Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Side 33
D
avid Francis Bieber, alls
óskyldur ungstirninu Justin,
er frá Flórída í Bandaríkj-
unum, fæddist 1966, sonur
skólastjóra sem kemur ekki
frekar við sögu. Að skólagöngu lok-
inni gekk hann til liðs við landgöngu-
liða Bandaríkjahers, en staldraði
stutt við, var enda sparkað út eftir að
hafa verið fjarverandi án leyfis.
Í kjölfarið lagði Bieber fyrir sig
sölu fíkniefna og líkamsrækt. Hinn
9. febrúar, 1995, var Markus Mueller,
líkamsræktarfélagi Biebers, skotinn
til bana í Fort Myers og taldi lög-
regla að Bieber hefði staðið að baki
morðinu; hefði jafnvel fengið leigu-
morðingja til að annast það. Bieber
var handtekinn en síðar sleppt vegna
skorts á sönnunargögnum.
Í nóvember sama ár varð gerð
skotárás á Michelle Marsh, fyrrver-
andi kærustu Biebers, en hún slapp
með skrekkinn. Rannsókn leiddi í
ljós að um sama skotmann var að
ræða og í máli Muellers.
Bieber sá sitt óvænna og lagði
á flótta úr fylkinu, tók upp nafnið
Nathan Wayne Coleman, nafn barns
sem dáið hafði 1975, og fór úr landi
árið 1996.
Læti í Leeds
Með fölsuð skilríki með nafni
Nathans Wayne Coleman í farteskinu
kom Bieber til Bretlands 26. septem-
ber 1996. Hann kom inn í landið í
Ramsgate í Kent og fékk sex mánaða
dvalarleyfi sem síðar var framlengt
vegna giftingar hans og Denise
Horsley í Kendal í Cumbriu, í mars
1997.
Bieber starfaði sem dyravörður í
næturklúbbi árið 1998 og notaði frí-
tíma sinn til að koma sér upp álitlegu
vopnasafni. Árið 2001 sótti Denise
um skilnað.
Segir nú ekki meira af Bieber fyrr
en 26. desember, 2003, þar sem hann
var á mörkum Gipton- og Oakwood-
hverfanna í Leeds. Á vegi hans urðu
tveir umferðarlögreglumenn, Ian
Broadhurst og Neil Roper. Þeir ráku
augun í BMW-bifreið sem Bieber var
í og flettu henni upp. Í ljós kom að
bifreiðin var stolin og því báðu þeir
Bieber um að koma með sér á stöð-
ina til frekara spjalls og settist Bieber
í aftursætið.
Lögreglumönnunum þótti réttast
að kalla á liðsauka og svaraði kollega
þeirra, James Banks, kallinu. Neil
Roper gerði sig líklegan til að skella
handjárnum á Bieber, en þá fór allt
til fjandans.
Skotinn af dauðafæri
Bieber stóð frammi fyrir því að
verða dæmdur fyrir hin ýmsu brot
í Bretlandi og mögulegu framsali
til Bandaríkjanna, Flórída nánar
tiltekið. Hann dró níu millimetra
skammbyssu úr pússi sínu og skaut
fjórum, til að byrja með, að óvopn-
uðum lögreglumönnunum sem
reyndu að komast undan.
Roper fékk tvö skot; í aðra öxlina
og kviðinn, en tókst að komast und-
an. Broadhurst fékk eitt skot í bakið
og varð óvígur. Banks slapp óskadd-
aður, en ein kúla lenti í talstöð hans.
Bieber gekk síðan að Banks þar
sem hann lá og gat sig hvergi hreyft
og skaut hann af dauðafæri beint í
höfuðið.
Í kjölfarið flúði Bieber og komst
með vopnavaldi yfir bifreið og lét sig
hverfa.
Í meira lagi frumleg vörn
Eftir umfangsmikla leit var Bieber að
lokum handtekinn 31. desember þar
sem hann hafði hreiðrað um sig á
hótelherbergi skammt frá Gateshead.
Hann hafði þá litað hár sitt rauðleitt
og undir rúmi hans fannst hlaðin
skammbyssa sem síðar kom í ljós að
hafði verið notuð við morðið á Broad-
hurst. Daginn eftir var hann ákærður
fyrir eitt morð og tvær morðtilraunir
og réttarhöldin fóru fram í Newcastle
og lauk þeim 2. desember 2004.
Bieber neitaði sök – öllum heila
pakkanum; morði, tveimur morðtil-
raunum og að hafa haft í fórum sín-
um skotvopn og guð má vita hvað og
hvað.
Inntak varnarinnar var að Bieber
hefði hvergi komið nærri málinu.
Um hefði verið að ræða vin hans
frá Flórída – nauðalíkan vin, vel að
merkja – sem hefði framið ódæðin.
Bieber var bara að geyma fyrir hann
byssuna … og nei, hann gat ekki
gefið upp nafn vinarins af ótta við
hefndaraðgerðir af hans hálfu.
Vörn af þessu tagi hefði hugsan-
lega gengið í Bandaríkjunum, en
Bretar voru ekki ginnkeyptir fyrir
skýringum Biebers sem var sakfelld-
ur fyrir morð og tvær morðtilraunir
og fékk þrefaldan lífstíðardóm.
Dómnum var áfrýjað og árið
2006 hafnaði áfrýjunardómstóll
beiðni Biebers um að dómnum yrði
breytt, en úrskurðaði aftur á móti
að honum væri velkomið að áfrýja
þeim tilmælum dómara í upphaf-
legu réttarhöldunum að Bieber
skyldi aldrei aftur geta um frjálst
höfuð strokið.
Árið 2008 úrskurðaði Hæsti-
réttur Bretlands að Bieber þyrfti
ekki að afplána lífstíðardómana, en
yrði þó að vera á bak við lás og slá
í að minnsta 37 ár – til ársins 2041.
Um það leyti mun Bieber fagna 75
ára afmæli sínu og hver veit nema
yfirvöld í Flórída krefjist þess þá
að fá hann framseldan. Við bíðum
spennt. n
33Helgarblað 22.–24. mars 2013
lífstíðardóma hlaut bandaríski raðmorðinginn Gary Leon Ridgway sem oftast nær var
nefndur Green River-morðinginn. Ridgway hefur viðurkennt að hafa myrt 71 manneskju en talið er að
hann hafi myrt rúmlega níutíu manns, þótt það hafi ekki enn verið sannað. Við bakka Green River myrti
hann fyrst 16 ára vændiskonu árið 1982. Hann herjaði aðallega á vændiskonur í Washington fylki.48
„ Bieber gekk síð-
an að Banks þar
sem hann lá og gat sig
hvergi hreyft og skaut
hann af dauðafæri
beint í höfuðið.
BIEBER
n Flúði bandaríska laganna verði n Endaði á bak við breskan lás og slá
David Francis Bieber
Komst undir fölsku flaggi til
Bretlands og er þar enn.
Í BRESKUM BOBBA