Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Qupperneq 3
Fréttir 3Mánudagur 15. apríl 2013
þá lækka vextir
n Telur raunhæft að komast inn 2015 n Vextir lækkuðu fjórfalt hjá Eystrasaltslöndunum
ERM-II 2015 Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar,
telur raunhæft fyrir Íslendinga
að vera kominn inn í ERM-II gjald-
miðlasamstarfið árið 2015.
Hvað er ERM-II?
„Til þess að fá aðild að evrusamstarfinu
þurfa ríki að uppfylla ákveðin skilyrði um
efnahagslega samleitni (e. convergence)
sem kennd eru við hollensku borgina
Maastricht. Meðal skilyrðanna er að ríkin
taki þátt í ERM-II samstarfinu um gjald-
eyrismál í a.m.k. tvö ár og nái að halda
gengi gjaldmiðla sinna innan ákveðinna
marka.
Frá stofnun Evrópusambandsins (ESB)
hefur stöðugleiki gjaldmiðla aðildarríkja
verið talinn mikilvægur þáttur í efnahags-
legum samruna innan Evrópu. Í því ljósi
var svokallað ERM samstarf (e. European
Exchange Rate Mechanism) sett á fót í
mars 1979 sem hluti af almennu samstarfi
í peningamálum. Þegar evran var tekin
upp í byrjun árs 1999 kom svokallað ERM-
II samstarf í stað fyrra ERM samstarfs.
Að hluta til er hugmyndin á bak við ERM-II
fyrirkomulagið að það þjóni hlutverki
„þjálfunarbúða“ þar sem ný aðildarríki
byggi upp þekkingu og stofnanir til þess
að geta rekið peningastefnu grundvall-
aða á stöðugu gengi eigin gjaldmiðils
gagnvart evru og því efnahagsstefnu án
sjálfstæðrar peningastefnu. Með það
að markmiði að hraða efnahagslegri
samleitni nýrra aðildarríkja gagnvart
evrusvæðinu sem mest þurfa nýju ríkin
að tryggja að gengi gjaldmiðils þeirra
sveiflist innan ±15% vikmarka, þótt sum
hafi kosið að setja gengissveigjanleikan-
um mun þrengri skorður.
Mikilvægur þáttur ERM-II samstarfsins
eru þau tæki og sú aðstoð sem bjóðast
ERM-II ríkjunum á meðan á aðlögunarferl-
inu stendur. ECB og seðlabankar að-
ildarríkja ESB sem standa utan evrunnar
hafa komið sér saman um fyrirkomulag
til stuðnings við gengi gjaldmiðla ERM-II
ríkjanna.
Fyrst og fremst er um að ræða möguleg
inngrip á gjaldeyrismarkaði, skapist
þrýstingur á gengi gjaldmiðils viðkom-
andi ERM-II ríkis, þar sem að seðlabanki
viðkomandi ERM-II ríkis hafi aðgang að
ótakmörkuðu lánsfé frá ECB til að styðja
við gjaldmiðilinn. Aðeins er gripið til þessa
stuðnings hafi aðrar leiðir til að styðja
við gjaldmiðilinn (t.d. hækkun innlendra
vaxta eða inngrip með eigin gjaldeyris-
forða viðkomandi seðlabanka) ekki
dugað og að tryggt sé að hann grafi ekki
undan verðstöðugleika á evrusvæðinu.
Einnig er gert ráð fyrir að lánsféð frá ECB
sé endurgreitt innan þriggja mánaða.“
Heimild: Kafli 21. ERM-II samstarfið og
reynsla nýrra aðildarríkja, úr skýrslu
Seðlabankans um valkosti Íslands í
gjaldmiðils- og gengismálum sem kom út í
september 2012.
Fengu nærri þriggja
milljarða afslátt
n Ríkið veitti afslátt upp á fjórðung veiðigjaldsins n ÚA fékk afslátt
H
undrað og þrettán sjávar-
útvegsfyrirtæki hafa fengið
samtals 2,6 til 2,7 milljarða
króna lækkun á greiðslu
sérstaks veiðigjalds á yfir-
standandi fiskveiðiári. Þetta kemur
fram í svörum Eyþórs Björnssonar
fiskistofustjóra við fyrirspurn DV
um málið. 145 sóttu um afsláttinn
en 113 fengu hann.
Tæplega fjörtíu prósent allra
þeirra 289 sjávarútvegsfyrirtækja
sem er gert að greiða sérstakt
veiðigjald til íslenska fá því af-
slátt af gjaldinu. Heildarafsláttur-
inn nemur meira en fjórðungi af
heildar álagningu veiðigjalda, 8,8
milljörðum króna.
