Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 11
ALLIR FLOKKAR Á MÓTI OFURLAUNUM
10 Fréttir Fréttir 11Helgarblað 22.–24. mars 2013
Framsóknarflokkurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
1 Eftir efnahagshrunið dró úr ójöfnuði milli þeirra tekjuhæstu og lægstu. Það var ekki
afleiðing af bættri stöðu þeirra tekjulægstu
heldur því að verulega dró úr tekjum þeirra
tekjuhæstu. Enn er tekjubilið allt of mikið og það
þarf að bæta úr því með áherslu á að auka tekjur
þeirra lægst launuðu. Eitt af því sem framsóknar-
menn ályktuðu um á flokksþingi 2013 er að Íslendingar skuli búa við
einfaldara og sanngjarnara almannatryggingakerfi sem stuðlar að betri
afkomu þeirra sem treysta á almannatryggingar og tryggja launajafnrétti
kynjanna.
2 Já. Það sem framsóknarmenn sjá helst í því er endurskoðun al-mannatryggingakerfisins með einföldun og sanngirni að leiðarljósi.
Þar sjáum við fyrir okkur að stuðla þurfi að launavottun fyrirtækja og
stofnana þar sem kynbundinn launamunur er ekki til staðar. Þá viljum við
sjá afnám verðtryggingar sem er mikilvægt fyrir þorra þjóðarinnar. Fram-
sókn vill sjá framgang grunngilda samvinnu- og framsóknarstefnunnar,
um samvinnu, sjálfsábyrgð, lýðræði, sanngirni, jafnrétti og samfélags-
lega ábyrgð. Þar sem manngildi er ætíð sett ofar auðgildi.
3 Það er ljóst að þessi launamunur hefur minnkað, sem er nauðsyn-legt og jákvætt. Laun forstjóra fyrirtækja þurfa að taka mið af
aðstæðum og almennri launaþróun í
samfélaginu á hverjum tíma.
4 Ég tel skynsamlegt að skoða hvort setja þurfi reglur í þessum
anda hér á landi. Það virðist t.d. ljóst að
ofurbónusakerfið sem tíðkaðist í fjár-
málageiranum hafi átt ríkan þátt í að
skapa efnahagsbólurnar sem sprungu
á árunum 2007 og 2008.
Lýðræðisvaktin
Þorvaldur Gylfason
1 Já, ójöfnuðurinn í skiptingu tekna og auðs er of mikill. Ójöfnuður-inn í tekjuskiptingunni rauk upp í aðdraganda hrunsins, minnkaði
síðan aftur eftir hrun, en er samt ekki enn kominn aftur á sama stig
og annars staðar á Norðurlöndum. Ójöfnuðurinn
í eignaskiptingu virðist vera alltof mikill, en
Hagstofa Íslands hefur ekki kortlagt hann
enn. Það er brýnt verkefni.
2 Já.
3 Kannski fimmfaldur munur á heildarlaun-um tekjuhæstu forstjóra landsins og
verkamanna geti talizt æskilegur eða í
mesta lagi tífaldur. Launamunur
ætti að ráðast fyrst og fremst
af heilbrigðum vinnumarkaði.
Óheilbrigð launakjör sumra
yfirmanna í bönkum og sumum
einkafyrirtækjum og jafnvel
ríkisfyrirtækjum vitna um
sjálftöku, sem löggjafinn getur
komið böndum á.
4 Já.
Vinstri græn
Katrín Jakobsdóttir
1 Ójöfnuður er alltaf vandamál. Við sjáum það með því að líta í kringum okkur að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður
er mestur. Á meðan fjöldi Íslendinga berst í bökkum á lágmarkslaunum
er erfitt að réttlæta að sumir, jafnvel yfirmenn þeirra, hafi tugföld laun
þeirra.
