Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 46
Gaf stráknum hennar Gunnu Dísar fíl
n Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður
Þ
etta kom mér ekkert á óvart.
Það var búið að ákveða það
fyrir nokkrum vikum að barnið
ætti að fæðast á afmælisdaginn
minn því það þurfti að taka það með
keisaraskurði,“ segir hinn vinsæli
útvarps- og sjónvarpsmaður Andri
Freyr Viðarsson. Hann átti afmæli í
gær, varð 33 ára, og sama dag eignað-
ist samstarfskona hans á Rás 2, Guð-
rún Dís Emilsdóttir, dreng. Saman
sjá Andri Freyr og Gunna Dís um
þáttinn Virka morgnana.
„Ég er búinn að gefa drengnum
gjöf, ég gaf honum bláan taufíl. Hann
er með bjöllu um hálsinn. Ægilega
flottur. Hann var alveg í skýjunum
strákurinn,“ segir Andri Freyr og hlær.
Hann segist sakna Gunnu Dísar sár-
lega meðan hún er í fæðingarorlofi.
„Hún kemur aftur í október. Ég sakna
hennar rosalega. Ég ímynda mér að
hún sé í fangelsi og komi svo til baka
tvíefld.“
Það var fleira sem gladdi Andra
Frey á afmælisdaginn því í gær fór
í loftið fyrsti þáttur hans af sex af
Andralandi. Fyrri þættir hans hafa
vakið athygli og notið vinsælda fyrir
frumlegheit. Andri Freyr þykir nálg-
ast viðfangsefni sín af frumleika.
Þættir hans Andri á flandri hafa verið
sýndir á Norðurlöndunum. „Ég frétti
að það væri verið að sýna þættina í
Svíþjóð af því einhver þýðandi hafði
samband við mig. Annars hefði ég
ekki haft hugmynd um þetta,“ segir
Andri Freyr. n
„Skilyrði að
þær séu flottar“
Í
mars síðastliðnum var opnuð ný
vefsíða um handbolta, fimmeinn.
is. Á síðunni ef fjallað um hand-
bolta, innlendan og erlendan, og
fjallað er bæði um úrslitakeppn-
ir í kvenna- og karlaflokki. Athygli
hefur vakið að á síðunni er konum
og kærustum karlkynsleikmanna teflt
fram vikulega í liðnum KOK vikunnar.
KOK er skammstöfun yfir konur og
kærustur.
Þær allra flottustu
Einn eigenda síðunnar, Arnar Gauti
Grettisson, segir þennan nýja efnis-
lið hafa slegið í gegn á síðunni. Þeir
fái fjölda ábendinga um. „Það er skil-
yrði að þær séu flottar. Við reynum að
finna þær allra flottustu og þetta eru
konur og kærustur leikmanna í N1
deild karla.“
Hann segir nýjan efnislið eiga sér
fyrirmynd að erlendum sið. Þá hafi ís-
lensk síða, 433.is, haldið úti svipuð-
um efnislið, WAG vikunnar, þar sem
fjallað var um kærustur og konur er-
lendra leikmanna. „Þetta er bara
skemmtilegt og nýtur eins og ég segi
einna mestra vinsælda á síðunni.“
Vel þekkt í Bretlandi
Það er ef til vill nýlunda í íslensku
samfélagi að eiginkonur og kærustur
íþróttamanna fái viðlíka athygli. Slíkt
þekkist þó víða um heim. Eiginkon-
ur fótboltamanna eru til að mynda
mikið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar
sem þær baða sig jafnvel meira í
sviðsljósinu en eiginmenn þeirra. Þar
í landi eru þær dáðar eins og stjörnur
en lenda þó iðulega í slúðurpressunni
og mæta stundum hörku á vellinum.
Stuðningsmenn eiga það nefnilega
til að syngja niðrandi slagorð eða
söngva um maka andstæðinganna til
að veikja mótstöðu þeirra. Þetta fékk
til að mynda Victoria Beckham að
reyna eitt skiptið þegar David var á
skotskónum á sínum gullaldarárum
og spilaði fyrir Manchester United.
