Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2013, Side 54
Ný bók og nýtt
barn á leiðinni
A
thafnakonan, sjónvarps-
kokkurinn og veitinga-
staðaeigandinn Hrefna
Rósa Sætran skrifaði í vik-
unni undir nýjan bókasamning.
Eins og vanalega er í nógu að snú-
ast hjá Hrefnu Rósu sem þessa
dagana bíður komu erfingja núm-
er tvö. Hún og sambýlismaður
hennar, Björn Árnason, eiga fyrir
soninn Bertram Skugga.
Stefnt er að útgáfu uppskrifta-
bókarinnar í haust og samkvæmt
heimildum DV verður hún í létt-
ari kantinum og því á allra færi að
elda gómsæta rétti eftir uppskrift-
um verðlaunakokksins. Þetta er
þriðja uppskriftabók Hrefnu sem
gaf einnig út Fiskmarkaðsbókina
og Grillréttabók Hagkaupa. n
n Þriðja bókin og erfingi númer tvö
Fastur í tökum
vegna veðurs
T
ökum á nýjustu mynd Dags
Kára hefur seinkað vegna
skorts á íslensku vetrar-
veðri. Heimildir DV herma
að tökulið hafi stokkið af stað
þegar síðasta óveður reið yfir
landið en sitji nú auðum hönd-
um. Myndin sem um ræðir ber
heitið Fleygur og er framleidd
af Baltasar Kormáki og fyrirtæki
hans, Sögn ehf. n
n Þurfa á íslenskum vetri að halda
Elsa lét laga
skóna sína
E
lsa Yeoman, forseti borgar-
stjórnar, var fyrsti viðskipta-
vinurinn hjá nýjum skósmið
í Árbænum. Á íbúafundi í Ár-
bænum fyrir stuttu lét borgarstjór-
inn, Jón Gnarr, þau orð falla að það
vantaði skósmiði og kaupmenn á
hornin í úthverfin. Inga Steinunn
Björgvinsdóttir og Hjörleifur
Harðarson tóku borgarstjórann á
orðinu og opnuðu Skósmiðjuna í
Árbænum. Það var því kannski við
hæfi að fyrsti viðskiptavinurinn
væri úr röðum borgarstjórnar. n
n Var fyrsti viðskiptavinur nýs skóara
Kemur út í
haust Uppskrifta-
bók Hrefnu verður í
léttari kantinum.
Fyrsti viðskipta-
vinurinn Elsa
Yeoman mætti í opnun
Skósmiðjunnar í Árbæ.
Hvar er snjórinn? Dagur Kári er líklega
einn landsmanna að vilja lengri vetur.
Fitubrandari á
FemínistaFundi
É
g vissi ekki hver þessi maður
var áður en ég settist inn á
fundinn og ég get ekki sagt
að okkar fyrstu kynni hafi
verið góð, segir Saga Garðars-
dóttir leikkona um uppákomu á
Femínistafundi Heimdalls – félags
ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík,
sem haldinn var í Valhöll á þriðju-
dagskvöld og hefur valdið heilmiklu
fjaðrafoki. Einn framsögumanna var
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlög-
maður og frambjóðandi Sjálfstæðis-
flokksins. Þegar hann hélt framsögu
sína stóð Saga upp í miðri ræðu hans
og æpti hátt svo öðrum gestum snar-
brá. Einn gesta hélt að hætta steðjaði
að og var í viðbragðsstellingu þegar
Saga hrópaði skyndilega aftur að
sögn viðstaddra: „Ái, mér er svo illt í
auðmýktinni í mér!“ Saga útskýrir að
hún hafi einfaldlega fundið til líkam-
legrar vanlíðunar vegna framkomu
Brynjars.
Misboðið
„Hann byrjaði að tala og strax fannst
mér hann haga sér stórundarlega,
hann fór að stara út í sal með ein-
hverjum ströngum svip. Það var ein-
hver leikur í gangi, sem enginn var að
spila með í nema hann.
Þegar hann var búinn að ýja að því
að hafa verið til umfjöllunar í fantasíu-
bók Hildar, sem var fyrsti lélegi
brandarinn hans af sex sem komu í
kjölfarið seinna um kvöldið, og segja
femínisma leifar úr ruslakistu marx-
ismans og gefa okkur konum alveg
óumbeðið ráð um kvenréttindabar-
áttu sem hann telur á villigötum, þá
var mér allt í einu farið að líða mjög
illa. Ég var að hugsa um það hvern-
ig hann, hvítur karlmaðurinn, gæti
sett sig í spor konu og vitað hvernig
það væri að vera undir og á meðan ég
var að hlusta á hann þá fann ég að ég
var komin með kaldan svita, aukinn
hjartslátt og stuttan andardrátt. Mér
leið eins og ég stundum þegar ég fæ
sviðsskrekk en áttaði mig svo á því að
mér var hreinlega svo misboðið að ég
fann til. Mig verkjaði undan honum.
