Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað
S
amkvæmt heimildum DV
náðust á miðvikudag sætt-
ir milli stríðandi fylkinga í
Ystaselsmálinu svokallaða.
Sáttafundur stóð í rúman
einn og hálfan tíma. Reynt hafði
verið að ná sáttum nokkrum sinn-
um eftir líkamsárás sem átti sér stað
á föstudaginn en án árangurs og
mikil spenna hafði myndast í undir-
heimum Reykjavíkur, eins og DV og
fleiri fjölmiðlar hafa greint frá í vik-
unni.
„Við getum orðað það sem svo að
menn hafa verið að leita sér að skot-
heldum vestum. Ég gæti alveg trúað
því að það fari allt í háaloft á næstu
dögum. Þetta er á mjög viðkvæmu
stigi. Það má ekkert fara úrskeiðis þá
springur allt í loft upp,“ sagði heim-
ildarmaður DV á þriðjudag.
Menn hrósa nú happi og segjast
hafa náð tökum á eldfimu ástandi
enda voru möguleg átök talin geta
haft alvarlegar afleiðingar í för með
sér. Forsaga málsins er sú að hópur
karlmanna réðst á einn mann í
Ystaseli á föstudag, og börðu
með hafnaboltakylfu.
Árásin var tilkomin vegna
deilna vegna meintrar
nauðgunar.
Árás eftir nauðgun
Þó sættir hafi náðst
milli stríðandi fylk-
inga mun kæru
vegna nauðgunar-
innar verða haldið
til streitu, kæra sem
ung kona lagði fram
á þriðjudag. Hún hef-
ur verið í felum vegna
málsins og mjög
hrædd við hefnd
þeirra sem hún
hefur kært. Nú
þegar sættir
hafa
náðst er hún sögð örugg og þurfi því
ekki lengur að fara huldu
höfði.
Líkt og greint er frá
í miðvikudagsblaði
DV var um að ræða
átök milli tveggja
hópa, annars
vegar hóps sem
tengist stúl-
kunni og hins
vegar hóps
sem tengist
þeim sem hún
hyggst kæra. Sá
sem varð fyrir
árásinni er marg-
dæmdur fyrir of-
beldisverk, Stef-
án Logi Sívarsson.
Hann er talinn
tengjast þeim sem
konan hefur nú kært
fyrir nauðgun-
ina.
Menn sem tengjast kynferðis-
brotinu voru ósáttir við áform kon-
unnar og hugðust ná fram hefnd-
um í Ystaseli þar sem unga konan
var ásamt kærasta sínum og öðrum
aðilum. Heimildir DV herma
að fólkið í Ystaseli hafi búist
við komu hinna. Þeir sem
tengjast ungu konunni
voru þó talsvert færri
en hinir, en á endan-
um fóru leikar svo
að Stefán fór verst
út úr átökunum
og lá eftir í blóði
sínu þegar aðrir
flúðu frá vett-
vangi.
Jón stóri er vitni
Líkt og kunnugt er handtók lögreglan
tvo aðila eftir árásina en þeim var
báðum sleppt stuttu eftir yfirheyrsl-
ur. Annar þeirra er sagður vera vitni
í málinu, en það er Jón H. Hallgríms-
son, betur þekktur sem Jón stóri.
Hinn er kærasti ungu konunnar og er
grunaður um að bera ábyrgð á áverk-
um Stefáns.
Nánari upplýsingar um sættirnar
liggja ekki fyrir enn sem komið er. DV
hefur heimildir fyrir því að á fimmtu-
dagsmorgun hafi aðilar tengdir mál-
inu þurft að leita á slysadeild vegna
meiðsla. Við eftirgrennslan kom þó í
ljós að það er alls ótengt átökunum þó
að meiðslin hafi virst vera alvarleg. n
Sættir hafa náðst
í undirheimunum
n Telja sig hafa náð tökum á ástandinu n Konan stendur við kæruna
Margdæmdur Stefán Logi var skilinn eftir í blóði sínu.
Vitni Jón stóri
er vitni í málinu.
22. maí 2013
267 ofbeldis-
brot á árinu
267 ofbeldisbrot hafa verið skráð
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu það sem af er árinu 2013.
