Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Qupperneq 56
Þórhallur safnar
stuðningi
n Ljóst er að baráttan um biskups-
stólinn verður hörð en sem kunn-
ugt er mun Karl Sigurbjörnsson láta
af embætti í sumar. Meðal þeirra
sem tilkynnt hafa um framboð er
Þórhallur Heimisson, sóknarprestur
í Hafnarfirði.
Þórhallur mun á næstu dögum
leggja upp í tveggja vikna fund-
arherferð um landið. Hyggst
Þórhallur ræða við kjósendur í
biskupskjöri og alla þá sem vilja
ræða málin um framtíð kirkj-
unnar. Fundarherferðin hefst Í
Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag
en henni lýkur í Hólmavík þann
29. febrúar. Í millitíðinni mun
Þórhallur meðal annars koma við
á Selfossi, Eskifirði, Sauðárkróki,
Vestmannaeyjum,
Akureyri og á Vest-
fjörðum. Ljóst er að
Þórhallur er verð-
ugur keppinautur
um embættið því
hann er afar vin-
sæll; enda alþýð-
legur og ófeiminn
prestur.
Félagsheimili
landsins
Sími 554-2166
Velkomin
Veitingahúsið Cafe
Catalina býður ókeypis
aðstöðu; til félags-
funda- mannlífs- og
menningarstarfs
n Cafe Catalina verði þannig með
tímanum Félagsheimili landsins
n Stendur öllum félögum til boða
hvar svo sem uppruninn liggur
Akureyri Svalbarðseyri
Grenivík Flatey
Húsavík Reykjahlíð
Kópasker Raufarhöfn
Þórshöfn Bakkafjörður
Vopnafjörður Borgarfjörð-
ur Fellabær Egilsstaðir
Seyðisfjörður Mjói-
fjörður Neskaup-
staður Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Höfn Kirkju-
bæjarklaustur Vík
Vestmannaeyjar
Hvolsvöllur Þykkvibær
Hella Flúðir Laugarás
Skálholt Reykholt Laugar-
vatn Selfoss Hveragerði
Stokkseyri Eyrarbakki Þorlákshöfn
Grindavík Hafnir Sandgerði Garður
Keflavík Njarðvík Vogar Hafnar-
fjörður Álftanes Garðabær
Kópavogur Seltjarnarnes
Viðey Reykjavík sveitir
landsins erlendis
Mosfellsbær
Akranes Hvann-
eyri Bifröst Borgarnes
Arnarstapi Hellissandur
Rif Ólafsvík Grundar-
fjörður Stykkishólmur
Búðardalur Króks-
fjarðarnes Reykhólar
Flatey Breiðavík
Patreksfjörður
Tálknafjörður Bíldu-
dalur Þingeyri
Ingjaldssandur Flateyri
Suðureyri Bolungarvík
Hnífsdalur Ísafjörður
Súðavík Grunnavík
Aðalvík Hesteyri Eyri
Djúpavík Drangsnes
Hólmavík Borðeyri Hvammstangi
Blönduós Skagaströnd Sauðár-
krókur Varmahlíð Hofsós
Hólar Siglu-
fjörður Grímsey
Ólafsfjörður Hrísey
Dalvík Dagverðareyri
Árskógssandur
Hauganes Hjalteyri
Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is
Tökum að
okkur þorra-blót fyrir stærri og minni hópa
d
v
e
h
f.
/
d
av
íð
þ
ó
r
Margir vildu
Lilju
kveðið
hafa!
„Lilja alltaf verið
heiðarleg“
n „Ég talaði um það við vini mína
að ég myndi aldrei nota nafnið og
að ég vonaði að Lilja Móses tæki það
bara að sér. Það var svo fyndið að
klukkutíma seinna hringdi Lilja og
spurðist fyrir um nafnið,“ segir Bjarni
Bergmann Vilhjálmsson, stofnandi
Samstöðu-Þjóðarflokks, sem meðal
annars kærði Alþingi vegna Icesave.
