Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2015, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 14.12.2015, Qupperneq 35
Bókina Atvinnumaðurinn sem fjallar um knattspyrnumanninn Gylfa Sigurðsson rituðu þeir Ólaf- ur Þór Jóelsson og Viðar Brink. „Við byrjuðum að vinna bókina fyrir um ári og lögðum upp með að sýna hversu góð fyrirmynd Gylfi er. Hann er íþróttamað- ur sem hefur þurft að hafa fyrir öllum sínum skrefum frá því hann var lítill gutti. Gylfi hefur haft metnað og vinnusemi að leiðarljósi í gegnum allan ferilinn og það er það sem gerir hann að góðri fyrir- mynd fyrir unga knattspyrnuiðk- endur, bæði stráka og stelpur,“ út- skýrir Ólafur. Bókin lifnar við Í bókinni má finna QR kóða sem hægt er að taka mynd af með snjallsíma eða spjaldtölvu og þá koma upp YouTube-mynd- bönd en ýmiss konar mynd- efni var tekið sérstaklega upp fyrir bókina. „Meðal annars erum við með myndbönd af þessum æfing- um sem Gylfi stundar. Við fengum frænda Gylfa til að fara í gegn- um helstu æfingarnar og sýna hvernig þær eru gerðar. Krakkar geta þannig séð einhvern á sínum aldri taka þessar æfingar eins og Gylfi gerir þær. Einnig eru viðtöl við aðila sem eru tengdir Gylfa, til dæmis Guðjón Þórðarson og fleiri. Þau hafa ekki birst áður og voru sérstaklega tekin fyrir bók- ina. Auk þess er hægt að sjá mörk Gylfa með landsliðinu og einnig myndir sem teknar voru af fjöl- skyldu hans á æfingum með FH og Breiðabliki þegar hann var lítill. Það er gaman að þessu og bókin lifnar við með myndböndunum,“ segir Ólafur. Á persónulegum nótum Í Atvinnumanninum má lesa allt um feril Gylfa, allt frá fyrstu skrefunum með FH yfir í glæst- an feril með íslenska landslið- inu og Swansea. „Það er sérstak- ur kafli um veru Gylfa hjá hverju liði fyrir sig, tölur og staðreyndir um það hvernig hann stóð sig. Í kjölfarið kemur svo kafli þar sem Gylfi kemur með sitt innlegg um tímann hjá liðinu, til dæmis hverjir voru bestu vinir hans, hvernig þjálfarinn var, hvað var gott við veruna þar og svo framvegis.“ Í bókinni má líka finna Hinar gullnu reglur Gylfa en þar gefur hann upp hvað þarf að gera til að auka líkurnar á því að verða atvinnumaður. Einnig er þar kafli sem heitir Hin hlið- in þar sem lesendur fá að kynn- ast honum á persónulegri hátt, til dæmis hvað honum finnst best að borða, hver sé uppáhalds tölvu- leikurinn hans og besta tónlistin. Gylfi gefur einnig upp drauma- liðið sitt, hverjir séu hans erf- iðustu andstæðingar og hverj- ir bestu meðspilararnir en hann hefur spilað með mörgum þekkt- ustu knattspyrnumönnum heims. Ólafur segir að hægt sé að mæla með bókinni fyrir alla þá sem vilja kynnast Gylfa Sigurðs- syni. „Í bókinni kynnumst við Gylfa sjálfum sem manneskju og ferli hans. Í henni er mikið af punktum sem hafa ekki komið fram áður, allar staðreyndir um hann og hans álit á öllum þeim liðum sem hann hefur spilað með. Bókin er fyrir alla þá sem hafa áhuga á enska boltanum. Og fót- bolta yfirhöfuð.