Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 23
Fólk 23Mánudagur 15. apríl 2013 Ásdís Rán ögrar fyrrverandi Ísdrottningin Ásdís Rán birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún er með byssu í hönd. „Fyrrverandi maðurinn minn, Garðar, ætti að vera hræddur núna,“ skrifaði Ás- dís í myndatexta við myndina og Garðar svaraði: „ Ef þú héldir rétt á byss unni og miðaðir henni beint þá yrði ég kannski hrædd- ur.“ Nóg er um að vera hjá Ásdísi sem er komin aftur út til Búlgaríu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Kvödd með stæl Líkt og DV sagði frá á föstudag þá hefur Ástríður Viðarsdóttir kvatt RÚV og haldið til nýrra starfa í framleiðsludeild Latabæjar. Síð- asti vinnudagur Ástríðar var á föstudag og kvaddi samstarfsfólk hennar hana með stæl. Ástríði var komið á óvart af samstarfs- fólkinu með blöðrum og köku sem á stóð „Ég dey“ sem mun vera nokkurs konar einkenn- isfrasi hennar. Jóhannes Kr. Kristjánsson úr Kastljósi birti mynd af uppátækinu á Face- book-síðu sinni og mátti sjá að Ástríður var afar snortin af upp- átækinu. n Helga safnar fyrir bættum hag þeirra sem minna mega sín É g er svolítið stressuð, svo- lítið mikið meira að segja, en maður getur ekki haft þetta endalaust,“ segir Helga Haf- steinsdóttir sem þann 4. maí næstkomandi ætlar að láta klippa af sér svokallaða dredda sem hafa fylgt henni undanfarin sex ár. Fyrir þá sem ekki vita þá eru dreddar hár- tíska sem á rætur sínar að rekja til Jamaíku og hróður þessara hárlokka breiddist út um heiminn með vin- sældum reggítónlistar. Helga hefur nú ákveðið að það sé tímabært að losa sig við dreddana en hyggst þó ekki gera það án til- gangs. Hún ætlar nefnilega að safna áheitum áður en þeir fá að fjúka og það sem safnast fer rakleiðis inn á minningarsjóð Lofts Gunnarssonar. Loftur, sem var lengi á götunni, lést fyrir aldur fram í fyrra og eftir andlát hans var minningarsjóðurinn stofn- aður með það að markmiði að bæta aðbúnað útigangsmanna. Loftur var vinur Helgu og hún vill því safna áheitum í hans minningu. „ Loftur var yndisleg manneskja og hug- sjónamaður. Hann átti sér draum um að bæta aðbúnað útigangsfólks og eftir að hann lést var styrktar- reikningur stofnaður í þeim tilgangi. Til þess að heiðra minningu Lofts og til þess að bæta aðbúnað þessa útigangsfólks langar mig að styrkja þetta málefni. Svo er þessi mála- flokkur algjörlega fjársveltur,“ segir hún. Dreddana hefur hún verið með í sex ár og hún viðurkennir að hún sé smá stressuð að láta klippa þá af. „Þeir ná alveg niður á rass, þeir eru rosalegir,“ segir hún og skell- ir upp úr. Helga ætlar að halda upp á dreddana eftir að þeir hafa verið klipptir af. Þeir eru henni það hug- leiknir að hún ætlar ekki að henda þeim. „Tengdamamma ætlar að prjóna handa mér tösku og festa dreddana á. Svo ætla ég bara að geyma hina á góðum stað,“ segir hún hlæjandi. Helga viðurkennir að líklega verði einhverjir fegnir þegar dreddarnir verða farnir enda hafi ríkt skiptar skoðanir um ágæti þeirra meðal hennar nánustu. Mörgum finnst þeir flottir en það eru aðrir henni tengdir sem eru ekki svo hrifnir af þessari hártísku. „Sumir eru búnir að hata þetta alveg frá byrjun, það eru ekki allir jafn hrifnir af þessu. Mamma og pabbi hafa til dæmis ekki verið neitt sérstaklega hrifin af þeim,“ segir hún. Helga verður ef- laust feginn að geta þvegið hárið almennilega þegar dreddarnir eru farnir. „Það er reyndar alveg hægt að þvo hárið en það er kannski örlítið erfiðara, eðli málsins samkvæmt,“ segir hún. Þeir sem vilja heita á Helgu er bent á styrktarreikninginn; reikningsnúmer 318-26-5171 og kennitala 461112-0560. Mikilvægt er að setja sem skýringu á millifærsl- unni: dreddar. Minningarsjóðurinn stefnir að því að kaupa ný rúm, dýn- ur, sængur, rúmföt og fleira í Gisti- skýlið í Þingholtsstræti. n viktoria@dv.is „Tengdamamma ætlar að prjóna handa mér tösku og festa dreddana á Ósáttur við dómarana Á hugaljósmyndarinn og fyrir- sætan Helgi Ómarsson er meðal keppenda í sjón- varpsþættinum Ljósmynda- samkeppni Íslands. Hann er ósáttur við dómarana í þættinum sem settu út á útlit Hólmberts Briem Friðjóns- sonar sem var fyrirsæta hjá Helga í síðasta þætti. „Þetta hefur kraum- að í mér síðan upptökur fóru fram og loksins eftir að þátturinn hefur verið sýndur hef ég loksins mál- frelsið til að tjá pirring minn gagn- vart þeim ummælum sem fóru fram í þessum þætti þar sem við kepp- endur fengum verkefnið „Auglýs- ingar“,“ segir Helgi á bloggsíðu sinni inni á Trendnet.is. Af skrifum Helga að dæma er hann afar ósáttur við það hvernig dómararnir í þættinum gagnrýndu útlit fyrirsætunnar, þá sérstaklega gestadómari þáttarins, ljósmyndarinn Ari Magg. „Ara Magg mislíkaði andlitsdrættir hans og jú, gaf sér það bessaleyfi að segja í sjón- varpi að módelið mitt, liti út eins og dragdrottn- ing. Og ekki nóg með það, þá halda dómarar áfram að dæma útlit hans á nei- kvæðan máta er við keppend- urnir biðum baksviðs,“ segir Helgi ósáttur á bloggsíðu sinni. „Hvað hef ég að segja? Jú, mér þykir þetta bæði ófagmannlegt, og heimsku- legir dómar. Dómarar í ljósmynda- keppni eiga að mínu mati að dæma útfærslu myndarinnar en ekki útlit einstaklings, þá sérstaklega í sjón- varpi. Andstyggilegt, og lítið tillit tekið til tilfinninga annarra. Þessi ummæli og almennu dómarnir sem fara um í þessum þætti segja jú meira um einstaklinginn sjálfan en nokkuð annað. Fólk skal hafa það í huga,“ skrifar Helgi og er greinilega heitt í hamsi yfir þessu og segir að lokum: „Í lokin vona ég að Hólmbert fái afsökunarbeðni frá Ara Magnús- syni varðandi þessi niðrandi um- mæli í garð hans.“ n viktoria@dv.is Dreddarnir fjúka í þágu útigangsmanna n Keppandi í Ljósmyndasamkeppni Íslands vill að Ari Magg biðjist afsökunar Ósáttur Helgi er ósáttur við dóm- arana í þættinum og þá sérstaklega gestadómarann, Ara Magg. Þessu sagði hann frá á bloggsíðu sinni. Í minningu Lofts Helga klippir af sér dreddana í minningu Lofts og fara áheitin inn á minningarsjóð Lofts. Sjóðnum er ætlað að bæta aðbúnað útigangsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.