Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Blaðsíða 26
M arkmiðið með skatt­ kerfinu okkar er að afla ríkissjóði tekna til að standa undir rekstri, greiða niður skuldir og fleira en einnig að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Þrepa­ skipt skattkerfi eins og við búum við og komið var á af núverandi ríkisstjórn er vel til þess fallið að ná þeim markmiðum. Það gerir einnig hækkun persónuafsláttar sem hækkað hefur um 45 prósent undir stjórn okkar jafnaðarmanna auk þess sem persónuafslátturinn er nú verðtryggður frá 1. janúar 2012. Þannig heldur hann gildi sínu gagnvart ört rýrnandi krónu og ver kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Betur settir greiði meira Með þessu er byrðunum dreift þannig að þeir greiða hlutfalls­ lega meira í sameiginlega sjóði sem meiru hafa úr að spila en þess gætt að þeir sem verr standa greiði hlutfallslega minna. Greiningar hafa sýnt að niðurstaðan er eins og að var stefnt: 60 prósent heimila í landinu greiða hlutfallslega lægri skatta nú en þau gerðu fyrir skatt­ kerfisbreytinguna en þau 40 pró­ sent sem betur standa greiða nú meira til samfélagsins. Við öflum þannig tekna fyrir ríkissjóð og auk­ um jöfnuð í samfélaginu um leið. Hið opinbera fær tekjur sem aflað er í þremur þrepum með hlutfalls­ lega lægi sköttum fyrir þá tekju­ minni. Réttlætinu væri ekki full­ nægt með flötum skatti. Réttlætið fæst ekki með einfaldleikanum, að minnsta kosti ekki í þessu tilfelli. Eitt af fjölmörgum kosninga­ loforðum sjálfstæðismanna er að lækka tekjuskatt einstaklinga og hann verði jafnframt í einu þrepi. En hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu? Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir skýrslu frá fjármálaráðherra á síðasta ári þar sem greina ætti áhrif þess ef tekjuskattshlutfall launa yrði í einu þrepi. Niðurstöð­ ur þeirrar skýrslu ættu sem flestir að kynna sér og hana er að finna á slóðinni althingi.is/dba-bin/Afer- ill.pl?ltg=140&mnr=254. Flokkur í þágu efnameiri heimila? Það er skemmst frá því að segja að niðurstaða greiningarinnar er skýr og ótvíræð. Ef tekinn væri upp tekjuskattur einstaklinga með skatthlutfall í einu þrepi færðist skattbyrðin óhjákvæmilega neðar í tekjudreifingunni þannig að þeir sem eru með lágar tekjur borguðu hærri skatta á meðan hinir sem væru tekjuhærri borguðu minna en áður. Skattur hinna tekjuhærri lækkar við einföldunina. Þetta er samt markmið sjálfstæðismanna og kosningaloforð. Þar með er nokkuð ljóst í þágu hvaða heimila sá flokkur starfar. Hann er fyrir heimili þeirra efnameiri á kostnað þeirra efnaminni. 26 Umræða 22.–24. mars 2013 Helgarblað Í þágu hvaða heimila?„Þar með er nokkuð ljóst í þágu hvaða heimila sá flokkur starfar. Hann er fyrir heimili þeirra efnameiri á kostnað þeirra efnaminni. Valhöll „Skattur hinna tekjuhærri lækkar við einföldunina.“ Aðsent Oddný G. Harðardóttir formaður þingsflokks Samfylkingarinnar U m miðja síðustu öld voru sveitarfélög á Íslandi nærri 230 að tölu. Þau eru nú 74 og fjöldi íbúa er að meðaltali 4.300 íbúar og aðeins 2.700 ef Reykjavík er undanskilin. Þetta er ekki mikill fjöldi og áreiðanlega má færa fyrir því rök að einingarnar mættu og ættu að vera stærri. Meðal­ fjöldi í sveitarfélögum í Skotlandi er 162.000 íbúar í 32 sveitarfélögum. Meðalfjöldi í hverju sveitarfélagi í Danmörku er 53.000 íbúar. Á kjörtímabilinu, sem senn er á enda, hefur ríkisstjórn jafnaðar­ og félagshyggjufólks beitt sér fyrir marg­ víslegum umbótum í stjórnsýslunni. Tilgangurinn er auðvitað sá að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og auka jafnræði og gagnsæi. Til að mynda hefur ráðuneytum verið fækkað úr tólf í átta og ráðherrum hefur fækkað að