Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 14
R íkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar er fyrir margra hluta sakir merkileg. Enginn þeirra sem nú setj- ast á ráðherrastól hafa gegnt ráðherraembætti áður. Sá sem hef- ur lengsta þingreynslu í stjórninni er Bjarni Benediktsson, hann hefur setið á þingi í um áratug. Einn ráð- herra hefur ekki áður setið á þingi það er Hanna Birna Kristjánsdótt- ir. Sá yngsti í stjórninni er forsætis- ráðherrann, Sigmundur Davíð, 38 ára en sá elsti er Kristján Þór, 55 ára. Meðalaldurinn er rúm 45 ár. Ráð- herrarnir eru líka flestir vel mennt- aðir, hafa allir háskólamenntun þótt ekki hafi þeir allir lokið prófi. Þegar litið er yfir feril ráðherranna má glögglega sjá að kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum. DV skoðaði feril allra ráðherranna. johanna@dv.is solrun@dv.is Ný kyNslóð tekur völdiN n Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Á hugamál Eyglóar eru matur og stjórnmál. Hún vakti mikla athygli um áramótin þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að elda fyrir minna en 30 þúsund á viku út árið. Þegar Eyjafréttir spurðu hana að því í að- draganda kosninganna 2007 hverju þyrfti að breyta í íslensku samfé- lagi sagði hún að skilja þyrfti á milli framkvæmdavalds og löggjafar- valds með þeim hætti að ráðherr- ar væru ekki líka þingmenn. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á að bæta hag landsbyggðarinn- ar, lengja fæðingarorlof, gjald- frjálsan leikskóla og að eign þjóðar- innar á auðlindum verði tryggður með ákvæði í stjórnarskrá. Eygló kom nokkuð óvænt á þing árið 2008 þegar Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku. Eygló bjó í Vestmannaeyjum. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Vestmannaeyjum og hélt þaðan til náms við Háskólann í Stokkhólmi þaðan sem hún lauk Fil.kand- prófi í Listasögu. Hún lagði stund á framhaldsnám í viðskiptafræði. Eygló hafði starfað sem fram- kvæmdastjóri Þorsks á þurru landi í sjö ár en hætti um leið og hún settist á þing. Áður hafði hún starf- að hjá ýmsum fyrirtækjum. Eygló hefur í gegnum tíðina verið öflug- ur lausapenni, haldið úti blogg- síðu og verið fastur dálkahöfund- ur í Bændablaðinu. Hún hefur setið í ýmsum ráðum og nefndum fyrir hönd flokksins í Vestmannaeyjabæ og sinnt trúnaðarstörfum. Hún sett- ist í miðstjórn Framsóknarflokksins 2003 og hefur verið ritari flokksins frá 2009. Hún skipaði fjórða sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum 2007 og annað sætið 2009. Á síðasta kjörtímabili sat hún sem þingmaður þess kjördæmis en flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í vor og var í efsta sæti á lista flokksins þar. H ann er heilsteyptur ná- ungi, einbeittur og skipu- lagður það sem ég þekki til. Hann er vanur póli- tíkus. Það sem einkennir hann helst að mínu mati er traust og trúnaður. Svo er hann vinnu- samur og harðduglegur. Hann gerir það sem hann á að gera, segir Þor- leifur Karl Eggertsson, for maður kjördæmaráðs Framsóknarflokks- ins í Norðvesturkjördæmi og sam- starfsmaður Gunnars Braga í rúman áratug. Gunnar Bragi er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og hefur lengst af búið þar. Þeir sem þekkja hann segja hann eðalskagfirðing. Gunnar Bragi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðár króki og lagði síðar stund á atvinnulífsfé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Gunnar Bragi hefur unnið marg- vísleg störf, var verkamaður á yngri árum, ritstjóri héraðsfréttablaðs, sölu- og verslunarstjóri og að- stoðarmaður Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra um tveggja ára skeið. Hann var um tíma sölu- og markaðsstjóri Kaupfélags Skagafjarðar og framkvæmdastjóri Árbæjarveitinga. Gunnar Bragi hef- ur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyr- ir Framsóknarflokkinn. Hans póli- tíski ferill hófst þegar hann varð formaður Ungra framsóknarmanna í Skagafirði og frá þeim tíma hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Hann sat í sveitar- stjórn Skagafjarðar þangað til hann var kosinn á Alþingi 2009. Hann var kosinn formaður þingflokks- ins þegar hann settist á þing auk þess sem hann hefur setið í þremur fastanefndum þingsins. Reyndur stjórnmála- maður úr Skagafirði n Gunnar Bragi Sveinsson er utanríkisráðherra Hefur áhuga á mat og stjórnmálum n Eygló Harðardóttir er félagsmálaráðherra R agnheiður Elín hefur verið einn skörulegast þingmaður Sjálfstæðismanna frá því hún var kosin á þing. