Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Qupperneq 10
10 Fréttir 11. febrúar 2013 Mánudagur G uðbergur Grétar Birkisson og eiginkona hans, Anna Grétars dóttir, eru ekki aðeins fimm barna foreldrar heldur hafa þau fóstrað fimmtán börn á síðustu tíu árum. Um þess- ar mundir eru hjá þeim fimm fóstur- börn, tvö í langtímafóstri, eitt í styrktu fóstri og tvö í skammtímafóstri. Hjón- in taka á móti blaðamanni á heimili sínu á Kjalarnesinu, við Esjurætur. Anna hellir upp á kaffi og segir á meðan að henni finnist leiðinlegt að verða stundum vör við fordóma- full viðhorf gagnvart fósturbörnum, þegar þetta kemur til tals eigi fólk það til að setja hana og þau hjónin á stall eins og þau séu svo ægilega góð að taka að sér þessi börn, „sem enginn vill, það vantar bara að fólk segi það. Ég er engin móðir Theresa þó að ég hafi hjarta fyrir þessum börnum.“ Þriðja flokks viðhorf Móðir Önnu var fósturbarn og upp- lifði sig alltaf sem þriðja flokks barn. „Þetta er viðhorf frá því í gamla daga, frá því að börn fátækra og sjúkra voru send á sveitina og kölluð fósturbörn. Merkingin sem slík er rétt en þessari hugsun fylgja fordómar. Það er litið niður á þessi börn. Í dag eru fóstur- börn ekkert endilega börn fátækra sem send eru hingað og þangað. Alls kyns aðstæður valda því að börn neyðast til þess að fara í fóstur og það þarf ekkert að flokka fólk, hvorki þessi börn né aðra. En þau taka það auðvit- að upp eftir okkur fullorðna fólkinu og gera það ósjálfrátt sjálf. Þannig að þegar það kemur einhver nýr í skól- ann spyrja þau af hverju viðkomandi sé hjá Önnu og Begga, hvort þau hafi gert eitthvað af sér sjálf eða hvort for- eldrar þeirra séu í neyslu. Þannig að þetta heldur áfram og fósturbörnin upplifa sig enn sem þriðja flokks börn, alveg eins og mamma mín gerði.“ Guðbergur segir að það sé kannski misjafnt hvernig fósturbörnin upp- lifi sig en flest upplifi sig öðruvísi. „Ég held að það sé erfitt að vera fóstur- barn. Ég held að það sé erfitt að þurfa að fara frá foreldrum sínum. Það eru mikil átök þannig að þetta eru ofsa- lega brotnir krakkar þegar þeir koma til okkar. Það er draumur hvers barns að eiga eðlilegt heimili og í raun eru engin mamma eða pabbi svo slæm að börnin vilji fara frá þeim. Þau ganga alveg út í hið óendanlega til að vera meðvirk með foreldrum sínum. Þau vilja ekki gangast við vandanum.“ „Þú ert fósturbarn!“ Anna grípur orðið og segir að börnun- um þyki allt í lagi að kalla þau fósturfor- eldra en segja síður að þau séu fóstur- börn eða í fóstri. Þau vilja það ekki. „Þau vilja ekki skilgreina sig þannig,“ útskýrir Guðbergur. „Sú yngsta í hús- inu er tólf ára í dag. Hún kom hingað fyrir rúmum tveimur árum þegar hún var búin að fara á milli heimila og var strax tekin í langvarandi fóstur. Hún vill ekki láta kalla sig fósturbarn. Hún kallar okkur mömmu og pabba og hefur gert það síðan hún kom. Það má ekki kalla hana fósturbarn.“ Anna hlær og segir að það versta sem sú stutta geti sagt þegar hún reiðist hinum krökkunum er „Þú ert fósturbarn!