Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 10
ALLIR FLOKKAR Á MÓTI OFURLAUNUM 10 Fréttir 22.–24. mars 2013 Helgarblað Píratar Birgitta Jónsdóttir 1 Það er vissulega mikill munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu. Vandamálið er síður að einhverjir fá há laun fyrir vinnu sína, heldur að mikill fjöldi fólks fær of lág laun fyrir vinnu sína. Það þarf að bregðast við þessu á einn eða annan máta. Það má heldur ekki rugla saman ofurlaunum og góðum launum lang- skólagengins fólks sem eru alveg innan eðlilegra marka. Við þurfum líka að endurskoða menntakerfið með tilliti til þess að fólk geti menntað sig án þess að kostnaður sé því fjötur um fót og það myndi óeðlilega launabólu. Markmiðið er að hver einasta manneskja geti lifað sómasamlegu lífi á dagvinnulaunum, óháð menntun eða starfsstétt. Bilið þarf því frekar að jafna með því að hækka laun þeirra lægst launuðu og þeirra sem búa við verst kjör svo sem aldraðra og öryrkja. Að sama skapi þarf að tryggja að fólk fái samkeppnishæf laun hérlendis miðað við menntun sína og má þá sérstaklega hugsa til atgervisflótta í heilbrigðisgreinum sem og hjá iðnmenntuðum. Fólk sem sækir í síauknum mæli til Norðurlandanna þar sem betri laun eru í boði fyrir minni vinnu. 2 Það er skylda hverrar manneskju að beita sér fyrir því að sam-borgarar hennar geti lifað með reisn og í öryggi. Til þess að það geti orðið þurfum við að endurskoða og forgangsraða hvernig við viljum sjá efnislegum gæðum úthlutað í þjóðfélaginu. Að aldraðir og öryrkjar þurfi að velja á milli þess að kaupa lyf eða borða, að biðraðir myndist hjá hjálpar stofnunum og að láglaunafólk geti ekki leyft börnum sínum að stunda tómstundastarf er eitthvað sem þarf að ráða bót á. 3 Laun í samræmi við ábyrgð og skyldur eru sjálfsagt mál en það er erfitt að sjá grundvöll fyrir ofurlaunum. Það er ekki til einhver töfraformúla til að reikna út mismun hæstu og lægstu launa, þetta verður því ávallt ádeilumál. Eitt er þó víst, bilið þarf að minnka og almennt þarf að beita skynsemi í launasamningum við forsvarsmenn fyrirtækja. Sér- staklega á þetta við um fyrirtæki á vegum hins opinbera. 4 Það væri hvorki sanngjarnt né hæglega gerlegt að setja þak á laun eða banna hagsmunatengsl. Bæði eru það óþarflega mik- il afskipti og það kæmi afar illa við réttindi fólks að mega ekki vinna í almannaþágu þrátt fyrir hagsmunatengsl. Þess í stað þarf að skoða aðra möguleika, svo sem að auka gegnsæi í fjármálum og starfsemi fyrirtækja svo að neytendur geti betur gert upp við sig hvort að vert sé að stunda við- skipti við fyrirtæki sem verðlauna forstjóra sína meira en hóflegt þykir. Samfylkingin Árni Páll Árnason 1 Já. Munurinn er of mikill og meðaltekjuhópurinn ekki nógu stór. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur unnið markvisst að því að minnka ójöfnuð og hagað aðgerðum á þann veg að þeir sem minnst hafa milli handanna hafa borið minnsta kjaraskerðingu á árunum eftir hrun. Þess vegna er ójöfnuður minnkandi vandi hér á landi. Lægstu laun og lágmarksbætur lífeyrisþega hafa verið varðar og tekið upp þrepaskipt skattkerfi. 2 Já, við jafnaðarmenn vitum að velsæld og velferð er stöðugt úrlausnarefni í samfélaginu. Allar rannsóknir sýna að meiri jöfnuður leiðir til betra samfélags, meiri verðmætasköpunar, meiri hamingju og betri lífsgæða. Því stærri og sterkari sem millistéttin er, því meiri efnalegur jöfnuður næst og því betra samfélag. Við viljum að körlum og konum séu greidd há og góð laun og að allir fái notið ávaxta af því að leggja harðar að sér. Hlutverk ríkisvaldsins er síðan að styðja við jöfnuð og velsæld allra í gegnum skatta og bótakerfi, því við viljum öll búa við það öryggi sem felst í alvöru velferð. Það vegnar öllum betur í jafnaðarsamfé- lögum, bæði börnum og fullorðnum. Hluti af þessari áherslu okkar er stefna okkar um einfaldara skattkerfi, lægra tryggingagjald og þar með fjölgun starfa og meir vöxt og nýsköpun í atvinnulífinu. Þannig verða til fleiri verðmæt störf sem skapa hagsæld fyrir allt samfélagið. 