sama skapi. Skrif­ stofur ráðuneytanna stækka, þær verða faglegri og skilvirkari og veita borgurunum vonandi betri þjónustu. Aukin áhrif landshluta Í þessu samhengi hefur ríkisstjórnin gengist fyrir merkilegri tilraun í sam­ vinnu við sveitarfélögin og forsvars­ menn landshlutasamtaka sem ber heitið Sóknaráætlanir landshluta. Vinnan við þær hófst í byrjun ársins 2011 og hefur staðið samfellt síðan. Nú eru kaflaskil því í dag eru undirrit­ aðir samningar milli ríkisins og átta landshluta um sóknaráætlanirnar. Að baki þeim er mikil vinna af hálfu sveitarstjórnarmanna og forsvars­ manna landshlutasamtaka sem og embættismanna innan stjórnar­ ráðsins. Ég vil þakka þeim fyrir gott starf enda má segja að kerfis­ breytingar og umbætur af þessum toga eigi líf sitt undir góðri samvinnu og trú á verkefnið. Eins og málum hefur verið háttað eru samningar um opinber fjárfram­ lög til einstakra byggðaverkefna í höndum margra og hafa ekki hingað til fylgt neinu samstilltu skipulagi þótt Byggðastofnun gegni þar lykil­ hlutverki. Um 5 milljarðar króna renna nú til slíkra verkefna í öllum fjórðungum og samningarnir eru vart færri en 200 talsins. Hugmyndin að baki sóknaráætl­ unum landshlutanna er í rauninni einföld. Hún byggist á því að innan átta landshluta fái sveitarstjórnir og ýmis landshlutasamtök, sem fást við framfara­ og hagsmunamál, þræðina í sínar hendur. Þau forgangsraði verk­ efnum á grundvelli sóknaráætlana og ákveði hvernig tilteknum fjárframlög­ um til landshlutans skuli skipt. Á hin­ um endanum er stjórnarráðið með sín átta ráðuneyti. Það skipar eins­ konar stýrinet með fulltrúum þvert á ráðuneytin sem annast samhæf­ ingu áætlananna og samninga um þær við landshlutana. Allt er þetta til einföldunar og til þess fallið að bæta nýtingu fjármuna. Auk þess má ætla að þetta verklag geti unnið gegn kjör­ dæmapoti og geðþóttalegri fyrir­ greiðslu. Frá mínum bæjardyrum séð væri það framfaraspor og merki um heilbrigðari stjórnsýslu en áður. Aukin samvinna Segja má að árið 2013 sé reynslu­ tími þar sem sóknaráætlanir lands­ hlutanna slíta barnsskóm sínum. Alls renna um 620 milljónir króna til þessa verkefnis á árinu. Það er aðeins brot af því fé sem gæti fallið undir þessa samninga ef fyrirkomulagið reynist vel. Engin ástæða er til að ætla annað en að þetta geti gengið. Ætla má að allt að 800 manns hafi komið nálægt undirbúningnum á mörgum fundum, bæði í landshlutunum og innan stjórnarráðsins. Ég hef haft mikla ánægju af því að hitta sveitarstjórnarmenn og aðra forystumenn landshlutasam­ taka á heimavelli þeirra á undan­ förnum árum. Ríkisstjórnin tók upp þá nýbreytni að halda ríkisstjórnar­ fundi á landsbyggðinni. Þeir hafa nú verið haldnir í öllum landshlutum, á Suðurnesjum, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og nú síðast á Selfossi. Alls staðar gafst ráðherrunum tæki­ færi til skoðanaskipta við forystu­ menn í hverjum landshluta. Ég á þá ósk að ríkisstjórnir framtíðarinnar geri þetta að venju enda eru ávinn­ ingarnir af beinum samskiptum og samvinnu við fulltrúa landshlutanna áþreifanlegir. Með undirritun sóknaráætlana landshlutanna hefur mikil undirbún­ ingsvinna tekið á sig mynd og verið innsigluð. Samningarnir eru til þess fallnir að skerpa og skýra samskipti ríkis og sveitarfélaga og leggja grunn að nýrri hugsun í byggðamálum. Ég óska okkur öllum til hamingju með árangurinn. Kaflaskil í samskiptum ríkis og sveitarfélaga Aðsent Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra „Nú eru kaflaskil því í dag eru undirrit- aðir samningar milli ríkis- ins og átta landshluta um sóknaráætlanirnar. Á Vestfjörðum Norðurfjörður á Ströndum. mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.