Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 20

Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 20
Fólk| Jól Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð Hjá okkur eru ofnar hitamál LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku Við kynnum nýja heimasíðu, www.isleifur.is Dragháls 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 Fax 4 12 12 01 Allir glAðir Hún segir alla vera glaða og káta yfir jólapökkunum. „Fyrir 10-15 árum hætti ég að senda jólakort nema til þeirra sem búa er- lendis. Í staðinn heimsæki ég vini og ætt- ingja, færi þeim brauð eða jólasæl- gæti og óska þeim gleði- legra jóla. Ég kemst nú ekki yfir allan vinkonuhópinn en reyni allavega að fara til þeirra sem hafa lent í erfiðleikum á árinu eða hjálpað mér á einhvern hátt. Ég flutti t.d. í ár og fékk mikla hjálp frá nokkrum vinkon- um, mökum þeirra og ættingjum mínum.“ Aðspurð um uppáhalds mat- vöruna sem fer í jólapakkann nefnir Edda jólasælgæti sem hún hefur gert síðan hún var 18 ára. „Þetta er svona mitt á milli þess að vera sælgæti og smákaka. Ég fékk einu sinni verðlaun fyrir þessa tegund í smákökukeppni DV. Ég lærði að gera það hjá fjöl- skyldunni minn sem ég eignaðist er ég var skiptinemi í Bandaríkj- unum 17 ára gömul. Þar lærði ég að baka margar tegundir enda eru Bandaríkjamenn góðir í smá- kökugerð.“ líður vel í eldhúsinu Yfirleitt hefur Edda matargerðina eftir 5. desember. Hún og sam- býlismaður hennar reka saman gistiheimili og eru skil á virðis- aukaskatti þann daginn. „Eftir það byrjar gleðin hjá mér í eld- húsinu og ég nýti allan aukatíma sem ég hef í að útbúa ein- hver sætindi fram að gott í mAgA og í pAkkA Sýnishorn af því úrvali sem Edda hefur útbúið undanfarin ár. mynd/vilhElm jólum.“ Hún segir góða og fallega matvöru vera góða jólagjöf. „Við vinkonurnar ræðum stundum okkar á milli hvers konar jólagjafir okkur þykir vænst um. Flestar nefna gjafir sem eyðast á borð við snyrtivörur, kerti og servíettur og svo eitt- hvað matar- kyns, þar með talið sælgæti. Hins vegar finnst ekki öllum gaman að baka og margar vinkonur mínar eru mjög uppteknar. Mér líður hins vegar mjög vel í eldhúsinu og finnst það bara róandi enda alltaf haft áhuga á matargerð.“ hnetuÆði eddu 150 g suðusúkkulaði 150 g mjólkursúkkulaði ¾ b. kasjúhnetur, jarðhnetur eða makademia-hnetur, saltaðar ¾ b. kasjúhnetur, ósaltaðar ½ b. smjör ½ b. sykur 2 msk. síróp Þekið stórt jólakökuform eða form sem er um 20 til 23 cm að stærð með álpappír og smyrjið vel. Súkkulaðið sett í formið. Blandið saman hnetum, smjöri, sykri og sírópi í stóra þykkbotna pönnu. Hitið á háum hita, hrærið af og til þar til smjör og sykur hafa bráðnað. Hrærið stöðugt í þar til blandan verður fallega gyllt á lit og svolítið klesst saman. Lækkið hitann þegar þetta fer að þykkna. Setjið yfir súkkulaðið og sléttið vel. Kælið þar til góðgætið er orðið harður klumpur. Brjótið í mola og geymið í kæli fram að notkun. Skemmtileg gjöf í fallegri krús með slaufu fyrir þá sem eiga allt. sjö lAgA smákökur Bræðið ½ bolla af smjöri í kökuformi sem er 24 cm x 33 cm. Verður að vera þessi stærð. Myljið 1 bolla af heilhveitikexi fínt og stráið kexinu yfir bráðið smjörið og þrýstið því aðeins ofan í smjörið. Stráið 1 bolla af kókos- mjöli yfir kexið. Næst er 260-270 grömmum af söxuðu suðusúkku- laði stráð yfir, sama magn af butt- erscotch-dropum og næst einn bolli af söxuðum valhnetum eða pekanhnetum. Að lokum er einni dós af „condensed mjólk“ smurt yfir. Dósamjólkin er eins og þykk leðja og best að láta leka jafnt yfir hneturnar. Bakað í u.þ.b. 20- 25 mín. við 175°. Gætið vel að ofbaka ekki því þá verður kakan of þurr. Kælið í ísskáp áður en kakan er skorin. Skerið í litla bita þannig að úr verði litlir munnbit- ar. Geymist best í frysti, annars í 1-2 vikur vel pakkaðar í plastfilmu í kæliskáp. sírÓpsBAkAðAr hnetur 1/8 bolli + 1 ½ msk. hlynsíróp 1/8 bolli síróp í flöskum frá lyles 2 msk. púðursykur ½ tsk. salt ¼ tsk. sterk piparsósa, t.d. Ta- basco 2 bollar valhnetur eða pekan- hnetur eða blanda af báðum tegundum. Blandið öllu saman í stóra skál nema hnetum. Hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel sam- an. Bætið hnetum út í og þekið þær vel með blöndunni. Dreifið hnetunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið við 175°C í 15-17 mín. Hrærið í með sleif á plötunni a.m.k. einu sinni til að þær brenni ekki. Það gerist mjög hratt ef ekki er fylgst vel með. Geymist í ísskáp. hnetuÆði eddu Frábært í jólapakkann fyrir unga sem aldna. sjö lAgA smákökur sírÓpsBAkAðAr hnetur 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -B C E 4 1 7 A C -B B A 8 1 7 A C -B A 6 C 1 7 A C -B 9 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.