Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Síða 28
28 Viðtal 22.–24. mars 2013 Helgarblað V ið konur eigum að fá það pláss sem við eigum skilið. Það á ekkert glerþak að stoppa okkur,“ segir leikkon- an Elma Stefanía Ágústs- dóttir sem margir þekkja úr VR-aug- lýsingunni sem vakið hefur mikla athygli. Elma Stefanía, sem er 26 ára, út- skrifast úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í vor en er í þeirri drauma- stöðu að vera þegar komin með samning við Þjóðleikhúsið. Í um- ræddri auglýsingu leikur hún konu í atvinnulífinu sem gengur á glervegg á meðan ekkert stöðvar karlkyns sam- starfsmann hennar. Konur að rísa upp Elma segir auglýsinguna hafa vakið gífurlega athygli og að málefnið hafi ýtt við henni að taka verkefnið að sér. „Aldan er þarna. Konur eru að rísa upp og taka sér pláss – sem er eðli- legt. Ég kom aftan að leiklistinni; byrj- aði sem aðstoðarbúningahönnuður í kvikmyndum og fór svo að „casta“ í auglýsingar. Þá hringdi ég í margar flottar, eldri íslenskar leikkonur og varð í gegnum þær meðvituð um að það skiptir máli hvaða verkefni leik- kona tekur að sér. Ekki að eitthvað sé verra en annað. Það sem er dýrmætt við að vera leikari er að við erum með hæfileika sem við þurfum að vernda. Í samtölum við þessar konur fann ég styrkinn; fann að þetta voru konur sem vissu hvað þær vildu og hvert þær voru að fara. Mér fannst það flott. Það var ótrúlegur heiður að leika í þessari auglýsingu af því að málefnið er gott. Slíkt skiptir mig máli. En í grunninn skipta hvorki auglýsingar né viðtöl, eins og þetta, máli, heldur það sem ég vil gera. Og það er að skapa.“ „Ég er femínisti“ Elma Stefanía er óhrædd við að skil- greina sig sem femínista. „Ég er femínisti af því að ég vil jafnrétti. Við höfum farið út af sporinu í þessari umræðu og búið til hópa sem byggja á einhvers konar múgæsingi. Það að vera öfgafemínisti er allt í einu orðið neikvætt. Ég held að við séum á villigötum. Samfélagið yrði betra ef við þyrftum ekki að vera skilgreina allt svona mikið. Sem einstaklingar viljum við öll jafnrétti en í hópum getur um- ræðan orðið persónuleg og þá mynd- ast öfl sem allir eru í grunninn sam- mála um að séu óþörf. Við þurfum ekkert stríð. Það sem við þurfum er að setjast niður sem einstaklingar og vinna að betra samfélagi þar sem allir eiga rétt.“ Hún segir skilgreininguna „öfgafemínisti“ tilkomna vegna ótta. „Þarna er kominn hópur sem hefur aðeins drastískari skoðanir en aðrir. Samt er þetta allt frábært fólk sem vill betra samfélag. Það held ég að sé kjarninn. Og þar vona ég að ég sé. Ég var fyrst spurð hvort ég væri femínisti þegar ég var 16 ára. Þá var ég sú eina í bekknum sem rétti upp hönd. Nú er það í tísku. Ég hef alltaf staðið fast á mínu; hef verið frekar ákveðin. Ákveðnar konur eru oft taldar frekjur en það er þá í lagi. Ég er þá bara frekja. Við erum enn að venjast konum sem rífa kjaft. Við eigum að hafa gaman af þeim. Konur eru skemmtilegar. Og karlar líka.“ Strákarnir mega ekki gleymast Hún segist bæði hafa fundið fyrir því að vera kona á jákvæðan og neikvæðan hátt. „Mér hefur til dæmis verið neitað um vinnu af því að ég er kona. Ég læt það samt ekki stoppa mig. Það skiptir máli en ég finn mér aðra leið. Þær kon- ur sem fóru á undan mér þurftu sumar að fara í jakkaföt til að komast þangað sem þær vildu en ég sé fyrir mér sam- félag þar sem slíkt skiptir ekki máli; þar sem konur geta verið eins miklar kon- ur og þær vilja en samt komist þang- að sem þær vilja og karlar fá að vera eins miklir karlar og þeir vilja. Kynin verða að vinna saman. Við megum ekki gleyma strákunum. Nú er verið að benda á óútskýrðan launamun kynj- anna en þar sem konur eru stærsti hluti nemenda í háskólum landsins fara þær að koma út á vinnumarkað- inn með sterkari menntun. Þá förum við kannski að horfa á annan vanda; launamunur kynjanna gæti snúist við, út frá hæfni. Það er í svo mörg horn að líta. Við erum á góðu róli þegar kemur að umræðu um útlitsdýrkun unglings- stelpna en að sama skapi megum við ekki gleyma unglingsstrákunum. Við verðum að hafa rödd báðum megin. Þeir mega ekki gleymast inni í herbergi við tölvuna.