“ Önnur sem er hjá þeim í varan- legu fóstri hefur verið þar í tæp fjögur ár. „Hún kom til okkar sem ung dama sem átti mjög erfitt og var búin að taka marga slagi. Við tókum hana að okk- ur þar til hún verður átján ára. Stund- um er það þannig að foreldrarnir treysta sér ekki í meiri pakka og afsala sér forræðinu sem fer þá yfir á barna- verndarnefnd sem reynir að finna þessum börnum stað.“ Stóð ein í strætóskýlinu Tilviljun réð því að þau fóru út í þenn- an bransa, ef bransa skal kalla. Þau voru fimm barna foreldrar og börn- unum þeirra fylgdu fleiri börn. Þegar þau fréttu hins vegar af því að þrett- án ára stúlka sem þau þekktu væri komin aftur á götuna gátu þau ekki á sér setið. „Hún var ein í strætóskýli í Reykjavík með Bónuspokana, kom- in á götuna eina ferðina enn. Þannig að við hringdum í hana og sögðu- mst ætla að koma að sækja hana, hún kæmi bara til okkar,“ útskýrir Guð- bergur. Markmiðið var að reyna að sætta sjónarmið og að hún færi bara aftur heim. Eftir þrjá mánuði var orðið út- séð með að það tækist. „Þá ákváðum við að tala við barnaverndarnefnd. Í framhaldinu var ákveðið að hún yrði vistuð hjá okkur í ár. Þá fórum við á námskeið hjá Barnaverndarstofu og þar með fór þetta af stað. Í kjölfar- ið vorum við beðin um að taka ann- að barn. Í raun er það sem við erum alltaf að glíma við í grunninn alltaf það sama. Þau eru óttaslegin og meidd á sálinni. Sum eru alltaf á flótta, alltaf í lyginni og óheiðarleikanum en óháð því þá eru þetta tilfinningar sem við erum alltaf að díla við, þessi ótti og þessi reiði sem þau vita ekkert hvaðan kemur eða hvað þau eiga að gera við. Flest hafa verið annars staðar í fóstri áður en þau koma til okkar eða inni á stofnun í einhvern tíma. Það hefur æxlast þannig að við höfum tek- ið erfiðari mál.“ Var sjálfur vandræðagemsi Það hjálpar að hafa gengið í gegn- um eitt og annað í lífinu. Guðbergur fór sjálfur í meðferð þegar hann var aðeins 23 ára og hafði þá klárað sinn pakka. Anna var ekki í neinni neyslu en gekk með honum í gegnum þetta ferli og segist hafa verið frekar baldin. „Ég var ekkert að velta hlutunum of mikið fyrir mér. Við vorum ekki nema sextán og sautján ára þegar við byrj- uðum saman. Þegar ég var 22 ára fór ég í Al-Anon þar sem ég var í mörg ár. Það var mikilvægur grunnur því þar lærði ég að taka á meðvirkninni. Það hjálpar mér að hafa þennan bakgrunn því þá á ég auðveldara með að átta mig á ýmsu sem aðrir sjá ekki. Þetta eru bara krakkar, sumir eru óþekkir, en það er líka hægt að sjá spaugilegu hliðina á því, þetta er ekki eintóm alvara. Þetta getur líka verið mjög gaman og gefandi.“ En þetta er ekkert auðvelt. Þvert á móti, þá getur þetta verið mjög krefj- andi. „Það er bara þannig,“ segir Guð- bergur: „Við erum að takast á við þessi börn eins og þau væru börnin okkar. Stundum líður manni eins og maður sé ekki að ná neinum árangri. Eins og þegar við missum einhvern í neyslu sem hefur verið að standa sig vel. Ég hef nánast verið gráti nær, ég tek það svo nærri mér.