Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Page 34
34 22.–24. mars 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Kemur virkilega á óvart“ „Og þá var kátt í höllinni“ Olnbogavík Hermann Jóhannesson Borgen Adam Price Verð feiminn alla ævi R únar mætti í Iðnó þann 13. mars síðastliðinni með það í huga að samgleðjast öðrum og var hálfbrugðið þegar hann var kynntur sem sigur­ vegari í flokki bókmennta af formanni dómnefndar. „Ég mætti tilbúinn að samfagna einhverjum öðrum enda er ég vanari að vera verðlaunaður fyrir þýðingar. Þetta kom mér verulega á óvart. Þið njótið þess líklega að láta okkur engj­ ast,“ segir Rúnar og talar til okkar sem skipulögðum viðburðinn og hlær og gerir grimmt grín að sjálfum sér. Segist hafa gengið upp á svið með jakkalafið girt ofan í buxurnar. „Já, ég gekk víst upp á sviðið með jakkann girtan ofan í buxurnar. Fyrst ég lifði þetta af get ég leyft mér að vera ófull­ kominn öllum stundum. Það er mjög jákvætt,“ segir hann og hlær. Fyrsta bók Rúnars, Ekkert slor, kom út árið 1984 og fékk lofsverða dóma. Hefur hann síðan verið mikil­ virkur í ritstörfum og gefið út um tutt­ ugu rit af ýmsum toga – þýðingar, smásögur og skáldsögur. Skáldsaga hans Nautnastuldur, frá árinu 1990, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á sínum tíma og fyrir þýðingu sína á bókinni Friðþægingu eftir Ian McEwan var hann tilnefndur til Menningarverð­ launa DV. Upptekinn af samskiptum kynjanna Árið 2006 hlaut hann Íslensku þýð­ ingaverðlaunin fyrir bókina Barndóm eftir J. M. Coetzee og árið 2007 hlaut hann barnabókaverðlaun Mennta­ ráðs Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu á bókinni Sólvæng eftir Kenneth Oppel. Í verðlaunabók Rúnars Helga, Ást í meinum, eru fimmtán smásögur. Þær tengjast efnislega og eiga það sam­ merkt að fjalla um náin samskipti. Ást og kynlíf, hjónaband og barneign­ ir og allt það sem gerist í samskiptum kynjanna þegar þau leitast við að eyða ævinni saman. „Mér finnst bækurnar mínar all­ ar mjög ólíkar. Samt held ég að þær eigi það sammerkt að fjalla um sam­ skipti kynjanna. Ég held að ég hafi verið mjög upptekinn af þeim. Veit svo sem ekki af hverju það stafar. Ætli þar blandist ekki saman áhugi á sál­ arlífi fólks og að vilja vita hvernig fólk hugsar. Og síðan líka samspil einstak­ lings og samfélags og hvernig þá ásta­ lífið rúmast í því samspili. Hvernig mismunandi menningarheimar kalla fram mismunandi hluti í okkur.“ Lexíur fyrir heimavinnandi föður Rúnar veltir því fyrir sér hvort áhuginn stafi líka af aðstæðum sínum innan heimilisins. Í hans hlut kom að annast börnin, þar sem hann var heimavinnandi rithöfundur og oft minnti karllægt kerfi hann á að hann ætti ekki heima í slíku hlutverki. Stundum var hann spurður hvort hann væri atvinnulaus. „Ég var heimavinnandi frá því að báðir drengirnir fæddust. Það var ég sem oftast fór með þá í leikskólann, þann hálfa dag sem þeir voru í leik­ skólanum, og sótti þá aftur og var með þá heima allan daginn eftir það. Þannig að þá var ég karlmaður að máta mig í kvenhlutverk og það voru ýmsar lexíur í því fólgnar. Ég sótti til dæmis um fyrir annan þeirra í leik­ skólann þegar við fluttum í Garðabæ og skrifaði undir umsóknina en svo er svarið stílað á mömmuna. Það er margt svona. Lítil kerfislæg atriði sem sýndu mér sem karlmanni að ég átti ekki heima í þessu kerfi sem ég vildi komast inn í. Það hafði ekki tekist að búa til þetta rými sem jafn­ réttisbaráttan var að reyna að búa til. Fyrst fyrir konur en í og með var ég að vonast til þess að með því kæmi rými fyrir okkur karla að brjótast út úr hinni stöðluðu karlmannsímynd.