Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Page 38
Hvað er að
gerast?
Laugardagur
Föstudagur
Sunnudagur
11
FEB
10
FEB
12
FEB
Mið-Ísland á stóra sviðinu
Mið-Ísland hópurinn stendur fyrir
uppistandi á stóra sviði Þjóðleik-
hússins í kvöld. Uppselt hefur
verið á allar fyrri sýningar hópsins
sem fram hafa farið í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Tvær sýningar verða
þetta kvöld, klukkan 20 og 23.
Reiðmenn vindanna
á Akranesi
Hinn eini sanni Helgi Björnsson
ásamt Reiðmönnum vindanna
skemmta í Bíóhöllinni á Akranesi í
kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan
21 og aðgangseyrir er 2.900 krónur.
Amma er best
Geir Ólafsson og Furstarnir
verða með barnatónleika í Ráð-
húsi Reykjavíkur í tengslum við
Vetrarhátíð. Frítt inn fyrir alla.
Tónleikarnir hefjast klukkan 13.
Norðurljósaleit
Ævintýralega sjóferð sem farin
verður frá Reykjavíkurhöfn og
leitað að norðurljósunum frá
sjó. Sérferðir bjóða í ferðina á
bátnum Rós, farið verður af stað
kl. 21 og ferðin tekur um 2,5–3
klukkustundir. Fríir kuldagallar og
heitir drykkir til staðar. Ókeypis er
í ferðina.
White Signal í sundi
Unglingahljómsveitin White Signal
heldur tónleika á sundlaugarbakk-
anum í Árbæjarlaug. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20.
Djass á Haiti
Djasskvartettinn Ferlíki leikur
djassperlur og dægurlög á Café
Haiti ásamt Jóni Svavari Jósefs-
syni. Frítt er á tónleikana sem
hefjast klukkan 21.30.
Órafmagnað myrkur
Jón Þór Sigurleifsson heldur
tónleika í Höfða, Borgartúni. Á
tónleikunum mun hann spila sínar
eigin endurútsetningar á þunga-
rokkslögum. Hefst klukkan 14 og
aðgangur er ókeypis.
38 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
„Virkilega
skemmtilegt“
„Gott leikaralið
í frábærri mynd“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Hundur í óskilum:
Saga þjóðar
The Descendants
D
agana 10. mars til 9.
apríl munu leikararnir
Magnús Jónsson og
Þorsteinn Bachmann
standa fyrir námskeiði
í leiklist fyrir 18 ára og eldri.
Námskeiðið er haldið undir
merkjum Leiktækniskólans
sem þeir stofnuðu í septem-
ber 2011.
Á námskeiðinu ætla þeir
Magnús og Þorsteinn að styðj-
ast við aðferðafræði Stanis-
lavskis, Michaels Chekhov og
Lees Strasberg í bland við nýja
strauma og stefnur. Einnig
munu þeir sækja nokkuð í
brunn Helga Skúlasonar leikara
sem rak eigin leiklistarskóla um
árabil en þar lágu leiðir Magn-
úsar og Þorsteins saman fyrst.
Þeir voru svosamferða í gegn-
um Leiklistarskóla Íslands og
útskrifuðust þaðan vorið 1991.
Kenndu Rikku leiklist
„Það er bara einn dagur á milli
okkar, við erum báðir sporð-
drekar,“ segir Þorsteinn og horf-
ir til Magnúsar sem situr við
hliðina á honum.
Það er merkilegt hvernig
sporðdrekar heilsa hver öðrum.
Jafnvel þótt þeim komi stjörnu-
speki lítt við. Það kemur skond-
ið mafíósalegt blik í augun.
Það kemur svo í ljós að þeir
eru þrír sporðdrekarnir sem
sitja á 101 hóteli og ræða um
leiklist og umræðurnar fara vítt
og breitt. Nokkur tími fer í að
sýna blaðamanni leiklistaræf-
ingar sem er seinna um dag-
inn sendur upp á ritstjórn DV
með ákveðið heimaverkefni.