“ Allt sem þú vilt vita um Gylfa Sig Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti knattspyrnumaður þjóðarinnar. Hann er lykilmaður í íslenska landsliðinu og mikil fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn á öllum aldri. Út er komin bókin Atvinnumaðurinn þar sem lesendur geta kynnst Gylfa betur, bæði innan vallar og utan. Ólafur Þór Jóelsson ritaði bókina Atvinnumaðurinn, sem fjallar um Gylfa Sigurðsson knattspyrnumann, ásamt Viðari Brink. MYND/GVA Nýstárleg og falleg barnabókar- plata eftir Braga Valdimar Skúla- son, flutt af Memfismafíunni, er nú komin í verslanir. Karni- valía er sprellfjörug og léttkolsýrð mynd- skreytt barnaplata. „Mér finnst mjög mikilvægt að krakkar fái að kynnast því að plata geti verið grip- ur sem maður getur skoðað og velt fyrir sér um leið og hlustað er á tónlistina. Lesið textana og fengið eitt- hvað aukalega þegar hún er keypt,“ segir höfundurinn, Bragi Valdimar, og heldur áfram. „Þess vegna ákváðum við að fara þessa óvenjulegu leið með Karni- valíu. Hverju lagi fylgir lítil saga, nokkurs konar hugvekja – auk þess sem textarnir fá að njóta sín vel. Bókin er líka með glás af lit- ríkum og skemmtilegum teikning- um eftir þá félaga Þorvald Gunn- arsson á Brandenburg og Ágúst Kristinsson, sem myndskreyttu hvert lag.“ Karnivalía er í raun sjálfstætt framhald Gilligill og Diskóeyjunn- ar, sem Bragi Valdimar gerði með Memfismafíunni 2008 og 2010. „Það er meira og minna sama gengið sem flytur lögin og á fyrri plötunum. Magga Stína og Egill Ólafs eru þarna, Sigtryggur Bald- urs, Páll Óskar, Siggi Guðmunds, Sigga Thorlacius og Ágústa Eva — og svo auðvitað Óttarr Proppé í hlutverki prófess- orsins, en hann gerði með okkur Diskóeyjuna á sínum tíma. Jón Gnarr fer Myndskreytt barnaplata – eða söngskreytt ljóðabók fyrir börn? Karnivalía er ellefu laga barnaplata. En hún er um leið glæsilega myndskreytt bók. Hún er eiginlega laumufarþegi í jólabókaflóðinu — þó hún sé flokkuð sem hljómplata. Platan, sem er flutt af Memfismafíunni, er eftir Braga Valdimar Skúlason. Við höfum haft að leiðarljósi að gera metnaðarfulla og skemmtilega tón- list fyrir börn. Karnivalía er sjálfstætt framhald af Gilligill og Diskóeyjunni. svo á algerum kostum í lagi um mannanafnanefnd, enda eru mannanafnalögin honum mikið hjartans mál,“ segir hann. Yrkisefnin á plötunni eru allavega. Allt frá því að fylgj- ast með ferðalagi kúka frá kló- settskálinni upp í ádeilu á ógnvæn- lega snjallsíma- væðingu mæðra. Þarna er lag um súkkulaðisjúkan afa, lag um mannanöfn og meira að segja lag um gormdýr- in í bókunum um Sval og Val. „Við Guðmundur Kristinn, Kiddi hjálmur, sem sá um upptökustjórn, höfum alltaf haft það að leiðar- ljósi að gera metnaðar- fulla og skemmtilega tón- list fyrir börn, sem fullorðnir geta haft allavega jafn gaman af og þau, ef ekki meira. Það á alls ekki að gefa neinn afslátt af gæðum þó að um „barnatón- list“ sé að ræða. Nema síður sé. Það er flakkað milli stíla í tónlist- inni og spilagleðin er allsráð- andi. Þarna er diskó, fönk, skandinavískar ballöður og rokk og ról. Eitthvað fyrir alla!“ Hverju lagi fylgir lítil saga. Kynningarblað BÓKAJÓl 14. desember 2015 3 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -D 0 A 4 1 7 A C -C F 6 8 1 7 A C -C E 2 C 1 7 A C -C C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.