Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Qupperneq 2
2 Fréttir 22.–24. mars 2013 Helgarblað
Bannað að fjalla
um skilnað Skúla
3 Ritstjóra Séð og heyrt
var bannað að
fjalla um skilnað
Skúla Mogensen
fjárfestis þegar
frá honum var
greint í byrjun
þessa árs. Út-
gáfufélag Séð
og heyrt, Birtíngur,
gefur út flugblað fyrir ferðaskrif-
stofu Skúla, WOW air, en gaf áður
út sams konar blað fyrir Iceland
Express og hefur því fjárhagslega
hagsmuni af viðskiptum sínum
við WOW. Svo fór að Björk Eiðs-
dóttir, ritstjóri Séð og heyrt, sagði
upp starfi sínu í lok febrúar.
15 bankamenn
ákærðir
2 Fimmtán fyrrver-
andi starfs-
menn Kaup-
þings og
Landsbank-
ans hafa verið
ákærðir af
sérstökum
saksóknara
vegna meintr-
ar markaðsmisnotkunar bank-
anna tveggja fyrir hrun. Níu þeirra
unnu hjá Kaupþingi og sex hjá
Landsbankanum. Meðal þeirra
sem eru ákærðir eru Sigurður
Einarsson, Hreiðar Már Sigurðs-
son, Sigurjón Þ. Árnason og Elín
Sigfúsdóttir.
Nýfætt barnið
tekið
1 Átakan-legt viðtal
DV við Heið-
dísi Ýr Sig-
rúnardóttur
sem svipt
var syni sín-
um tveimur
klukkustund-
um eftir
fæðingu.
Drengnum var komið í fóstur sem
barnaverndarnefnd vill að verði
varanlegt þar sem Heiðdís er ekki
metin hæf til að sinna drengnum
eða hafa forræði yfir honum. Hún
sagði hjartnæma sögu sína og frá
ástæðum forræðissviptingarinnar
en málið vakti mikla athygli.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Þ
ar sem málin standa núna
er dómkvaddur matsmaður
nú að vinna við að meta
skaðann,“ segir Sigurður
Bernhöft, framkvæmdastjóri
heildverslunarinnar HOB vín ehf.,
sem höfðaði mál gegn Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins vegna þeirrar
ákvörðunar ÁTVR að neita að selja
danska áfengisdrykkinn Tempt
Cider. Sigurður hugðist setja drykk-
inn á markað hér á landi árið 2010 og
eftir þref fyrir íslenskum dómstólum
fór málið alla leið fyrir EFTA-dóm-
stólinn þar sem Sigurður vann fulln-
aðarsigur. Kom skýrt fram í ráðgef-
andi úrskurði dómsins að ÁTVR væri
óheimilt að banna sölu á Tempt og
hefði að auki bakað sér skaðabóta-
skyldu. Málið er nú fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur á ný.
Lostafullar umbúðir
Ákvörðun ÁTVR byggði meðal
annars á því að umbúðir Tempt
Cider hefðu lostafullan undirtón og
þóttu þær brjóta í bága við almennt
velsæmi vegna þess að í merkinu
mátti sjá hluta nakinna kvenna, bera
fótleggi, hluta af berum bossa og
par sem virðist í ástaratlotum. Þess-
ar umbúðir þóttu of djarfar en síðar
kom í ljós að ÁTVR hafði engan rétt
til að banna sölu drykkjarins þar sem
hann uppfyllti öll skilyrði um merk-
ingar og sölu á Evrópska efnahags-
svæðinu.
„EFTA-dómstóllinn fjallar nefni-
lega ekkert um málið út frá einhverj-
um berum fótleggjum heldur aðeins
því hvort varan sé lögleg. Á sömu
forsendum og banna átti Tempt
mætti allt eins banna Oroblu-sokka-
buxur,“ segir Sigurður í samtali við
DV. Nú liggur fyrir að HOB vín fær að
líkindum dæmdar skaðabætur.
Geðþóttaákvörðun og valdníðsla
Sigurður segir að niðurstaða EFTA-
dómstólsins sýni að um hreina vald-
níðslu hjá ÁTVR sé að ræða þar sem
engin lög kveði á um að hægt sé að
banna vörur á þessum forsendum.
„Þessi ákvörðun með Tempt
byggðist ekki á neinum lögum. Bara
geðþótta. Þetta er tóm steypa, algjör
tjara,“ segir Sigurður. Svo fór að nú
í febrúar varð ÁTVR afturreka með
ákvörðun sína á grundvelli niður-
stöðu dómstólsins og heimilaði sölu
og dreifingu á tveimur tegundum af
Tempt Cider í litlum dósum í þrem-
ur vínbúðum sínum. En skaðinn er
skeður.
„Cider-markaðurinn er
stækkandi markaður hjá neytend-
um sem mega kaupa áfengi og við
bara misstum af lestinni í þrjú ár
meðan keppinautar okkar, frá til
dæmis Danmörku, fengu bara frítt
spil. Við erum að tala um stóra hlut-
deild markaðarins og nú verður
bara að meta tjónið út frá því,“ seg-
ir Sigurður sem sótti um leyfi í mars
2010 og hugðist setja drykkinn á
markað í maí sama ár.
Vínblanda of lík ávaxtasafa
Sigurður kveðst hafa vonað að
niðurstaðan yrði til þess að ÁTVR
lærði eitthvað af málinu en grunar
að svo sé ekki því í október síðast-
liðnum lenti hann á öðrum vegg.