Ég gat því ekki annað en stunið því
upp að mig verkjaði í auðmýktina.“
Spurður hvort hann hefði verið
óléttur
Umræðuefni fundarins var staða
femínisma á Íslandi í dag og aðrir
framsögumenn voru þau
Hildur Sverrisdóttir, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, femínist-
inn Helga Þórey Jónsdóttir og
Hildur Lilliendahl, femínisti og verk-
efnastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Mikill hiti var í fundargestum og
enn er rifist um þau málefni sem bar
á góma á fundinum, þá helst á Face-
book, og eru það bæði framsögumenn
og fundargestir sem eiga í stríði. Með-
al þess sem hefur valdið fjaðrafoki
eru tilsvör Brynjars til ungs manns
í salnum, Viðars Freys Guðmunds-
sonar. Sá hafði borið upp spurningu,
beint henni til Brynjars og getið þess
í leiðinni að hann væri í fæðingaror-
lofi. Brynjar spurði þá Viðar hvort það
hefði ekki verið hann sem var óléttur.
Viðar Freyr segist ekki taka um-
mæli Brynjars um vaxtarlag hans
nærri sér. „Ég er smá í yfirvigt. Það
má túlka ummælin sem óviðeigandi.
Ég hef hitt Brynjar og talað við hann
áður og honum hefur fundist að hann
þekkti mig nógu vel til þess að gant-
ast með vaxtarlag mitt. En ég tók þetta
ekki nærri mér.“
Saklaust að gera grín að feitu
fólki?
Einn framsögumanna, Helga Þórey
Jónsdóttir, ræddi á athugasemda-
þræði Facebook um óviðeigandi
ummæli Brynjars. „Djöfull var lélegt
af þér að segja fitubrandara á kostn-
að unga mannsins í salnum á mánu-
daginn. Ég hefði haldið að fullorðið
fólk væri yfir slíka hegðun hafið.“
Brynjar svaraði Helgu Þórey um
hæl:
„Þér fannst kannski allt í lagi
að vinkona þín truflaði framsögu
mína með þessum ömurlega gjörn-
ingi? Hann er voðalega valkvæður
hjá ykkur dónaskapurinn. Þið haf-
ið áhyggjur af meinlausu gríni en
kippið ykkur ekki upp við þegar ég
og aðrir erum kallaðir kvenhatarar
og vinir nauðgara. Og búið jafnvel
til lista um þá sem þið viljið flokka
í þann hóp. Líttu þér nær Helga
Þórey.“
Er bara saklaust að gera grín að
feitu fólki? var Brynjar spurður og
svaraði hann því til að grínið hefði
verið óþarfi. „Auðvitað var óþarfi og
óviðeigandi hjá mér þetta grín. Upp-
gjör á því er á milli mín og hans og
þið Helga þurfið ekki að hafa svona
miklar áhyggjur af því. Ég er bara að
velta fyrir mér túlkun ykkar á dóna-
skap og hvað hann er valkvæður. Það
er að vísu þekkt hjá aðgerðasinnum.“
Tilfinningahiti villti sýn
Viðar Freyr segir hitann í fundargest-
um hafa villt þeim sýn. „Mér sýndist
báðum fylkingum heitt í hamsi. Þetta
var gagnlegur fundur en spurningar
misstu oft marks því þær voru of til-
finningahlaðnar. Til dæmis spurði
einn fundargesta Brynjar hvað hon-
um fyndist ef einhver vildi ráðast
inn til hans til að nauðga honum og
drepa. Auðvitað gat hann ekki svar-
að slíkri spurningu. En á sama tíma
var þessi fundur gott framtak og mér
fannst Brynjar og Hildur Lilliendahl
svara spurningum fundargesta vel
og skýra sín sjónarmið.“ n
n Brynjar Níelsson spurði ungan mann hvort hann hefði
verið óléttur n Sögu Garðarsdóttur var líkamlega misboðið
og fann til verkja
Tók ummælin ekki nærri sér „Ég hef
hitt Brynjar og talað við hann áður og hon-
um hefur fundist að hann þekkti mig nógu
vel til þess að gantast með vaxtarlag mitt,“
segir Viðar Freyr.
Óþarfi Þessari mynd
var dreift á Facebook
og þótti fréttnæm. „Auðvitað var
óþarfi og óviðeig-
andi hjá mér þetta grín,“
segir Brynjar Níelsson um
ummæli sem hann lét
falla í garð ungs manns á
fundi Heimdalls.
Líkamlega illt
„Mér leið eins og ég
stundum þegar ég fæ
sviðsskrekk en áttaði
mig svo á því að mér
var hreinlega svo mis-
boðið að ég fann til,“
segir Saga um fyrstu
kynni sín af Brynjari.
54 Fólk 22.–24. mars 2013 Helgarblað