2 Ég hef ávallt beitt mér fyrir því að auka jöfnuð í mínum störfum í stjórnmálum og mun halda því áfram. Ég tel að brýnasta verkefni
næsta kjörtímabils sé að auka jöfnuð í samfélaginu. Það gerum við með
því að leggja áherslu á að það svigrúm sem kann að skapast hjá ríkissjóði
verði nýtt til þess að snúa vörn í sókn í heilbrigðis-, velferðar- og mennta-
málum og stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og jöfnum og sjálfbærum vexti
í hagkerfinu.
3 Ég treysti mér ekki til að setja fram algildan mælikvarða á hvað sé eðlilegur launamunur milli þess tekjuhæsta og tekjulægsta í
samfélaginu, því ýmislegt annað getur spilað inni í eins og uppbygging
skattkerfis, styrkur velferðarkerfisins, aðgengi að menntun og heilbrigðis-
þjónustu o.s.frv.
Ég ætla því að vitna í kenningu stjórnmálaheimspekingsins John Rawls
um réttlæti og gera þau orð að mínum: „Öll frumgæði mannlegs sam-
félags — frelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsendur sjálfsvirðingar
— eiga að skiptast jafnt á fólk nema því aðeins að ójöfn skipting einhverra
eða allra þessara gæða sé þeim til hagsbóta sem verst eru settir.“
4 Með breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki árið 2010 setti Alþingi ákveðnar hömlur á hvatakerfi og starfslokasamninga við
stjórnendur og lykilstarfsmenn fjármálafyrirtækja. Þar er kveðið á um að
Fjármálaeftirlitið setji reglur um hvatakerfi og hafi þar til hliðsjónar til-
mæli Evrópusambandsins og aðrar þær reglur um efnið sem samþykktar,
eða viðurkenndar, kunna að verða.
Hvað varðar þær reglur sem kjósendur í Sviss samþykktu og taka til
allra skráðra fyrirtækja þar í landi þá er það eitthvað sem við eigum að
sjálfsögðu að taka til umræðu. Best færi á því að samtök atvinnurek-
enda og ekki síður almennir hluthafar í íslenskum fyrirtækjum, tækju
frumkvæði í þessu, enda yrðu slíkar reglur ekki síður til hagsbóta fyrir þá
en almenning.
Hægri grænir
Guðmundur Franklín Jónsson
1 Já, munurinn er út úr kortinu og ekki í takt við efnahgslíf þjóðarinnar. Ójöfnuður er alltaf vandamál ef sí og æ er hallað á
millistéttina.
2 Já, með því að beita mér fyrir því að lögfesta lámarkslaun í 240.000 kr. á mánuði sem er ca. 1.400 kr. á tímann. Hækka
skattleysismörk í 200.000 kr. á mánuði. Tryggja verður sömu
laun fyrir sömu störf og kynbundnum launamun hjá hinu
opinbera verður tafarlaust að eyða.
3 6 til 9 sinnum.
4 Engin spurning, það verður að taka á málinu strax á nýju þingi.
Dögun
Margrét Tryggvadóttir
1 Já, mér finnst of mikill munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu og myndi vilja sjá meiri jöfnuð í tekjum hér á landi þótt
jöfnuður mælist meiri hér nú en fyrir hrun. Það skýrist einkum á því að
færri eru ofurríkir en að tekjur hinna verst settu hafi hækkað mikið.
2 Já. Kjaramálin eru meðal stóru málanna en þau snúast þó ekki bara um laun heldur ekki síður lánskjör.
3 Ég held við verðum að spyrja okkur hvaðan það fé sem fer í laun forstjóra er komið og um hvers konar forstjóra er að ræða. Ég sé
ekkert að því að forstjóri í eigin fyrirtæki sem byggir jafnvel á hugviti og
dugnaði hans sjálfs sé með há laun, standi fyrirtækið undir því. Þegar
forstjórar ríkisfyrirtækja eða banka eru með ofurlaun eru það hins vegar
við hin sem blæðum. Í prinsippinu finnst mér allt að
þrefaldur launamunur í lagi. Í því fellst að laun
hinna lægst settu þurfa að hækka umtalsvert
og laun forstjóranna að verða hóflegri.