Fjallað hefur verið um deilur Sam-
stöðuflokks Lilju og félags á Patreks-
firði sem ber sama nafn. Bjarni stofn-
aði árið 2010 flokk með nafninu og
segir samskipti sín við Lilju og félaga
í tengslum við nafnaskráninguna
hafa verið til fyrirmyndar. „Lilja hef-
ur alltaf verið heiðarleg við mig og
komið til dyranna eins
og hún er klædd.
Ég skil þessa Pat-
reksfirðinga ekki.
Þeir eru ekki
einu sinni elsta
stjórnmálaaflið
með þetta nafn.“
Nýr fótboltavefur
n Nýr fréttavefur um fótbolta,
433.is fer í loftið á næstunni. Meðal
þeirra sem standa að vefnum eru
tveir lykilmenn hjá Ölgerðinni, Frið-
jón Hólmbertsson og Óttar Angantýs-
son. Þá eru tveir markaðsmenn hjá
Vert markaðsstofu tengdir við vef-
inn, auk þeirra Sigurjóns Jónssonar
bílasala og Ágústs Þórs Ágústssonar
fótboltamanns í Fjölni. Ýmsir hafa
orðið til að tengja Ölgerðina við vef-
inn, enda er hún aðalstyrktaraðili
Pepsi-deildarinnar í
fótbolta. Vefsíðan
fotbolti.net hefur
hingað til verið
eina sérhæfða fót-
boltasíða landsins,
en tveir af starfs-
mönnum síðunn-
ar hafa ráðið
sig á nýja
vefinn.
J
ú, þetta er búið að vera erfitt. En
við erum svo grjótharðir hérna,
við strákarnir að við höldum
bara áfram,“ segir kokkurinn
Gústav Alex Gunnlaugsson sem opn-
aði á fimmtudag staðinn sinn, Sjáv-
argrillið á Skólavörðustíg, á ný. Þegar
DV náði tali af honum var hann óða-
önn að undirbúa enduropnun stað-
arins en tvö óhöpp hentu staðinn í
janúar, vatnstjón og bruni. „Þetta er
töluvert mikið tjón eftir brunann. 16–
17 dagar í lokun, þurfti að sparsla og
mála allt upp á nýtt, skipta út pípu-
lögnum, rafmagnstöflu og klósetti. Í
vatnstjóninu þá lak úr uppþvottavél
yfir parketið og það þurfti að skipta
um gólfefni á stórum hluta. Þetta
gerðist hvort tveggja í janúar þannig
að þetta er búið að vera svolítið mik-
ið,“ segir Gústav sem gefst ekki upp
þó á móti blási.
Þrátt fyrir að Gústav sé aðeins 24
ára hefur hann starfað á mörgum
af betri veitingastöðum landsins og
hefur unnið til fjölda verðlauna og
var valinn matreiðslumaður ársins
2010. Sjávargrillið opnaði hann í
apríl í fyrra ásamt Guðmundi Hans-
syni og tengdaföður sínum þar sem
hann var farið að langa til þess að
eiga sinn eigin stað. Staðurinn hef-
ur verið rekinn við góðan orðstír.
„Þetta hefur gengið miklu betur en
maður þorði að vona. Maður er allt-
af búinn undir það að fyrsta árið sé
rólegt en það hefur ekki verið hjá
okkur. Við erum til dæmis í fyrsta
sæti yfir veitingastaði á Íslandi inni
á vefsíðunni Tripadvisor og það
eru margir ferðamenn sem koma
til okkar,“ segir hann en trip advisor.
com er ein mest lesna ferðasíða í
heiminum.
viktoria@dv.is
„Við erum svo grjótharðir“
n Veitingamaðurinn Gústav Alex opnar Sjávargrillið á ný eftir bruna og vatnstjón
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 10.–12. FeBrúAr 2012 17. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Opnar á ný Á fimmtudag opnaði Gústav
á ný veitingastaðinn Sjávargrillið en hann
hafði verið lokaður í rúmlega tvær vikur
vegna bruna.