Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 15
EiturEfnin lEynast víða Neytendur 15Mánudagur 20. febrúar 2012 Andlitsmálning fyrir börn n Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga fyrir öskudaginn Þ að líður að öskudegi en þeim degi fylgja búningar og and- litsmálning. Andlitsmálning- in getur þó verið varasöm og mikilvægt að nota hana af varkárni. Á taenk.dk eru nokkur ráð sem vert er fyrir foreldra að hafa í huga áður en andlit barnanna eru skreytt og máluð: n Veldu málningu án ilmefna og án parabena. n Fjarlægðu vel og vandlega málninguna af húðinni. Notaðu vatn og sápu ef málningin er vatnsheld en annars hreinsikrem. n Verði húð barnsins þurr er mikilvægt að fjarlægja málninguna strax. Gott er að gera prufu á húð- inni með því að láta hana liggja á litlum bletti í stuttan tíma og athuga hvort húðin verði rauð. n Varastu að setja málninguna á varir og nálægt augum. Einnig skal varast að setja hana á mjög þurra húð, rifna húð eða þar sem eru sár og skrámur. n Andlitsmálning fyrir börn skal vera merkt CE-merkinu. n Kaupið einungis málningu sem er með innihaldslýsingu og lesið hana. Innihaldslýsingin á að vera á umbúðunum, með þeim eða hægt að fá þær í búðinni. n Fleygið málningunni þegar fyrningardagsetning er liðin. Eiturefni í umbúðum Á heimasíðu danska ríkissjónvarpsins, dr.dk, er fjallað um rannsókn þar sem Xenia Trier, efnafræðingur við tækni- skólann í Danmörku, rannsakaði 74 mismunandi pappa- og pappírsumbúðir utan um mat og fann hún heilsuskaðleg flúorkolefni í yfir helming þeirra. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni hennar og hefur danska matvælastofn- unin í kjölfarið ákveðið að framkvæma nákvæmari og ýtarlegri rannsóknir á því hvort og hvernig skaðleg efni berast frá umbúðum í matvælin. „Pappi og pappír eru mikið notaðir í umbúðir utan um þurr matvæli en einnig utan um frosin matvæli og þau sem eru ætluð til hitunar í örbylgjuofni,“ segir Trier við TV Avisen. Hlutir sem innihalda PFC n Pítsukassar n Pappadiskar n Örbylgjupoppkorn n Regnföt n Vatnsheldir skór n Sófar Nokkur dæmi n Poki utan um smákökur á Subway n Popz Poppkorn n Bakki undir franskar kartöflur á McDonald’s n Pappír utan um kjúkling á McDonald’s n Örbylgjupopp frá Estressa n Servíettur á McDonald’s n Haframjöl Ota Solgryn Økologisk n Kassi utan um Big Mac á McDonald ś n Múslí frá Kellog’s Müsle, extra fruit n Kassi utan um ostborgara á McDonald’s n Dós undir McFlurry á McDonald’s n Umbúðir um V6 tyggigúmmí n Pönnukökur frá Daloon n Umbúðir utan um eplaböku á Subway n Þrávirk efni safnast saman í náttúrunni og mælast í mönnum n „Komin á ansi tæpt vað,“ segir Vilhjálmur Ari Arason læknir Þalöt varasöm fyrir börn Hvað eru þalöt? Þalöt eru efnasambönd sem hafa þá eiginleika að gefa plasthlutum mýkt og er algengast að þau séu notuð með PVC-plasti. Þalöt hafa verið notuð í efnaiðnaði síðan snemma á 20. öld og sem mýkingarefni í plast fljótlega eftir að það fór að koma á markað upp úr 1950. Vitað er að viss þalöt geta dregið úr frjósemi manna og verið skaðleg ófæddum börnum í móðurkviði. Þalöt eru afar lík hormónum í líkamanum og geta því haft hormónatruflandi áhrif. Sérstaklega er þetta varasamt fyrir börn þar sem þau eru að vaxa og þroskast og hormónatruflanir geta haft áhrif á vöxt og þroska þeirra í framtíðinni. Fyrir örfáum árum fengu framleiðendur PlaySta- tion á sig gagnrýni fyrir að í stýripinnunum var að finna ýmisleg eiturefni og þar á meðal þalöt þó svo að leikjatölvurnar sjálfar væru fram- leiddar samkvæmt lögum. Þalöt eru bönnuð í leikföngum en samkvæmt reglum Evrópusam- bandsins teljast stýripinnar ekki til leikfanga. Á heimasíðu Umhverfis- stofnunar má finna þessar ráðleggingar n Ekki kaupa leikföng með sterka lykt því ilmefnin geta valdið ofnæmi. n Veldu leikfang merkt CE sem er yfirlýsing framleiðandans um að leikfangið