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum var hún spurð hvers vegna hún væri í pólitík og svaraði því til að það væri sambland af pólitískri hugsjón og meðfæddri afskiptasemi. Þetta væri leiðin til að hafa áhrif á sam- félagið og hún vildi taka þátt í því. Í sama viðtali uppljóstraði hún því að hennar helstu áhugamál væru úti- vist, gönguferðir, línuskautar, lestur og samvera með fjölskyldunni. Ragnheiður Elín er borinn og barn- fæddur Keflvíkingur. Hún varð stúd- ent frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með masterspróf í al- þjóðasamskiptum frá Bandaríkjun- um. Hún hefur mestallan sinn starfs- feril starfað á opinberum vettvangi. Hún var starfsmaður Útflutnings- ráðs Íslands, aðstoðarviðskiptafull- trúi og viðskiptafulltrúi. Ragnheiður Elín vakti athygli þegar hún var að- stoðarmaður Geirs H. Haarde, fyrst í fjármálaráðuneytinu, þá í utanrík- isráðuneytinu og loks í forsætisráðu- neytinu. Á þeim tíma sat hún í fjöl- mörgum opin berum nefndum. Hún tók sæti á þingi fyrir Suðvesturkjör- dæmi 2007 en hefur verið þingmað- ur Suðurkjördæmis frá 2009. Hún var formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í tvö ár, frá 2010 til 2012 er Illugi Gunnarsson tók við. Ragn- heiður Elín var ósátt við að vera sett af og lýsti miklum vonbrigðum með ákvörðunina. Við sama tækifæri lýsti hún því yfir að hún teldi sjálfgefið að hún kæmi til álita sem ráðherra kæmist Sjálfstæðis flokkurinn í ríkis- stjórn. Nú hefur sú ósk ræst. Leið til að hafa áhrif á samfélagið n Ragnheiður Elín Árnadóttir er iðnaðar- og viðskiptaráðherra Fyrirliggjandi verkefni Langtímastefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi er nauðsynleg með tilliti til uppbyggingar innviða, markaðssetn­ ingar landsins og sköpunar verðmætra starfa í greininni. Fallið verður frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ríkis­ stjórnin mun eins og kostur er stuðla að því að nýting hugsanlegra olíu­ og gasauðlinda geti hafist sem fyrst, finnist þær í vinnanlegu magni. Í því skyni mun hún ráðast í undirbúningsvinnu meðal annars á sviði samgöngumála, umhverfisverndar ásamt því að stofna sérstakt ríkisolíufélag. Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar Fyrirliggjandi verkefni „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæða­ greiðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi.“ Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar Fyrirliggjandi verkefni Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda ís­ lenskra heimila sem er til komin vegna ófyrirsjáanlegra höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána. Grunnviðviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verð­ bólguskots áranna 2007 til 2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattaleg­ um aðgerðum. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingasjóð til að ná markmiðum sínum. Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 14 Fréttir 24.–26. maí 2013 Helgarblað Eygló Harðardóttir Þingmaður frá: 2008 Aldur: 40 ára Maki: Sigurður E. Vilhelmsson Börn: Tvö Mynd: PRESSPHotoS Gunnar Bragi Sveinsson Þingmaður frá: 2009 Aldur: 45 ára Maki: Elva Björk Guðmundsdóttir Börn: Þrír synir og tveir stjúpsynir Ragnheiður Elín Árnadóttir Þingmaður frá: 2007 Aldur: 45 ára Maki: Guðjón Ingi Guðjónsson Börn: Tvö og tvö stjúpbörn ný ríkisstjórn Er skipuð ungum en efnilegum ráðherrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.