4 Mér finnst það bæði skynsamlegt og æskilegt og hyggst bæði beita mér
fyrir slíku (og hef reyndar gert það við
lagasetningu um fjármálafyrirtæki) sem
og beinu lýðræði þannig að fólkið sem
ofbýður geti sjálft krafist þess.
Sjálfstæðisflokkurinn
Bjarni Benediktsson
1 Bil milli þeirra sem hafa hæstu tekjurnar og þeirra sem eru tekjulægstir hefur minnkað
eftir 2008, enda hrundu tekjur hinna tekjuhæstu.
Ég held að þeir tekjulægstu upplifi það samt ekki
sem neinar bætur á stöðu sinni. Það er hægt að
búa við mikinn jöfnuð, þar sem allir hafa það jafnslæmt, með því að jafna
kjörin niður á við. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, stefna hans er
að lyfta öllum frá botninum.
2 Sjálfstæðisflokkurinn vill bæta lífskjör landsmanna með því að minnka álögur á þá og auka þannig ráðstöfunartekjur. Einnig viljum
við skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að ráða fleiri til starfa, skapa meiri
verðmæti og gera betur við starfsfólk sitt. Þannig munu lífskjör batna og
jöfnuður aukast. Jafnframt þarf að gera þeim öryrkjum og öldruðum sem
eru vinnufærir kleift að sækja vinnu án ósanngjarnra skerðinga á lífeyris-
og örorkugreiðslum og draga almennt úr tekjutengingum til þess að ýta
undir virkni þessara hópa í þágu einstaklinganna sjálfra og samfélagsins
alls.
3 Launakjör stjórnenda fyrir hrun báru merki bóluhagkerfisins sem þau urðu
til í. Þau voru úr öllu samhengi við íslenskan
veruleika og byggðu auk þess á ofmati á
efnahagsástandinu. Það er athyglisvert
svona eftir á séð að Davíð Oddsson var víða
gagnrýndur þegar hann mótmælti þessari
þróun með táknrænum hætti og tók út
innistæðu sína í KB-banka. Laun stjórnenda og
verkamanna eiga að vera í jafnvægi við ástand
efnahagslífsins og getu fyrirtækja til að greiða
laun.
4 Já. Ég tel til dæmis koma vel til greina að
tryggja hluthöfum sterkari
rétt til þess að greiða at-
kvæði um árangurstengdar
greiðslur. Við höfum nú
þegar stigið ákveðin skref
með því að starfskjara-
stefna sé lögð fram á
hluthafafundum til
samþykktar. Það er
skynsamlegt að
fylgjast með því
hvernig nýjar reglur
reynast annars staðar
og vera opin fyrir því að
endurskoða lög og reglur.
Annars eiga fyrirtæki almennt
að vera frjáls að því að semja
við starfsmenn sína um kaup
og kjör, að öðru leyti en því sem
gildir um lágmarkslaun og
-réttindi. Vilji þau gera betur
en það við starfsfólkið eiga
þau að fá að gera það, en
það er samt sem áður mjög
mikilvægt að þau sýni ábyrgð
og að hvatar til árangurs séu
innan ákveðinna marka og
stuðli ekki að óeðlilegum
ákvörðunum.
„Það virðist t.d.
ljóst að of
urbónusakerfið sem
tíðkaðist í fjármálageir
anum hafi átt ríkan
þátt í að skapa efna
hagsbólurnar sem
sprungu á árunum
2007 og 2008.
„ Já, munurinn er út úr
kortinu og ekki í takt
við efnahgslíf þjóðarinnar.
Ójöfnuður er alltaf vanda
mál ef sí og æ er hallað á
millistéttina.
„Með breyting
um á lögum um
fjármálafyrirtæki árið
2010 setti Alþingi
ákveðnar hömlur á
hvatakerfi og starfs
lokasamninga við
stjórnendur og lykil
starfsmenn fjár
málafyrirtækja.