Þá hafa 1.582 þjófnaðir verið
skráðir, 359 innbrot, 462 eigna-
spjöll og 141 umferðarslys. Þetta
kemur fram í skýrslu lögreglustjór-
ans á höfuðborgarsvæðinu um
afbrotatölfræði, en þar eru bæði
teknar saman upplýsingar um
þróun afbrota það sem af er ári
og á síðustu þrettán mánuðum.
„Þjófnuðum hefur fækkað um
5 prósent samanborið við sama
tímabil árið 2012 og innbrotum
um fimmtung,“ segir í skýrslunni
þar sem jafnframt kemur fram að
fjöldi ofbeldisbrota hafi staðið í
stað. 390 þjófnaðir voru tilkynntir
í apríl og hefur tilkynningum um
afbrot fjölgað jafnt og þétt undan-
farna mánuði.
„Er enn að telja“
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi
fjármála- og efnahagsráðherra,
hæðist að stjórnarsáttmála nýrr-
ar ríkisstjórnar Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
á Facebook-síðu sinni. „Er enn
að telja nefndir, starfshópa og
úttektir sem boðaðar eru í Wild
boys stjórnarsáttmálanum … Það
þarf einhvern mannskap í þetta
og tíma,“ segir hún og bætir við:
„Voru menn ekki með þetta allt
á hreinu fyrir kosningar? Betra
seint en aldrei að byrja að reikna
eða kanna hvort hægt sé að efna
loforðin.“ Í umræddum stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar kem-
ur meðal annars fram að stofnuð
verði nefnd um verðtryggingarmál
og aðgerðahópur um forgangsröð-
un og hagræðingu í ríkisfjármál-
um. Þá hyggst ríkisstjórnin gera
úttekt á stöðu Evrópusambands-
viðræðna og þróun mála innan
sambandsins.
„Óska þeim góðs gengis“
n Jóhanna lýkur 34 ára stjórnmálaferli
J
óhanna Sigurðardóttir, fyrrver-
andi formaður Samfylkingar-
innar, lét formlega af störfum
sem forsætisráðherra Íslands á
fimmtudaginn. Lauk þar með þrjá-
tíu og fjögurra ára stjórnmálaferli
Jóhönnu sem er fyrst íslenskra
kvenna til að gegna stöðu forsætis-
ráðherra. Fáir hafi tekið við þessu
valdamesta embætti Íslands á jafn
erfiðum tímum og hún.
„Ég er stoltust af því að okkur
tókst það ætlunarverk okkar að
endurreisa samfélagið, þar sem við
blasti þjóðargjaldþrot þegar við tók-
um við,“ segir Jóhanna aðspurð
hvað hún sé ánægðust með. „En ég
er jafnframt stolt af breytingunum á
stjórnar ráðinu og ýmsum umbóta-
og mannréttindamálum sem við
komum í gegn. Ísland var eitt ójafn-
asta samfélag í heimi þegar við tók-
um við en nú erum við meðal þeirra
þjóða í heiminum sem búa við mest-
an jöfnuð. Af þessu er ég ekki síður
stolt,“ segir Jóhanna.
Á síðustu fjórum árum hefur
Jóhanna tekið umdeildar ákvarðanir
og sitt sýnist hverjum um stefnu
ríkis stjórnar hennar. Erfitt er þó
að neita því að arfleifð Jóhönnu er
merkileg og líklega mun ríkisstjórn-
ar hennar fyrst og fremst vera minnst
fyrir mikinn viðsnúning í ríkisfjár-
málum, aukinn jöfnuð og framfarir
í mannréttindamálum. En hvernig
líst Jóhönnu á nýja ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins? „Ég er ekki ánægð með að þess-
ir flokkar séu að taka við, en það
verður að gefa þeim tækifæri. Fólkið
hefur valið þá og ég óska þeim góðs
gengis,“ segir Jóhanna og bætir við:
„Þeir hafa skapað miklar væntingar í
samfélaginu og nú er að fylgjast með
hvort þeir eru menn til að standa við
það sem þeir hafa lofað fólkinu.“ Að-
spurð hvað nú taki við segist Jóhanna
ætla í frí og ætli að verja tíma með
fjölskyldu sinni, enda hafi hún átt
afar annríkt síðustu fjögur árin. „Svo
verður bara tíminn að leiða í ljós
hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir
hún og kveður. n
- johannp@dv.is