“ Næstum því búinn að gefast upp Rúnari finnst þessi staðlaða karl­ mannsímynd af karllæga karlinum heldur leiðinleg. „Mér finnst hún hamlandi og einhæf. Ímyndin kallar fram ákveðin hegðunarmynstur og kemur í veg fyrir ákveðna einlægni í samskiptum á milli karla og jafnvel kynjanna. Ég er líklega kvenlægur karl og á köflum hef ég næstum því verið búinn að gefast upp á því að tala af einlægni við aðra karla. Það eru örfáir karlmenn sem mér finnst ég geta verið einlægur við. Ef maður er einlægur við karlmenn sem eru uppteknir af því að viðhalda sinni karllægu ímynd, þá er bara gert grín að manni og talað niður til manns. Þá er farið að kalla mann vin. Sem er alltaf mjög hlaðið,“ segir hann og brosir svolítið út í annað og hugsar líklega einhverjum sem á það skilið þegjandi þörfina á meðan. Hamfarir bak við luktar heimilisdyr Hann vill komast undir skelina í verk­ um sínum og nálgast kjarnann. „Í bókum mínum reyni ég stundum að flysja félagsveruna utan af persónun­ um og sýna þær í allri sinni nekt. Mér er stundum sagt að ég skrifi um hluti sem fólk vilji ekki endilega vita. Það er til dæmis ekkert allt sem konur vilja vita um karlmenn. Þeim getur staðið stuggur ad sumu í fari þeirra. Þær vilja til dæmis ekki endi­ lega vita út í hörgul hvernig kynhvöt karlmanna er á fyrri hluta ævinnar og hversu ógnandi hún getur verið í ýms­ um birtingarmyndum sínum. Ég held að konur séu ekki búnar undir að að fást við það náttúruafl sem hún er. Karlmenn eru síðan aldir upp við þá rómantísku hugmynd að konur séu blíðar og þeir eigi að vernda þær. En svo kemur oft á daginn að þær eru miklu veraldarvanari og hugrakkari en þeir. Þá vita þeir ekkert hvaðan á sig stendur veðrið og hugsa kannski með sér: Bíddu, ég hélt ég væri kom­ inn til að vernda þessa konu! Já, það eru nánast hamfarir sem eiga sér stað á nánast hverju einasta heimili sem fólk eyðir mikilli orku í að fela,“ segir hann og hlær. „Það er þetta sem ég vil fjalla um.“ Fór á mis við lífsreynslu og þroska Rúnar Helgi er alinn upp á Ísafirði til 19 ára aldurs og var bæði bráðger og feiminn. Feimnin hefur fylgt hon­ um alla tíð og veldur honum stund­ um streitu. Hann hefur oft hugsað um feimnina og af hverju hún stafar og hvernig hann getur tekist á við hana. „Það var mjög gott að mörgu leyti að alast upp á Ísafirði þó að smábæ­ ir séu ekki að öllu leyti sæludalir. En það sem einkenndi mig í æsku er að ég var rosalega feiminn. Ég hef svo­ lítið hugsað um það hvað feimni er. Ég held að það sé þegar mað­ ur verður ofurmeðvitaður um aðra í kringum sig og valdið sem þeir hafa yfir manni. Maður er í raun ofur­ meðvitaður sem félagsvera. Ég fór á mis við margt í æsku vegna feimni minnar. Ég hafði ekki sama hugrekk­ ið til að prófa nýja hluti og þannig fór ég á mis við lífsreynslu og þroska. Ég var ekki eins veraldarvanur og margir aðrir en kannski þroskaði ég eitthvað annað með mér á móti sem nýtist í rit­ listinni.“ Ákveðin tegund af fötlun „Þetta er ákveðin tegund af fötlun og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég geti gert eitthvað til að hjálpa feimnu fólki. Ég hef helst staldrað við það að sá feimni sé ofurmeðvitaður og hræddur við dóm annarra. Þetta birt­ ist meðal annars í því að ef ég gerði villu á prófi í barnaskóla, þá fékk ég bara lost. Þá hélt ég að heimur­ inn færist. Þetta er fáránlegt þegar ég hugsa til baka, en þetta var raun­ veruleikinn þá. Ég verð feiminn alla ævi. Ég held að ég verði á vissan hátt alltaf að tak­ ast á við þetta. En þetta er ekki vanda­ mál eins og það var. Ég á ekki sérstak­ lega erfitt með að koma fram fyrir hóp eða bekk. En þetta veldur mér oft streitu og ég þarf stöðugt að vinna með þetta og kemst ekki frá þessum eiginleikum í mínu fari.“ Galgopi undir yfirborðinu Þótt Rúnar sé feiminn að eðlisfari er hann líka galgopi með beittan húmor og sem krakki var hann prakkari. „Ég naut þess samt mjög oft að alast upp á Ísafirði. Ég var meira að segja mikill prakkari, ef þú spyrð mömmu. Lítið dæmi: Í garðinum heima á Hlíðarvegi átti ég það til að kalla uppnefni á eftir einum stærsta stráknum þegar hann gekk hjá. Eitt skiptið missti hann þolinmæðina og kom við annan mann og tók mig nán­ ast höndum og fór með mig upp í fjall. Þar vissi ég ekki hvað átti að gera við mig, hélt það ætti að ganga frá mér. Þá kom annar eldri drengur aðvíf­ andi og bjargaði mér. Sá varð seinna þekktur sjónvarpsmaður, Helgi Már Arthúrsson. