Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 16
16 Erlent 22.–24. mars 2013 Helgarblað
Það er fátt sem fer
fram hjá ljósmyndurum
Reuters-fréttastofunnar
sem stóðu vaktina í liðinni
viku víða um lönd og
fönguðu þessi andartök.
Hér er brot af því besta.
Þung högg þingmanna
Þó þingmenn takist stundum á á Alþingi þá
erum við Íslendingar blessunarlega lausir
við að til slagsmála komi þegar mönnum
hitnar í hamsi. Það var einmitt það sem
gerðist á úkraínska þinginu í vikunni þar sem
kom til blóðugra átaka milli þingmanna þar
sem ræða átti ekki eldfimara mál en dag-
setningu borgarstjórakosninganna í Kíev.
Bestu vinir Barack Obama Bandaríkjaforseti sést hér nánast leiða
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísr
ael, á rauða dreglinum við opinbera
heimsókn forsetans til Ísrael. Tekið var á m
óti Obama með veglegri athöfn á Ben
Gurion-flugvellinum í Tel Avív enda er þetta
fyrsta opinbera heimsókn hans til
ríkisins frá því hann varð forseti. Obama sa
gði skuldbindingu Bandaríkjanna við
að tryggja öryggi Ísrael standa óhaggaða o
g kallaði eftir friði í Landinu helga.
Skila inn vopnum sínum Afgönsk kona sést hér á gangi við lögreglustöð
þar sem fyrrverandi talíbanar hafa skilað inn vopnum sínum og gengist við friðaráætlun
afganskra stjórnvalda. Sú áætlun miðar að því að gera uppreisnarmönnum kleift að láta af
bardögum og aðlagast hefðbundnu samfélagi með reisn. Eru þeir látnir samþykkja að afneita
ofbeldi, slíta öll tengsl við öfgasamtök og hlýða stjórnarskrá landsins. Mynd þessi er táknræn
því einn liður í samkomulaginu er að þeir virði réttindi kvenna sem kveðið er á um í lögum.
Vindhögg ársins
Varúð! Hanley Ramirez,
liðsmaður hafnaboltalandsliðs
Dóminíska lýðveldisins, varð
fyrir því óláni að missa takið
á kylfu sinni í leik gegn Púertó
Ríkó í San Francisco í Kaliforníu
með þeim afleiðingum að hún
flaug út á völl í átt að öðrum
leikmönnum. Eins og sjá má
á myndinni hitti Ramirez ekki
boltann heldur svo þetta
var allsherjar vindhögg hjá
kappanum.
Skiljanlega smeykur Iðnaðarráðherra Frakk-lands, Arnaud Montebourg, virðist eilítið smeykur á svip á þessari mynd sem tekin var á Innorobo 2013-kaupstefnunni í vikunni og lái honum hver sem vill. Litla vélmennið sem hann réttir rauðan bolta virðist illskan uppmáluð og líklegt til að hafa það eitt að markmiði að þurrka út gervallt mannkyn. Montebourg var þó hólpinn, en á kaupstefnunni kynntu tækni- og rannsóknarfyrir-tæki nýjustu afurðir sínar á sviði þjarkafræða (e. robotics).
Stopp! Mótmæl-
endur á Kýpur sýna lófa sína
á mótmælafundi fyrir utan
þinghúsið í Níkósíu á mánudag.
Gríðarleg reiði var vegna áforma
stjórnvalda að haldleggja fé
innstæðueigenda í kýpverskum
bönkum með skattlagningu sem
var skilyrði fyrir björgunarpakka
ESB og AGS. Þingmenn höfnuðu
björgunaráætluninni. Fjármála-
ráðherra Svíþjóðar lét hafa eftir
sér að Kýpur væri viku frá algjöru
gjaldþroti ef ekkert yrði að gert.