Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Page 31
Viðtal 31Helgarblað 22.–24. mars 2013
„Þetta er heimurinn þeirra“
n Tónlistarhúsið í Kulusuk sem brann til kaldra kola var þungamiðja samfélagsins n KALAK stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu n Vilja byggja nýtt hús
Ég fékk það sem menn kalla stund-
um Grænlandsveikina,“ segir söngv-
arinn landskunni Pálmi Gunnars-
son. Hann er einn þeirra listamanna
sem koma fram á styrktartónleikum
sem fram fara Eldborgarsal Hörpu
á laugardaginn. „Tónlistarhúsið var
orðið svona miðpunktur í lífi þeirra.
Þetta er alveg ömurlegt. Það var búið
að gera upp húsið og safna hljóðfær-
um. Það hefur mikið að segja fyrir
svona lítið samfélag að hafa sama-
stað þar sem fólk getur komið saman
og jafnvel haldið tónleika,“ segir
Pálmi.
Stórkostlegt land og
yndislegt fólk
Hann þekkir vel til Grænlands enda
hefur hann ferðast víða um landið
undanfarin ár og tekið ástfóstri við
það. „Ég man alltaf hvað mér fannst
sérstakt að koma fljúgandi þarna yfir
fyrst og sjá ísjakana og landið rísa
úr sæ. Mér finnst þetta stórkostlegt
land og yndislegt fólk,“ segir Pálmi
og sparar ekki lýsingarorðin þegar
kemur að því að lýsa fegurð lands-
ins. „Landið er gríðarlega magnað.
Þetta er ofboðslega stórt og mikið og
í rauninni fannst mér náttúran við
fyrstu sýn allt að því yfirþyrmandi
en á mjög jákvæðan og flottan hátt,“
segir hann. „Síðan hef ég farið niður
á syðsta odda Grænlands og þvælst
þar um í óbyggðum og farið á einn
fallegasta stað sem ég hef komið á
sem er Paradísardalur og Miklavatn.
Síðan hef ég farið vestur. Ég hef farið
nokkrum sinnum til Nuuk og er byrj-
aður að taka landið inn í skömmtum
og ætla að halda því áfram.“
Tengdar þjóðir
Pálmi segir mikla tengingu vera á
milli Íslands og Grænlands. „Við
erum svo samofin þessu landi að
miklu leyti. Saga nýlendubúanna, Ei-
ríks rauða með allt sitt lið. Þessar ný-
lendur byggðust upp á fleiri þúsund
manns. Leifarnar af þeim eru úti um
allt og ég gerði mér ekki grein fyrir
því hve mikið af formunum frá Ís-
lendingum væru á Grænlandi. Þetta
eru mjög tengdar þjóðir,“ segir Pálmi.
Frjáls framlög
Hann hvetur alla til þess að mæta á
tónleikana og láta gott af sér leiða.
Benda má á að hægt er að koma
hljóðfærum til Tónastöðvarinn-
ar í Skipholti 50D. Ókeypis er á tón-
leikana og fjöldi listamanna stígur
þar á svið. Meðal þeirra tónlistar-
manna og hljómsveita sem koma
fram í Eldborg á laugardaginn eru
Agent Fresco, Digraneskórinn, DJ
Margeir, Fóstbræður, Haffi Haff,
Jakob Frímann Magnússon, KK,
Morgan Kane, Pálmi Gunnarsson,
Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur,
Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Ant-
onía. Heiðursgestir á tónleikunum
eru, sem fyrr segir, grænlensku tón-
listarmennirnir Anda Kuitse, Anton
Sianiale og Efraim Ignatiessen sem
koma hingað til lands frá Kulusuk.
Þeir Anda, Anton og Efraim litu við
á ritstjórnarskrifstofu DV á fimmtu-
dag og sögðust þakklátir aðstoð Ís-
lendinga við málstaðinn. „Þetta er
sorglegt og ungmennin í Kulusuk
finna mest fyrir því að tónlistarhúsið
sé farið,“ segir Anton. „Það er lítið
um að vera, en tónlistin gefur okkur
mikið. Í húsinu eru bæði tónleikar,
kennsla og svo gegnir það hlutverki
félagsheimilis,“ bætir Efraim við.
„Við erum þakklátir aðstoð Ís-
lendinga, þið eigið afskaplega stórt
og glæsilegt tónlistarhús. Reykja-
víkurborg er falleg. Þið eruð rík,“
segir Anda. „Ef allt gengur vel get-
um við byggt húsið í sumar,“ seg-
ir Anton. „Við ætlum öll að hjálpast
að.“ n
Til Grænlands 14 ára „Ég held að það komi enginn ósnortinn frá því að fara inn á þetta
svæði,“ segir Hjörtur Smárason sem fór fyrst til Austur-Grænlands fjórtán ára og hefur síðan
þá ítrekað heimsótt landið .
Heiðursgestir
á tónleikunum
Heiðursgestir á
tónleikunum eru
grænlensku tónlistar-
mennirnir Anda
Kuitse, Anton Sianiale
og Efraim Ignatiessen
sem koma hingað til
lands frá Kulusuk.
mynd SiGTryGGur ari
„Við erum þakklátir
aðstoð Íslendinga,
þið eigið afskaplega stórt
og glæsilegt tónlistarhús.
Reykjavíkurborg er falleg.
Þið eruð rík.
„Ég fékk það sem
menn kalla stund-
um Grænlandsveikina.
– Pálmi Gunnarsson
Í Paradís Hér er Pálmi staddur í Paradísardalnum á Suður-Grænlandi sem hann segir vera
einn fallegasta stað veraldar.