HOB vínum var þá meinað að selja
Don Simon sangríu í fernum.
„Á þeirri forsendu að umbúðirnar,
framleiðandi, – og þar af leiðandi
við líka, stundi blekkingar gagn-
vart neytendum því að fernurnar
prýði mynd af heilnæmum ávöxtum
sem eigi ekkert skylt við saklausa
ávaxtasafa frá sama framleiðanda og
seldar eru í matvöruverslunum,“ seg-
ir Sigurður hneykslaður.
Í umræddu höfnunarbréfi, sem
DV fékk aðgang að, byggir ÁTVR á
því að heimilt sé að „hafna vöru sem
er keimlík annarri vöru á almennum
markaði“ sem og að vínbúðirnar
„taki ekki við vörum ef texti eða
myndmál á umbúðum þeirra getur
höfðað til barna og unglinga.“
ÁTVR segir líkindin milli umbúða
safans og vínblöndunnar í „sum-
um tilvikum svo mikil að augljós
ruglingshætta skapast.“ Þá er bent á
að umbúðirnar séu myndskreyttar
með „heilnæmum ávöxtum og form
þeirra og tegund 1 lítra Tetra Pak um-
búðir sem eru rótgrónar og dæmi-
gerðar fyrir saklausa ávaxtasafa.“
Þá segir að engu breyti hvort
merkingar áfengisins uppfylli skilyrði
laga og reglugerða. Þetta þykir Sigurði
einkennilegt mat, sérstaklega í ljósi
fyrri niðurstöðu EFTA-dómstólsins.
Svo virðist að hans sögn sem ÁTVR
byggi ákvörðun sína um að hafna
drykknum á einhverri ímyndaðri at-
burðarás sem kunni að gerast eftir að
neytandi hefur keypt vöru í vínbúð og
er kominn með hana heim. Slíkt sé
forræðishyggja af verstu gerð og eigi
sér enga stoð í lögum eins og dæm-
in sanni. „Þetta fer að jaðra við það
að ef þú vilt kaupa þér kassa af bjór
að þú þurfir að sýna fram á að þú eigir
læstan vínskáp, eins og með byssu-
eign. Það eru þó til lög um það.“
Mörg önnur dæmi
Sambærileg mál hafa komið upp
undanfarin misseri þar sem ÁTVR
hefur neitað að selja áfengi fram-
leiðenda og heildsala. Skemmst er
að minnast þess að páskaungar á
páskabjór Ölgerðarinnar þóttu höfða
of mikið til barna. Black Death-
bjórnum var hafnað vegna áletr-
unarinnar „Drink in Peace“ á um-
búðunum og þá þótti rauðvín kennt
við rokksveitina Motörhead hvetja til
ólifnaðar. n
n Óheimilt að banna sölu á áfengum drykk í ögrandi umbúðum
„Þessi ákvörðun
með Tempt
byggðist ekki á neinum
lögum. Bara geðþótta.
Ríkið verður að selja
danskan „dónadrykk“
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Berst við báknið Sigurður Bernhöft sést hér með tvær dósir af Tempt sem þóttu of
lostafullar fyrir ÁTVR. Hann hafði betur í baráttunni gegn forræðishyggju ríkisins og fær að
líkindum skaðabætur. Mynd daVíð þór GuðLauGsson
dónadrykkur
Nektin og „kynferðis
legur undirtónn“
umbúðanna fór fyrir
brjóstið á ÁTVR.
„Áhugaljós-
myndari“
ákærður
Karlmaður á þrítugsaldri sem
gekk undir nafninu „Eyþór áhuga-
ljósmyndari“ hefur verið ákærður
fyrir kynferðisbrot. Maðurinn
er grunaður um að hafa lokkað
ungar stúlkur, undir lögaldri, í
nektarmyndatökur og til sam-
ræðis við sig. Þá er hann einnig
grunaður um nauðgun. Engar
upplýsingar fást um ákæruna hjá
ríkissaksóknara. „Þar sem þetta
er lokað þinghald get ég ekki gef-
ið þessar upplýsingar, né afrit af
ákærunni,“ segir Margrét Unnur
Rögnvaldsdóttir aðstoðarsak-
sóknari aðspurð um málið. Það
liggur því ekki fyrir hvað maður-
inn er nákvæmlega ákærður fyrir.
Sigurjón seldi
hlutinn sinn
Kvikmyndaframleiðandinn Sig-
urjón Sighvatsson hefur selt
eignarhlut sinn í Sjóklæða-
gerðinni sem á vörumerkið
66°Norður. Félag forstjóra fyrir-
tækisins, Helga Rúnars Óskars-
sonar, hefur á sama tíma eignast
allt hlutafé fyrirtækisins. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá fé-
laginu sem RÚV greinir frá. Þar
kemur fram að Sigurjón og hans
fulltrúar í stjórn félagsins hafi
látið af störfum. Kaupverð hlut-
ar Sigurjóns í félaginu liggur
ekki fyrir en samkvæmt tilkynn-
ingunni er það trúnaðarmál.
Leiðrétting
Í frétt sem birtist í miðvikudags-
blaði DV undir fyrirsögninni
„Umdeildur lögmaður rukkar
sjúklinga“ var ranghermt að Atli
Helgason starfaði á Lögmanns-
stofu Jóns Egilssonar. Hið rétta er
að Atli starfar á lögmannsstofunni
Versus og hefur aldrei starfað fyr-
ir Jón.