“ Besta ákvörðunin Elma Stefanía hefur ekki aðeins verið áberandi upp á síðkastið vegna VR-auglýsingarinnar heldur einnig vegna þeirra staðreyndar að hún er eiginkona ritstjórans og rithöfundar- ins Mikaels Torfasonar en myndir af parinu á hinum ýmsu frumsýningum og menningarviðburðum hafa birst í fjölmiðlum landsins. Það er sjaldnast lognmolla í kringum Mikael en Elma Stefanía er hvergi bangin. „Ég þarf engan mann mér við hlið en ég var svo heppin að kynnast honum. Mikael er sterk- ur og við pössum vel saman,“ segir hún en hjónin kynntust þar síðasta sumar þegar hann var nýfluttur heim frá Bandaríkjunum og bauð henni á stefnumót. Frá fyrsta degi hafa þau verið óað- skiljanleg. „Við erum bara þannig fólk. Við liggjum ekkert á skoðunum okkar eða því sem við viljum fram- kvæma og sáum ekki tilganginn í því að bíða. Við vorum við bæði tilbúin til að leggja allt okkar í þetta hjóna- band auk þess sem börnin þurftu á öryggi að halda. Annaðhvort urðum við að fara alla leið eða sleppa þessu. Og það var ekki inni í myndinni að sleppa þessu. Enda er þetta ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Gúglaði eiginmanninn Hún viðurkennir að hafa heyrt alls kyns sögur af eiginmanninum en segist hafa ákveðið að kynnast hon- um sjálf áður en hún myndaði sér skoðun. „Við þekktumst ekki en ég hafði heyrt af honum. Ég gúglaði hann, las fyrstu þrjár færslurnar og snarhætti við. Ég vildi ekki dæma hann fyrir fram. Fólk talar, ég tala, það tala allir. Maður getur ekki verið að apa allt upp eftir öðrum. Ég hef líka oft lent í því að heyra einhvern tala um manneskju á ákveðinn hátt en svo upplifa hana allt öðruvísi þegar ég hef kynnst henni. Ekkert betri eða verri, bara öðruvísi. Raun- veruleikinn er bara minn. Ég get ekki verið að fá hann lánaðan frá einhverj- um öðrum. Ég þekki Mikael bara sem ofboðslega góðan og hjartahlýjan mann. Það er bara allt við hann sem heillar mig. Fyrst og fremst hvað hann er góð manneskja en líka hvað hann er fallegur og flottur. Hann er mjög gáfaður, skemmtilegur og fyndinn og svo er hann yfirleitt mjög glaður, í grunninn er hann mjög lífsglaður og það heillar. Mikael hefur farið ótroðn- ar slóðir og það er erfitt að gera eitt- hvað sem ögrar samfélaginu, sama hvort sem það tengist fjölmiðlum eða leiklist. Allt slíkt kallar á deilur en það er bara „name of the game“.“ Tólf ára aldursmunur Þau gengu í það heilaga eftir aðeins nokkurra mánaða samband en tólf ár skilja þau að í aldri. „Ég finn ekkert fyrir þessum aldursmun. Ég er miklu gáfaðri en hann,“ segir hún hlæjandi en bætir svo alvarlegri við: „Nei, við bætum hvort annað upp á svo mörg- um sviðum. Svo erum við líka mjög lík og höfum svipaðar skoðanir. Mikael er líka mikill femínisti. Við getum alveg verið ósammála en þá erum við bara ósammála. Það kom okkur samt á óvart hvað við erum samstíga í flestu. Allavega þegar kemur að stóru hlutun- um – sem er þægilegra svona þegar maður er í hjónabandi.“ Hún viðurkennir að margir hafi haft skoðanir á því hversu fljótt þau létu pússa sig saman. „Fólk var hissa og hafði sínar skoðanir. Það má. Við vorum að gera eitthvað sem var ekki týpískt. En ég held að það sé ekkert djúpt á því. Þetta eru bara skoðanir og ekkert meira. Við erum bara stjörnur í eigin lífi. Í rauninni er enginn að spá í mig. Jú, kannski í nokkur augnablik: „Þau voru að gifta sig. Vá. En flippuð.“ Svo er manneskjan bara farin að hugsa um að sækja barnið sitt í leikskólann. Maður verður að kúpla sig út úr því að halda að maður hafi tekið bólfestu í hausnum á öllum í kringum mann. Það er, held ég, alls ekki raunin.“ Áskorun – en þess virði Saman eiga þau Mikael stóra fjöl- skyldu. Hann á þrjú börn af fyrra hjónabandi en hún eina dóttur, Ísold fjögurra ára, af fyrra sam- bandi. „Þetta er algjört púsluspil en þetta gengur. Maður þarf ekk- ert að finna upp hjólið. Það hafa verið skrifaðar fræðibækur um stjúptengls og maður gerir sitt besta. Öll börn eru mismunandi og þurfa mismunandi frá manni. Elstu börnin eru 16 og 18 ára og fyrir þeim er ég góð vinkona sem er til staðar. Þau yngri eru fjögurra og sex og eru góðir vinir. Púslið geng- ur vel. Þetta gengur allt saman ef við hlustum á þarfir hvers og eins.“ Hún segir það ekki hafa vaxið henni í augum að verða stjúpmóð- ir svo stálpaðra krakka. „Alls ekki. Ekkert verkefni er of stórt. Þau eru líka svo yndisleg. Við náum ofboðs- lega vel saman. Þetta var kannski meiri áskorun en alveg þess virði.“ Alin upp úti á landi Elma Stefanía er utan af landi, nánar Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir er komin með samning við Þjóðleikhúsið þrátt fyrir að vera enn í leiklistarnámi. Elma giftist ritstjóranum Mikael Torfasyni eftir nokkurra mánaða samband en tólf ár skilja hjónin að í aldri. „Skyldurækni mín gerði það að verk- um því þótt ég hafi verið villt og gert það sem mér sýndist var alltaf eitthvað innra með mér sem sá til þess að ég lokaði ekki al- veg augunum. „Treysti engum betur en honum“ Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.