Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 40
Mögulegir árfestar:
Leigufélög eða aðilar sem hyggjast
byggja upp leigufélög, þar sem stór
hluti eignanna er nú þegar í útleigu.
Aðilar sem nýtt geta íbúðarhúsnæði
í tengslum við atvinnustarfsemi sína.
Byggingaverktakar, en hluti
eignanna þarfnast lagfæringa.
Sveitarfélög sem vilja auka framboð
félagslegra íbúða í sveitarfélaginu.
Til sölu:
504 eignir
um allt land
569 6900 8–16www.ils.is
Íbúðalánasjóður býður til sölu 504 eignir í 15 eignasöfnum í öllum
landshlutum í opnu söluferli. Markmið með sölunni er að losa um
eignarhald á stórum hluta eignasafns sjóðsins.
Markmið Íbúðalánasjóðs
Fækka fasteignum í eigu sjóðsins.
Efla leigumarkað um land allt.
Auka framboð um allt land.
Nánari upplýsingar um söluferlið
og eignasöfnin verða aðgengilegar á
www.ils.is frá og með 14. desember.
Upplýsingafundur fyrir árfesta:
Mánudaginn 14. des. kl. 14.00
á Grand Hótel í Reykjavík.
Upptaka af fundinum verður
aðgengileg á www.ils.is/sala.
Skráning á www.ils.is/sala
fyrir kl. 13.00, samdægurs.
•
•
•
•
•
•
•
Ufc Síðasta för Gunnars Nelson til
Las Vegas var mikil frægðarför fyrir
hann og vin hans og æfingafélaga,
Conor McGregor. Hlutskipti þeirra
var þó ólíkt að þessu sinni.
Á meðan McGregor tryggði
sér heimsmeistaratitilinn á ótrú-
legan hátt þá tapaði Gunnar gegn
Demian Maia á dómaraúrskurði.
McGregor gerði sér lítið fyrir og
rotaði heimsmeistarann Jose Aldo
á þrettán sekúndum. Það er fljót-
asti sigur í titilbardaga í sögu UFC.
McGregor sló meira að segja sjálfri
Rondu Rousey við
Það sem gerir þennan sigur hans
enn ótrúlegri er sú staðreynd að
Aldo hafði ekki tapað í tíu ár og
hafði verið eini fjaðurvigtameistar-
inn í UFC. Ótrúlegur Írinn.
Maia stórkostlegur á gólfinu
Bæði Gunnar og Maia eru frá-
bærir gólfglímumenn. Þeir bestu
að margra mati og áhugamenn um
glímu og jiu jitsu fengu fyrir allan
peninginn í þessum bardaga. Þeir
voru í gólfinu nánast allan tímann.
Þó svo Gunnar sé frábær í gólfinu þá
kom í ljós að Maia er stórkostlegur.
Maia óð strax í Gunnar og náði
honum niður. Gunnar var oft sleip-
ur þar en Maia alltaf með yfirhönd-
ina. Þetta var eins og köttur að stríða
mús. Er Gunnar hélt hann væri að
sleppa kom Maia með nýtt tak.
Gunnar kom varla höggi á Maia
allan bardagann á meðan Maia lét
höggin dynja inn á milli þess sem
hann vafði sig í kringum hann eins
og slanga. Ótrúlegur íþróttamaður
Maia og honum var eðlilega dæmd-
ur yfirburðasigur.
Gunnar náði ekkert að nýta
boxið sitt í bardaganum og þó svo
hann hafi látið Maia hafa virki-
lega fyrir hlutunum var aldrei
spurning hvernig færi. Miðað við
frammistöðu Maia gerði Gunn-
ar hreinlega vel að lifa af þrjár
lotur í búrinu með honum.
„Ég upplifði sjálfan mig lélegan í
þessum bardaga og þetta er ömur-
legt,“ sagði Gunnar eðlilega hunds-
vekktur eftir bardagann. Hann var
illa leikinn í framan eftir þá útreið
sem hann fékk. Aldrei áður hefur
sést eins mikið á honum eftir bar-
daga.
„Þetta var ekki minn dagur. Mér
leið ekki vel og fannst ég ekki vera
almennilegur allan bardagann. Ég
fékk nokkur skot við og við þar sem
mér leið eins og ég gæti hreyft mig
almennilega en síðan ekki söguna
meir,“ segir Gunnar en var hann
orðinn bensínlaus í lokalotunni.
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Mér fannst ég bara vera lélegur frá
byrjun og var orðinn þreyttur og
slappur. Líka standandi. Takturinn
var ekki í lagi og bara allt. Þetta var
bara einfaldlega ekki minn dagur
að þessu sinni. Ég held að Maia hafi
verið eins og ég bjóst við. Hann var
drullugóður og einfaldlega betri
maðurinn að þessu sinni.“
Missti af risatækifæri
Gunnar missti af risatækifæri í þess-
um bardaga að stökkva í hóp þeirra
bestu en Maia gerði það í staðinn.
Hann bað um titilbardaga eftir
rimmuna við Gunnar og gæti hæg-
lega fengið þá ósk sína uppfyllta.
„Ég get tekið helling út úr þessum
bardaga. Það má alltaf læra af svona
og ég þarf að setjast yfir þetta með
mínum þjálfurum og greina þetta.
Það er ekkert annað að gera en að
halda áfram og koma aftur til baka.
Þetta er greinilega minn vegur og ég
verð að taka hann alla leið.“
Brasilíumaðurinn Demian Maia var í miklum ham í bardaganum á móti Gunnari Nelson um helgina og lék sér oft að íslenska víkingnum eins og köttur að mús eins og sést á þessari mynd. FréttaBlaðið/Getty
Maia var
Henry Birgir
Gunnarsson
frá Las Vegas
Martröðin
númeri 45-2Demien Maia reyndi 193 högg á móti 7 frá
Gunnari en lokastaðan
var 45-2 í góðum högg-
um í bardaganum.
Mér fannst ég bara
vera lélegur frá
byrjun og var orðinn þreytt-
ur og slappur
Gunnar Nelson
of stór
Gunnar Nelson sá aldrei til sólar í bardaga sínum
gegn Brasilíumanninum reynda Demian Maia.
Gunnar viðurkenndi að hafa verið lélegur en ætlar
sér að koma sterkari til baka eftir þetta tap.
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r20 s p o r t ∙ f r É t t A b L A ð i ð
1
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
A
C
-A
4
3
4
1
7
A
C
-A
2
F
8
1
7
A
C
-A
1
B
C
1
7
A
C
-A
0
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K