Þá segja þeir frá því að leiklistin
hafi komið einum nemanda
þeirra í gegnum atvinnuviðtal
og til þeirra hafa komið sjón-
varpsstjörnur á borð við Rikku,
Steinda jr. og fleiri til að bæta
færni sína.
„Á námskeiðin til okkar
kemur fólk með mörg og mis-
munandi markmið. Við leggj-
um upp með að hlúa að ein-
staklingnum en styðjumst við
aðferðir sem við höfum mikla
trú á,“ segir Magnús. „Námið er
opið öllum og við gerum enga
kröfu um einhverja sérstaka
menntun eða reynslu.
Sumir eru að undirbúa sig
undir frekara nám, aðrir eru
farnir að vinna við fagið en vilja
bæta við kunnáttu sína. Tónlist-
armenn, sjónvarpsfólk og aðrir
listamenn. Þá kemur líka fólk
sem hefur einfaldlega áhuga
á því að læra leiklist af ýmsum
ástæðum. Við leggjum upp
með það að það sé 18 ára ald-
urstakmark. Það er vegna þess
að við viljum vinna með sjálf-
stæða einstaklinga sem hafa
mótað sér markmið og hafa aga
til að vinna að þeim með þess-
um aðferðum sem við leggjum
upp með.“
Ritstjórn heilans rekin á
einu bretti
Blaðamanni er spurn hvort
leiklist megi einfaldlega nýta
í hversdaginn. Hvort fólk geti
komið með sértæk markmið,
eins og að bæta félagsleg sam-
skipti eða efla stjórnunarfærni
sína?
„Já, að sjálfsögðu,“ svarar
Þorsteinn. „Leiklistin getur
hjálpað þér að losna við dóm-
arann í sjálfum þér, og fara þess
í stað að vinna með sjálfan þig
eins og þú ert í raun og veru.
Aðferðirnar hjálpa þér að kom-
ast nær kjarnanum í þér. Fólk er
oft hrætt við að kynnast sjálfu
sér. Við erum með svo mikið af
grímum og vörnum úti í samfé-
laginu að við vitum varla hver
við erum. Þegar við erum gagn-
vart þér hér í viðtali þá erum
við í ákveðnu hlutverki. Og þú
líka.
Dómarinn í okkur sjálfum
sem er að verja egóið er oft
helsta hindrun í veginum þegar
kemur að því að skapa eitthvað
nýtt. Dómarinn er sífellt að
segja: hvernig kemur þetta út
fyrir mig? hvað heldur fólk um
mig? hvað finnst fólki? þetta er
gott hjá mér núna, nei nú er ég
lélegur og svo framvegis.
Til þess að gera það þá þarf
hugurinn að vera upptekinn við
eitthvað annað því að dómar-
inn er frekur og vill sífellt troða
sér að og hugurinn er jú sífellt
vinnandi. Þannig að við förum
að vinna með það að gera hug-
ann upptekinn við að gera eitt-
hvað þrennt annað. Eins og
að hlusta, hvíla í hlustuninni,
veita hinum eftirtekt og yfirleitt
að hætta að pæla í sjálfum sér.
Þetta er mjög frelsandi. Strax
í fyrsta tíma förum við að tala
um það að það sé markmið í
sjálfu sér að geta bara verið hér
og nú; að losna undan þörfinni
til að sýna heldur leyfa öllu að
gerast án þess að vera bundinn
af þessum dómara.“
Sálrænar pósur
Þær aðferðir sem Þorsteinn og
Magnús hafa ákveðið að vinna
með spretta úr aðferðum Stan-
islavskis og Michaels Chekhov
sem var einn aðalleikari hans í
Moskvuleikhúsinu.
„Michael Chechov er ef-
laust þekktastur fyrir sálfræði-
lega pósu karaktersins. Eða
„pshycologigal gesture“,“ út-
skýrir Magnús. „Þessi pósa eða
stelling er unnin eftir ákveðn-
um aðferðum og einföldum
æfingum. Leikarinn skoðar
uppbyggingu karaktersins og
spyr sig spurninga eftir að hafa
kynnt sér verkið eða senuna.