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom mér í veruleg vandræði út af kjaftinum á mér og fékk að kynn­ ast því hvað orð geta haft miklar af­ leiðingar. En sennilega lærði ég ekki nóg af þessu. Um tíma var ég blaða­ maður fyrir vestan og þá fór ýmislegt í blaðið sem hefði kannski ekki átt að fara í blaðið. Þá varð þytur.“ Of mikið átak Rúnar lauk stúdentsprófi sínu á Ísa­ firði með sóma ári á undan jafn­ öldrum sínum. Hann hafði nefnilega verið látinn hlaupa yfir bekk í gaggó, lenti þann vetur í því að bæði fót­ brotna og handarbrotna og varð að taka sum prófanna með vinstri. „Það var merkileg reynsla að skrifa með vinstri, það var eins og að læra nýtt tungumál,“ segir hann og hlær og vill gera lítið úr. „En ég var sum sé 19 ára þegar ég reyndi fyrst að fara til útlanda í framhaldsnám og það var skóla­ meistarinn á Ísafirði sem var mér innan handar, Jón Baldvin Hanni­ balsson. Við fundum pláss fyrir mig í University of Essex í borg sem heitir Colchester og ég byrjaði í líffræði. Ég var stúdent af eðlisfræðibraut en hafði þó alltaf langmestan áhuga á tungumálum. En af því að ég var dúx þá bjuggust allir við því að ég færi í vel metið nám og yrði mætur maður í samfélaginu. Ég ákvað að prófa að leggja stund á líffræði í eitt ár. En það entist ekki nema í nokkrar vikur. Þetta var of mikið átak fyrir 19 ára lands­ byggðarstrák og ég sneri heim. En á þessu lærði ég þó að ég hafði engan áhuga á líffræði. Enskan heillaði mig hins vegar undir eins, aðallega ensku bókmenntirnar og amerísku bók­ menntirnar sem ég fór að kynnast. Og ég tók því þá skrýtnu ákvörðun við heimkomuna að setjast í ensku­ deildina.“ Áratuga flakk um heiminn Þegar Rúnar hafði lokið BA­prófi í ensku með íslensku sem aukagrein hófst flakk hans um heiminn sem stóð yfir í meira en áratug. För hans var fyrst heitið til Frakklands þar sem hann nam frönsku í fallega bænum Grenoble. „Ég var í einn vetur í Frakk­ landi, í Grenoble. Borg í stórbrotnu umhverfi, valdi hana af því ég er frá Ísafirði og finnst gaman að fara á skíði. Ég sat þar um veturinn, lærði frönsku í útlendingadeild og skrifaði stóran hluta af fyrstu skáldsögu minni og las Egils sögu og Biblíuna með. Ári seinna fór ég fyrst til Bandaríkj­ anna til þriggja mánaða dvalar. Byrj­ aði þar að þýða, mína fyrstu bók sem var eftir Philip Roth, Goodbye, Col­ umbus. Hún kom ekki út fyrr en 12 árum seinna. Þessi bók var mínar æf­ ingabúðir.“ Sögupersónan greip í taumana Eftir Bandaríkjadvölina dvaldi hann um tíma í Þýskalandi við Goethe­ Institut, meðal annars í Murnau, fögr­ um smábæ sem málarinn Kandinsky dvaldi í. „Ég hef alltaf séð eftir því að hafa ekki farið aftur – bæði til Frakk­ lands og Þýskalands – til að læra bet­ ur þessi mál,“ segir hann dreyminn á svip. Eftir dvöl mína í Evrópu sótti ég Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Rúnar Helgi Vignisson hefur í fyrsta skipti á ævinni hlotið verðlaun fyrir frumsamið bókmennta- verk – Ást í meinum. Rúnari Helga er hugleikið að fjalla um sálarlífið, ástina og samskipti kynjanna og þær hamfarir sem hann telur eiga sér stað á bak við nánast hverjar einustu luktar heimilisdyr. Kristjana Guðbrandsdóttir hitti Rúnar Helga Vignisson sem sagði henni frá feimninni sem hefur fylgt honum alla ævi, heimshornaflakkinu og matarboðum sínum með nóbelsverðlaunahafanum J. M. Coetzee. „Ég hafði ekki sama hugrekkið til að prófa eitthvað nýtt og þannig fór ég á mis við lífsreynslu og þroska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.