3 Ójöfnuður ráðstöfunartekna hér á landi er helmingi minni en hann var árið 2007. Það segir sína sögu um árangur okkar jafnaðarmanna. Laun Hreiðars Más byggðu á misskilningi á árangurstengdum launum. Þau áttu að fela í sér endurgjald fyrir árangur fyrirtækisins, en gerðu það ekki. Þvert á móti hvöttu þau til áhættusóknar fyrirtækisins sem launin greiddi, til að standa undir bónusum forsvarsmanna, sem leiddi fyrirtækið á endanum í þrot og kallaði mikið tjón yfir þjóðina. Af þessu má læra. Ár- angursviðmiðun í launum er velþekkt úr íslenskri sögu – hlutaskiptakerfi í sjávarútvegi er t.d. 800 ára gamalt – en þá þarf að miða afraksturinn við raunverulegan árangur, en ekki sýndarárangur eða rányrkju. Við viljum öll njóta afrakstur af dugnaði okkar og ekkert okkar vill sömu laun og latur samstarfsmaður. En mismunandi endurgjald þarf að endurspegla raunverulegan mun í verðmætasköpun. Hinn opinberi geiri hefur minna þanþol gagnvart háum launum, enda eðlilegt að um almannaþjónustu gildi aðrar reglur en um frjáls markaðsviðskipti. Við vilj- um fara þá leið að úthúða fólki ekki fyrir að hafa háar tekjur heldur nýta tekjuskattkerfið til að leggja mest á þá sem mest hafa á milli handanna. Það er réttlátt, sanngjarnt og stuðlar að samfélagsfriði og sátt. 4 Mikil umræða hefur verið um ofurlaun stjórnenda um allan heim undanfarin ár. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Sviss endurspegl- ar að mínu áliti m.a. þá staðreynd að Sviss er bækistöð bankaleyndar í heiminum. Við höfum sjálf sett miklar takmarkanir á möguleika fjármálafyrirtækja til að greiða ár- angurstengd laun og jafnvel má ræða hvort þær hömlur séu of miklar í einstökum tilvikum, þegar ekki er um stjórnendur að ræða. Mér finnst sjálfsagt að við vinnum með sama hætti og ESB að því að setja almennar reglur um árangurstengd laun stjórnenda í fyrirtækjum. Þar sýnist mér Evrópu- sambandið hafa gengið fram af skynsemi og með jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi. „Við getum ekki leyft óhóf í frjálsum og félagslega þenkjandi samfélögum,“ er haft eftir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Óhætt er að taka undir þau orð. Óhóf og græðgi grafa undan félagslegri samstöðu og vega að rótum þeirrar samfélagssáttar sem verður að vera svo alvöru markaðshagkerfi virki. Björt framtíð Guðmundur Steingrímsson 1 Mér finnst kaupmáttur lægstu launa vera of lítill, já. Að því leyti til er ójöfnuður á Íslandi vandamál, já. Með stöðugleika í efnahags- umhverfinu með stöðugri gjaldmiðli og fleiri aðgerðum, verður hægt að bæta kjör þeirra lægst launuðu og auka kaupmátt, sem er lykilatriði. Svo þarf að skoða stöðu einstaka hópa og greina út frá fleiri breytum hvar neyðin er í raun og veru mest. Það veldur mér til dæmis miklum áhyggjum að tölur frá umboðsmanni skuldara sýni, að allstór hópur hefur ekki efni á að borga krónu í húsnæði, jafnvel þótt allar skuldir séu afskrifaðar. Þessi hópur hefur því í raun ekki efni á að vera til. Ég held við séum að vanmeta mjög vanda sumra hópa, eins og til dæmis umgengnisforeldra. Við skilgreinum þennan hóp ekki sem foreldra í opinberum gögnum og hann nýtur því ekki stuðnings eins og foreldrar gera, þótt hann sé jafnvel með börn hjá sér lungann úr árinu. Þetta er eitt dæmi um óréttláta nálgun í kerfinu, sem getur valdið fátækt ef aðstæður eru slæmar. 