að hann vildi
endurnýja þá, „framlengja“ sagði
hann í tölvupósti. Þann 17. septem-
ber 2008 svaraði hann tölvupósti
starfsmanns Glitnis um framleng-
ingu á hluta samninganna með orð-
inu „ok“.
Þann 2. október 2008, í banka-
hruninu, þurfti að endurnýja samn-
ingana aftur og sá Guðný um að gera
það í tveimur símtölum sem vitnað
er til í dómnum. Orðrétt segir um
þetta í dómnum þar sem sjónarmið
lögmanns þrotabús Fons eru tíund-
uð af dómaranum: „Í þessu sam-
bandi skuli á það bent að af gögn-
um málsins verði í raun ekki ráðið að
samskipti Guðnýjar og starfsmanna
Glitnis hf. hafi verið venjubundin.
Raunar sé í gögnum málsins ein-
göngu að finna hljóðritun úr tveim-
ur símtölum þar sem Guðný ræði um
slík viðskipti sem hér sé tekist á um.“
Inntakið í dómnum er bæði það
að dómarinn gagnrýnir Glitni harka-
lega fyrir að heimila starfsmönn-
um Fons að skuldbinda fyrirtækið
án þess að hafa til þess heimild auk
þess sem samningarnar voru fram-
lengdir með nokkuð léttúðugum
hætti miðað við þá stórfelldu fjár-
hagslegu hagsmuni sem voru undir
í viðskiptunum. Heildartap Fons af
viðskiptunum nam nærri 10 millj-
örðum króna. Glitnir mun að sama
skapi ekki fá greiddar þær kröfur sem
bankinn telur sig eiga á hendur Fons
vegna viðskiptanna.
Milljarða viðskipti
afgreidd símleiðis
n Höfðu ekki heimild til að skuldbinda Fons n Glitnir í vondri trú
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Það var
ekki gert
Enn eitt málið
Dómurinn í málinu
er enn eitt dæmið
sem sýnir að Pálmi
Haraldsson hafi átt
í óeðlilegum við-
skiptum við Glitni á
árunum fyrir hrunið.
Kexfélag Eggerts í þrot
n Skilaði einum ársreikningi í sögu sinni
K
ex ehf., eignarhaldsfélag í
eigu Eggerts Magnússonar,
fyrrverandi formanns Knatt-
spyrnusambands Íslands
(KSÍ) og stjórnarformanns West
Ham, hefur verið tekið til gjald-
þrotaskipta. Eggert er einna þekkt-
astur fyrir tengsl sín við KSÍ og West
Ham en hann var einnig forstjóri
kexverksmiðjunnar Fróns á sínum
tíma. Gjaldþrotið var auglýst í Lög-
birtingablaðinu í vikunni.
Kex ehf. tengdist þó ekki kex-
framleiðslu heldur var tilgang-
ur þess skilgreindur sem fasteign-
arekstur, kaup og sala, lánastarfsemi
og annað slíkt. Félagið var stofnað
árið 2005. Á rekstrarárum sínum
skilaði félagið aðeins einu sinni árs-
reikningi, árið 2009. Þar kom fram
að hlutafé félagsins væri 500 þús-
und krónur og að engin starfsemi
hefði verið í félaginu það árið. Kex
var því ekki mjög aðsópsmikið fé-
lag.
Lítið hefur frést af Eggerti í fjöl-
miðlum eftir að Björgólfur Guð-
mundsson sá til þess að hann lét
af störfum hjá West Ham árið 2007
eftir nokkuð dræmt gengi og rekst-
ur liðsins. Eggert seldi þá 5 pró-
senta hlut sinn í knattspyrnuliðinu
til Björgólfs.
ingi@dv.is
Kex gjaldþrotaEignarhaldsfélag
í eigu Eggerts Magnússonar hefur
verið tekið til gjaldþrotaskipta.