„Þykir flott innan vallar sem utan“
Í liðnum KOK vikunnar á síðunni hef-
ur verið fjallað um þrjár ungar konur,
þær Stellu Rán Bielvedt, Hlíf Hauks-
dóttur og Eddu Scheving. Stella er
kærasta Geirs Guðmundssonar skyttu
hjá Val. Kostir hennar eru nefndir með
skírskotun til Geirs: „Geir sem leikur
í úrvalsdeild karla í handknattleik er
greinilega líka í úrvalsdeildinni utan
vallar en við látum myndirnar tala
sínu máli,“ segir á síðunni og nokkrar
myndir birtar af Stellu. Mannkostir
Stefáns Darra Þórssonar eru einnig
nefndir hvað varðar útlit kærustu
hans Eddu: „Stefán er greinilega að
gera það gott innan sem utan vallar
því kærasta hans er gullfalleg.“
Hlíf er kærasta Vignis Stefánssonar
sem leikur einnig með Val. „Hlíf er í
fótbolta og leikur einnig með Val en
hún þykir flott innan vallar sem utan
enda var hún valin Ungfrú Suðurland
2010,“ segir á síðunni um Hlíf. n
n KOK vikunnar valið á nýrri handboltasíðu fimmeinn.is
n KOK er skammstöfun yfir konur og kærustur
Hlíf Hauksdóttir „Hlíf er í fótbolta og
leikur einnig með Val en hún þykir flott innan
vallar sem utan enda var hún valin Ungfrú
Suðurland 2010,“ segir á síðunni um Hlíf.
„Reynum
að finna
þær flottustu
Edda Scheving „Stefán er greinilega að
gera það gott innan sem utan vallar því
kærasta hans er gullfalleg.“
Stella Rán Bielvedt Stella er kærasta Geirs Guð-
mundssonar, skyttu hjá Val. Kostir hennar eru nefndir í
gegnum Geir: „Geir sem leikur í úrvalsdeild karla í hand-
knattleik er greinilega líka í úrvalsdeildinni utan vallar
en við látum myndirnar tala sínu máli,“ segir á síðunni og
nokkrar myndir birtar af Stellu.
Hvað er að
gerast?
24.–26. maí
Föstudagur24
maí
Laugardagur25
maí
Sunnudagur26
maí
Reykjavík Music Mess
Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess
mun fara fram í þriðja sinn nú um helgina,
24. til 26. maí. Megindagskrá hátíðarinnar
mun fara fram á skemmtistaðnum Volta,
en það er nýr tónleikastaður og klúbbur
við Tryggvagötu. Einnig verður boðið upp
á tónleikadagskrá á menningarstaðnum
Kex Hostel, en dagskráin þar verður opin
öllum almenningi.
Volta 20.00
Dansar í Eldborg
Hér leiðir Listahátíð í Reykjavík saman
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska
dansflokkinn í nýju íslensku dansverki við
Vorblót Stravinsky og einu af lykilverkum
finnskrar ballettsögu, Petrushku
Stravinsky.
Eldborg 19.30
Rýmin og
skáldin III
Hér gefst áhorf-
endum færi á að
upplifa nýja hlið
á bókasafninu
og verða vitni að
sköpunarferli sex nýrra
íslenskra leikverka í sviðsettum leiklestr-
um undir leikstjórn sex leikstjóra. Skáldin
og leikstjórnir eru Auður Ava Ólafsdóttir,
Bragi Ólafsson, Ingibjörg Magnadóttir,
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sigurður
Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Harpa
Arnardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Kristín
Jóhannesdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Marta
Nordal og Stefán Jónsson.
Foldasafn 16.00
Vortónleikar
Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar árið
2013 hafa yfirskriftina Sólin þaggar þoku-
grát, sem er tilvísun í eitt af lögunum sem
eru á efnisskránni í ár. Stjórnandi kórsins
er Daníel Þorsteinsson.
Hamrar 16.00
Routeopia
Píanóleikarinn Davíð Þór Jónsson og
myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir
fara með gesti í ævintýralega ökuferð í
flygilrútu. Áhorfendur ferðast hringinn
um nágrenni Reykjavíkur með Davíð við
flygilinn og Ilmi undir stýri, staldra við
náttúruperlur og leyfa töfrum tónanna
að streyma um sig í akstri sem í staldri.
Hljómleikurinn verður af öllu tagi, allt frá
klassískri píanótónlist til sígaunasöngls.
Munnharpan 16.00
Kátur Andri Freyr átti afmæli í gær. Sama
dag átti samstarfskona hans dreng og fyrsti
þátturinn af Andralandi fór í loftið.
46 Fólk 24.–26. maí 2013 Helgarblað