2 Já. 3 Ég vil ekki nefna neina tölu, en mér finnst þó síðara dæmið mun geðfelldara en það fyrra. Það er tvennt í þessu: Mér finnst mikilvægast að sem allra flestir geti haft það gott. Það er verkefni efnahagsmálanna. Svo er líka mikilvægt að fólk geti uppskorið árangur erfiðis síns, á réttlátan hátt og á grunni eigin verðleika. Hluti þess auðs rennur svo aftur til samfélagsins í gegn- um skatta og það hlutfall þarf að vera réttlátt. Hin svokallaða fjalldalaregla sem Þorsteinn Gylfason kallaði svo, en er sótt í fræði stjórnmálaheimspekingsins John Rawls, er ágætt leiðarljós. Hún er nokkurn veginn svona að mig minnir: Ekkert fjall má vera svo hátt að blómin í dalnum geti ekki notið sólar. 4 Þetta þarf að skoða, sérstaklega fyrirkomulag bónusa í fjár-málafyrirtækjum. Það skiptir miklu máli að þeir séu réttlátir, skiljanlegir og byggðir á verðleikum hvers og eins, en skapi ekki óeðlilega hvata til rangra ákvarðana eða áhættusækni. Inngrip í launastefnu fyrirtækja á almennum markaði finnst mér hins vegar erfiðara mál. D V birti nýlega ítarlega úttekt með umfjöllun um ójöfn- uð á milli launa þeirra tekju- lágu og þeirra tekjuhæstu og er þá átt við forstjóra ýmissa fyrirtækja sem hafa margfalt hærri laun en meðallaun verkamannsins. Mestur varð þessi munur árið 2006 þegar Hreiðar Már Sigurðsson, þá- verandi forstjóri Kaupþings, var með nærri einn milljarð króna í heildar- tekjur sem gerði hann að launahæsta forstjóranum á Norðurlöndum það ár. Voru laun hans 440 sinnum hærri en meðallaun verkmanna á Íslandi. Eftir bankahrunið hefur munur á tekj- um farið minnkandi á Íslandi en árið 2011 var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, með um 130 milljónir króna í árslaun sem eru um fertugföld meðallaun verkamanna. DV leitaði til þeirra stjórnmálaflokka og framboða sem bjóða fram vegna komandi al- þingiskosninga sem fram fara 27. apr- íl næstkomandi og spurði um afstöðu þeirra til ójafnaðar og ofurlauna. Framboðin spurð um ójöfnuðAnnas Sigmundssonblaðamaður skrifar annas@dv.is 1 Finnst þér vera of mikill munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu á Íslandi? Er ójöfnuður vandamál á Íslandi að þínu mati? 2 Munt þú, að því gefnu að þú verðir þingmaður, beita þér fyrir því á næsta kjörtímabili að minnka ójöfnuð á Íslandi? 3 Nú var Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, með 970 milljónir króna í heildarlaun árið 2006, sem voru um 440 sinnum hærri en meðallaun verkamanna á Íslandi á þeim tíma. Árið 2011 var Hörður Arnarson, núverandi forstjóri Landsvirkjunar, með um 130 milljónir króna í árslaun, sem voru um 40 sinnum hærri en meðallaun verkamanna það ár. Hvað finnst þér vera æskilegur munur á heildarlaunum tekjuhæstu forstjóra landsins og verkamanna? 4 Nú hefur verið hávær umræða um ofurlaun í Evrópu í kjölfar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Má í því samhengi nefna að nýlega samþykktu 68% kjósenda í Sviss að setja strangari reglur um laun forstjóra fyrirtækja. Þá voru strangari reglur varðandi bónusa fjármálafyrirtækja samþykktar hjá Evrópusambandinu nú í mars. Telur þú skynsamlegt að setja einhverjar svipaðar takmarkanir á laun stjórnenda á Íslandi og munt þú berjast fyrir slíku á næsta kjörtímabili? „Hin svokallaða fjall- dalaregla sem Þor- steinn Gylfason kallaði svo, en er sótt í fræði stjórn- málaheimspekingsins John Rawls, er ágætt leiðarljós. Hún er nokkurn veg- inn svona að mig minnir: Ekkert fjall má vera svo hátt að blómin í dalnum geti ekki notið sólar. „Markmiðið er að hver ein- asta manneskja geti lifað sómasamlegu lífi á dagvinnu- launum, óháð menntun eða starfsstétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.