uppfylli grunnkröfur Evrópu um öryggi leikfanga. n Gott er að þvo leikföng upp úr í heitu vatni og mörg leikföng passa jafnvel í upp- þvottavélina, þannig er hægt að lágmarka áhrif innihaldsefnanna á barnið. n Forðastu að kaupa óvönduð leikföng eða eftirlíkingar. Þó þau séu oftast ódýrari þá eyðileggjast þau fljótt og enda í ruslinu. Skaðleg efni í nýjum bílum Það er ekki einungis mengun sem bílar gefa frá sér sem er skaðleg fyrir okkur. Bandarísk rannsókn sýnir að í mörgum nýjum bílum er að finna efni svo sem bróm, blý og kvikasilfur. Efni þessi má finna í hlutum eins og mælaborði, gírstöng og í stýri. Þetta kemur fram á vef Heilsubankans. Því eru þeir sem kaupa sér nýjan bíl hvattir til að lofta vel út og þrífa bílinn vel að innan. Eins er ráðlagt að leggja nýjum bílum í skugga, þar sem hitinn frá sólinni getur leyst skaðlegu efnin úr læðingi en það getur gerst allt að þremur árum eftir fram- leiðslu bílsins. Lesið innihaldslýsingar Margar algengar snyrtivörur og hreinsiefni til heimilisnota innihalda kemísk eða tilbúin efni sem geta valdið ofnæmi. Þar sem bæði börn og fullorðnir geta verið viðkvæm fyrir þessum efnum er ekki úr vegi að hafa augun opin og lesa innihaldslýsingar á vörunum áður en þær eru keyptar. Leiðbeiningastöð heimilanna er með lista yfir þessi efni á heimasíðu sinni og þar segir að efni þessi séu mjög algeng í snyrtivörum og í hreinsi- efnum. Efnin eru lögleg í snyrtivörum sam- kvæmt reglugerðum Evrópuráðsins þar sem ekki hefur verið sannað að þau hafi skaðleg áhrif á fólk þar sem magnið sé yfirleitt lítið. Á hinn bóginn er heldur ekki sannað að þau séu skaðlaus að öllu leyti. Neytendum er ráðlagt að kynna sér listann á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Paraben Paraben er rotvarnarefni hannað til þess að lengja sölutíma vöru og er eitt mest notaða rotvarnarefni í snyrti- vörum í dag. Það er paraben í flestum vörum sem konur nota við persónulega umhirðu. Það er í sjampóinu, hárnær- ingunni, húðkreminu, tannkreminu, farðanum, dagkreminu, næturkreminu og nánast öllu því sem er að finna í snyrtiskápnum. Þátt fyrir að þetta sé eitt mest notaða rotvarnarefni í snyrtivörum í dag þá hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að paraben tengist brjóstakrabbameini. Paraben hefur fundist í æxlum fjarlægðum úr brjóstavef. Þá eru sterk tengsl milli paraben-efna og ófrjósemi og horm- ónaójafnvægis. Vísindamenn eru einnig uggandi yfir þeim skaðlegu áhrifum sem efnið hefur á ófædd og ung börn. Æskilegt að þvo ný föt Ný föt geta valdið ofnæmisviðbrögðum og útbrotum þar sem í þeim má finna litarefni, formaldehýð og önnur skaðleg efni. Það er því mikilvægt að þvo ný föt áður en þau eru notuð. Þetta á einnig við um sængurver og handklæði. Bisfenól A í niðursuðudósum Vísindamenn við við Harvard-háskóla rannsökuðu dósamat. Fengnir voru 75 þátttakendur til að borða súpu úr dós í morgunmat í fimm daga. Eftir það var magn hins skaðlega efnis, bisfenól A mælt í þvaginu en efnið hefur áhrif á hormónastarfsemi okkar. Rannsóknin sýndi að fimma daga neysla á 340 grömmum af dósasúpu leiddi til 12 sinnum meira magns af efninu í þvagi þátttakenda en þeirra sem neyttu súpu sem ekki kom úr dós. Bisfenól A er notað í plast sem sett er innan á flestar niðursuðudósir. Þar til rannsóknin var gerð, héldu framleiðendur því fram að efnið næði ekki að berast í matvælin en niðurstöður rannsóknar- innar benda sterklega til annars. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að bisfenól A líkir eftir estrógeni í líkamanum og getur því truflað hormónastarfsemi. Það valdi meðal annars röskun á innkirtlastarfsemi, ófrjósemi, skemmdum á æðakerfi og auki líkur á brjóstakrabba- meini og snemmbærum kynþroska. Öskudagur Mörg börn eru máluð á öskudag en mikilvægt er að velja rétta málningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.