Er hann opinn, er hann lok-
aður, er hann orkusuga? Svona
vinnurðu þig áfram með þessar
æfingar í því að búa til þessa
pósu sem mun hjálpa þér að
komast nær hinum sálræna
eiginleika persónunnar og
síðan er þetta líkamnað í eina
stellingu eða pósu. Svo geturðu
notað þessa aðferð fyrir leik-
verkið og hverja senu fyrir sig
að auki. Síðan eru sjö spurn-
ingar Stani slavskis sem við
spyrjum okkur líka: Hver erum
við, hvaðan erum við að koma,
hver er vilji okkar og hverjar eru
hindranirnar?
Þorsteinn heldur áfram.
„Stanislavski stofnaði tilrauna-
leikhús í Moskvu og fór að
brjóta upp svokallað príma-
donnuleikhús sem þá var við
lýði og gekk fyrst og fremst út á
að sýna sig. Leikarar voru mikið
í því að sýna sig eða reyna við
áhorfendur,“ segir hann og
hlær. „Þetta var svona félagsleg
kvöldskemmtun meira en hrein
listsköpun. Stanislavski vildi
breyta leikhúsinu úr innan-
tómri kvöldskemmtun í list-
sköpun sem væri drifin áfram
af sannleiksleit. Aðferðafræði
hans ferðaðist yfir hafið til
Bandaríkjanna gegnum sýn-
ingar tilraunaleikhússins. Lee
Strasberg, Stanford Meisner og
fleiri tóku upp aðferðir hans.
Lee Strasberg ákvað til dæmis
að helga lífi sitt frekari rann-
sóknum á þeim galdri sem
hann varð vitni að eina kvöld-
stund hjá Moskvuleikhúsinu í
New York einhvern tímann á
miðjum þriðja áratug síðustu
aldar og stofnaði meðal annars
The Actors Studio í New York.
En það var einmitt þar sem
Marilyn Monroe, Meryl Streep,
Marlon Brandon, Al Pacino,
Dustin Hoffman og fleiri nafn-
togaðir leikarar vestanhafs
lærðu. Það er eiginlega alltaf
hægt að rekja leiklist okkar
daga með einhverjum hætti til
Stanislavskis.“
Gerði sér upp flogaveiki kast
á Lækjartorgi
Þátttakendur í námskeiði
Magnúsar og Þorsteins fá
heimaverkefni. Hvað er það
sem fólki finnst erfiðast?
„Fyrsta hindrunin er kvíði
yfir að takast á við nýtt verkefni.
Um leið og fólk er komið yfir
þann kvíða sem gerist eigin-
lega bara á fyrstu mínútunum
eru aðrar hindranir leikandi
léttar og skemmtilegar,“ segir
Magnús.
„Við sendum fólk til dæmis
út í lífið að stúdera fólk. Biðjum
það að setjast niður á kaffi-
húsi og vera svona einkaspæj-
arar. Skoða fas og athafnir fólks
og greina það sem fram fer.
Lærifaðir okkar hann Helgi
Skúlason var mjög mikið í því
að senda okkur út í alls kyns
leiðangra. Það mátti ekki vera
neinn fíflaskapur heldur voru
þetta verkefni unnin í fullri al-
vöru. Þú áttir að búa til aðstæð-
ur, verja þig í aðstæðunum og
koma þér út úr aðstæðunum.
Allt án þess að segja: Ég er bara
í leiklistarskólanum að gera
verkefni.“
„Ég man eftir því að ég þurfti
að komast inn í ókunnugt hús.
Ég ákvað að fara og og biðja
um að fá lánaðan bolla af sykri.
Markmiðið náðist ég komst inn
í húsið en það var erfitt af því að
í dyrum stóð hrædd eldri kona
sem var ekkert endilega á því
að hleypa mér inn,“ segir Þor-
steinn.