Trúnaður ríkir um fyrirtækin
Eyþór segist ekki geta gefið upp-
lýsingar um hvaða fyrirtæki það
eru sem fá afsláttinn á veiði-
leyfagjaldinu. Í máli Eyþórs segir
að trúnaður ríki um þessar upplýs-
ingar. „Ákvarðanir um lækkun sér-
staks veiðigjalds eru m.a. byggðar
á upplýsingum úr skattframtölum
sem afhent eru Fiskistofu í trúnaði.
Sömu sjónarmið eigi við um lækkun
sérstakra veiðigjalda og ákvarðanir
um almenna skatta að því leyti að
þeim sem að þeim koma er óheim-
ilt að veita upplýsingar um fjár-
hagsmálefni þeirra sem þeir fást við
í starfi sínu.Í lögum um veiðigjöld
nr. 74/2012 er ekki að finna ákvæði
um birtingu álagningarskrár, eða
annarra sambærilegra upplýsinga.
Fiskistofa telur að í upplýsingum
um lækkun veiðigjalda hjá eins-
tökum gjaldendum geti falist upp-
lýsingar um mikilvæga fjárhags- og
viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt
og eðlilegt er að fari leynt. Af þeirri
ástæðu er óheimilt að veita aðgang
að upplýsingunum sbr. 9. gr. upp-
lýsingalaga nr. 140/2012,“ segir í
svari Eyþórs. Því er ekki hægt að
greina frá nöfnum þeirra fyrirtækja
sem fá afsláttinn.
Aðspurður á hvaða forsendum
afslátturinn byggi vísar Eyþór til
frumvarps um veiðigjöld. Eitt af
þeim atriðum sem nefnt er í frum-
varpinu er að útgerðarfyrirtæki
geti fengið afslátt af sérstaka veiði-
gjaldinu ef félagið er mjög skuld-
sett. Um þetta segir í frumvarpinu:
„Vaxtaberandi skuldir viðkomandi
í árslok 2011 samkvæmt skattfram-
tali hans fyrir það ár án bókfærðra
tekjuskattsskuldbindinga og að frá-
dregnum peningalegum eignum
séu hærri en svarar 4% af bókfærðu
verðmæti ófyrnanlegra eigna sam-
kvæmt framtali fyrir sama ár.“
Útgerðarfélag Akureyringa
fékk afslátt
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir aðspurður
að sjálft félagið Samherji fái ekki
afsláttinn af veiðigjaldinu. Hann
segir hins vegar aðspurður að eitt
af dótturfélögum Samherja, Út-
gerðarfélag Akureyringa, fái af-
slátt af veiðigjaldinu. Þorsteinn
Már segist ekki vera með það á
hraðbergi hversu mikinn afslátt
Útgerðarfélag Akureyringa fær af
veiðigjaldinu.
Því virðist sem Útgerðarfélag
Akureyringa sé nægilega skuldsett
til að geta fengið afslátt af sérstaka
veiðigjaldinu. Líkt og komið hefur
fram í DV keypti Útgerðarfélag
Akur eyringa landvinnslueiningar
útgerðarfélagsins Brims á Akureyri
árið 2011. Kaupverðið á þessum
eignum Brims nam um 14,5 millj-
örðum króna og var að mestu greitt
með yfirtöku skulda við Lands-
bankann. Yfirtaka skulda nam 10,9
milljörðum króna en eiginfjárfram-
lag Samherja í viðskiptunum nam
3,6 milljörðum króna. Í tilkynningu
um viðskiptin frá Samherja kom
fram að eiginfjárframlagið hefði
verið fjármagnað að hluta með
sölu á erlendum eignum. Ekki var
tekið fram hvaða eignir það voru
sem voru seldar.
Þorsteinn Már segir aðspurður
heildarafsláttinn sem veittur er af
veiðigjaldinu vera háan. „Þetta er
verulega há tala.“ Hann segist ekki
skilja af hverju Fiskistofa birti ekki
upplýsingar um nöfn þessara út-
gerðarfyrirtækja. „Mér fyndist
eðlilegt að þetta væri bara birt.
Fiskistofa birtir allar mögulegar
upplýsingar og um hitt og þetta.“
Hvaða fyrirtæki það eru sem fá
þennan afslátt er því á huldu en
ætla má að þar í hópi séu mörg af
skuldsettustu útgerðarfélögum
landsins og virðist stærð þeirra ekki
skipta máli heldur hlutfall skulda
miðað við eignir. n
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Þetta
er veru-
lega há tala
Skilur ekki þögnina Þorsteinn Már Baldvinsson
segist ekki skilja af hverju Fiskistofa greini ekki frá
nöfnum þeirra útgerða sem fá afslátt af veiðigjaldinu.
Eitt af dótturfélögum Samherja, Útgerðarfélag Akur-
eyringa, fékk afslátt vegna mikillar skuldsetningar.
Helmingur sótti um Helmingur allra útgerðarfélaga landsins sótti um afslátt á sérstaka
veiðigjaldinu. Tæplega fjörutíu prósent íslenskra útgerðarfélaga fengu hann.