“ Hasar á heimilinu Nóg hefur gengið á og oft hefur þurft að kalla lögregluna til. „Þetta getur verið rosa hasar. Það er búið að stela af okkur hérna heima, það er búið að stela bílunum okkar og klessu- keyra þá. Í fyrra stal ein bílnum okk- ar og rétt drap sig, náðist á 140 kíló- metra hraða í hálku. Vélin sveif út úr bílnum. Ég var hræddur um að hún myndi skaða sig og aðra en sem betur fer slapp hún ómeidd. Auðvitað geng- ur þetta oft fram af manni,“ segir hann og bætir því við að þau séu ekki endi- lega hræddust við krakkana sjálfa heldur það sem fylgir þeim, ef þau eru í neyslu er það oft ansi mikið. „Enda höfum við lent í illa í því, hótunum, árásum og öllu mögulegu.“ Anna tekur undir það. „Við höfum þurft að fara niður í bæ og ná í þau í alls kyns aðstæður. Orðaforðinn er kostulegur, þegar þau koma er það bara fuck út í eitt. Svo strjúka þau. Það kemur alltaf á óvart, maður er aldrei almennilega undir það búinn. En það þýðir ekkert að dvelja of lengi við erfiðleikana, þá gætum við hætt þessu strax, því það er það sem þau kunna. Þau kunna alveg að varpa sprengjum í allar áttir. “ Gera ekki greinarmun á börnunum Guðbergur segir að fyrstu þrír mánuðir í fóstri fari yfirleitt í það að kanna hvar mörkin liggja. „Þegar þau koma hingað byrja þau alltaf með fullt hús stiga og hundrað prósent traust. Það er allt opið. En þau reyna gjarna að sprengja þessi fósturheim- ili. Þau vilja sjá hversu langt þau geta komist, hvar mörkin liggja. Sum eru ósátt við að vera í fóstri þannig að við þurfum að byggja upp traust og vinna trúnað þeirra. Það er ekkert einfalt að ná til einstaklings sem hefur ákveðið það fyrirfram að líka illa við þig og er mættur með horn og hala, tilbúinn í slag. Síðan sjá þau að það er allt í lagi með okkur en þá vilja þau líka vita hvað þau geta fengið. Ramminn þarf að vera skýr, þau mega stundum fara í bæinn og þau mega hafa símann sinn, þau mega reykja úti en þau mega hvorki drekka né neyta annarra vímuefna. Það er ekki í boði á þessu heimili. Ef þau fara út fyrir þennan ramma þá missa þau réttinn til þess. Við refsum þeim annars ekki og erum seinþreytt til þess að gefast upp á þeim. Á endan- um er það það sem brýtur niður múr- ana. Þau vilja heldur ekki missa þetta frelsi þannig að þau gangast fljótt undir þennan ramma. Hér mega þau vera þau sjálf, fara í fýlu, vera örg og gröm, en það er ekki í boði að beita ofbeldi. Við göngum alltaf út frá því að þegar þau eru komin hingað þá sé þetta þeirra heimili til jafns við okk- ur. Við byrjum á að innrétta herbergið þeirra út frá þeirra óskum þannig að þau fá að gera það að sínu og fá strax þá tilfinningu að þetta sé þeirra heim- ili. Ef börnin okkar fá gjafir fá fóstur- börnin líka gjafir. Stundum fer það í taugarnar á börnunum okkar sem finnst þau eiga að hafa einhver sér- réttindi. En þau hafa sama rétt og við. Ef við förum til útlanda þá tökum við þau öll með,“ segir Guðbergur, sem er óvenju sólbrúnn miðað við árstíma Hafa fóstrað fimmtán börn n „Þú þarft að elska þessa krakka“ n Heilmikill hasar á heimilinu n Oft þurft að kalla til lögreglu n Erfitt en gefandi n Með fjársjóð í höndunum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Fósturbörn- in upplifa sig enn sem þriðja flokks börn, alveg eins og mamma mín gerði. Samhent hjón Guðbergur Grétar og Anna þurfa að vera ansi samhent það til þess að allt gangi upp á svona stóru heim- ili þar sem mikið gengur á. Mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.