Magnús er með nokkuð
enn betra. Hann þurfti að gera
sér upp flogaveikikast á Lækj-
artorgi. „Ég þurfti að hætta
þegar löggan var á leiðinni
og kona var við það að setja
skó upp í mig til að verja mig
meiðslum,“ segir hann með
bros á vör. „En þetta var verk-
efni fyrir lengra komna,“ segir
Þorsteinn og hlær. „Þitt verk-
efni verður ekki svona erfitt.“
Heimaverkefni
blaðamanns
Þá er komið að því að verk-
efni blaðamanns er útlistað.
„Þú átt að fá ritstjórann, Reyni
Traustason, til þess að gefa þér
stólinn sinn og þiggja þinn í
staðinn. Þú átt að nota viljann
og fá þínu framgengt en mátt
ekki gefa upp hvers vegna,“
segir Þorsteinn.
„Eða bílinn hans. Þú getur
líka beðið um að fá bílinn hans
lánaðan en mátt ekki gefa upp
hvers vegna,“ bendir Magnús
á. „Segjum að þú gerir það. Þá
gætir þú farið inn á skrifstofu
hans og sagt við hann. Komdu
með bíllyklana. Núna strax. Ég
þarf að fá jeppann lánaðan. Ef
hann hikar, þá segir þú bara
ákveðin við hann: Á stundinni,
Reynir. Ég þarf að fara núna. Ef
hann biður um ástæðu þá gæt-
ir þú bara hrist höfuðið og sagt:
Ekki vera með þessa vitleysu.
Ég hef engan tíma til að standa
í rökræðum.“ „Ég held við
ættum að halda okkur við stól-
inn,“ leggur Þorsteinn til. „Hitt
gæti endað illa.“ Þeir hlæja.
„Ekki gera neitt sem kemur
þér í vandræði,“ leggur Þor-
steinn til. Magnús er ekki sam-
mála. „Maður veit nú aldrei
hverju vandræði skila, það gæti
vel verið að svona valdboð
gæti skilað þér óvæntum yfir-
ráðum.“ Það er ljóst að þeir
eru dottnir í óskrifað handrit
eftir því að dæma hvernig þeir
skiptast á augngotum.
Þorsteinn útskýrir verk-
efnið: „Verkefnið leiðir í ljós að
ef markmiðið er nógu skýrt þá
verða til alls konar tilfinningar.
Í staðinn fyrir að þú leikir
þig reiða eða ágenga hefur þú í
staðinn bara mjög skýrt mark-
mið. Til dæmis að þú þurfir að
fá launin þín í dag. Því fylgja þá
alls kyns tilfinningar og ein af
þeim getur verið reiði ef mót-
staðan er mikil. Enginn sem er
reiður er beinlínis að reyna að
vera reiður. Hann verður það
bara af því hann þarf svo mikið
á einhverju að halda.“
Allir geta lært leiklist
Geta allir lært leiklist? „Já,“ segir
Magnús. „Hver einstaklingur
er einstakur og það eru engir
tveir eins í heiminum. Það hafa
allir eitthvað fram að færa. Við
trúum því að allir geti leikið.“„Ef
þeir vilja læra það. Þá geta þeir
leikið,“ bætir Magnús við. „Eitt
af því sem nemendur læra er að
þekkja gryfjurnar. Ein af þeim
er til að mynda að dæma ekki
Geta allir lært leiklist? Og má nota leik-
list á jafn hversdagslegan máta og til þess
að bæta félagsleg samskipti eða verða
betri stjórnandi? Leikararnir Þorsteinn
Bachmann og Magnús Jónsson kenna
öllum þeim sem vilja leiklist. Þeir Þorsteinn
og Magnús sögðu Kristjönu Guðbrands-
dóttur frá aðferðum sínum og lögðu fyrir
hana heimaverkefni. Að fá ritstjórann til að
gefa sér skrifborðsstólinn sinn.
Ritstjórn heilans rekin
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
„Þú átt að fá
ritstjórann,
Reyni Traustason,
til þess að gefa þér
stólinn sinn og þiggja
þinn í staðinn.